Morgunblaðið - 09.02.2022, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022FRÉTTIR
Snjöll öryggislausn fyrir
nútímaheimili
Nánar á securitas.is/heimavorn
Sími 580 7000 www.securitas.is
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR
Mesta hækkun
KVIKA
+1,67%
24,40
S&P 500 NASDAQ
+1,24%
14.050,536
+0,30%
4.491,09
+0,54%
7.569,73
FTSE 100 NIKKEI 225
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
+0,16%
27.284,52
90
70
50
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu)
9.8.'21
1.500
2.000
1.723,4
9.8.'21
90,42
8.2.'22
69,04
8.2.'22
1.821,8
Mesta lækkun
ICEAIR
-1,41%
2,10
Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður
Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, og
framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrir-
tækisins Directive Games, segir að
störfum í íslenskum tölvuleikjaiðnaði
hafi fjölgað um 35% á síðasta ári, eða
úr 322 starfsmönnum í 435.
Eins og fram kom í samtali Við-
skiptaMoggans á dögunum við Stefán
Þór Björnsson, fjármálastjóra tölvu-
leikjafyrirtækisins Solid Clouds, er
útlit fyrir að fjöldi starfandi í grein-
inni, annarra en starfa hjá risanum
CCP, fari samtals fram úr stór-
fyrirtækinu á þessu ári.
Flestir bæta við sig
Þorgeir segir stóru fréttirnar þær
að mikil fjölgun sé að verða í grein-
inni og flest fyrirtæki að bæta við
miklum fjölda starfsmanna. „Hér eru
nú sex fyrirtæki sem eru með meira
en tuttugu starfsmenn hvert. Okkar
fyrirtæki, Directive Games, hefur til
dæmis vaxið úr tveimur starfs-
mönnum á íslensku skrifstofunni í
byrjun árs 2020 upp í 21 starfsmann í
janúar á þessu ári og við erum að
auglýsa eftir fleirum. Það stefnir í að
umsvif okkar verði þreföld innan tíð-
ar miðað við það sem var fyrir nokkr-
um mánuðum.
Þá má nefna spútnik-fyrirtækið
Myrkur Games sem hyggst fjölga
upp í 35 starfsmenn á þessu ári. Svip-
uð staða er hjá Mainframe Industries
og 1939 Games,“ segir Þorgeir og
segir mikla grósku í geiranum.
Fjárfesting 4,4 milljarðar 2021
Hann segir að fjárfesting í íslensk-
um tölvuleikjageira á síðasta ári, að
CCP frátöldu, hafi verið 35 milljónir
Bandaríkjadala eða tæplega 4,4 millj-
arðar íslenskra króna. Þar vegi þungt
22 milljóna dala fjárfesting í Main-
frame og 5 m. dala fjárfesting í 1939.
Þorgeir segir að fyrirtækin séu far-
in að skila vaxandi útflutningstekjum
og af því sé hann stoltur.
„Við í íslenskum leikjaiðnaði erum
líka í skýjunum með stjórnarsáttmála
nýrrar ríkisstjórnar sem sýnir að yf-
irvöldum er full alvara með að treysta
stoðir íslensks hugverkaiðnaðar.“
Þorgeir nefnir í því sambandi betr-
umbætur á rekstrarumhverfi og
tímabundið endurgreiðsluhlutfall
vegna rannsókna og þróunarverkefna
sem fest hafi verið í sessi. Svigrúm líf-
eyrissjóða og hvatar fyrir ein-
staklinga til fjárfestingar í nýsköpun
hafi einnig verið aukið. „Hitt stóra at-
riðið er skilningur á fyrirsjáanlegum
mannauðsskorti í greininni. Þetta
tæklar sáttmálinn með fyrirætlunum
um að auka brautargengi erlendra
sérfræðinga til landsins og með inn-
spýtingu í STEM-greina menntun.“
Nýir landvinningar
Um stöðuna hjá Directive Games
segir Þorgeir að fyrirtækið sigli nú
hraðbyri inn í frekari landvinninga
með nýjum tölvuleikjum, en hingað til
hefur starfsemin verið í bland þróun
eigin verkefna og vinna fyrir þriðja
aðila. „Það má segja að við höfum
verið svona skuggahöfundar fyrir er-
lend stórfyrirtæki. Við höfum unnið
fyrir mörg af stærstu tæknifyrir-
tækjum í heimi að ýmiss konar verk-
efnum. Það þýðir að fyrirtækið hefur
alltaf haft nægar tekjur og ekki þurft
að reiða sig á hlutafjáraukningar.“
Nýr tölvuleikur Directive Games
er nú í alfa-prófunum svokölluðum og
fer síðan í beta-prófanir á næstu
mánuðum að sögn Þorgeirs. „Það
verkefni gengur ágætlega. Í þessu
prufuferli verður sannreynt hvort
leikurinn eigi erindi á alþjóðamarkað
eða hvort við þurfum að gera frekari
breytingar. Þá er annar leikur í burð-
arliðnum, en hann er meðal annars
ástæðan fyrir því að okkur vantar
meira starfsfólk.“
Útlit er fyrir að sögn Þorgeirs að
rafíþróttahlið fyrrnefnda leiksins,
sem ber heitið The Machines Arena
(TMA), verði keyrð af Faceit, raf-
íþróttavettvangi með 22 milljónum
notenda. „Það veitir okkur góðan að-
gang að miklum fjölda spilara.“
Íþyngjandi regluverk í Kína
Directive Games er bæði með
skrifstofur í Kína og Los Angeles.
Þorgeir segir að vegna íþyngjandi
regluverks í Kína varðandi leikja-
iðnað og nýrra áherslna ríkisstjórnar
Íslands á hugverkaiðnað sé líklegra
að fyrirsjáanleg mannauðsaukning
fyrirtækisins verði hér á landi frekar
en í Kína. Varðandi skrifstofu félags-
ins í Los Angeles segir Þorgeir að
hún hafi verið stofnsett í aðdraganda
Covid sem hafi hægt á uppbygginu.
Nú séu þó blikur á lofti um að sú upp-
bygging fari af stað aftur.
Starfsfólki fjölgaði um 35%
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslenskur leikjaiðnaður er
í mikilli sókn að sögn
formanns íslenskra
leikjaframleiðenda.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þorgeir segir að leikjafyrirtækin séu farin að skila vaxandi útflutningstekjum og af því sé hann stoltur.
ELDSNEYTI
Skeljungur hagnaðist um rúma 6,9
milljarða króna á árinu 2021. Jókst
hagnaðurinn verulega frá fyrra ári
þegar hann nam 1.087 milljónum
króna. EBITDA-hagnaður nam
3.665 milljónum og var EBITDA-
hlutfallið 35%. Framlegð nam 10,5
milljörðum króna og jókst um
10,6% frá fyrra ári. Arðsemi eigin
fjár á ársgrundvelli var 46,4%, sam-
anborið við 8,1% á fyrra ári. Hand-
bært fé frá rekstri var 2.754 millj-
ónir og jókst úr 1.812 milljónum
árið 2020. Eigið fé í lok árs 2021
var 16,5 milljarðar króna og eig-
infjárhlutfall félagsins var 49,9%.
Forsvarsmenn félagsins telja að af-
koma félagsins verði jákvæð um
7,6-8,3 milljarða króna eftir skatta
nú í ár að teknu tilliti til vænts
hagnaðar af fasteignum sem talinn
er verða 5 milljarðar króna.
Skeljungur hagnast
um 7 milljarða kr.
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Skeljungur margfaldaði hagnað sinn á nýliðnu ári miðað við árið 2020.