Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.03.2022, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.2022, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 ✝ Jóhann Gunnar Friðjónsson fæddist á Skálum á Langanesi 24. maí 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 17. febrúar 2022. Foreldrar hans voru Sig- urveig Munda Gunnarsdóttir hús- freyja frá Reykja- vík, f. 9. september 1918, d. 22. desember 1975, og Friðjón Jóhannsson sjómaður frá Skálum á Langanesi, f. 11. júní 1910, d. 22. apríl 1995. Systkini Jóhanns Gunnars eru: Ágúst Engilbert Blomquist Sveinsson, f. 10. janúar 1938, d. 5. janúar 2016, þeir bræður voru sammæðra en al- systkini hans Har- aldur Friðjónsson, f. 23. janúar 1940, d. 20. október 2015, Edda María Gund- ersen, f. 18. apríl 1943, Sigurdór Friðjónsson, f. 22. nóvember 1944, og Tómas Sævar Frið- jónsson, f. 10. des- ember 1946. Yngri systkini sammæðra eru Viggó Bjarnason, f. 7. október 1951, Eggert Bjarni Bjarnason, f. 18. ágúst 1953, Birna Sigríður Bjarnadóttir, f. 1. janúar 1956, Brynja Hrönn Bjarnadóttir, f. 23. ágúst 1957, og Jarl Bjarnason, f. 14. mars 1959. Jóhann Gunnar kvæntist Ólafíu Egilsdóttur 24. október 1970. Hún átti áður tvö börn. Börn Jóhanns Gunnars eru Gyða Gunnarsdóttir, f. 15. jan- úar 1973, og Friðjón Veigar Gunnarsson, f. 14. september 1976. Hann átti líka tvö stjúp- börn, Egil Njálsson, f. 14. októ- ber 1962, og Hrefnu Njálsdóttur, f. 15. júlí 1964. Jóhann Gunnar átti 11 barna- börn og sex langafabörn. Jóhann Gunnar byrjaði 14 ára gamall á sjó og var þar í nokkur ár. Því næst fór hann í lögregl- una, byrjaði í Grundarfirði en fór á Akranes. Hann sagði svo skilið við lögregluna og gerðist hann fangavörður í Síðumúla- fangelsi og var hann þar í 10 ár. Næst tók hann að sér starf sem öryggisvörður í Seðlabanka Ís- lands og var hann þar í 24 ár eða þar til hann hætti störfum 70 ára. Útför hans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 2. mars 2022, klukkan 15. Ef ég þyrfti aðeins að segja einn hlut um hann afa væri það að hann var alltaf góður við okkur í kringum hann, í stuttu máli hann var góður maður. Hann afi var frábær persóna. Afi passaði alltaf upp á það að hann liti vel út, hann hafði mikinn áhuga á bílum, hlustaði auðvitað á kónginn Elvis Presley og elskaði að kaupa einn og einn lottó- eða skafmiða. Ég man alltaf best eftir þeim mörgu sumarbústaðaferðum sem ég fór í með honum, ásamt restinni af fjölskyldunni. Það var alltaf spil- að og hann afi var með mikið keppnisskap og reyndi eins oft og hann komst upp með að svindla, ég fékk oft að ganga í bandalag með honum og reyna auðvitað að hjálpa honum að svindla. Einnig setti hann oft á tónlist og dansaði með mér og frænkum mínum, hann leyfði mér alltaf að dansa á fótum sér og stjórnaði stefnu dansins. Afi var góður dansari og vissi alveg hvað hann var að gera. Hann hélt mikið upp á okkur barnabörnin og var duglegur að gefa okkur súkkulaði eða stund- um ís. Ég vil þakka honum afa mínum fyrir þau ár sem ég fékk með honum og fyrir þær minn- ingar sem munu lifa í hjarta mínu og hinna sem hann þekktu. Í lok- in vil ég aðeins segja takk fyrir, blessuð sé minning þín og við munum vonandi sjást aftur einn daginn. Kveðja, Svandís Björt. Það er með söknuði og þakk- læti í huga sem ég kveð Jóhann Gunnar mág minn. Ég kynntist Gunna mági eins og ég kallaði hann alltaf þegar hann og Óla systir mín urðu par fyrir rúmum fimmtíu árum. Gunnar varð þá strax mikilvægur partur