Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Saltvatnspottar, klórpottar og hitaveitupottar Eigum til á lager alla tegundir potta Sendum hvert á land sem er Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Boðinn Línudans fellur niður. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkullulaut kl. 8.30-13, heitt á könn- unni. Leikfimihópur frá kl. 10. Prjónakaffi frá kl. 10. Kóræfing kl.13. Allir velkomnir í Gerðuberg. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-11.30 0Postulíns- málun. Kl. 9-11 botsía-æfing. Kl. 13-15.30 tréskurður. Kl. 14-15 Sögur og fræði. Kl. 20 félagsvist. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 1. mars verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er sér til gamans gert s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið upp á kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund er kl. 12. Að henni lokinni er boðið upp á léttan hádegis- verð gegn vægu gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13 Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli kl. 9-11. Útskurður kl. 9-12. Bíó kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa frá kl. 10. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30– 12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45. Styrktar- og jafnvægis- leikfimi í Borgum kl. 10. Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Skákhópur í Borgum kl. 12.30. Vilborg Davíðsdóttir kynnir bókina Auði, sem fjallar um Auði Djúpúðgu kl. 13.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Sund- leikfimi í Grafarvogslaug kl. 14. Leiklestur með Sigurði Skúlasyni í Borgum kl. 14. Gleðin býr í Borgum. Seltjarnarnes Útskurður og tálgun í Valhúsaskóla kl. 9. Kaffikrókur á Skólabraut milli kl. 9 og 11.30. Syngjum saman í salnum á Skólabraut við undirleik Bjarma kl. 13. Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sigurður Júlíus Jóhannesson) Magnús Jón. Amma Didda var engin venju- leg amma. Hún bakaði aldrei pönnukökur og prjónaði ekki neitt. Hún var fín dama – alltaf smart í tauinu og gekk helst ekki í lágbotna skóm, enda voru þeir lummulegir. Hún fór aldrei nokk- urn tímann út úr húsi nema með varalit og fór reglulega í lagningu fram á síðasta dag. Hún var bara 44 ára þegar hún varð fyrst amma og 81 þegar síðasta barna- barnið fæddist. Amma elskaði að vera innan um fólk og halda partí og það var alltaf mikið líf og fjör í kringum hana og margar vinkonur sem annaðhvort voru í símanum eða í eldhúsinu í Hvassaleitinu. Hún stjórnaði kvenfélaginu Keðjunni til margra ára og stóð fyrir bygg- Sigríður Erla Smith ✝ Sigríður Erla (Þórðardóttir) Smith fæddist 4. nóvember 1930. Hún lést 8. febrúar 2022. Útför fór fram 24. febrúar 2022. ingu sumarhúss Keðjunnar á Laug- arvatni. Þaðan eig- um við öll góðar minningar. Keðju- kofinn var pínulítið 50 fermetra hús en það virtist enda- laust vera hægt að troða inn í hann fólki og þegar best lét var bara sofið á flatsæng í stofunni eða tjaldað fyrir utan. Í seinni tíð fengu systkinin Keðjukofann lán- aðan og stundum vélstjóra- bústaðinn við hliðina samtímis og nutu þess að vera á staðnum. Það var mikið ævintýri að læð- ast í kompuna hennar ömmu – fyrst þurfti maður að fara í skúff- una undir bakarofninum og finna lykilinn – svo laumaðist maður niður kjallaratröppurnar og opn- aði kompuna – þar blasti við alls- konar matarkyns eins og súpu- dósir frá Campbells sem afi hafði