Morgunblaðið - 02.03.2022, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Innrás Rússa í
Úkraínu mark-
ar tímamót í ör-
yggismálum í Evr-
ópu og breytir um
leið skipan heims-
mála. Eftir lok kalda
stríðsins hefur verið
reynt að halda í það
að um Evrópu lægju
ekki lengur víglínur
eða að óttast þyrfti
árásir og stríð þótt
mikið bæri á milli. Þegar Vladimír
Pútín, forseti Rússlands, blés til
árásar á Úkraínu var ljóst að veru-
leikinn er annar.
Andrúmsloftið í Evrópu hefur
breyst hratt á nokkrum dögum. Í
fyrstu var vandræðalegt að fylgj-
ast með umræðunni um refsiað-
gerðir á hendur Rússum og virtist
sem aftur yrði markmiðið að þær
yllu þjóðunum, sem til þeirra
gripu, sem minnstum óþægindum
líkt og þegar Rússar hrifsuðu til
sín Krímskaga.
Sennilega áttu menn von á því
að Rússar myndu ekki mæta mik-
illi fyrirstöðu í Úkraínu, en hetju-
leg framganga Úkraínumanna,
hugrekki og staðfesta gagnvart
ofurefli rússneska hersins kæfði
hins vegar fljótt úrtöluraddirnar.
Ekki aðeins að refsiaðgerðir væru
hertar – hverju sem þær síðan
munu skila – heldur fóru Úkraínu-
mönnum að berast fyrirheit um
vopnasendingar.
Merkilegri hljóta sinnaskiptin í
Þýskalandi að teljast. Þjóðverjar
hétu Úkraínumönnum vopnum, en
hafa hingað til sagt að slíkt kæmi
ekki til greina með vísan í seinni
heimsstyrjöldina og arf sögunnar
og staðið við það ef frá er talinn
stuðningur við kúrdasveitir Íraks-
hers í baráttunni við hryðjuverka-
sveitir Ríkis íslams. Olaf Scholz,
kanslari Þýskalands, tilkynnti að
auki að nú yrðu framlög aukin til
varnarmála og herinn efldur. Það
er til marks um breytta tíma að
þessari yfirlýsingu hans var fagn-
að með lófataki í þýska þinginu.
Það hefði verið óhugsandi fyrir
tveimur vikum.
Oft hafa Þjóðverjar verið undir
þrýstingi um að leggja meira til
varnarmála, um sinn skerf til sam-
starfsins í Atlantshafsbandalag-
inu. Donald Trump var sér-
staklega aðgangsharður í
forsetatíð sinni, en hann er síður
en svo eini Bandaríkjaforsetinn
sem beitt hefur Þjóðverja þrýst-
ingi.
Þjóðverjar hafa hummað þenn-
an þrýsting fram af sér og ávallt
verið langt frá að ná því marki að
leggja sem samsvarar tveimur
hundruðustu af landsframleiðslu
Þýskalands til varnarmála. Á
næstu árum er allt útlit fyrir að
Þjóðverjar muni ná því og gott
betur.
Þjóðverjar eiga mikil samskipti
við Rússa og í Þýskalandi hefur
verið tilhneiging til að bera blak af
þeim þegar þeir hafa verið með
yfirgang. Nú eru þær raddir þagn-
aðar.
Gerhard Schröder, fyrrverandi
kanslari, hefur verið mest áber-
andi dæmið um þetta. Hann er
ötulasti stuðningsmaður Nord
Stream 2-gasleiðslunnar, situr í
stjórn fyrirtækisins
á bak við hana, er
stjórnarformaður í
Rosneft og hefur
verið skipaður í
stjórn rússneska
gas- og olíufyrir-
tækisins Gasprom.
Hann hefur tregðast
við að gagnrýna
Rússa. Hann gagn-
rýndi þó innrásina,
en sagði um leið að
mistök hefðu verið gerð á báða
bóga. Í gær sögðu helstu sam-
starfsmenn Schröders til margra
ára skilið við hann vegna innrás-
arinnar.