af mínu lífi þar sem við systur höfum alltaf verið mjög nánar. Ég fann það fljótt að ég hefði ekki getað verið heppnari með máginn, en Gunni mágur var allt- af sérstaklega ljúfur og hjálp- samur við mig og mína fjöl- skyldu. Aldrei flutti ég nema Gunni væri mættur á staðinn til þess að bera húsgögn og ævin- lega með hamar og nagla með sér til þess að hengja upp myndir og annað sem þurfti að komast á sinn stað. Ef eitthvað þurfti að laga var hann alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða. Hans aðalsmerki var snyrti- mennska. Hann var mikið snyrti- menni og fannst mér jafnvel stundum nóg um þegar hann var að bóna bílinn sinn sem ekki var að sjá rykkorn á. Já, sá sem keypti bíl af Gunna mági var heppinn því sá bíll var einstaklega vel með farinn. Gunni mágur sýndi sambandi okkar systra þolinmæði nema einstaka sinnum þegar honum of- bauð hvað við gátum talað lengi saman í síma. Hann gat bara ekki skilið að við þyrftum að tala svona lengi og það nánast á hverjum degi. En svo gerði hann bara góðlátlegt grín að okkur systrum. Við bjuggum jú lengi hvor í sínum landshlutanum og hann vissi sjálfsagt innst inni hversu mikilvægt það var fyrir okkur systur að tala saman. Ég þakka samfylgdina við góð- an mág og vin. Elsku Óla, börn, tengdabörn og afabörn, ég sendi mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ykkar Soffía. Jóhann Gunnar Friðjónsson Nú eru tímamót í móðurfjölskyldunni minni. Helga hans Eyja frænda er fall- in frá, síðust tengda- fólks mömmu suður í Garði. Unglingur fór ég í skóla í Garð- inum. Kom austan af fjörðum. Bjó hjá Magnúsi móðurbróður og Hólmfríði konu hans. Svo voru þau öll þarna í Garðinum Inga og Heiðar, Helga og Eyjólfur, Mummi og Finný og svo Mummi stóri. Það var gott að eiga þau öll að. Harðduglegt fólk, fullt af frænd- systkinum og alltaf nóg að gera. Að koma við í Laufási var oft eitt ævintýri. Helga sem umvafði fólkið sitt af ást og umhyggju, Eyjólfur í vinnunni eða að stússa í bílskúrnum. Hún í vinnunni eða í heimilisstörfunum. Árin hafa liðið – og enn kom ég við hjá Helgu þegar ég var á ferð- inni í Garðinum. Hún tók mér og mínum fagnandi, hafði alltaf tíma fyrir spjall, hlátur og gleði. Það var eins og hún hefði aldrei neitt að gera – en var stöðugt að – eld- aði, bakaði, prjónaði, perlaði, spjallaði og hló, geðgóð og falleg. Hún var opin og víðsýn, hlúði að öllum sem til hennar komu, elsk- aði fólki sitt, alla afkomendurna og ástin var endurgoldin. Síðustu tvö ár var lítið um Garðrúnta hjá mér. En ég hringdi í Helgu af og til – mér til sálubótar – til að heyra í henni hljóðið – heyra af henni og fólkinu hennar og færa henni fréttir af mér og mínum. Alltaf var ég ríkari eftir þau samtöl. Þær voru um margt líkar mág- konurnar, hún og mamma. Stolt- ar, fallegar og duglegar. Bjuggu báðar heima nærri til síðasta dags. Helga kvaddi lífið eftir stutta Helga Þórdís Tryggvadóttir ✝ Helga Þórdís Tryggvadóttir fæddist 28. mars 1938. Hún lést 19. febrúar 2022. Útförin fór fram 28. febrúar 2022. sjúkrahúslegu með dætur sínar sér við hlið. Heimurinn er fátækari að henni genginni. Kæra frændfólk mitt frá Laufási. