Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 28

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmyndin að verkinu fæddist út frá fyrri sýningu okkar og snýr að hugmyndinni um falda hagkerfið hér á Íslandi,“ segir Ólafur Ásgeirsson um sýninguna Tu jest za drogo (Úff hvað allt er dýrt hérna) í leikstjórn Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur sem frumsýnd er á Litla sviði Borg- arleikhússins í kvöld kl. 20. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleik- hússins og Leikhópsins PóliS sem hlaut Grímuverðlaunin sem sproti ársins árið 2021 fyrir leiksýninguna Co za poroniony pomysł (Úff hvað þetta er slæm hugmynd) sem sýnd var við góðar viðtökur í Tjarnarbíói. Fyrri sýningin var unnin í sam- sköpun leikhópsins, en að þessu sinni skrifar Ólafur handritið. „Okk- ur langaði til að prófa að æfa með tilbúið handrit, þó vissulega hafi það tekið ákveðnum breytingum á æfingatímanum. Ég skrifaði verkið á íslensku og síðan þýddum við það yfir á ensku og unnum sýninguna. Loks var textinn þýddur á pólsku, enda leikum við sýninguna á pólsku,“ segir Ólafur og tekur fram að lokaútgáfa verksins hafi aftur verið þýdd á bæði íslensku og ensku, enda sé textun í boði fyrir íslensku- og enskumælandi áhorfendur í gegnum appið Thea. Getum hlegið að okkur „Í sýningunni er sögð ferðasaga tveggja ungra Pólverja sem koma til landsins til þess að vinna í fisk- vinnslu á Eskifirði og safna pen- ingum fyrir brúðkaup sitt heima í Póllandi. Á ferðalaginu hitta þau fyrir furðulegt fólk og lenda í ýms- um ævintýrum sem reyna á sam- band þeirra. Hér er kærkomið tæki- færi til að hlæja að samskiptum og samskiptaörðugleikum en ekki síst að okkur sjálfum,“ segir Ólafur sem fer með ýmis hlutverk í uppfærsl- unni og leikur bæði Íslendinga og Pólverja, en hann lærði pólsku til að geta leikið í fyrri sýningu hópsins. Með hlutverk parsins fara Aleks- andra Skolozynska og Jakub Ziem- ann, en þau léku einnig í fyrri sýn- ingu leikhópsins. „Verkið er skrifað með þau í huga og þau höfðu mikið um persónur sínar að segja,“ segir Ólafur, en Aleksandra og Jakub þýddu verkið á pólsku. „Leikstjór- inn hafði líka mikið um það að segja hvernig handritið þróaðist,“ segir Ólafur og bendir á að á lokametr- unum hafi tveir leikarar bæst í hóp- inn, þ.e. þau Sylwia Zajkowska og Andrés Pétur Þorvaldsson. „Svo skemmtilega vildi til að við kynntumst Sylwiu þegar við sýndum Co za poroniony pomysł (Úff hvað þetta er slæm hugmynd) á Eskifirði í haust sem leið. Þar var hún með vinnusmiðjur í tengslum við pólska daga fyrir austan. Sylwia er með 15 ára reynslu í pólsku leikhúsi þar sem hún hefur meðal annars unnið í brúðuleikhúsi. Hún flutti til Íslands fyrir ári að ósk sonar síns þar sem hann langaði að búa á Íslandi. Þetta er fyrsta hlutverk hennar hérlendis, en hún hefur unnið við þrif hér á landi. Andrés, sem lærði leiklist í Liverpool, á ættir að rekja til bæjar- ins Starejuchy í Póllandi, sem er mjög merkilegt þorp. Það hefur ver- ið gerð heimildarmynd um þorpið og þá staðreynd að helmingur íbúa þess hefur flust til Íslands til að freista hér gæfunnar,“ segir Ólafur og tek- ur fram að Sylwia og Andrés hafi komið inn á lokametrum uppfærsl- unnar, sem hafi verið mikill fengur. Markmiðið að opna leikhúsið „Lengi vel vissum við ekki hvort við hefðum efni á að hafa þau með, en síðan fengum við nýverið styrk frá Reykjavíkurborg sem gerði okk- ur kleift að hafa þau með. Þau þjóna hlutverki eins konar „chorus“ og sjá um að kynna persónur verksins til sögunnar. Þess utan hjálpa þau til við að fylla upp í allar þessar kring- umstæður sem við erum að leika og koma með góða orku inn í verkið.“ Að sögn Ólafs er það markmið leikhópsins PóliS að búa til leikandi léttar sýningar þar sem samskipti Íslendinga og Pólverja eru til skoð- unar. „Okkur finnst spennandi að gera sýningar þar sem samskipti þessara tveggja vinaþjóða eru í brennidepli. Svo skemmtilega vill til að eftir því sem ég kemst næst þá er þetta fyrsta frumsýningin á pólsku í íslensku stofnanaleikhúsi,“ segir Ólafur og bætir við: „Markmið okk- ar að opna leikhúsin fyrir Pólverjum sem búa á Íslandi, jafnt gestum sem listafólki sem vinnur hér.“ Reynir á sambandið Úff Úr sýningunni Tu jest za drogo eða Úff hvað allt er dýrt hérna. - PóliS frumsýnir nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu Sýningin Harmljóð um hest verður opnuð kl. 16 á morgun, laugardag, í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði og er Ástríður Magnúsdóttir sýningar- stjóri. Þar sýnir Hlynur Pálmason, myndlistarmaður og kvikmynda- leikstjóri en hann lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmanna- höfn og býr nú og starfar á Höfn. