Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 1
„Enginnmun fyrirgefa,
enginnmun gleyma“
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu
Eldflaugaárás rússneska hersins, sem beint var að helsta sjón-
varpsturni Kænugarðs síðdegis í gær, varð fimm manns að
bana og særði fimm til viðbótar. Útsendingar úkraínskra sjón-
varpsstöðva rofnuðu í kjölfarið en komust aftur á í gærkvöldi.
Fleiri en eitt hundrað borgarar hafa látið lífið í landinu frá
því Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags. Ekki
er ljóst hversu margir hermenn hafa látist í styrjöldinni und-
anfarna daga, en úkraínsk stjórnvöld fullyrtu í gær að 5.700
manns úr herliði Rússa hefðu fallið.
Önnur eldflaug frá rússneska hernum hæfði Frelsistorgið í
Karkív í gærmorgun, í miðri annarri stærstu borg Úkraínu, en
sú árás varð að minnsta kosti tíu manns að bana. Átta til við-
bótar eru sagðir hafa látist í loftárás á íbúðabyggingu í borg-
inni.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu að
árásin á torgið væri hryðjuverk og að Rússar hefðu enga dul
reynt að draga á það. „Eftir þetta er Rússland hryðjuverka-
land. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma,“ sagði hann.
Undir kvöld hófu Rússar aftur árásir sínar og rigndi
sprengjum yfir Kænugarð og fleiri borgir eins og fyrri kvöld.
Fyrirhugað er að friðarviðræður ríkjanna tveggja hefjist að
nýju í dag, en fyrsta lotan í viðræðunum var haldin við landa-
mæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu á mánudag og ræddu sendi-
nefndirnar saman í sex klukkustundir. Stjórnvöld í Kína hafa
boðist til að miðla sáttum.
AFP
Árás Fimm manns létust eftir að rússnesk eldflaug lenti á Frelsistorgi borgarinnar Karkív síðdegis í gær. Fleiri en eitt hundrað borgarar hafa látið lífið í Úkraínu frá því Rússar réðust inn í landið.
MStríð í Evrópu »2, 8, 11, 12
M I Ð V I K U D A G U R 2. M A R S 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 51. tölublað . 110. árgangur .
MIKILVÆGUR
LEIKUR GEGN
TYRKJUM
FLOTI ATLANTA
HARTNÆR
TVÖFALDAST
GLÆPASÖGUR
EIGA SÉRSTAKAN
SESS Í HJARTANU
VIÐSKIPTAMOGGINN LILJA FIMMTUG 20SUNNA BJARTSÝN 22
Stefán E. Stefánsson
Baldur Arnarson
Orkuverð heldur áfram að stíga vegna
síharðnandi árása Rússa á helstu
borgir Úkraínu. Átökin hafa leitt til
þess að bankar og flutningafyrirtæki
hafa neitað að höndla með olíu frá
Rússlandi. Brent Norðursjávarolían
hækkaði um tæp 8% í gær og stendur
tunnan nú í 106 dollurum. Hefur verð-
ið ekki verið hærra frá árinu 2014.
Tilkynnti Alþjóðaorkumálastofn-
unin undir kvöldmat í gær að 31 ríki,
sem telst til stórnotenda olíu, hefði
fallist á að losa 60 milljónir tunna af
olíu úr öryggisforða sínum til þess að
mæta þeirri röskun sem orðið hefur á
framboði á olíu inn á markaði frá
Rússlandi. Gildir samkomulagið til 30
daga og losa þjóðirnar samanlagt 2
milljónir tunna á dag yfir það tímabil.
Rússar flytja um 5 milljónir tunna af
olíu á erlenda markaði á degi hverj-
um. Samhliða hækkandi orkuverði
hefur heimsmarkaðsverð á áli hækk-
að mikið og stendur nú í 3.450 doll-
urum á tonnið.
Hið hækkandi orkuverð færir heim
sanninn um mikilvægi þess að búa við
sjálfstæði í orkumálum, að sögn for-
stjóra Landsvirkjunar. Forstjóri
Orkuveitunnar bendir á að orku-
kreppan muni auka eftirspurn eftir ís-
lenskri orku.
Gylfi Zoëga prófessor bendir á að
átökin í Úkraínu geti orðið brodd-
urinn sem hleypi loftinu úr upp-
þembdum eignamörkuðum víða um
heim.
Mikill þrýstingur er á mörk-
uðum víðast hvar um heim
- Olíuverð heldur áfram að hækka - Álverð í hæstu hæðum
M ViðskiptaMogginn
Þótt gjald sem greiða þarf fyrir
að vanrækja að færa ökutæki til
skoðunar hafi hækkað á síðasta
ári hefur það ekki orðið til þess að
færri hafi trassað að færa ökutæki
sín til skoðunar. Raunar var van-
rækslugjaldið lagt á fleiri eig-
endur ökutækja á síðasta ári en
gert hafði verið í þrjú ár þar á
undan. Heildartekjur ríkisins af
vanrækslugjaldi hækkuðu veru-
lega vegna þessa og hækkunar
gjaldsins og námu 520 milljónum
kr. á síðasta ári. »4
Æ fleiri greiða
vanrækslugjald
- Trassa að færa bíla til skoðunar
Morgunblaðið/Ernir
Bílaskoðun Þeim virðist fjölga sem
trassa að færa bíla sína til skoðunar.