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minn- ing Helgu Þórdísar Tryggvadóttur. Imba hennar Dídíar, Ingibjörg Þorleifsdóttir. Ef einhver manneskja hefur opnað faðminn og boðið mér alla fegurð lífsins þá var það Helga Tryggvadóttir í Laufási. Við Sigga þáðum að verða hluti af fjöl- skyldulífi sem á sér fáa líka í dag. Eyjólfur og Helga voru okkur sem foreldrar og við minnumst þeirra á þann hátt. Það voru svo margir fágætir mannkostir sem prýddu Helgu, þessa einörðu konu. Hún var úr umhverfi umhleypinga þar sem lágreist ströndin var nógu há til að veita henni skjól. Það var ekki alltaf auðvelt lífið þegar stúlkan barðist við norðanáttina. Og sorgin skall á eins og alda í Mannskaðaflös sem gekk á land með ógnarafli. Móðir hennar dó við kistulagningu sonar síns og bróður Helgu. Átökin í lífsbarátt- unni marka líf fólks sem tekur slíkan ölduskafl í fangið. En áföllin styrktu þessa fallegu manneskju. Hún tókst á við lífið af reisn og bægði frá sér reiði og hatri. Hún fyllti hjarta sitt af kærleika sem hún deildi með öðrum. Í þau 14 ár sem við Sigga höfum fengið að njóta samvistar við Helgu hef ég aldrei heyrt hana halla orði að nokkurri manneskju. Hún tók upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín eða hafa orð- ið undir í lífsbaráttunni. Hjó ekki að neinum og lét fram hjá sér fara ofríki og völd. Hún þekkti það á eigin skinni að brauðstritið dugði oft bara fyrir deginum í dag. Það voru kröpp kjör, Laufás fullur af börnum og svo voru margir svang- ir munnar á andlitum sem stóðu biðjandi við hurðarskörina. Helga gaf öllum, frá henni fór enginn svangur eða hræddur. Ró hennar og gæska náði inn fyrir skinnið á þeim sem til hennar komu. Þakk- lætið er mikið, minningin svo góð um einstaka konu sem var farin að gefa eftir. Líkaminn boginn af öll- um burðinum fyrir aðra eftir vegi lífsins. En reisn hennar og tígul- leiki bognaði aldrei. Þrátt fyrir vanheilsu tók hún á móti okkur brosandi hvern laugardags- eða sunnudagsmorgun. Hún sat við borðendann í eldhúsinu í Kríul- andinu, bogin en samt svo teinrétt af stolti yfir sínu fólki. Helga bauð upp á allt sem til var. Þegar ég var búinn að telja 15 tegundir á eld- húsborðinu spurði ég stundum hvort þetta væri allt. Nei, það var ekki allt. Það voru stundum 15 börn, barnabörn og barnabarna- börn í kaffinu og við Sigga. Hjá góðu fólki er alltaf nóg pláss. Fjöl- skyldan þekkti ekki annað líf en að heimsækja ömmu í Kríulandið um helgar. Á því heimili hafði orðið fjölskyldubönd merkingu. Ekki í orði eða á jólakortum heldur í samveru fjölskyldunnar við eld- húsborðið. Samvera sem börnin og allir sem nutu búa að í eigin lífi. Ég hefði aldrei viljað missa af þessum tíma þar sem aldrei féll styggðaryrði við nokkurn mann eða um nokkurn mann. Það vega- nesti ömmu inn í lífi barnanna ger- ir hvern einstakling að betri manni. Það komu allir með eitt- hvað, sjálfan sig í það minnsta. Það var ekki talið fram en fyrir öllu var kvittað í gestabókina. Þar þakkaði ég oft fyrir að vera hluti af kærleiksríkri fjölskyldu, fyrir stundina, lífið og okkur öll. Ég kvitta nú fyrir að ef til er aðalbor- inn lífsmáti þá er það fjölskyldulíf Helgu Tryggvadóttir frá Laufási. Votta fjölskyldunni samúð. Sigríður og Ásmundur Friðriksson. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víði Heiðursfélagi er fallin frá. Helga Þórdís Tryggvadóttir, heiðursfélagi Víðis, er látin og stórt skarð er höggvið í hóp fé- lagsmanna. Helga var gift Eyjólfi Gíslasyni sem lést í árslok 2017, en þau hjón voru gerð að heiðursfélögum Víðis árið 2001 fyrir störf þeirra í þágu félagsins. Helga var ávallt hægri hönd Eyjólfs og stóð þétt við bakið á honum þegar hann eða þau sam- an sinntu hinum ýmsu störfum fyrir félagið og voru þau unnin af mikilli ósérhlífni og af ástríðu. Helga var okkur mikilvæg og sá hún til að mynda um