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð og sýn- ir nú syrpu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Ljósmyndaverkið Harmljóð um hest varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í síbreyti- legri náttúru Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu og er verkið sjónrænn sorgarsálmur, eins og Hlynur orðar það, „eins konar virð- ingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands“. Í tilkynningu segir að Hlynur hafi lengi haft áhuga á að kanna hvernig umhverfið móti okkur, hversu ná- tengd við séum náttúrunni og hvern- ig hún endurspegli hugsanir okkar og tilfinningalíf. „Í verkinu kannar Hlynur hið mannlega og hið náttúrulega, hvernig ólík blæbrigði veðráttu og tilfinninga birtast og breytast frá einni árstíð til annarrar, og hvernig andstæðir pólar eins og birta og myrkur, mýkt og harðneskja, fegurð og ljótleiki móta bæði náttúru og einstaklinga,“ segir í tilkynningu. Hlynur lærði ljósmyndun og kvik- myndagerð við Evrópska kvik- myndaskólann og Den Danske Film- skole í Kaupmannahöfn og bjó þar og starfaði í tólf ár. Hann hefur hlot- ið lof og verðlaun fyrir kvikmyndir sínar, Vetrarbræður (2017) og Hvít- ur, hvítur dagur (2019) og er nú að leggja lokahönd á nýja kvikmynd í fullri lengd, Volaða land, sem til stendur að frumsýna í sumar. Rotnandi hestur í íslenskri náttúru - Harmljóð um hest í Svavarssafni Í sveit Hlynur Pálmason, myndlist- armaður og kvikmyndaleikstjóri. Franska myndlistarkonan Claire Paugam verður með listamannsspjall á sýningu sinni Anywhere but Here í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, laugardag, kl. 14. Hugmyndin að verkunum á sýningunni er byggð á athugunum Paugam á undirmeðvitundinni og þá sérstaklega hvort þar ríki regla eða óregla, eins og segir í tilkynningu. Einnig liggja að baki verkunum vanga- veltur um hvert hugurinn fari þegar hann er ekki á sama stað og líkaminn. Listasalur Mosfellsbæjar er inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Paugam segir frá verkum sínum Claire Paugam Gagnrýnandi klassískrar tónlistar í dagblaðinu Los Angeles Times fer fögrum orðum um píanóskonsert tónskáldsins Daníels Bjarnasonar, „FEAST“, sem var frumfluttur af á tónleikum Fílharmóníunnar í Los Angeles um síðustu helgi í Walt Disney Concert Hall. Segir rýnirinn þar fara skínandi myrkan dauða- dans sem innblásinn sé af ljóði Edgar Allan Poe, The Masque of the Red Death eða Gríma hins rauða dauða. Verkið samdi Daníel fyrir Víking Heiðar Ólafsson sem flutti það á tónleikunum og var það aðalverkið á efnisskrá hins virta hljómsveitarstjóra Esa-Pekka Salonen sem hélt um tónsprotann. Konsertinn var frumfluttur á sunnudag og talar rýnir um að í honum megi heyra blöndu dep- urðar og undurs sem einkenni svo oft íslenska tónlist. Ber hann mikið lof á leik Víkings sem hann segir hafa skilað vel léttleika og ógn verksins. „Ekkert getur dregið úr fallegum tóni hans,“ skrifar rýnir m.a. um leik Víkings sem hélt frá Los Angeles til New York og lék í Carnegie Hall. Umfjöllun um tón- leika Víkings þar verður í blaðinu á morgun. Daníel og Víkingur hljóta lof í LA Times Morgunblaðið/Einar Falur Í Bandaríkjunum Víkingur Heiðar lék í Los Angeles og New York í vikunni. Gary Brooker, forsprakki hljómsveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára. Þekktasta lag hljómsveitar- innar er án efa „A Whiter Shade of Pale“ frá árinu 1967 sem naut gífurlegra vinsælda. Brooker stofnaði hljóm- sveitina og var aðalsöngvari hennar auk þess að leika á hljómborð og semja lög og texta. Hann lést af völdum krabbameins á heimili sínu um síðustu helgi og var hans minnst á vef hljómsveitarinnar í byrjun vikunnar með þeim orðum að persónutöfrar hans hafi verið alþekktir og þá ekki bara á sviði með Procol Harum heldur einnig í daglegu lífi. Segir í minningarorðum að Brooker hafi verið skilningsríkur og hjartahlýr. Gary Brooker úr Procol Harum látinn Gary Brooker HR TULEIK UR vogue fyrir h eimilið , ergom tion o g K100 z z z Sendu okkur hrotu frá maka, vini eða … á hrotur@k100.is og þú gætir unnið geggjað Ergomotion Smart rúm að verðmæti 988.000,- Drögum út 4. mars í ísland vaknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.