Morgunblaðið - 09.02.2022, Side 6
Frá lokum maímánaðar og fram í miðjan júní í
fyrra undirrituðu fulltrúar Reykjavíkurborgar
samninga við stærstu olíufélög landsins um
framtíðarskipan á þeim lóðum sem fyrirtækin
hafa haft til umráða í borgarlandinu síðustu ár
og áratugi til reksturs eldsneytisafgreiðslu.
Um er að ræða umfangsmikla samninga sem
munu breyta ásýnd borgarinnar á mikilvægum
og viðkvæmum svæðum, þétta byggð og fjölga
íbúðum. Síðast en ekki síst eru þessir samningar
líklegir til þess að færa olíufélögunum gríð-
arlega fjármuni enda byggingarlóðir af skornum
skammti í borginni og fasteignaverð hefur hald-
ið áfram að teygja sig hærra og hærra síðustu
misseri. Mat sérfræðinga er að eftirspurnarhlið
fasteignamarkaðarins verði á komandi árum
mun sterkari en framboðshliðin og því sitja
fyrirtækin sem á samningunum halda á verð-
mætum sem að öllu óbreyttu munu aukast og
aukast á komandi misserum.
Þessir samningar hafa komist í hámæli að
undanförnu í kjölfar þess að samkomulag
Reykjavíkurborgar við Festi og N1 um framtíð-
arskipulag á lóðinni Ægisíðu 102 komst í há-
mæli. Þar hefur fyrirtækið rekið umfangsmikla
bensín- og þjónustustöð. Eru mannvirkin komin
á aldur og fúinn í tilkomumiklu bílskyggni, sem
sett hefur svip á svæðið, orðinn slíkur að fyrir-
tækið brá á það ráð að rífa það. Að öðrum kosti
hefði það sennilega fokið á byggingar í nágrenn-
inu.
Yfirlýst markmið að fækka stöðvunum
Samningarnir sem um ræðir eiga sér all-
langan aðdraganda. Loftslagsstefna var sett fyr-
ir borgina árið 2016 og þar var kveðið á um að
fækka skyldi eldsneytisstöðvum, bæði í tengls-
um við orkuskipti í bílasamgöngum en einnig
vegna mikilvægis vistvænni ferðamáta, eins og
það er orðað. Þremur árum síðar samþykkti
borgarráð samningsmarkmið sem borgarstjóri
lagði fram en með þeim var ætlunin að fá rekstr-
araðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykja-
vík til að stuðla að fyrrnefndum breytingum.
Hófust í kjölfarið mörg fundamaraþon með
þeim sem málið varðaði og fram til júnímánaðar í
fyrra efndi sérstök samningaefnd borgarinnar,
skipuð þeim Haraldi Sigurðssyni á umhverfis- og
skipulagssviði, Óla Jóni Hertervig á skrifstofu
eigna og atvinnuþróunar og Þórhildi Lilju Ólafs-
dóttur á skrifstofu borgarlögmanns, til 60 funda
með fulltrúum fyrirtækjanna sem hlut áttu að
máli.
Skilaði sú vinna sér í samningum við Olíu-
verslun Íslands og Haga (1), Festi, N1 og Krón-
una (2) og Skeljung (3). Samningar hafa ekki
verið kláraðir, svo vitað sé, við Atlantsolíu. Held-
ur ekki Dæluna, sem rekur fjórar stöðvar í
Reykjavík. Tafir hafa orðið á samningum við síð-
astnefnda fyrirtækið í kjölfar þess að Skelj-
ungur keypti það. Dælan var stofnuð í kringum
kaup á stöðvunum fjórum sem N1 var neytt til
að selja á grundvelli sáttar við Samkeppniseftir-
litið sem auka átti samkeppni á eldsneytismark-
aði með tilkomu nýs aðila á markaðinn.
Ljóst er að olíufélögin hér heima standa
frammi fyrir gríðarlegum áskorunum á komandi
árum. Yfirvöld og almenningur um heim allan eru
að reyna að komast í þá stöðu að þurfa ekki að
kaupa helstu söluvöru fyrirtækjanna, jarðefna-
eldsneyti. Ísland er raunar í aðstöðu umfram
flestar aðrar þjóðir til að láta þann dag renna upp
þegar bensín eða dísel hættir að renna um slöng-
ur og ofan í tanka bifreiða. Aðeins Noregur er
kominn lengra í átt til rafvæðingar en innviða-
uppbygging gerir orkuskiptin sífellt álitlegri kost
hér heima í bland við öflugri rafbíla og þá stað-
reynd að hér á landi er raforkan á afar hagstæðu
verði.
Til að setja þróunina í samhengi er rétt að
nefna að samkvæmt eldsneytisspá Orkustofn-
unar 2021-2060 er gert ráð fyrir að Ísland verði
óháð jarðefnaeldsneyti þegar kemur að vega-
samgöngum strax árið 2050, að samdráttur í
eldsneytisnotkun bifreiða verði 40% árið 2030,
borið saman við umfang notkunarinnar árið
2018. Af því má ljóst vera að sífellt minni þörf
verður fyrir eldsneytisafgreiðslu í landinu.
Stöðvarnar hafa enda gefið eftir og fyrirtækin
hafa leitað leiða til að færa þeim nýtt hlutverk
með sölu heilsutengdra máltíða í samstarfi við
aðila á borð við Ísey. Á hinni fornfrægu stöð við
Laugaveg 180 hefur verið opnað lúgubakarí og
stöð þar rétt hjá, við Háaleitisbraut, hefur verið
breytt í hjólreiðaverslun. Ætli það sé jafnvel
tímanna tákn?