keypt á ferðum sínum og það var oftast hægt að finna fjólublátt Cadburys-súkkulaði og Smartís ef vel var að gáð. Amma fór á hverju ári með afa í siglingu þegar hann var enn að vinna – þau sigldu á allar helstu hafnarborgirnar og það mátti treysta því að hún kom með eitt- hvað handa öllum þegar hún kom heim. Henni var mikið í mun að velja allar gjafir af kostgæfni og helst af öllu urðu þær að vera smart og móðins. Amma var líka ótrúlega minn- ug og gat rifjað upp í smáatriðum það sem gerðist í Viðey áður en hún flutti þaðan 9 ára gömul en hún gat líka sagt okkur nákvæm- lega hvað stóð í Mogganum í gær eða hvað var rætt í síðasta Silfri. Hún fylgdist vel með, var vel upplýst og gaman var að tala við hana um málefni líðandi stundar þar sem hún hafði oft á tíðum sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Amma hafði einstaklega já- kvætt viðhorf til lífsins. Hún hafði aldrei smakkað betri mat en þann sem var á disknum hverju sinni og aldrei fengið betra rauð- vín en var í glasinu í það skiptið. Hún hafði áhuga á öllum í kring- um sig og hvað við vorum að gera, mætti í allt sem henni var boðið fram á síðasta dag og vildi öllum vel. Þó við tökum ekkert annað frá henni með okkur út í lífið en þetta jákvæða lífsviðhorf þá væri það meira en nóg. Minningin lifir um frábæra ömmu sem var lífsglöð fram á síð- asta dag – en ákaflega fegin að fá að fara þegar að því kom. Von- andi er hún núna í sumarlandinu að dansa og syngja fúsa flugu með afa og öllum vinkonunum sem farnar voru á undan. Takk fyrir allt, elsku amma Didda. Sigríður (Sigga), Orri, Magnús, Heiðar, Ingimar, Íris, Þórhildur, Elís, Sigþór og Þórhallur. Kynni mín af Sigríði Smith má rekja til sjöunda áratugar liðinn- ar aldar og hafa því staðið í yfir 50 ár, eða allt frá því ég hóf störf í Sparisjóði vélstjóra. Sigríður og Magnús eiginmaður hennar voru áhugasamir stofnfjáreigendur sparisjóðsins. Sigríður var á þessum tíma formaður kvenfélagsins Keðj- unnar, sem var félag eiginkvenna vélstjóra, en þá var óþekkt að konur störfuðu við vélstjórn. Sig- ríður var formaður Keðjunnar í þrjátíu ár og var mikill kraftur í félagsstarfinu. Meðal annars var byggt sumarhús í Laugardal til afnota fyrir félagskonur og fjöl- skyldur þeirra. Eins stóðu kven- félagskonur fyrir glæsilegum dansleikjum, sem lengi verða í minnum hafðir. Sigríður var einstaklega kraft- mikil kona, sannkallaður skör- ungur, skynsöm og góðhjörtuð. Hún var félagslynd og vinmörg. Hún hafði sérstaka ánægju af því að sinna menningarmálum – fór oft í leikhús og á hljómleika og ævinlega mætti hún á tónleika þar sem frændi hennar Kristinn Sigmundsson óperusöngvari kom fram. Sigríður var kosin í stjórn Sparisjóðs vélstjóra og gegndi þar störfum í meira en áratug. Árið 2003 var hún formaður stjórnar og var samstarf okkar á þeim vettvangi einstaklega ánægjulegt. Eftir að ég lauk störfum fyrir sparisjóðinn fór samverustund- um okkar fækkandi en taugin okkar á milli slitnaði þó ekki og höfum við haft samband annað slagið, síðast á 91 árs afmælisdegi hennar 4. nóvember sl. Þá var hún hress í tali, en þó var greini- legt að heilsa hennar væri farin að gefa sig. Það er mikill sjónarsviptir að minni kæru vinkonu. Ættingjum hennar færi ég samúðarkveðjur. Hallgrímur G. Jónsson. Elsku amma. Það er sárt að kveðja en margar góðar minningar hlýja á svona stundum. Þú varst margt í lífinu en fyr- ir mér varstu fyrst og fremst amma mín. