Morgunblaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
ww.betrabak.is
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens
munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
WESLEEP.
DOYOU?
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Hildur Björk Pálsdóttir, sérfræð-
ingur Origo í jafnlaunavottunum og
umsjónarkona verkefnisins, segir í
samtali við Morgunblaðið að varan
hafi farið í loftið á mannauðsdaginn
áttunda október sl. „Við erum þegar
komin með ellefu fyrirtæki í viðskipti.
Eitt þeirra er nú þegar komið með
vottun og annað er að fara í loka-
úttekt í þessum mánuði,“ segir Hild-
ur sem kveðst hæstánægð með við-
tökurnar og jákvæða endurgjöf frá
viðskiptavinum.
Um tildrög þess að lausnin var
smíðuð segir Hildur að í byrjun árs
2020 hafi hún og samstarfsfólk henn-
ar verið að skoða hvernig hægt væri
að hjálpa viðskiptavinum í gæða-
málum. Þá hafi komið upp sú hug-
mynd að blanda saman kunnáttu og
þekkingu hennar og Mariu Hedman
samstarfskonu hennar sem sé sér-
fræðingur í gæðastjórnun. „Okkur
datt upphaflega í hug að halda nám-
skeið og gerðum drög að skjölum sem
fyrirtæki þurfa á að halda til að upp-
fylla kröfur jafnlaunastaðalsins.“
Námskeiðið átti að hefjast um
miðjan mars árið 2020, en þá setti
faraldurinn verkefnið í bið. Á fundi
með Jóni Björnssyni forstjóra Origo
hafi síðan komið upp sú hugmynd að
smíða sérstaka hugbúnaðarlausn.
Kerfið er byggt inn í CCQ-
gæðalausn Origo og fá fyrirtæki
grunnáskrift að henni ásamt grunni
að jafnlaunakerfinu, sem fékk fljót-
lega nafnið Justly Pay.
„Í framhaldinu lögðumst við yfir
jafnlaunastaðalinn, skrifuðum skjöl
sem uppfylltu kröfurnar og fengum
úttektaraðila til að rýna þau,“ bætir
Hildur við.
Smæsti með þrjá starfsmenn
Origo styður við fjögur heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna. Hluti
af smíði kerfisins er stuðningur við
eitt þeirra, jafnrétti kynjanna. „Justly
Pay og það að bjóða kerfið á viðráðan-
legu verði styður við markmiðið.“
Markhópurinn fyrir Justly Pay er
öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi
sem vilja og þurfa jafnlaunavottun,
eins og Hildur útskýrir. „Smæsti aðil-
inn á Íslandi með jafnlaunavottun er
með þrjá starfsmenn. Þannig að vott-
unin og kerfið er fyrir allar stærðir
fyrirtækja.“
Hægt er að missa vottunina ef
henni er ekki viðhaldið, að sögn Hild-
ar. „Það hafa kannski tveir eða þrír
aðilar dottið af listanum frá upphafi.“
Jafnlaunavottun snýst um að
launaákvarðanir séu teknar á mál-
efnalegum grundvelli, óháð kyni, fyrir
sömu og jafnverðmæt störf, eins og
Hildur útskýrir. Jafnréttisstofa sér
um vottunina á endanum og gefur
leyfi til að nota jafnlaunamerkið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hildur segir að 353 fyrirtæki á Íslandi séu með jafnlaunavottun.
Verðið styður
við markmiðið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Origo hefur sett á markað
sérstaka hugbúnaðarlausn
sem hjálpar fyrirtækjum að
halda utan um jafnlauna-
vottanir.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
R
auð viðvörun, gul viðvörun,
hættustig almannavarna, við-
búnaðarstig. Lögregluforingi, borða-
klæddur og auk þess með fálkaorðu í
vasanum, talar yfir hausamótunum á
okkur vikulega. Hefur uppi stór orð
þegar umdeildur ráðherra álpast inn
á myndlistarsýningu þar sem fjölda-
takmörk eru ekki virt. Á ekki til eitt
aukatekið orð (ekkert) þegar forseta-
embættið, sem afhenti orðuna sællar
minningar, verður uppvíst að broti í
beinni útsendingu.
