Morgunblaðið - 09.02.2022, Page 1
FARALDURINN FLÆKTI MÁLINPÚTÍN ERTIL ALLSVÍS
Kampavíns-Kalli og kjallararnir sem hann keypti í Reims 8
Það er hefð fyrir því að leiðtogar Rúss-
lands fari sínu fram með því að vera
óútreiknanlegir og uppátækjasamir. 10
VIÐSKIPTA
11
Hafrún Friðriksdóttir hjá lyfjarisanum Teva Pharma-
ceuticals segir kórónuveirufaraldurinn hafa tor-
veldað klínískar rannsóknir á lyfjum.
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022
Tugmilljarða tekjuauki álveranna
Álverð nálgaðist 3.200 dali tonnið í gær og hefur
hækkað um ríflega 500 dali frá byrjun desember.
Meðalverð í kauphöllinni með málma í London
(LME) fór hæst í 3.180 dali í október og var þá
yfir 50% hærra en í byrjun árs 2021.
Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta-
þróunar hjá Norðuráli, segir orkukreppuna í
Evrópu og Kína hafa dregið úr álframleiðslu í álf-
unum. Með því hafi dregið úr framboðinu.
„Það er almennur skortur á áli. Eftirspurnin
er mikil, framboðið er að minnka. Meðan orku-
kreppan er í gangi í Evrópu er heldur líklegra að
það dragi úr framleiðslu. Nokkrir þættir leggjast
á eitt í Evrópu. Deilur Rússa og Úkraínumanna
hafa þrýst upp gasverði og þá er verið að loka
kjarnorkuverum. Við það bætast hækkandi kol-
efnisgjöld á orkuframleiðslu,“ segir Páll. Þessir
þættir auki kostnað við álframleiðslu í Evrópu en
séu hugsanlega ekki að öllu leyti komnir fram í
álverði. Á Íslandi sé skortur á orku helst skýrður
með stöðu miðlunarlóna Landsvirkjunar en
vegna skerðinga minnki ársframleiðsla íslenskra
álvera einnig.
„Skerðingar Landsvirkjunar eru nauðsyn-
legar og skiljanlegar en koma á óheppilegum
tíma fyrir orkusækinn iðnað á Íslandi og orkufyr-
irtækin. Það er ekki auðveld staða fyrir álverin á
Íslandi að vera að framleiða minna en þau ætluðu
að gera. Það er hart sótt á sölusamninga vegna
skorts og tjón vegna skerðinganna er því miður
töluvert,“ segir Páll.
Eykur tekjurnar um ríflega 70 milljarða
Álverð var að meðaltali 1.730 dalir 2020 en
tæplega 2.490 dalir 2021. Íslensku álverin fram-
leiddu 800 þús. tonn í fyrra og jukust tekjur
þeirra því um yfir 70 ma. með hækkun álverðs.
Við það bætast aukatekjur vegna virðisaukandi
framleiðslu álveranna. Ekki síst álagning ÍSAL á
álbolta en hún hefur fimmfaldast samanborið við
2020. Mun það ásamt almennri hækkun álverðs
að óbreyttu rúmlega tvöfalda árstekjur ÍSAL
milli 2020 og 2022, þ.e. yfir 40 milljarða aukning.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Viðskiptavinir íslensku álveranna
vildu gjarnan kaupa meira ál frá
íslensku álverunum, ef það væri í
boði, en álverð er sögulega hátt.
Frá 10. febrúar 2020 til 8. febrúar 2022, bandaríkjadalir á tonn
Heimsmarkaðsverð á áli sl. tvö ár
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
2020 2021 2022
1.460
Heimild: LME/Bloomberg
*8. feb. kl. 14.25
3.195*3.200
1.676
Reykjavíkurborg hefur samið við
stærstu olíufélög landsins um stór-
felldar breytingar á skipulagi mik-
ilvægra lóða vítt og breitt um borg-
ina. Margar þeirra verða nýttar
undir uppbyggingu íbúðar- og
verslunarhúsnæðis á komandi ár-
um. Í flestum tilvikum er skipulagi
borgarinnar breytt til þess að
koma breytingunum til leiðar en að
öðrum kosti hefðu olíufélögin getað
haldið bensínafgreiðslu á lóðunum
áfram. Þau umsvif eru þó á undan-
haldi með hröðum orkuskiptum í
samgöngum.
Ekki liggur fyrir á þessum tíma-
punkti hversu mikil verðmæti olíu-
félögin fá afhent frá borginni en
það mun m.a. ráðast af því hversu
mikið byggingarmagn verður heim-
ilað á lóðunum. Sækja fyrirtækin,
eðli máls samkvæmt, fast að
byggðin verði þétt og mikil. Þá á
enn eftir að kynna nýja samninga
um fleiri lóðir, sem lengri
tíma tók að semja um.
Afhenda fyrirtækjunum milljarða verðmæti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
N1 mun hverfa af Ægisíðu 102 en fyrirtækið er sennilega með milljarða ábata.
Olíufélögin munu breyta
ásýnd borgarinnar á kom-
andi árum. Með slaghamar
og sög á lofti.
6
Global Fintech as a Service rapyd.net/is
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
EUR/ISK
9.8.'21 8.2.'22
160
155
150
145
140
135
147,85
142,25
Úrvalsvísitalan
3.700
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
9.8.'21 8.2.'22
3.313,02
3.227,28