Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 15
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Fyrir stuttu hélt
Vegagerðin upplýs-
ingafund um stöðu
Samgöngusáttmálans.
Þar kom fram í máli
Bryndísar Friðriks-
dóttur að stofnunin
skoðar nú hvernig
koma megi öllum
framkvæmdum hans
fyrir þannig að um-
ferðin flæði áfram og
ekki fari allt í hnút á
höfuðborgarsvæðinu meðan á þeim
stendur. Sagði Bryndís markmiðin
vera flæði og öryggi og nefndi þar
hlutina í réttri röð, því öryggi er
ekkert slagorð uppi á vegg sem
menn lesa tvisvar og gleyma svo.
Öryggi er stöðugt í huga hönnuðar
og athugað í hverju skrefi en meg-
inmarkmið nýrrar hönnunar í vega-
kerfinu er nær alltaf betra flæði.
Truflun á flæði veldur samfélaginu
ótrúlega miklum kostnaði sem
leggst ofan á framkvæmdakostnað í
félagslegum greiningum.
Eitt helsta vandamálið í skipulagi
þessa verks eru hinar miðjusettu
sérakreinar þungu Borgarlínunnar.
Til að koma þeim fyrir þarf að um-
bylta öllu vegstæðinu með tilheyr-
andi kostnaði og röskun á umferð-
arflæði. Hagkvæmara er að leggja
sérakreinarnar hægra megin þar
sem umferð er þung og lofa umferð-
inni að flæða áfram um veginn á
meðan eins og kostur er. Þannig
virkar létta Borgarlínan. Þá línu má
leggja á þremur til fimm árum fyrir
um 20 milljarða króna í stað þess að
eyða að lágmarki 60 milljörðum eða
meir í þá þungu og taka í það 10 ár.
Létta Borgarlínan gerir sama gagn
og sú þunga í að halda uppi umferð-
arflæðinu en er auk þess sveigjan-
legri og það getur komið sér vel á
framkvæmdatímanum.
Samkvæmt umferðarfræðunum
velur fólk sér yfirleitt þann ferða-
máta sem tekur stystan tíma. Þar
sem völ er á almenningssam-
göngum sem ganga á sérbrautum,
hvort sem er lest eða strætó þá
tefst umferðarflæði bíla ekki meir
en svo að ferð með þeim tekur sama
tíma dyra á milli eins og með al-
menningssamgöngum. Þegar tafir
verða meiri en það taka fleiri strætó
svo tafir minnka. Þetta er ótvíræð
reynsla erlendis en virðist enn
koma sumum á óvart þó þessi regla
hafi fyrst verið viðruð árið 1962.
Reglan heitir nú „Downs-Thomp-
son-paradox“.
Tökum Hafnarfjörð sem dæmi.
Hafnfirðingurinn hoppar upp í bíl
sinn að morgni og eftir nokkrar taf-
ir á akstri innanbæjar kemst hann á
sæmilegum hraða að Kópavogslæk
en þangað getur biðröðin náð frá
Kringlunni. Strætó lendir í sömu
töfum svo ekki borgar sig að taka
hann. Hvað mundi nú gerast ef við
snöruðum upp akreinum fyrir létta
Borgarlínu frá Hafnarfirði til
Reykjavíkur og létum vagnana
ganga „nonstop“ þar á milli, fram
úr allri bílaþvögunni. Bara sparn-
aðurinn í vegaframkvæmdum mið-
að við þungu línuna gerir kleift að
kaupa þá vagna sem bæta þarf við
svo þessar ferðir geti orðið tíðar og
fleiri Hafnfirðingar myndu hoppa
upp í strætó í stað einkabílsins.
Nokkurra mánaða framkvæmda-
tafir myndu þá aðeins valda þeim
tímabundinni aukningu á farþega-
fjölda strætó sem mæta má með
auknum fjölda ferða.
Almenningssamgöngur á sérleið-
um með forgang á snjallljósum tefj-
ast ekki af annarri umferð. Því
setja þær þak á tafir í bílaumferð.
Það þarf ekki miðjusettar sér-
akreinar til og heldur ekki þá þétt-
ingu byggðar og lóðabrask sem þarf
til að réttlæta hinn mikla kostnað
sem þungu Borgarlínunni fylgir.
Frá upphafi hefur Borgarlín-
málið einkennst af röngum
áherslum. Settir eru í forgrunn
hlutir eins og miðju-
settar sérakreinar,
upphækkaðir bið-
stöðvarpallar undir
glæsilegum gler-
hýsum, tveggja liða
risastórir vagnar með
níðþungar rafhlöður á
þakinu, svo þungir að
þeir þurfa nærri jafn
dýra undirbyggingu og
lestarteinar og annað í
þeim dúr. Hin raun-
hæfu markmið eins og
flæði og öryggi hafa
fallið í skuggann. Þetta hefur leitt
af sér ranga markmiðssetningu.
