Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Horfurnar í peningamálum eru góð-
ar ef þú ert til í að gefa eitthvað upp á bátinn
í staðinn fyrir að þéna meira. Ekki láta undan
þrýstingi um að gera eitthvað gegn vilja þín-
um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það getur tekið á að þurfa stöðugt að
sýna einbeitni gagnvart öðrum. Mundu að
það skilar oft bestum árangri að fara vel að
fólki.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Samskipti við maka og nána vini
hafa verið dálítið tvísýn að undanförnu.
Vertu umfram allt sáttfús og heiðarlegur og
þá mun allt enda vel.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert að velta fyrir þér leiðum til að
fjárfesta til framtíðar. Skrifaðu bestu hug-
myndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ef ástvinir bregðast ekki við þér af
nægum áhuga, skaltu vera minna innan
handar. Verkefni á heimilinu gætu krafist at-
hygli þinnar og rétt að láta þau ekki sitja á
hakanum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Reyndu að halda tilfinningum frá allri
ákvarðanatöku í dag og umfram allt skaltu
ekki láta mál ná tilfinningalegu taki á þér.
Hver er sinnar gæfu smiður.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er ekki létt að bera sig eftir því sem
maður þráir ef maður veit ekki hvað maður
vill. Efastu ekki um hæfileika þína.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eyddu meiri tíma með fólki
sem „nær þér“ og kemur þér til þess að
hlæja. Þér gæti hlotnast gjöf í dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Stundum á maður að taka eitt-
hvað til bragðs og stundum er best að gera
ekki neitt. Búðu þig undir að svarið geti
komið á óvart.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert að fást við verkefni sem
krefst allrar þinnar athygli og heilmikilla
vangaveltna. Farðu eftir innsæi þínu og láttu
aðra alls ekki stjórna þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er ekki laust við að innblást-
urinn hafi náð tökum á þér og þér líður
hreinlega sem snillingi. Líklega er heimurinn
að bregðast við segulmögnun þinni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sættu þig við orðinn hlut og láttu
það vera að réttlæta málin eða afsaka þau
fyrir sjálfum þér eða öðrum.
ALLA FIMMTUDAGA KL. 19:00
Á MBL IS/BINGO.
TAKTU ÞÁTT
FRÍTT!
50 ára Þorsteinn Þórólfsson fæddist 2. mars
1972 í Reykjavík. „Ég hef búið alla mína
hunds- og kattartíð á höfuðborgarsvæðinu.“
Þorsteinn, sem er alltaf kallaður Steini, flutti
í Seljahverfið í Breiðholti árið 1977, þá fimm
ára gamall og var alla grunnskólagönguna í
Ölduselsskóla. „Síðustu 25 árin hef ég starf-
að í Húsasmiðjunni og starfa núna sem verk-
stjóri á þungavörulager í Kjalarvogi. Þrátt
fyrir að hafa alist upp í Breiðholtinu er ég
mikill Valsari og engin spurning að Valur og
Liverpool eru málið!“
Áhugamál Þorsteins eru handbolti, fót-
bolti, skíði og „bara alls konar skemmtilegir
hlutir. Ég er t.d. í stuðningsmannasveit ís-
lensku landsliðanna í handbolta og eltum við og styðjum landslið karla og
kvenna á öllum stórmótum, hvar í heiminum sem mótin eru.“
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Þorsteins er María Dóróthea Jensdóttir bankastarfsmaður, f
19.5. 1971, og þau eiga dótturina Ísold Völu Þorsteinsdóttur, f. 21.3. 2002. For-
eldrar Þorsteins eru Þórólfur Þorsteinsson, f. 9.6. 1953 (látinn), og Ingveldur
Gísladóttir, f. 22.9. 1952.
Þorsteinn Þórólfsson
viðurkenningar fyrir skrif sín, meðal
annars hefur hún hlotið Blóðdrop-
ann, íslensku glæpasagnaverðlaunin,
tvisvar og verið tilnefnd til hinna
virtu bresku glæpasagnaverðlauna
Rýtingsins.
varp. Hún var í höfundateymi þátt-
anna Kötlu sem sýndir voru á Netflix
í fyrra og nú í mars kemur á Storytel
fléttuþáttaröðin Hundrað óhöpp
Hemingways sem Lilja er höfundur
að. Lilja hefur hlotið margháttaðar
L
ilja Sigurðardóttir fædd-
ist 2. mars 1972 á Akra-
nesi og ólst þar upp til
fimm ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan til Sví-
þjóðar og dvaldi þar með annan fót-
inn næstu tvö ár en settist svo að í
Reykjavík þar sem Lilja hóf grunn-
skólagöngu sína í Austurbæjarskól-
anum. Það var hins vegar ekki lang-
vinn búseta því árið 1980 pakkaði
fjölskyldan saman og flutti til Mexíkó
og voru þau búsett þar næstu árin,
fyrst í Mexíkóborg og síðan á Kyrra-
hafsströnd Oaxaca. Þar var lífið að
sögn Lilju tóm paradís og þau börnin
fóru hvorki í skó né yfirhafnir fyrr en
þau fluttu aftur til Íslands þar sem
heldur kalsalegra líf tók við.
