Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Vetur Það hefur verið kalt í veðri og vindasamt. Gæsir og endur þiggja nú það sem að þeim er rétt en kunna ekki alltaf að þakka fyrir sig. Þessi kona átti fótum fjör að launa í Hafnarfirði.
Árni Sæberg
Meginþorri til-
kynntra nauðgana til
lögreglu á sér stað
um helgar og þá sér í
lagi frá miðnætti til
sex um morguninn.
Árið 2020 voru sam-
komutakmarkanir í
tengslum við Covid-19
í hámarki. Það ár
fækkaði tilkynningum
um nauðganir úr að
meðaltali 201 broti árin 2017 til
2019 í 114 brot, sem er um 43%
fækkun.
Brotum fjölgaði síðan aftur 2021
en reglur um samkomutakmark-
anir gengu til baka hluta ársins.
Tilkynnt var um 150 nauðganir ár-
ið 2021 eða 32% fjölgun tilkynn-
inga á milli ára. Breytingar í
skemmtanalífinu virðast því hafa
einhver áhrif og ekkert lögmál að
næturlífið fari aftur í sama horf og
fyrir Covid-19.
Frá því ég tók við sem dóms-
málaráðherra hef ég lagt mikla
áherslu á aðgerðir til að sporna við
kynferðisofbeldi. Margt hefur
gerst í þeim efnum undanfarna
mánuði og hæst ber stórauknar
fjárheimildir til að efla getu lög-
reglunnar til að takast á við þessi
mál.
Kynferðisbrot eru ólíðandi glæp-
ur og samfélagsmein sem berjast
þarf gegn með öllum tiltækum ráð-
um. Við náum engum tökum á
svona stóru samfélagsmeini án
þess að virkja samfélagið sjálft.
Eins gott og það er að brot séu
upplýst, þá er enn betra að gera
allt sem hægt er til að koma í veg
fyrir þau. Og þar þurfum við öll að
vera vakandi gagnvart ofbeldi. Við
berum öll ábyrgð á því að uppræta
þetta mein í íslensku samfélagi.
Því hef ég ákveðið að hefja her-
ferð vitundarvakningar í skemmt-
analífinu þar sem almenningur er
hvattur til þess að vera vakandi
gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakn-
ing er unnin í góðri
samvinnu við Neyð-
arlínuna, ríkislög-
reglustjóra og fjölda
annarra samstarfs-
aðila og kann ég öllum
bestu þakkir fyrir. Nú
þegar skemmtanalífið
er að fara aftur í gang
er gott að nota það
sem tækifæri til að ná
til almennings og
vekja okkur öll til um-
hugsunar og ábyrgð-
ar. Horfum í eigin barm sem sam-
félag og spyrjum okkur: Hvernig
getum við gert djammið öruggara?
Við berum ekki ábyrgð á hegðun
annarra, en við berum þá ábyrgð
að láta í okkur heyra þegar félagar
okkar haga sér ekki eins og vera
ber. Við ætlumst ekki til þess að
almenningur fari í lögguleik eða
setji sig í hættulegar aðstæður.
Við erum ekki að biðja fólk um að
vakta hvert annað. En það kostar
okkur sem einstaklinga ekkert að
vera vakandi á djamminu og
spyrja óhikað af einlægni og góð-
um hug: Er allt í góðu? Reynist
svarið eitthvað annað en skýrt og
einfalt já, þá er einfaldast að
hringja í 112.
Þegar kemur að kynferðis-
brotum þá þurfum við sem sam-
félag að halda áfram að spyrja
þessarar spurningar; Er allt í
góðu? Og svo lengi sem svarið er
ekki klárt og skýrt já, munum við
sem samfélag halda áfram barátt-
unni gegn kynferðisofbeldi.
Eftir Jón
Gunnarsson
»Nú er að hefjast her-
ferð vitundarvakn-
ingar í skemmtanalífinu
þar sem almenningur er
hvattur til þess að vera
vakandi gegn ofbeldi.