Hagsmunir fólksins víkja fyrir
hagsmunum Borgarlínu. Þétting
byggðar skal auka hagkvæmni
Borgarlínu í stað þess að vera gerð
á eigin forsendum með mannleg
sjónarmið í fyrirrúmi. Hönnun
strætókerfisins sem sjá skal um
þekjuna þannig að íbúar fjær Borg-
arlínu komist til hennar fellur í
skuggann og uppbygging biðskýla,
sem strætónotendur sakna þó mest,
mætir afgangi. Borgarlína er í hug-
um manna eitt, strætó eitthvað allt
annað en í raun er þetta eitt og
sama fólkflutningskerfið og þarf að
skipuleggja sem slíkt.
Hér á undan var Hafnarfjörður
tekinn sem dæmi, en létt Borgar-
lína þangað getur þjónað bæði
Garðabæ á Kópavogi á sama hátt,
bara þarf að bæta við vögnum. Ein
til tvær mínútur milli vagna sem
aka á sérakrein er engin goðgá ef
þess er gætt að þeir komist hver
fram hjá öðrum á biðstöðvum. En
Borgarlínan leysir ekki umferðar-
tafirnar, hún setur aðeins þak á
þær. Með því að leggja áherslu á
hraðferðir lækkar það þak og fleiri
nota almenningssamgöngur. Það
kostar fleiri vagna sem hægt er að
kaupa fyrir sparnaðinn af að hafna
þungu Borgarlínunni en byggja þá
léttu. Sparnaðurinn af minni um-
ferðartöfum, sem kemur fram í fé-
lagslegum greiningum, borgar fleiri
bílstjóra.
Ef til vill þarf allt það fé sem
Samgöngusáttmálinn kveður á um
til að bæta umferðina á höfuðborg-
arsvæðinu, en það þarf að nýtast
vel. Vegagerðin kemur að því máli
með rétt markmið, flæði og öryggi.
Vonandi fær hún að klára málið
undir því fororði.
Samgöngusáttmálinn
í höndum Vegagerðarinnar
Eftir Elías Elíasson » Almenningssam-
göngur á sérleiðum
með forgang á snjall-
ljósum tefjast ekki af
annarri umferð.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Allt byrjar þetta með litlu brúnu shea hnetunni...
Síðan bætast við sjálfbærar aðferðir, hreinar formúlur og sanngjarnir viðskiptahættir sem
að lokum umbreytast í okkar klassíska og sívinsæla Shea handáburð sem nærir, mýkir
og verndar hendurnar. Og nú kemur hann í 95% endurunnum og endurvinnanlegum
álumbúðum.
BYRJUNIN Á EINHVERJU
STÓRKOSTLEGU
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Stundum er fólk
svo illa haldið af
stjórnsemi að það
heldur að það sé í
stjórninni með Guði
almáttugum. Oft leið-
ist hrædda stjórn-
sama fólkið út í
stjórnmál eða fjöl-
miðla. Stjórnmálafólk
og fjölmiðlafólk hefur
svipað heilkenni og á
það oftast sameiginlegt að ágirn-
ast áhrif. Stjórnsemi eða ótti er
þeirra drifkraftur og valdataflið
oftast byggt á frumstæðum og
ágjörnum hvötum. Ég er þakk-
látur ýmsu fjölmiðlafólki þótt ég
sé ekkert endilega sammála því.
Hvar værum við t.d. án Egils
Helga og Illuga Jökuls? Þeir alla
vega bjóða upp á vitsmunalega
umræðu og ekki er vanþörf á þar
sem meginþorri fjölmiðlafólks er
illa haldinn af greindarskorti og
elur því oft á þröngsýni og ótta.
Sagt er að „Guð“ tali við okkur í
gegnum innsæið en allt of margir
rugla saman óttanum
og innsæinu.
Til að rækta teng-
inguna við innsæið
þarf því að vera í
góðu jafnvægi og
hugsa vel um andlega
næringu. Þröngsýni
og einhliða umræða
er því aldrei af hinu
góða. Óttinn stýrir
mannfólkinu og þeir
sem ala á ótta hafa
þess vegna áhrif á þá
sem eru óttaslegnari.
Þess vegna fara kosningar oft
svona illa og umræðan í fjöl-
miðlum er svona ferköntuð og
heimsk. Uppáhaldsmantran mín
eru tvö orð: Sleppum og treystum.
Sleppum óttanum og treystum
framvindunni. Sumarið nálgast.
Snorri
Ásmundsson
» Allt of margir
rugla saman
óttanum og innsæinu.
Snorri Ásmundsson
Höfundur er myndlistarmaður.
snorri.asmundsson@gmail.com
Stjórnsemi er ótti
Allt um sjávarútveg