Hvor hefur flest trompin á hendi?
Fyrirtækin eru því að mörgu leyti í bobba.
Þau eiga sérbúin mannvirki til eldsneytis-
afgreiðslu sem sífellt minni eftirspurn er eftir að
nýta. Lóðaleigusamningar og deiliskipulag gera
þó ráð fyrir að starfsemin sé bundin við þau um-
svif sem þar er haldið úti. Því má segja að þótt
fyrirtækin haldi á lóðaleigusamningum til langs
tíma, sé samningsstaða þeirra ekki með besta
móti. Hyggjast þau stunda viðskipti með vöru
sem lítil og minnkandi eftirspurn er eftir? Ólík-
lega til langrar framtíðar.
Í mörgum tilvikum eru þó lóðaleigusamningar
langt komnir og í einhverjum tilvikum hefur
borgin ákveðið að ganga til viðræðna og samn-
inga við fyrirtækin í tilvikum þar sem lóðaleigu-
samningar eru nú þegar útrunnir og hafa verið
um árabil. Má þar m.a. nefna lóðirnar við Háa-
leitisbraut 12, Stóragerði 40, Hringbraut 12 og
Hraunbæ 102 (sjá meðfylgjandi töflu sem er þó
ekki tæmandi yfir þá samninga sem gerðir hafa
verið.)
Í öðrum tilvikum eru samningarnir langir og á
þeim hvíla ákvæði um uppkaup á eignum á lóð-
unum. Hefur Dagur B. Eggertsson gert mikið
úr kostnaði við það, auk þess fjármagns sem
færi í það fyrir borgina að fjarlægja mannvirki á
lóðunum, myndi hún leysa lóðirnar til sín. Hið
fjúkandi mannvirki, úr sér gengið á Ægisíðu 102,
vitnar þó um að í mörgum tilvikum eru bensín-
stöðvarnar barn síns tíma, auk þess sem stærð
þeirra er óveruleg í samhengi við það
byggingarmagn sem núverandi eigendur og
samninganefnd borgarinnar sjá fyrir sér að
megi gera að veruleika í nýbyggingum á lóð-
unum sem um er að tefla (sjá fylgju).
Í skýrslu sem unnin var fyrir Reykjavíkur-
Fá verðmætar byggingarlóði
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Meirihlutinn í Reykjavík er í óðaönn
að tryggja framtíðarskipulag á lóð-
um sem í dag eru lagðar undir elds-
neytisafgreiðslu stóru olíufélag-
anna. Búið er að ganga frá
samningum um margar þeirra, þótt
borgarbúar verði í myrkrinu fram yfir
kosningar um hversu mikið verður
byggt á lóðunum. Miðað við áform
á Ægisíðu eru hugmyndirnar stór-
tækar og ljóst að olíufélögin eru í
færi á að skapa mikil verðmæti á
grundvelli samninganna.
”
Fyrirtækin eru því að
mörgu leyti í bobba. Þau
eiga sérbúin mannvirki til
eldsneytisafgreiðslu sem
sífellt minni eftirspurn er
eftir að nýta.
Nokkrir samningar milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna Lóðaleigusamningar Gildir til Fermetrar
1 N1 Ægisíða 102 1.1.2027 5.993
2 Orkan Laugavegur 180 1.10.2036 5.622
3 Olís Álfheimar 49 1.1.1998 5.540
4 N1 Hringbraut 12 31.12.2016* 4.766
5 Elliðabraut Elliðabraut 2 1.3.2068 4.687
6 Orkan Skógarhlíð 16 1.1.2056 4.305
7 Olís Álfabakki 7 1.1.2016 3.728
8 N1 Skógarsel 10 1.1.2037 2.450
9 Atlantsolía Skúlagata 15 Eignarlóð 2.370
10 ÓB Snorrabraut 1.6.2059 2.312
11 N1 Stóragerði 40 1.7.2010 2.065
12 Olís Háaleitisbraut 12 1.1.2007 1.911
13 Skeljungur Kleppsvegur 104 1.6.2061 1.902
14 Skeljungur Birkimelur 1 1.1.2045 1.452
15 ÓB Starengi 2 1.1.2046 434
16 Orkan Hraunbær 102 1.9.2017 250
17 ÓB Knarrarvogur 2 1.1.2032 200
18 ÓB Kirkjustétt 2-6 1.6.2052 170
19 N1 Fellsmúli 30 1.1.2059 70
20 ÓB Barðastaðir 1-5 1.1.2050 70
9
14
13
17
10
18
20
15
12
3
7
21
19
11
22
8
1
4
16
2
6
5
Atlantsolía
N1
Olís
Orkan
ÓB
Skeljungur
*Uppkaupsákvæði fellur úr gildi eftir 2022
21
Olís/Hagar
Stekkjarbakki 4-6
Lóðarhafi fær aukið byggingarmagn í gegn í skipt-
um fyrir innviðagjald sem greiðist af viðbættum
fermetrum miðað við deiliskipulag
22
Krónan (N1)
Rofabær 39
Lóðarhafi fær aukið byggingarmagn í gegn í skipt-
um fyrir innviðagjald. Byggingarmagn mun aukast
að minnast kosti fimmfalt, að öllum líkindum meira.
Olís
Esjumelar
Fjölorkustöð bundin skilyrði um lokun ÓB-stöðvar
við Snorrabraut
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022FRÉTTASKÝRING