Morgunblaðið - 02.03.2022, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Lengjubikar karla
A-deild, riðill 2:
Breiðablik – Fjölnir.................................. 4:2
Staðan:
ÍA 3 2 0 1 8:4 6
Breiðablik 2 2 0 0 7:3 6
Stjarnan 2 1 1 0 4:2 4
KV 2 1 0 1 1:4 3
Þór 2 0 1 1 2:4 1
Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0
Lengjubikar kvenna
A-deild, riðill 2:
Valur – Þróttur R. .................................... 6:0
Staðan:
Valur 1 1 0 0 6:0 3
Þór/KA 1 1 0 0 3:0 3
Fylkir 1 1 0 0 2:1 3
Afturelding 0 0 0 0 : 0
Keflavík 1 0 0 1 0:3 0
Þróttur R. 2 0 0 2 1:8 0
England
Burnley – Leicester................................. 0:2
- Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Manch. City 27 21 3 3 64:17 66
Liverpool 26 18 6 2 70:20 60
Chelsea 25 14 8 3 49:18 50
Manch. Utd 27 13 8 6 44:34 47
West Ham 27 13 6 8 46:34 45
Arsenal 24 14 3 7 38:27 45
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Peterborough– Manchester City............ 0:2
Crystal Palace – Stoke............................. 2:1
Middlesbrough – Tottenham................... 1:0
Ítalía
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur:
AC Milan – Inter Mílanó ......................... 0:0
Ungverjaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Honvéd – Ferencváros............................ 0:1
- Viðar Ari Jónsson lék fyrri hálfleikinn
með Honvéd.
Mexíkó
Club América – Mazatlan ....................... 3:0
- Andrea Rán Hauksdóttir sat allan tím-
ann á varamannabekk Club América.
4.$--3795.$
Grill 66-deild karla
Valur U – Selfoss U.............................. 35:34
Evrópudeild karla
B-riðill:
Cocks – Lemgo..................................... 29:29
- Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir
Lemgo.
GOG – Benfica ..................................... 39:38
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6 skot í
marki GOG og var með 27% markvörslu.
_ GOG 15, Benfica 13, Nantes 11, Lemgo
10, Medvedi 2, Cocks 1.
C-riðill:
Gorenje – Aix ....................................... 33:32
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 9
mörk fyrir Aix.
Magdeburg – Sävehof......................... 31:25
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 2 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 2.
_ Magdeburg 17, Sävehof 12, Nexe 10, La
Rioja 7, Gorenje 7, Aix 1.
D-riðill:
Nimes – Kadetten................................ 33:33
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
_ Nimes 12., Eurofarm Pellister 10, Sport-
ing 9, Kadetten 9, AEK Aþena 8, Tatab-
anya 6.
Danmörk
Mors – Kolding .................................... 31:28
- Ágúst Elí Björgvinsson kom aðeins við
sögu í marki Kolding en varði ekki.
Austurríki
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Alpla Hard – West Wien ..................... 26:25
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, átti stór-
leik þegar lið hans Aix frá Frakk-
landi heimsótti Gorenje Velenje til
Slóveníu í Evrópudeildinni.
Slóvenska liðið hafði betur,
33:32, en Kristján Örn var marka-
hæstur hjá franska liðinu með 9
mörk. Liðin leika í C-riðli og þar er
þýska toppliðið Magdeburg einnig.
Magdeburg vann sænska liðið Säve-
hof 31:25 í Þýskalandi.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og
Ómar Ingi Magnússon skoruðu tvö
mörk hvor fyrir Magdeburg.
Stórleikur hjá
Kristjáni Erni
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Markahæstur Kristján Örn Krist-
jánsson var illviðráðanlegur.
Burnley tókst ekki að koma sér af
fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu í gær þegar liðið fékk
Leicester City í heimsókn.
Burnley hafði fengið stig út úr
síðustu þremur leikjum í deildinni
og í gær var staðan 0:0 lengi vel.
Leicester tókst að tryggja sér öll
stigin með tveimur mörkum á loka-
kaflanum frá James Maddison og
Jamie Vardy.
