Morgunblaðið - 02.03.2022, Síða 25

Morgunblaðið - 02.03.2022, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Undirbúningi sýningar Úkraínu á Feneyjatvíæringnum í myndlist hef- ur verið hætt tímabundið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en til stóð að halda sýningu á verkum Pavlos Makovs í skála landsins í Feneyjum. Á vef The Art Newspaper kemur fram að einum sýningarstjóra úkra- ínska skálans, Mariu Lanko, hefði tekist að flytja verk Makovs í aftur- sæti bifreiðar sinnar frá Úkraínu til Póllands. Enn þykir þó óvíst hvort úkraínska sýningin verði opnuð þeg- ar tvíæringurinn hefst, 23. apríl, því starfsmenn hafa þurft að leggja niður vinnu vegna innrásarinnar. Fulltrúar Rússa höfðu einnig verk- ið valdir til að setja upp sýningu í veglegum skála landsins en hætt hef- ur verið við sýninguna vegna innrás- arinnar. Myndlistarmennirnir Alex- andra Sukhareva og Kirill Savtsénkov og sýningastjórinn Rai- mundas Malašauskas áttu að vera fulltrúar Rússlands en sögðu á sunnudag að þau sæju sér það ekki lengur fært, í ljósi ástandsins í Úkra- ínu. Virðist enginn koma í þeirra stað enda krefst sýningin mikils und- irbúnings. Verður skáli Rússa því lokaður að þessu sinni á tvíæringnum og mögulega skáli Úkraínu líka. Í Moskvu hefur stórum myndlistarmiðstöðvum einnig verið lokað. Í fréttum hefur komið fram að sýningunni á verkum Ragnar Kjart- anssonar í hinni nýju menningar- miðstöð GES-2 hafi verið hætt við innrásina í Úkraínu en hún er í eigu milljarðamæringsins Leonid Mikhel- son sem er sagður náinn Pútín. Þá var dyrum Garage samtíma- listasafnsins lokað en það stofnaði Dasha Zhukova, fyrrum eiginkona auðkýfingsins Romans Abramovich. Í yfirlýsingu stjórnenda Garage segir að þar sé öllu sýningarhaldi hætt þar til bundinn hafi verið endi á þann „mannlega og pólitíska harmleik sem eigi sér stað í Úkraínu“. Ljósmynd/Andrew Butko Úkraínumaður Myndlistarmaður- inn Pavlo Makov á að sýna í Fen- eyjum en ekki er víst að svo verði. Tvísýnt með þátttöku Úkraínu í Feneyjum Elena Kovalskaya, forstjóri Vsevo- lod Meyerhold-leikhússins og menningarmiðstöðvarinnar í Moskvu, sem er ríkisstofnun, hef- ur sagt af sér vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Skrifaði hún í Facebook-færslu á dögunum að hún segði af sér í mótmælaskyni. „Það er ómögulegt að starfa fyrir morðingja og þiggja af honum launagreiðslur,“ skrifaði Koval- skaya og er m.a. fjallað um það á vef Business Insider og Broadway World. Segist hún ætla að ljúka þeim verkefnum sem hún hafi hrint í framkvæmd en þó með sjálfboðavinnu. Á vef leikhússins birtist einnig yfirlýsing þess efnis að ómögulegt væri að þegja yfir árásinni á Úkraínu. „Við segjum nei við stríði,“ segir í yfirlýsingunni og er Kovalskaya þakkað fyrir það hug- rekki sem hún hafi sýnt með ákvörðun sinni. Hugrökk Elena Kovalskaya. Ekki hægt að þiggja laun af morðingja Í Metroplitan-óperuhúsinu í New York er sýningahald smám saman að færast í fyrra horf, eftir að lokað hafði verið í meira en ár vegna far- aldursins. Stjórnendur hafa jafn- framt reynt að bregðast við kröfum um aukna fjölbreytni og fyrsta verkefni vetrarins var fyrsta óper- an sem sýnd er þar eftir svart tón- skáld, Fire Shut Up in My Bones, eftir djassleikarann kunna Terence Blanchard. Um helgina var svo frumsýnd ný glæsileg uppfærsla á Don Carlosi eftir Verdi, og sungin með upphaflegum frönskum texta, ekki þeim ítalska eins og vant er. AFP Sjónarspil Eric Owens syngur titilhlutverkið í nýrri uppfærslu á Don Carlosi í Metropolitan-óperuhúsinu. Ævintýri Reynt er að höfða til sem flestra með uppfærslum í Metropolitan. Sungið núna á frönsku Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson verða gestir Morgunkorns um mynd- list í dag, miðvikudag, kl. 9. Morgun- fundurinn fer fram í Hafnarhúsi og þar verður sjónum beint að verkum og starfi tvíeykisins. Fyrir um ári hlutu þau Íslensku myndlistar- verðlaunin 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnar- skrá fyrir lýðveldið Ísland. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir viðburðadagskránni Morg- unkorn um myndlist sem fer fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Morgunkorn með tvíeyki Libia Castro Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópr- an og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari munu flytja vögguvísur á há- degistónleikum í dag, miðvikudaginn 2. mars, kl. 12:15. Þá heldur tónleika- röðin Tónlistarnæring í sal Tónlistar- skóla Garðabæjar áfram eftir stutt heimsfaraldurshlé. Listrænn stjórn- andi hennar er Ólöf Breiðfjörð. Á tón- leikum Hönnu Dóru og Snorra Sig- fúsar verða á dagskrá vögguvísur og sönglög um drauma en yfirskrift þeirra er Hádegisdraumar. Lögin sem þau flytja eru eft- ir Wagner, Grieg, Fauré, Pál Ísólfsson og Snorra Sigfús. Vögguvísur í hádeginu Hanna Dóra Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.