Ekki er síður sögulegt að Finn-
ar hafa ákveðið að senda vopn til
Úkraínu til að hjálpa þeim að verj-
ast Rússum. Árás Rússa hefur
orðið til þess að rúmlega 50 þús-
und undirskriftir söfnuðust undir
kröfu um að ganga í Atlantshafs-
bandalagið. Finnska þinginu er
því skylt að taka málið fyrir. Pútín
hefur því tekist að koma því til
leiðar að aðild að NATO er komin
á dagskrá í Finnlandi.
Sömu sögu er að segja í Svíþjóð.
Svíar ætla að senda vopn og þar
eru stjórnmálaflokkar farnir að
tala um aðild að NATO. Eru Rúss-
ar þegar farnir að vara Finna og
Svía við því að innganga í NATO
gæti haft alvarlegar afleiðingar.
Eftir innrás Rússa í Úkraínu
blasir við nýr veruleiki. Úkraínu-
menn hafa staðið einir og ber-
skjaldaðir í átökunum við Rússa.
Þótt þeir hafi heft innrás þeirra er
því miður ólíklegt að þeim takist
það til lengdar. Ljóst var frá upp-
hafi að Atlantshafsbandalagið ætl-
aði ekki að senda her inn í Úkra-
ínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti
hafði tekið af öll tvímæli um að
Bandaríkjamenn myndu ekki
skerast í leikinn. Það má spyrja
hvort herir Evrópu gætu hrundið
árás Rússa þótt þeir vildu. Líklegt
er að Þjóðverjar verði ekki einir
um að auka framlög til uppbygg-
ingar herja sinna á næstunni.
Pútín misreiknaði sig þegar
hann réðst inn í Úkraínu. Ef til vill
hélt hann að það yrði jafn auðvelt
að taka Úkraínu og að hernema
Krímskaga. Hann hefur ugglaust
haldið að refsiaðgerðir yrðu meira
í ætt við þær, sem þá fylgdu. Þótt
honum takist að leggja undir sig
Úkraínu og koma þar fyrir ein-
hvers konar leppstjórn verður það
í algerri óþökk 40 milljóna íbúa
landsins og mun ekki verða til
þess að draumur Pútíns um að
endurvekja fornt veldi Rússlands
og mátt rætist.
Pútín hefur hins vegar tekist að
skerpa allar átakalínur og hvernig
sem hildarleiknum lyktar verður
ekkert eins og það var fyrir Rússa.
Nú er tortryggnin gegn Rússum
ekki aðeins bundin við þau ríki,
sem voru hluti af Sovétríkjunum
eða undir járnhæl þeirra. Sumir
hafa sagt að kalda stríðið sé runn-
ið upp á ný, en einnig hefur verið
gripið til þess að líkja stöðunni við
árin fyrir heimsstyrjöldina síðari
þegar halda þurfti tveimur ein-
ræðisherrum í skefjum í Evrópu. Í
þetta skipti er einræðisherrann
einn og það verður að takast betur
til nú heldur en þá.
Pútín hefur hins
vegar tekist að
skerpa allar átaka-
línur og hvernig sem
hildarleiknum lyktar
verður ekkert eins
og það var fyrir
Rússa}
Tímamót í Evrópu
Þ
að má reikna fastlega með að fram-
lag lista og menningar til and-
legrar og efnahagslegrar við-
spyrnu þjóðarinnar verði
þýðingarmikið nú þegar sótt-
varnatakmörkunum hefur verið aflétt. Manns-
andinn nærist meðal annars á menningu, að
skemmta sér í góðra vina hópi, sækja tónleika,
leiksýningar eða aðra menningarviðburði. Í
gegnum faraldurinn einsettu stjórnvöld sér að
styðja af miklum myndarskap við menningu og
listir til að tryggja þeim kröftugri viðspyrnu að
faraldri loknum.
Það er ánægjulegt að heyra fregnir af því að
uppselt sé á fjölmargar sviðslistasýningar sem
glæða fjalir leikhúsanna lífi að nýju við góðan
orðstír. Okkur hefur tekist að endurheimta
eðlilegt líf okkar með tilheyrandi framboði af
úrvalssýningum þar sem allir geta fundið eitthvað fyrir
sinn smekk.