Burnley er í 18. sæti með 21 stig,
aðeins stigi á eftir Everton en Jó-
hann Berg Guðmundsson lék ekki
með vegna meiðsla í kálfa.
AFP
Skoraði James Maddison skoraði
fyrra mark Leicester City.
Burnley er enn í
fallsæti eftir tap
EM 2022
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik mætir í dag því tyrkneska
í afar mikilvægum leik í riðli 6 í ann-
arri umferð undankeppni EM sem
mun fara fram í Slóveníu, Norður-
Makedóníu og Svartfjallalandi í nóv-
ember á þessu ári. Til þessa hefur
Ísland unnið Serbíu og tapað gegn
Svíþjóð í riðlinum á meðan Tyrkland
hefur tapað báðum sínum leikjum
gegn sömu þjóðum.
Fyrir fram telst íslenska liðið því
sigurstranglegra en Tyrkir eru sýnd
veiði en ekki gefin enda stóð liðið til
að mynda vel í firnasterku liði Svía á
heimavelli, sér í lagi í fyrri hálfleik,
áður en Svíar unnu að lokum átta
marka sigur. „Svíar eru með frá-
bært lið og þær í Tyrklandi eru með
nokkra virkilega góða leikmenn inn-
anborðs. Þær eru með lið í uppbygg-
ingu þannig að þetta verður mjög
erfitt verkefni en sömuleiðis eigum
við samt góðan möguleika.
Við sáum höllina í gær, þetta er
risahöll og mjög flott. Það eru spil-
aðir meistaradeildarleikir í henni og
það er búist við fjölda áhorfenda
þannig að þetta er mjög erfiður úti-
völlur heim að sækja. Tyrkirnir hafa
svolítið verið að sækja í sig veðrið
upp á síðkastið en við förum í alla
leiki til þess að vinna og gera okkar
besta. Við ætlum að halda áfram
með okkar hluti og það vonandi skil-
ar sér í sigri á morgun [í dag],“
sagði Sunna Jónsdóttir, einn leik-
reyndasti leikmaður íslenska liðsins,
í samtali við Morgunblaðið.
Hún sagði það af og frá að Íslend-
ingar færu að vanmeta Tyrki. „Ég
held að við séum ekki í stöðu til þess
að vanmeta eitt né neitt lið. Við er-
um á ákveðinni vegferð með okkar
lið og erum fyrst og fremst að hugsa
um okkur sjálfar og það að bæta
okkar leik, að bæta þá þætti sem við
getum bætt og halda áfram með það
sem við erum búnar að vera að gera
vel. Við einbeitum okkur fyrst og
fremst að okkur sjálfum en svo för-
um við náttúrulega vel yfir andstæð-
inginn samhliða því.“
Gleði og tilhlökkun
Undirbúningur íslenska liðsins
fyrir leikinn sem fer fram í Kast-
amonu Merkez-höllinni í Kastamonu
í Tyrklandi klukkan 16 í dag hefur
verið með besta móti þrátt fyrir
langt og strangt ferðalag. „Við erum
bara ótrúlega spenntar. Við erum
loksins komnar á leiðarenda og tók-
um góða æfingu í gær [á mánudag].
Við erum búnar að koma okkur
ágætlega fyrir hérna og erum fullar
tilhlökkunar fyrir þetta verkefni.
Ferðalagið gekk bara fínt, það var
náttúrlega svolítið langt en við vor-
um allar meðvitaðar um það. Við er-
um komnar og það fer vel um okkur.
Við vorum búnar að ná tveimur æf-
ingum á Íslandi áður en við lögðum
af stað, það var mjög kærkomið. Við
erum búin að liggja yfir mynd-
skeiðum af þeim en svo erum við
auðvitað fyrst og fremst að hugsa
um okkur sjálfar, að halda áfram
með það sem við erum að vinna með
og byggja á og vonandi skilar það
einhverju,“ sagði Sunna.
Spurð hvernig ástandið á leik-
mannahópnum væri sagði hún ekk-
ert alvarlegt ama að neinum. „Nei,
það er ótrúlega gott ástand á öllum.