Jón Gunnarsson
Höfundur er dómsmálaráðherra.
jon@dmr.is
Vitundar-
vakning gegn
kynferðisbrotumKannski var það
blanda af óskhyggju og
einfeldningshætti sem
fékk okkur flest til að
trúa því að Vladimir
Pútín myndi aldrei fyr-
irskipa rússneska hern-
um að gera innrás í
Úkraínu – frjálst og full-
valda ríki. Við erum oft
bláeygð gagnvart of-
beldismönnum sem ógna
frelsi og friði. Neville Chamberlain,
forsætisráðherra Bretlands, lýsti því
yfir að friður væri tryggður, eftir að
hafa gert samkomulag við Hitler á
fundi í München í september 1938.
Hann ráðlagði samlöndum sínum að
fara heim og sofa rólegir. Á meðan
Bretland svaf lagði þýski herinn undir
sig Súdetaland í Tékklandi og í mars
1939 lagði Hitler Tékkland undir sig
að fullu. Frjálsar þjóðir Evrópu vökn-
uðu ekki fyrr en 1. september þegar
þýski herinn gerði innrás í Pólland.
Auðvitað voru þeir til sem höfðu
uppi sterk varnaðarorð í aðdraganda
seinni heimsstyrjaldarinnar. Winston
Churchill sat undir ásökunum um að
vera stríðsæsingamaður. Hann sá og
mat hrottana undir merkjum nasista
rétt. Þá líkt og í aðdraganda innrás-
arinnar í Úkraínu féllu varnaðarorðin
fyrir daufum eyrum.
Þjóðir Evrópu hafa greitt hátt verð-
ið fyrir andvaraleysi gagnvart yfir-
gangi einræðisherra sem eru tilbúnir
til að beita hervaldi gegn nágranna-
þjóðum. Enn og aftur kennir sagan
okkur erfiða lexíu: Hernaðarlegur
styrkur og samstaða lýðræðisþjóða er
eina leiðin til að stöðva ofbeldismenn
sem virða ekki fullveldi frjálsra þjóða.
Og einmitt þess vegna geta lönd Evr-
ópu, Bandaríkin og önnur lýðræðisríki
ekki setið hjá líkt og áhorfendur þeg-
ar hernaðarveldi leggur til atlögu við
nágrannaríki. Lýðræðið sjálft er í
húfi.
Umpólun í öryggis- og
varnarmálum
Innrásin í Úkraínu í síðustu viku
breytti heimsmyndinni til frambúðar.
Jafnvel aðdáendur Pútíns á Vest-
urlöndum hafa neyðst til að horfast í
augu við staðreyndir. Traustustu
bandamenn Rússlandsforseta hafa yf-
irgefið hann – a.m.k. í bili. Allt frá
Milo Zeman forseta
Tékklands, til Viktors
Orbán í Ungverjalandi,
Matteo Salvini, leiðtoga
Norðurbandalagsins á
Ítalíu, og Marine Le
Pen, leiðtoga þjóðern-
issinna í Frakklandi.
Árum saman hafa þess-
ir stjórnmálamenn bor-
ið blak af Pútín og end-
urómað áróður og lygar
sem þjónuðu hags-
munum Kremlverja.
Sundraðar þjóðir
Evrópusambandsins hafa loksins náð
að sameinast í umfangsmiklum efna-
hagsþvingunum gegn Rússlandi
ásamt Bandaríkjunum og öðrum lýð-
ræðisþjóðum, þar á meðal Íslandi.
Pútín hefur því tekist það sem leiðtog-
um Evrópusambandsins hefur reynst
ókleift. Forystufólk innan Evrópu-
sambandsins er hægt og bítandi að
láta af draumórum um að sambandið
sjálft hafi bolmagn og pólitískt þrek til
að tyggja frið, öryggi og frelsi í Evr-
ópu.
