Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.02.2022, Page 9

Morgunblaðið - 09.02.2022, Page 9
Tíu milljón flöskur liggja í kalksteinshellum hússins. Það undirstrikar hversu langan tíma það tekur að búa til hið fullkomna kampavín. Stundum áratugi. 1979 er eft- irsóttur árgangur. Þrjátíu metra niður í jörðina. Það er ekki fyrir fólk með innilokunarkennd að sækja þessa íverustaði kampavínsins heim. Brattar tröppurnar eru oft hálar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 9SJÓNARHÓLL GEFÐU STARFSFÓLKINU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Ó byggðanefnd var sett á laggirnar með þjóð- lendulögum nr. 58/1998 til þess að fara með þrí- þætt hlutverk: (i) Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda; (ii) Að skera úr um mörk þess hluta þjóð- lendu sem nýttur er sem afréttur; og (iii) Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Við setningu laganna var talið að þessi vegferð myndi taka innan við 10 ár og gert var ráð fyrir því að verkefni óbyggðanefndar yrði lokið ár- ið 2007. Núna, hátt í 25 árum síðar, situr óbyggðanefnd hins vegar sem fastast en samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að verkefni nefndarinnar ljúki árið 2024. Það gæti þó talist bjartsýnt miðað við nýjustu vendingar enda hefur óbyggðanefnd nú til skoðunar að beita endurupptökuheimild sem kom inn í þjóðlendulögin árin 2020. Samkvæmt endurupptökuheim- ildinni er óbyggðanefnd heimilt að taka til meðferðar svæði sem hafa áður sætt meðferð hennar ef nefndin hefur í úrskurði sínum gert athugasemd við kröfugerð ríkisins. Jafnframt var ríkinu heimilað að auka við kröfur í máli sem er til meðferðar hjá óbyggða- nefnd ef nefndin myndi ekki meta ríkinu það til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur sínar í einu lagi í öndverðu og að hinar auknu kröf- ur myndu ekki seinka máls- meðferð um of. Í umsögn um frumvarpið á sínum tíma gerðu Landssamtök landeig- enda alvarlegar athugasemdir við þessi ákvæði. Töldu samtökin að ákvæðin væru til þess fallin að viðhalda óör- yggi landeiganda varðandi eignarrétt sinn og að þau færu gegn því meginmarkmiði laganna að ekki myndi ríkja óvissa um eignarréttarlega stöðu landsvæða. Þá töldu þau jafnframt að ákvæðin kynnu að fara gegn 70. gr. stjórn- arskrárinngar um réttláta málsmeðferð og 72. gr. stjórn- arskrárinnar um vernd eignarréttar. Áhyggjur landeigenda virðast ekki hafa verið að ástæðulausu enda hefur sérstök óbyggðanefnd til skoð- unar hvort taka beri til meðferðar að nýju 17 landsvæði sem áður hafa sætt meðferð hjá óbyggðanefnd. Líkt og áð- ur greinir er endurupptökuheimildin takmörkuð við svæði þar sem óbyggðanefnd hefur gert athugasemdir við kröf- ur ríkisins í úrskurði. Nú virðist deilt um hversu afmörkuð slík athugasemd þurfi að vera enda telja landeigendur að einungis hafi verið gerð slík athugasemd í 5 af þeim 17 málum sem eru til um- ræðu. Mun þetta væntanlega auka enn frekar á lagaflækjurnar sem eru fram undan. Ljóst er að einhver bið verður eftir því að öll kurl verði komin til grafar í málefnum óbyggðanefnd- ar. Lögmenn landeigenda hafa haldið því fram að tvöföld eða sí- endurtekin málsmeðferð óbyggða- nefndar á svæðum þar sem máls- meðferð hefur verið lokið og kröfugerð íslenska ríkisins aukin verulega brjóta gegn reglum ís- lenskrar stjórnskipunar um rétt- láta málsmeðferð, þar á meðal banni við tvöfaldri málsmeðferð og friðhelgi eignarréttarins. Boðað hefur verið að látið verði reyna á þetta álitaefni fyrir dómi ef nauð- syn krefur og þar með þarf að skera úr um þessi atriði áður en hægt verður að taka efnislega af- stöðu til eignarréttar á þeim svæðum sem um ræðir. Til viðbótar á óbyggðanefnd enn eftir að úrskurða um svæði í Ísafjarðarsýslum, á Austfjörðum og eyjum og skerjum umhverfis landið sem áætlað er að ljúki árið 2024. Stuðull- inn á það að verkefni óbyggðanefndar, sem nú þegar eru komin 15 ár fram yfir upphaflega áætlun, muni dragast enn frekar á langinn er því orðinn ansi lágur. Óbyggðanefnd situr sem fastast LÖGFRÆÐI Ari Guðjónsson yfirlögfræðingur Icelandair Group og lögmaður ” Áhyggjur landeigenda virðast ekki hafa verið að ástæðulausu enda hefur sérstök óbyggða- nefnd til skoðunar hvort taka beri til meðferðar að nýju 17 landsvæði sem áður hafa sætt meðferð hjá óbyggða- nefnd. Líkt og áður greinir er endurupp- tökuheimildin takmörk- uð við svæði þar sem óbyggðanefnd hefur gert athugasemdir við kröfur ríkisins í úrskurði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.