Það er mikil gleði og tilhlökkun inn-
anborðs og það er alltaf gaman að
vera með þessum hópi. Auðvitað er
alltaf eitthvað smá og smá en við er-
um með frábært teymi og góða
sjúkraþjálfara sem hjálpa okkur
þannig að við erum í virkilega góð-
um höndum,“ sagði Sunna að lokum
í samtali við Morgunblaðið.
Barátta um EM-sæti við Serba?
Eftir leikinn við Tyrki í dag er
fram undan annar leikur gegn lið-
inu, heimaleikur í undankeppninni,
sem fer fram á Ásvöllum næstkom-
andi sunnudag. Svíþjóð er í sér-
flokki í riðlinum og bendir allt til
þess að liðið fari með sigur af hólmi í
honum.
Fari svo að Ísland vinni báða leik-
ina gegn Tyrkjum stendur liðið
frammi fyrir harðri baráttu við
Serbíu um annað sæti riðils 6, sem
gefur sæti á EM. Þar sem Ísland
vann Serbíu á Ásvöllum í október
síðastliðnum gætu Íslendingar og
Serbar því mæst í hreinum úrslita-
leik um annað sætið ytra 23. apríl.
Erfitt verkefni
en möguleik-
arnir góðir
Ljósmynd/Robert Spasovski
Reynsla Sunna Jónsdóttir er á meðal reynslumestu leikmanna Íslands. Í nú-
verandi leikmannahópi er hún fjórða leikjahæst með 63 A-landsleiki.
- Mikilvægur leikur í undankeppninni
- Undirbúningur hefur gengið vel
B-deildarliðið Middlesbrough er
komið í 8-liða úrslit ensku bikar-
keppninnar í knattspyrnu, FA Cup,
á kostnað úrvalsdeildarliðsins Tott-
enham Hotspur.
Tottenham hefur leikið vel í úr-
valsdeildinni að undanförnu en
ekki er spurt að því í bikarkeppn-
inni rótgrónu. Markalaust var eftir
90 mínútur í Middlesbrough og því
þurfti að grípa til framlengingar.
Mark var skorað í framlengingunni
og það gerði fyrirliðinn Josh Cob-
urn fyrir Middlesbrough á 107.
mínútu.
Ensku meistararnir í Manchester
City fengu að hafa fyrir hlutunum
gegn Peterborough sem er í botn-
sæti b-deildarinnar. City tókst þó
að vinna 2:0 en liðið braut ekki ís-
inn fyrr en eftir klukkutíma leik.
Riyad Mahrez og Jack Grealish
skoruðu mörkin á 60. og 67. mín.
Crystal Palace er einnig komið
áfram í 8-liða úrslitin eftir 2:1-sigur
gegn b-deildarliði Stoke City.
Cheikhou Koyaté og Jairo Riede-
wald skoruðu en sigurmark Riede-
wald kom á 82. mínútu. Josh Ty-
mon skoraði fyrir Stoke.
Tottenham Hotspur er úr
leik í ensku bikarkeppninni
AFP
Bikarinn Eric Dier, leikmaður Tottenham, leynir ekki vonbrigðum sínum í
Middlesbrough í gærkvöldi þar sem úrvalsdeildarliðið féll úr keppni.
Zach Johnson hefur verið ráðinn
liðsstjóri bandaríska liðsins í
keppninni um Ryder-bikarinn í
golfi þegar keppt verður haustið
2023. Bandaríkjamenn unnu stór-
sigur á Evrópu síðasta haust á
heimavelli en næsta keppni verður í
Róm. Er það í fyrsta skipti sem
keppnin um Ryder-bikarinn fer til
Ítalíu. Ekki hefur verið tilkynnt
hver muni stýra evrópska liðinu.
Zach Johnson er 46 ára gamall
og lék fyrst með bandaríska liðinu í
keppninni árið 2006 en einnig 2010,
2012, 2014 og 2016. Hann hefur
verið einn aðstoðarmanna liðs-
stjóra Bandaríkjanna í tveimur síð-
ustu keppnum. sport@mbl.is
Johnson nýr
liðsstjóri