Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Eitt ár er í dag liðið frá því að Reykjanesskaginn vaknaði til lífsins og dyngjugos hófst í Geldingadölum hinn 19. mars 2021 þegar klukkuna vantaði korter í níu að kvöldi til. Um 800 ár voru þá liðin frá því að eldsumbrot urðu síðast á Reykjanes- skaganum og enn lengra síðan gaus í Fagradalsfjalli, eða um sex þúsund ár. Ekki er vitað hvort eldgosið þar muni hefjast aftur en blikur eru á lofti um að það hafi markað upphafið að nýju eldsumbrotatímabili á Reykjanesskaga, sem gæti varað í nokkur hundruð ár. Ólíklegt að eldgosið hefjist á ný „Það getur gosið á næsta ári, það getur líka gosið eftir 10 ár og líka eftir 100 ár,“ segir Þorvaldur Þórð- arson eldfjallafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir allt benda til þess að Fagradalsfjall sé virkt eldgosakerfi á Reykjanesskaganum, og sé ekki statt milli kerfa, eins og hefur verið í umræðunni. Hann segir þó minnk- andi líkur á að virknin þar taki sig upp aftur nema það komi til stór skjálfti sem myndi opna gosrásina á ný. Gætu því verið meiri líkur á gosi á öðrum svæðum á Reykjanesinu sem gæti reynst erfiðara viður- eignar þar sem það gæti sett innviði í hættu. Til að mynda ef það gysi ná- lægt Svartsengi. „Landslagið afmarkaði útbreiðsl- una á hrauninu sem skapaði litla hættu fyrir innviði, þéttbýli og þar fram eftir götum. En ef þetta hefði verið flatara land hefði hraunið sennilega farið miklu víðar og þakið stærri flöt. Svo var þetta náttúrlega afllítið gos og því auðvelt að komast nálægt því og kynnast því.“ Að því leytinu til segir Þorvaldur að eldgosið í Fagradalsfjalli hafi ver- ið varfærin viðvörun og góð æfing fyrir bæði íbúa svæðisins og við- bragðsaðila. Kjósa gos í stað skjálfta Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar tekur í sama streng. Hann segir staðsetningu eld- gossins hafa verið afar heppilega og íbúarnir hafi nánast tekið því fagn- andi í skiptum fyrir þá tíðu jarð- skjálfta sem voru í aðdraganda elds- umbrotanna, en þeir ollu miklum óþægindum fyrir bæjarbúa. „Þá er ég auðvitað að meina vegna þess að þetta eldgos var á svo góðum stað og var svo meinlítið að það hafði lítil sem engin bein áhrif á okkur. Hins vegar vakti það mikla athygli á bænum þannig að það var allt fullt af ferðafólki, bæði íslensku og erlendu, sem kom til okkar. Það var mjög líf- legt í bænum og við rækilega komin á kortið.“ Þá segir hann einstakt að gos verði svo nálægt byggð fyrir utan að sjálfsögðu eldgosið í Heimaey árið 1973. „Þannig að þetta var afskaplega sérkennilegur tími og það er ekkert sveitarfélag, eða íbúar neins sveitar- félags á landinu, sem hafa síðustu tvö ár búið við annað eins og við hérna í Grindavík.“ Aðspurður segir hann samheldni íbúanna og vilja til þess að halda hinu daglega lífi í sem eðlilegustu horfi standa upp úr þegar hann horf- ir til baka síðastliðið ár. Þá ríki enn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Ár er liðið frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst hinn 19. mars 2021. Gosið stóð yfir í hálft ár og var mikið aðdráttarafl fyrir innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn. „Afskaplega sérkennilegur tími“ - Reykjanesið að vakna til lífsins - Ár liðið frá eldgosinu í Fagradalsfjalli - Gosið varfærin við- vörun og góð æfing - Staðsetningin heppileg en annað gos gæti sett innviði á Reykjanesi í hættu 5 SJÁ SÍÐU 20 Ár frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.