Góður vitnisburður um þá miklu grósku sem á sér stað í
sviðslistaheiminum er nýleg úthlutun úr Sviðslistasjóði. Í
vikunni var tilkynnt um 160 milljóna kr. úthlutun úr sjóðn-
um til 23 atvinnusviðslistahópa leikárið 2022/23 sem fylgja
170 listamannalaunamánuðir. Tuttugu mánuðir voru veitt-
ir einstaklingum utan sviðslistahópa. Á vormánuðum verð-
ur einnig kynntur aukaumsóknarfrestur í Sviðslistasjóð
og launasjóð sviðslistafólks vegna viðspyrnuaðgerða ríkis-
stjórnarinnar. Þá verða til úthlutunar 25 milljónir úr
Sviðslistasjóði og 50 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks
með áherslu á umsóknir frá ungu sviðs-
listafólki, 35 ára og yngra – sem er nýlunda.
Samhliða auknum fjármunum í sviðslistir
hefur umgjörð þeirra einnig verið efld und-
anfarin ár. Árið 2019 voru fyrstu heildarlögin
um sviðslistir sett hér á landi sem hafa það að
markmiði búa leiklist, danslist, óperuflutningi,
brúðuleik eða skyldri liststarfsemi hagstæð
skilyrði. Á þeim grunni var meðal annars
sviðslistaráð sett á laggirnar og fyrir
skemmstu tók ný Sviðslistamiðstöð formlega
til starfa – en sambærilegar miðstöðvar hafa
lengi verið starfræktar fyrir aðrar listgreinar.
Með Sviðslistamiðstöð skapast fleiri sókn-
arfæri fyrir sviðslistafólk innanlands sem utan,
meðal annars með stuðningi í formi ráðgjafar,
tengslamyndunar, kynningar og miðlunar.
Samhliða þessu hafa fleiri hópum verið tryggð-
ir kjarasamningar og vinna við þarfagreiningu vegna óp-
erustarfsemi í landinu sem heldur áfram með það að
markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu.
Allt ofantalið eru atriði sem skipta máli í öflugu menn-
ingarlífi þjóðarinnar. Við getum verið ótrúlega stolt af
þeirri miklu frumsköpun og framleiðslu á menningu sem
okkar frábæra listafólk drífur áfram. Stjórnvöld munu
halda áfram að skapa menningu í landinu góð skilyrði og
styðja þannig við fjalir fullar af lífi.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Fjalir fullar af lífi
Höfundur er menningarmálaráðherra og
varaformaður Framsóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ó
hætt er að segja að Olaf
Scholz, hinn nýi kanslari
Þýskalands, hafi komið
mönnum mjög á óvart
síðustu daga. Sú mynd sem fjöl-
miðlar hafa lengi dregið upp af hon-
um sem litlausum stjórnmálamanni,
fyrirsjáanlegum á öllum sviðum og
nánast vélrænum í viðbrögðum,
ólíkum ýmsum skörungum sem set-
ið hafa á kanslarastól landsins, hef-
ur reynst alröng. Eftir aðeins þrjá
mánuði í embætti er jafnaðar-
mannaforinginn Scholz nú að marka
sér stöðu sem tímamótaleiðtogi í
þýskri sögu síðustu áratuga og
hasla Þýskalandi nýjan völl í alþjóð-
legum stjórnmálum.
Það er Úkraínumálið sem öllu
hefur breytt. Það hefur opnað augu
Scholz og leiðandi stjórnmálamanna
í vestrænum löndum fyrir því að
forsendurnar sem samskiptin við
Rússland hafa byggst á standast
ekki. Rússlandi Pútíns er ekki
treystandi. Vestrænt lýðræði og
mannréttindi eru meira virði en
friðkaup við Rússa.
Stefnubreyting Þjóðverja
Á sunnudaginn flutti Scholz
ræðu í þýska þinginu sem mikla at-
hygli hefur vakið. Þar kom skýrt
fram stefnubreyting Þjóðverja í
varnar- og öryggismálum. Scholz
sagði að ríkisstjórn jafnaðarmanna,
frjálslyndra og græningja ætlaði að
verja 100 milljörðum evra í hern-
aðarlegan búnað á þessu ári. Það er
meira en tvö prósent af þjóðar-
framleiðslunni og fer því yfir það
mark sem Atlantshafsbandalagið,
NATO, hefur lengi stefnt að fyrir
aðildarríkin en ekki náð.