S
tjórnmálaflokkar eru á opinberu
framfæri og væru allir komnir í
þrot nema fyrir himinhá framlög frá
skattgreiðendum. Einkareknum fjöl-
miðlum er skammtaður aur úr lófa og
gætu vart komist af án þess. Fjár-
munir skattgreiðenda. Ríkisútvarpið
á sama tíma belgist meira út og fær
milljarða á milljarða ofan til þess að
fámennur hópur geti í öllum þáttum
básúnað skoðanir sínar og handvalið
kunningja til þess að halda fram hin-
um rétta málstað – þeim sem undir-
byggir málstað ríkisins og þeim hug-
myndum að ekkert geti þrifist án
atbeina þess og aðkomu. Nýjasta
dæmið um ríkisvæðingardelluna er
mál sem tengist N1 Rafmagni. Fyrir-
tækið hefur beðist afsökunar á því að
hafa ekki selt skussunum, sem hirða
ekki um að velja sér raforkusala af
sjálfsdáðum, raforkuna á lægsta
mögulega verðinu á markaðnum.
Orkustofnun og önnur yfirvöld töldu
mikilvægt að tryggja með íhlutun
sinni að þeir sem eru með allt niður
um sig í þessum efnum fái betra verð
en þeir sem hafa fyrir því að velja sér
viðskiptaaðila sem býður betri kjör,
og þá mögulega gegn gagnkvæmum
skuldbindingum.
H
vernig á frjáls markaður með
rafmagn að geta þrifist þar sem
þeir græða mest sem hreyfa hvorki
legg né lið til að velja sér mótaðila?
Ríkið er að segja: hættið að hugsa, ef
þið hugsið ekki neitt og látið reka á
reiðanum, þá tryggjum við ykkur
bestu kjörin.
Ríkið allt
um kring
V
erðbólgan mælist 5,7% á árs-
grundvelli. Án húsnæðis er
hún hins vegar 3,7%. Á því er regin-
munur. Fasteignamarkaðurinn er
þembdur í meira lagi og skýring-
anna er ekki nema að hluta að leita í
þeirri staðreynd að vextir hafa lækk-
að skarpt. Það hefur lengi legið fyrir
að húsnæðisskortur væri í landinu.
Samtök iðnaðarins hafa árum saman
bent á að of lítið er byggt.
Þ
ar bera ýmsir ábyrgð en þó er
ljóst að ekkert verður byggt
nema lóðir séu í boði. Þar bera sveit-
arfélögin ábyrgð og langmesta það
þeirra sem ber ægishjálm yfir öll hin
hvað stærð og slagkraft varðar.
F
rægt varð fyrir kosningarnar í
fyrra þegar Logi Einarsson, í
nauðvörn fyrir borgarstjórann, lýsti
því yfir að einbýlishúsalóðir væru
„hilluvara“ í ráðhúsinu. Eftir-
grennslan sem tók þrjár mínútur
leiddi í ljós að hillurnar voru ekki
tómar, þær voru galtómar og engin
lóð á lausu. Reykjavíkurborg út-
hlutar engum lóðum nema á þétting-
arreitum (þótt olíufélögin virðist á
sérsamningi í þeim efnum). Þegar
langstærsta sveitarfélagið lokar á
framboðið sem grundvallar
framþróun húsnæðismarkaðarins
verður stórslys. Hjá því er ekki
komist.
T
il að setja þessa hluti í samhengi
er ágætt að skoða nýjar tölur
Þjóðskrár yfir íbúafjölda eftir sveit-
arfélögum sem uppfærðar voru 1.
febrúar síðastliðinn. Þar kemur
fram að í Reykjavík búa nú 135.681.
Það er 36% allra Íslendinga. Frá 1.
desember hefur íbúum þessa lang-
stærsta sveitarfélags aðeins fjölgað
um 160 eða 0,1%. Í ástandi þar sem
markaðurinn er spenntur og veldur
tjóni fyrir allan almenning þyrfti
borgin að gera betur. Sá sem ber
ábyrgð á þessu ástandi er borgar-
stjórinn í Reykjavík. Hann rembdist
þó eins og fuglinn ljúfi við staurinn
og neitar allri ábyrgð. Þeir eiga það
sameiginlegt að þeir eiga furðugott
með að felast.
Rjúpan sem rembist við
staurinn í Ráðhúsinu