Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.02.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.02.2022, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 11VIÐTAL Hafrún Friðriksdóttir hefur svo sannarlega látið til sín taka í alþjóðlega lyfjageiranum: fyrst hjá Omega Pharma, svo hjá Actavis, þá Allergan og loks hjá ísraelska lyfjarisanum Teva frá 2017. Hún hlaut á dögunum viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og nefndi dóm- nefnd félagsins sérstaklega að Hafrún hefði ekki aðeins vakið athygli fyrir faglega færni sína heldur líka skoðanir sínar og litríkan per- sónuleika. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Helstu áskorarnirnar eru tengdar kórónu- veirufaraldrinum. Hjá þeim hluta Teva sem ég er ábyrg fyrir hefur ástandið haft áhrif á klínískar rannsóknir í öllum fösum. Einnig hefur faraldurinn raskað afhendingu á ýmsum vörum sem við notum í okkar daglega rekstri. Faraldurinn hefur breytt rekstrarumhverfi allra lyfjafyrirtækja á margan hátt og fara t.d. kynningar á nýjum lyfjum núna fram á netinu frekar en með heimsóknum til lækna eins og áður. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Ég tók þátt í pallborðsumræðum á ráð- stefnu í janúar á þessu ári. Umræðan snerist um hvernig stóru lyfjafyrirtækin í heiminum gætu unnið betur saman að rannsóknum og þróun. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Why Should Anyone Be Led by You eftir Rob Goffe og Gareth Jones er bók sem er í uppáhaldi hjá mér. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Þar sem ég vinn við rannsóknir og þróun snýst starf mitt að mörgu leyti um að kynna mér nýjungar á því sviði; þ.e. fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni og innleiða nýj- ungar í starfseminni. Hugsarðu vel um líkamann? Skokk hef ég stundað í fjörutíu ár og tekið þátt í maraþonhlaupum um allan heim. Þá er ég einnig dugleg að borða súkuklaði. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Það er mikill munur á rekstrarumhverfi lyfjafyrirtækja á milli landa en við erum með lyf á markaði í meira en sextíu löndum víðs- vegar um heiminn. Flest lönd Evrópu eru frekar stöðug hvað lyfjageirann varðar og lyfjaverð að miklu leyti ákveðið ellegar sam- þykkt af yfirvöldum í hverju landi. Í Banda- ríkjunum ræðst lyfjaverð hins vegar mun meira af framboði og eftirspurn, og fleiri þátt- um. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Samstarfsfólk mitt gefur mér innblástur og mér þykja það forréttindi að fá að vinna með jafn hæfileikaríku fólki og ég geri í dag. SVIPMYND Hafrún Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva Pharmaceuticals Faraldurinn hefur truflað rannsóknir Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Mikið úrval af öryggisvörum Verkfæri og festingar vinnuföt fást einnig í HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum EINKAHLUTAFÉLÖG Nýskráningar einkahlutafélaga í janúar 2022 voru 287 eða um 6% færri en í janúar á síðasta ári þegar þær voru 304. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Mest aukning nýskráninga frá janúar í fyrra var úr 50 í 69 í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð á meðan þeim fækkaði úr 37 í 26 í fast- eignaviðskiptum, samkvæmt mati Hagstofunnar. Á vefnum má sjá að fjöldi ný- skráninga á öllu árinu í fyrra var 3.224 félög en árið þar áður var fjöld- inn 2.487. Aukningin á milli 2020 og 2021 var því tæplega þrjátíu prósent. Morgunblaðið/ÞÖK 3.224 einkahlutafélög voru nýskráð í fyrra að því er Hagstofan hermir. Sex pró- sent færri ný félög NÁM: MS í lyfjafræði frá Háskóla Ís- lands 1987 og doktorspróf í eðlis- lyfjafræði frá sama skóla 1997. STÖRF: Sviðsstjóri hjá Omega Pharma frá 1997 til 2002; ýmsar stöð- ur hjá Actavis Group frá 2002 til 2015, m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs; að- stoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri samheitalyfja- sviðs Allergan frá 2015 til 2016; ýms- ar stjórnunarstöður hjá Teva Pharma- ceuticals frá 2017 síðast fram- kvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs. ÁHUGAMÁL: Ég hef stundað hlaup og skokk í um það bil fjóra áratugi, bæði utan vegar og á malbiki. Í tví- gang hljóp ég maraþon í New York, og einnig í Reykjavík, á Mývatni, í London, Berlín, Búdapest, París, Chi- cago og víðar. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ein af fimm systkinum. Á sambýlismann og tvo syni, tvær tengdadætur og fjögur barnabörn. HIN HLIÐIN Hafrún bendir á þá áskorun lyfjafyrirtækja að rekstrar- umhverfi þeirra er mjög breytilegt á milli landa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.