Getrauna- starf Víðis sem var mikilvæg fjár- öflun fyrir félagið áður en tölvu- væðingin hófst. Einnig má geta þess að í fjölmörg ár sá Helga um að þrífa búninga leikmanna Víðis. Helga okkar var ávallt svo glað- lynd, jákvæð og hress. Hún mætti á alla leiki til að styðja dyggilega við sína menn, hér áður fyrr mætti hún með honum Eyja sínum og nú sl. ár með börnum sínum eða barnabörnum, á meðan hún hafði heilsu til. Afkomendur Helgu og Eyjólfs starfa og hafa starfað á margþætt- an hátt fyrir félagið og í samein- ingu munum víð í Víðisfjölskyld- unni halda minningu þeirra hjóna í heiðri. Á kveðjustund viljum við þakka Helgu fyrir allt það mikla og óeig- ingjarna starf sem hún vann í þágu félagsins og samfélagsins alls í Garði. Ljúfar og góðar minn- ingar um góðan og traustan félaga munu lifa og verða okkur leiðar- ljós í átt að öflugra starfi og betra félags. Það er með mikilli virðingu og þakklæti sem Knattspyrnufélagið Víðir sendir Laufásfjölskyldunni og öðrum aðstandendum sínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Helgu Þórdísar Tryggvadóttur. Fyrir hönd Víðis, Eva Rut Vilhjálmsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, mamma, tengdamamma og amma, MARGRÉT HÓLM MAGNÚSDÓTTIR sjúkraliði, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 7. mars klukkan 13. Gunnar Blöndal Kristín Hólmgrímsdóttir Guðrún Kristín Blöndal Sigurður Sveinn Sigurðsson Anna Bryndís Blöndal Haraldur Líndal Pétursson Magnús Blöndal Sylvía Kolbrá Hákonardóttir Orri Blöndal Bergþóra H. Bergþórsdóttir og ömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SÖLVI RAGNAR SIGURÐSSON, Álfhólsvegi 99, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 4. mars klukkan 10. Athöfninni verður streymt á https://www.lindakirkja.is/ Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Hildur Ingibjörg Sölvadóttir Gunnar Jón Hilmarsson Þórunn Ósk Sölvadóttir Guðmundur Ólafur Heiðarsson Judithe Hess Sölvi Sölvason Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi, INGI VALUR HARALDSSON, Sævarlandi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. febrúar. Útför auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning í nafni Regínu Petru, 0123-15-48047, kt.: 300491-3089. Regína Petra Tryggvadóttir Haraldur Tryggvi Ingason Ingibjörg Guðbjartsdóttir Jósefína E. Hansen Tryggvi Eymundsson Guðbjartur Haraldsson Jóna Kolbrún Árnadóttir Guðberg Ellert Haraldsson Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir Brynhildur Olga Haraldsd. Eysteinn Pétur Lárusson systkinabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ODDSTEINSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, áður til heimilis að Ormsstöðum í Eiðaþinghá, lést í faðmi fjölskyldunnar á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 28. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Ásmundur Þórhallsson Oddsteinn Gunnar Ásmunds. Berglind Gunnarsdóttir Þórhallur Rúnar Ásmunds. Lilja Sigurðardóttir Anna Sigrún Ásmundsdóttir Ingvar Sigurður Alfreðsson Guðjón Eiður Ásmundsson Sigríður Tryggvadóttir barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR ANGANTÝSSON skipstjóri, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 16. febrúar. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðný Gunnlaugsdóttir Frímann Vilhjálmsson Gréta Sólveig Gunnlaugsd. Geir Gunnlaugsson Guðlaug Magnúsdóttir Jóhanna Gunnlaugsdóttir Sif Gunnlaugsdóttir Andrés Þór Hinriksson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.