Í ræðunni gat Scholz þess að
stofnaður yrði sérstakur varnar-
málasjóður til að tryggja þýska
hernum, Bundeswehr, örugga fjár-
mögnun og nýjustu hertækni til
frambúðar. Lagði hann til að
ákvæði um slíkan sjóð yrði sett í
stjórnarskrá landsins.
Viðtökurnar sem ræða Scholz
fékk í þinginu sýna að þver-
pólitískur stuðningur er við þessa
ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Þetta er ekki eina ákvörðun
Scholz og samstarfsmanna hans í
þýsku ríkisstjórninni sem markar
þáttaskil. Stjórnin hefur einnig
samþykkt að senda Úkraínumönn-
um herbúnað til að verjast innrás
Rússa. Allt frá lokum síðari heims-
styrjaldar hefur það verið stefna
Þjóðverja að taka aldrei með slíkum
hætti þátt í hernaðarátökum í öðr-
um löndum. En nú þegar Pútín birt-
ist okkur sem sá grímulausi ofbeld-
ismaður og hrotti sem hann
auðvitað alltaf var, er Þjóðverjum
ekki lengur stætt á því að taka sér
stöðu á hliðarlínunni í átökum um
grundvallargildi í samskiptum þjóða
og Scholz kanslari hefur haft kjark
og styrk til að horfast í augu við
það.
„Við þessar aðstæður er það
skylda okkar að gera okkar besta til
að hjálpa Úkraínu að verjast innrás-
arher Vladimírs Pútíns. Þýskaland
stendur þétt við hlið Úkraínu,“
sagði Scholz þegar hann greindi frá
ákvörðuninni.
Lokaði á gasleiðsluna
Scholz tók einnig af skarið um
einn viðkvæmasta þáttinn og efna-
hagslega þýðingarmesta í samskipt-
unum við Rússa, þegar hann stöðv-
aði gangsetningu hinnar risavöxnu
Nord Stream 2-gasleiðslu frá Rúss-
landi til Þýskalands. Ef leiðslan
kemst í notkun tvöfaldar hún gas-
útflutning frá Rússlandi til Þýska-
lands. Það er einmitt gasið frá
Rússlandi og mikilvægi þess fyrir
þýskt efnahagslíf sem gert hefur
Þjóðverja svo háða duttlungum
Moskvuvaldsins. En nú gæti svo
farið að þeir muni leysa orkuvanda
sinn til framtíðar með því að hefja á
ný starfrækslu kjarnorkuvera, en
áður höfðu þeir fyrir áhrif Græn-
ingjaflokksins ákveðið að hætta
notkun kjarnorku.
Sumir álíta að Pútín hafi beðið
með að láta til skarar skríða gegn
Úkraínu þar til Angela Merkel væri
horfin úr kanslaraembættinu og eft-
irmaður hennar væri enn að fóta
sig. Hann hafi skynjað veikleika
vegna þeirrar ímyndar sem sköpuð
hafði verið af Scholz og ætlað að
notfæra sér það. En ef svo er hefur
Pútín brugðist illa bogalistin.
Þjóðverjar sýna hug sinn
Það er ekki bara að Úkraínu-
málið hafi opnað augu Scholz og
annarra stjórnmálamanna í Þýska-
landi fyrir nýjum veruleika evr-
ópskra stjórnmála heldur virðist al-
menningur þar í landi einnig hafa
vaknað til vitundar um að stefna
undanfarinna áratuga gangi ekki
lengur og skili ekki þeim árangri
sem að hefur verið stefnt. Hundruð
þúsunda manna hafa undanfarna
daga tekið þátt í mótmælum á göt-
um þýskra borga gegn árásarstríði
Pútíns í Úkraínu. Sýna Þjóðverjar
þannig hug sinn.
Meiri töggur í Scholz
en margir héldu
AFP
Stefnubreyting Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpar þýska þingið,
Bundestag, á sunnudaginn og kynnir nýja stefnu í öryggismálum landsins.