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig þegar ég var lítil. Þegar ég var fimm ára bjuggum við mamma og pabbi um tíma heima hjá þér og afa og ég minnist þess þegar við tvær fór- um í feluleik. Það var komið að mér að leita en þú faldir þig á svo góðum stað að ég þurfti á endanum aðstoð frá afa til þess að finna þig. Þetta var alvöru- leikur og ekkert gefið eftir. Þú varst alltaf uppátækjasöm og ég man svo sterkt eftir því þegar þú ákvaðst að hrekkja mig og Aðalheiður Guð- finna Magnúsdóttir ✝ Aðalheiður Guðfinna Magnúsdóttir fæddist 21. maí 1931. Hún lést 14. febrúar 2022. Útför fór fram 24. febrúar 2022. tókst úr þér fölsku tennurnar og sýnd- ir mér. Þú hlóst svo dátt að þessum hrekk þínum á meðan ég horfði á skelfingu lostin. Þegar ég var sjö ára fékk ég að fara ein með þér og afa til Kanarí. Þar var margt skemmtilegt gert eins og að hanga í sundlauginni, fara á ströndina og í tívolí. Oftast vörðum við tímanum með öðr- um íslenskum eldri borgurum og ég naut allrar athyglinnar í botn. Eins og góðum Íslend- ingum sæmir vorum við auðvit- að með SS-pylsur með í för en þegar átti að elda þær eitt kvöldið sætti ég mig ekki við neitt annað en að fá kokteilsósu á pylsuna mína. Þú fórst þá í leiðangur til að reyna að finna kokteilsósu og komst aftur á hótelið með alls konar sósur, smurosta og salöt. Ekkert af því var kokteilsósa. En ég gleymi því aldrei að þú reyndir. Alltaf varstu hjálpsöm og aldrei var neitt tiltökumál að aðstoða mig. Þegar ég útskrif- aðist úr menntaskóla vildi ég klæðast upphlutnum þínum og auðvitað var ekkert mál fyrir þig að þrífa búninginn, pússa gullið og þrengja fötin fyrir mig. Ég fékk líka að fara í eld- hússkápana þína og taka leirtau til eignar þegar ég flutti að heiman því það var nefnilega al- ger óþarfi að kaupa nýtt ef eitt- hvað var þegar til. Þegar ég gerði heimildar- mynd í náminu mínu, um afa og samband hans við bílinn sinn, þá þótti þér nú skemmtilegt að fá að taka þátt og vera í viðtali. Þú fórst líka í gegnum öll myndaalbúmin þín óumbeðin og fannst til skemmtilegar myndir af afa og bílunum hans. Þótt ég væri í námi eða að gera hluti sem þú kannski skild- ir ekki alveg þá studdir þú mig alltaf í öllu. Svona varst þú óeigingjörn, hjálpsöm, hvetj- andi, ástúðleg og elskuleg. Ég mun ávallt elska þig og bera nafn þitt með stolti. Takk fyrir allt elsku amma. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland. Elsku Alla amma hefur nú kvatt þessa jarðvist og dansað inn í sumarlandið en eftir sitja minningar sem ylja. Þessi hörkuduglega og frá- bæra kona sem vildi allt fyrir alla gera. Hún stoppaði aldrei í kaffiboðum, gekk með höfuðið á undan sér í efsta gír svo að allt gengi nú smurt og þá breytti engu hvort hún var mjaðma-, hæl-, axlarbrotin eða hvort hryggjarliðir hefðu fallið saman, alltaf var hún í efsta gír og kaffiboð skyldi haldið. Hún var fyrst allra til að mæta í eld- húsfrágang í veislum hjá öðrum, svo ótrúlega hjálpsöm. Kaffi- boðin eru manni ofarlega í huga og þá helst möndlukakan með bleika glassúrnum. Amma var mjög svo verndandi og um- hyggjusemin var engu lík. Hún vakti alltaf eftir okkur norðan- fólkinu þegar við vorum að koma frá útlöndum og beið þá ævinlega hlaðborð hjá ömmu, og breytti þá engu þótt það væri um miðja nótt, hlaðborð skyldi það vera. Hún var svo mikil fjölskyldu- kona, sá alltaf til þess að ætt- fólkið hittist. Þá vildi hún alltaf halda öllum upplýstum