Skólaganga Lilju var því fjölþjóða
og unglingastigið tók hún svo að
hluta á Íslandi og að hluta til á Spáni.
Lilja lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, síðar einka-
ritaraprófi frá Tile Hill College í Cov-
entry á Englandi og BA-prófi í
uppeldis- og menntunarfræði frá Há-
skóla Íslands. Lilja starfaði áður sem
sjálfstætt starfandi sérfræðingur í
menntamálum og ritstjóri fagefnis
fyrir leikskóla en undanfarinn áratug
hefur hún verið rithöfundur í fullu
starfi.
Fyrsta bók Lilju, glæpasagan
Spor, kom út hjá Bjarti árið 2009 og í
kjölfarið kom skáldsagan Fyrirgefn-
ing árið 2010. Fyrsta leikrit Lilju,
Stóru börnin, var sviðsett af leik-
félaginu Lab-Loki veturinn 2013-
2014 við miklar vinsældir, en Lilja
hlaut Grímuna, íslensku sviðs-
listaverðlaunin, fyrir leikritið.
Spennusagan Gildran kom út hjá
Forlaginu árið 2015 og á eftir fylgdi
Netið árið 2016 og Búrið árið 2017.
Þessi þríleikur hefur notið alþjóð-
legrar hylli og eru sjónvarpsþættir
byggðir á sögunum nú í undirbún-
ingi. Pólitíska spennusagan Svik kom
út árið 2018 og síðan kvað við nýjan
tón þegar Lilja sendi frá sér bókina
Helköld sól árið 2019 og var það
fyrsta bókin í nýjum bókaflokki sem
þegar telur tvær aðrar; Blóðrauðan
sjó sem kom út 2020 og Náhvíta jörð
sem kom út í fyrra. Lilja hefur einnig
skrifað þætti fyrir sjónvarp og út-
„Ég er sjálf alæta á bækur en
glæpasögur eiga sérstakan sess í
hjarta mér, þar sem þær gefa tegund
lestraránægju sem annars konar
bókmenntir gefa ekki og skoða gjarn-
an huldar hliðar samfélagsins og
mannskepnunnar. Svo að þess vegna
sló ég til þegar auglýst var glæpa-
sögukeppni árið 2008 og það varð
byrjunin á þessu öllu. Sem sagt hálft í
hvoru heppni en hálft í hvoru ástríða
fyrir þessu skemmtilega frásagn-
arformi. Það eru til svo margar teg-
undir glæpasagna en ég myndi
flokka mínar bækur sem spennusög-
ur með smá dassi af mexíkanskri
telenóvellu. Þá á ég við hraðan
frásagnarmáta og að teygja mörk
þess trúverðuga.“
Lilja er að byrja á nýrri skáldsögu
sem væntanlega kemur út á haust-
dögum. „Hún er sú fjórða í bókaröð-
inni sem ég hef verið að skrifa og án
þess að gefa of mikið upp þá koma
fyrir í henni dularfullir leyniþjón-
ustumenn, barn með skyggnigáfu og
við fáum loksins að vita meira um for-
Lilja Sigurðardóttir rithöfundur – 50 ára
Mexíkóævintýrið Fjölskyldan saman á Mexíkóárunum, en Sigurður tók myndina og Lilja er sú stutta enda yngst.
Fortíð Lady Gúgúlú skýrist
Hjónin Lilja og Margrét Pála halda
upp á afmælið með góðri máltíð.
Ljósmynd/Gunnlöð
Rithöfundurinn Lilja er með nýja
bók í vinnslu sem kemur út í haust.
Til hamingju með daginn
Selfoss Brynjar Páll Böðvarsson
fæddist 10. júní 2021 kl. 17.05. Hann
vó 3.126 g og var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Böðvar Ingi Sigurðs-
son og Guðjörg Hulda Stefnisdóttir.
Nýr borgari