Stjórnvöld og almenningur um alla
Evrópu hafa neyðst til að endurskoða
afstöðu og stefnu í öryggis- og varn-
armálum – ekki síst þær þjóðir sem
standa utan NATO. Vaxandi stuðn-
ingur við þátttöku í varnarbandalagi
vestrænna þjóða er í Finnlandi og Sví-
þjóð. Rússnesk stjórnvöld hafa í hót-
unum við þessar frændþjóðir okkar,
ef þær hugleiða aðild. Sviss hefur í
raun yfirgefið hlutleysisstefnu sína og
sömu sögu er að segja af Austurríki.
Hans Dahlgren, ESB-ráðherra Sví-
þjóðar, segir mikilvægt að grípa til
frekari ráðstafana til að einangra
Rússland. Í fyrsta skipti frá 1939 hafa
Svíar heimilað vopnaflutning til
átakasvæðis – Úkraínu.
Algjör umpólun hefur átt sér stað í
Þýskalandi. Þjóðverjar hafa ákveðið
að senda vopn til Úkraínu. Olaf
Scholz, kanslari vinstri stjórnar, hefur
lýst því yfir að útgjöld til hermála
verði aukin í 2% af landsframleiðslu.
Þýski herinn verður stórefldur með
100 milljarða evra aukafjárveitingu.
Við Íslendingar stöndum einnig
frammi fyrir því að endurmeta stefnu
okkar í öryggis- og varnarmálum. Við
þurfum að styrkja enn frekar sam-
vinnu meðal ríkja NATO og við verð-
um að tryggja framkvæmd varnar-
samningsins við Bandaríkin.
Stjórnvöld, en ekki síður stjórn-
málaflokkar, komast ekki hjá því að
endurskoða stefnu sína í utanríkis-
málum og samvinnu frjálsra þjóða í
varnarbandalagi. Ekki er hjá því
komist að móta nýju stefnu í mál-
efnum norðurslóða.
Í skjóli veiklyndis
Þegar Pútín fyrirskipaði innrásina í
Úkraínu var hann greinilega sann-
færður um skjótan árangur. Auðvelt
yrði að koma Volodimír Selenskí, for-
seta Úkraínu, og stjórn hans frá völd-
um. Í skjóli veiklyndis og klofnings
Vesturlanda taldi Pútín sér óhætt að
leggja til atlögu.
En fyrirstaðan var meiri og öflugri
en Kremlverjar reiknuðu nokkru
sinni með. Hetjuleg framganga Úkra-
ínumanna, undir forystu forseta með
ljónshjarta, gegn ofbeldisfullu her-
veldi hefur komið klíkunni í Kreml í
opna skjöldu. En þrátt fyrir hetjulega
vörn er því miður líklegt að Kænu-
garður falli í hendur rússneska hers-
ins á komandi dögum, sem verða
skelfilegir, ekki síst fyrir almenna
borgara.
Eftir sundurlyndi hafa Vesturlönd
borið gæfu til þess að þétta raðirnar
og standa saman eftir innrásina. Sú
samstaða má ekki rofna. Víðtækar
efnahagslegar refsiaðgerðir skipta
miklu en við verðum einnig að tryggja
Úkraínumönnum vopn og landflótta
fólki skjól til lengri eða skemmri tíma.
Eftir standa lygar og blekkingar
Pútíns, sem verður stöðugt einangr-
aðri í samfélagi þjóða. Rússneskur al-
menningur á betra skilið en að búa við
einræði og ógnarstjórn Pútíns og skó-
sveina hans. Um leið og við Íslend-
ingar, líkt og öll Vesturlönd, stöndum
með frjálsi Úkraínu, eigum við einnig
að taka okkur stöðu með frjálsu og
lýðræðislegu Rússlandi.
Eftir Óla Björn
Kárason » Við eigum að styrkja
samvinnu ríkja
NATO. Stjórnmála-
flokkar komast ekki
hjá því að endurskoða
stefnu um samvinnu
frjálsra þjóða í
varnarbandalagi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Gjörbreytt heimsmynd