um alla mögulega hluti og fyrir tíma fa- cebook gat maður stólað á að amma væri fyrst með fréttirnar. Amma tók alltaf eftir því ef maður mætti í nýjum fatnaði enda fylgdist hún mikið með tískunni og hafði unun af því að klæða sig upp á. Í hvert skipti sem við komum við hjá þeim hjónum leið ekki á löngu þar til komin var tískusýning í stofunni og allir skyldu taka út nýjasta dressið hennar. Ég mun sakna þess að fá ekki símtalið frá þér á afmæl- isdeginum mínum, að skrifa ekki oftar í gestabókina sem þú eltir alla uppi með í hvert sinn sem einhver leit inn í heimsókn, að dansa ekki með þér þar til ballinu lýkur eins og þér einni var lagið. Ég er svo glöð að ég dreif mig í heimsókn til þín í síðustu borgarferð minni og þrátt fyrir hrakandi heilsu þína leið ör- skotsstund frá því að ég heilsaði þér og þar til þú bauðst mér konfekt og appelsín, sem ég auðvitað þáði því ég vissi að það þýddi ekkert fyrir mig að af- þakka. Þegar maður kveður mann- eskju eins og þig, amma, þá sé ég svo skýrt hvað það er sem situr mest eftir. Það eru ekki veraldlegir dauðir hlutir, heldur eru það minningarnar, samver- an, viðhorfin, umhyggjan og öll gleðin sem tifa innra með okkur og veita hlýju í hjartasárin. Ég er virkilega þakklát fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Mér finnst það fal- leg tilhugsun að afi hafi sótt þig á degi ástarinnar og miðað við það hversu næm þú varst, þá veit ég það fyrir víst að þú fylg- ist með okkur sem eftir lifum og verndar okkur rétt eins og þú gerðir í lifandi lífi, elsku amma. Þar til við dönsum næst, Helga Hrönn og fjölskylda. Jökull var einn af þessum „alt mu- lig“-mönnum sem óðum fer fækk- andi. Hann hóf störf hjá Áhaldahúsi Kópavogsbæjar ár- ið 2002 en kom til garðyrkju- deildarinnar árið 2004. Jökull bjó að fjölþættri reynslu sem nýttist starfsemi garðyrkju- deildarinnar vel í þeim störfum sem hann fékkst við. Í garð- yrkjudeildinni gegndi hann nýrri stöðu umsjónarmanns leiksvæða og fólst starf hans í því að sinna viðhaldi á leik- tækjum og leiksvæðum bæjar- ins. Jökull var góður félagi og Jökull Eyfells Sigurðsson ✝ Jökull Eyfells Sigurðsson fæddist 2. maí 1950. Hann lést 30. janúar 2022. Bálför hans fór fram 14. febrúar 2022. samstarfsmaður og honum var umhug- að um að sinna vel þeim verkefnum sem hann hafði hverju sinni. Það skipti Jökul máli að leiksvæði leik- og grunnskólanna væru örugg og vel við haldið og að starfsfólkið þar fengi góða þjón- ustu. Starfi sínu sinnti hann af natni og samviskusemi sem kom börnum bæjarins til góða. Jökull lét af störfum hjá Kópa- vogsbæ árið 2020 vegna veik- inda. Við samstarfsmenn Jök- uls viljum með þessum fáu orðum þakka samfylgdina og votta eiginkonu hans og börn- um samúð okkar. F.h. starfsmanna garðyrkju- deildar Kópavogs, Stefán Gunnarsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Yndislegi pabbi minn, ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR SIGURBJÖRN INDRIÐASON, lést miðvikudaginn 16. febrúar. Ljúfar minningar okkar um ástríkan pabba, son og kærleiksríkan bróður munu ávallt lifa í hjörtum okkar. Yndislegur, hlýr og umfram allt umhyggjusamur fjölskyldumaður. Rakel Mist Gunnarsdóttir Kolbrún Ævarsdóttir Jón Pétursson Sigurrós Yrja Jónsdóttir Elmar Þór Björnsson Ævar Indriðason Pétur Jónsson Kara Mist Jónsdóttir Jonas Nørskov Darri, Máni, Rökkvi, Bastían Björn og Birnir Sölvi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.