Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 24
lerki, sem mun líklega hverfa hér af
markaði um eitthvert skeið.“
Árni segir að mikill skjálfti sé á
mörkuðum út af stríðinu. Hann seg-
ir að Húsasmiðjan kaupi nánast
ekkert timbur beint frá Rússlandi
en keppinauturinn Byko starfræki
tvær timburverksmiðjur í landinu.
„Bygma-samstæðan, móðurfélag
Húsasmiðjunnar, er ekki með neina
starfsemi í Rússlandi og heldur ekki
í Hvíta-Rússlandi, sem einnig er
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Árni Stefánsson forstjóri Húsa-
smiðjunnar segir að fyrirtækið sjái
ekki fram á tilfinnanlegan skort á
timbri á þessu
ári, þrátt fyrir
stríðsátök sem
nú eru í Úkra-
ínu.
Í Viðskipta-
blaðinu í vikunni
kom fram í máli
forstjóra Byko,
Sigurðar Brynj-
ars Pálssonar, að
40% timburs í
Byko væru rússnesk. Í samtalinu
bætti hann því við að auðséð væri
að framboð á timbri myndi dragast
saman og verð hækka vegna átak-
anna.
Timbur frá Norðurlöndunum
Árni segir að aðeins um kannski
tíu prósent af timbri sem selt er í
Húsasmiðjunni hafi átt uppruna
sinn í Rússlandi. „Stærstur hluti af
okkar timbri kemur frá Norður-
löndunum og Eystrasaltslöndunum.
Þó eru einstaka vörur, s.s. síberíu-
beitt viðskiptaþvingunum vegna ná-
inna tengsla við Rússa. Það er jafn-
framt ágætt þar sem við vitum að
margir viðskiptavinir okkar og
Bygma hafa síður áhuga á því að
kaupa rússneskar vörur þessa dag-
ana, eigi þeir annað val,“ segir Árni.
Timburverð var á niðurleið þegar
stríðsátökin hófust að sögn Árna.
„Við vorum búin að festa einhverja
samninga fram í tímann, en það er
búist við töluverðum verðhækk-
unum á næstunni. Óvissan er samt
mikil. Mestu áhrifin verða þegar
viðskiptabannið tekur gildi. Nú
mega framleiðendur enn efna þá
samninga sem gerðir höfðu verið
fyrir innrás Rússlands í Úkraínu.
Síðan fer ákveðið magn timburs út
af markaðnum og fleiri aðilar munu
slást um minna framboð, sem leiðir
líklega til verðhækkana.“
Óvissa meiri á stálmarkaði
Óvissa er enn meiri á stálmark-
aði en timburmarkaði. „Olíuverð
hefur rokið upp og mikið af stáli á
Evrópumarkaði kemur frá Rúss-
landi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu.
Svo virðist sem stórir framleið-
endur bíði nú átekta eftir því að
verðið hækki verulega áður en þeir
bjóða nýja samninga. Hækkandi
orkuverð hvetur einnig til áfram-
haldandi hráefnishækkana.“
Bygma tilkynnti í vikunni að það
ætli að gefa andvirði fimm milljóna
danskra króna, tæplega 100 millj-
óna íslenskra króna, til neyðar-
aðstoðar og hjálparstarfs í Úkra-
ínu „Þessum styrk verður deilt út í
Danmörku, á Íslandi og í Svíþjóð.
Upphæðinni verður skipt jafnt á
milli Rauða krossins í þessum
löndum og hjálparsamtakanna Dan
Church Aid,“ segir Árni að lokum.
Ekki tilfinnanlegur skortur
Morgunblaðið/Eggert
Hús Í gær opnaði Húsasmiðjan nýja verslun sína á Akureyri og segir Árni
að mikið fjölmenni hafi mætt á staðinn til að kynna sér hina nýju aðstöðu.
- Tíu prósent af timbri Húsasmiðjunnar frá Rússlandi - 40% timburs Byko
rússnesk - Síberíulerki hverfur - Bygma gaf 100 milljónir til fórnarlamba
Árni Stefánsson
24 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Forstjóri bandaríska flugfélagsins
Delta, Ed Bastian, segir í samtali við
BBC í Bretlandi að hækkandi olíu-
verð í heiminum vegna stríðsins í
Úkraínu gæti leitt til 10% hækkunar
á flugfargjöldum.
Delta er eitt stærsta flugfélag
heims en fyrir faraldurinn, árið 2019,
flutti félagið 200 milljónir farþega.
Það þýðir að félagið var á þeim tíma
annað stærsta flugfélag í heimi þeg-
ar horft er til fjölda farþega.
Ekki hærra í 14 ár
Verð á olíu hefur ekki verið hærra
í fjórtán ár. Segir Bastian að endan-
leg niðurstaða ráðist af því hvernig
lendingin verður með olíuverðið.
Birgir Jónsson, forstjóri flug-
félagsins Play, sagði í samtali við
Morgunblaðið fyrr í vikunni að félag-
ið hygðist bregðast við ástandinu
með því að leggja á sérstakt olíu-
gjald líkt og margir stærstu keppi-
nautar félagsins hefðu innleitt.
Eldsneytiskostnaður Play nam á
síðasta ári um sex milljónum dala.
Á meðal flugfélaga sem sett hafa
sérstakt olíugjald á flugmiða sína
eru Emirates, Japan Airlines og Air-
Asia.
Endurspegla aðföng
Í skriflegu svari frá Icelandair
segir að almennt sé ljóst að fargjöld
muni til lengri tíma þurfa að end-
urspegla aðföng, þ.m.t. eldsneytis-
verð. „Icelandair hefur enn sem
komið er ekki tekið ákvörðun um
sérstaka hækkun fargjalda en ekki
er ólíklegt að til þess muni koma á
næstunni ef eldsneytisverð helst
hátt,“ segir í svarinu.
Bastian segir í samtalinu við BBC
að flugmiðahækkunin í innanlands-
flugi í Bandaríkjunum gæti orðið um
25 dalir á hvern miða, sem jafngildir
rúmum þrjú þúsund íslenskum krón-
um. Hann segir að það þýði á milli 5-
10% hækkun á farmiðaverði og bætir
við að gjaldið fyrir alþjóðlegt flug
gæti orðið lítið eitt hærra.
Alþjóðaflug Delta er um 35% af
starfseminni.
Í grein BBC er einnig vitnað til
forstjóra stærsta flugfélags Evrópu,
Ryanair, Michaels O’Learys, en
hann sagði nýlega að hækkun olíu-
verðs myndi leiða til „merkjanlega
hærri“ fargjalda næsta sumar.
Mörg flugfélög reyna að verja sig
gegn flökti í olíuverði með því að
kaupa olíu fyrir fram. Easyjet og
British Airway sögðu nýlega, eins og
segir í frétt BBC, að þau hefðu gert
það fyrir 60% af olíuþörf sinni á
þessu ári.
Flökt á verði
Mikið flökt hefur verið á olíuverði
á árinu. Í byrjun janúar var verð á
tunnunni af Brent-hráolíu undir 80
bandaríkjadölum. Nýlega hækkaði
það upp í um 130 dali á tunnu, þegar
Bandaríkjamenn og Bretar sögðust
ætla að hætta að kaupa olíu frá
Rússlandi. Verðið er nú um 107 dalir
á tunnu.
Gæti hækkað um 10%
- Icelandair hefur ekki tekið ákvörðun um hækkun fargjalda - Play og fleiri flug-
félög leggja á sérstakt olíugjald - Gæti hækkað um 25 dali í Bandaríkjunum
Óvissutímar
» Delta flutti 200 milljónir far-
þega árið 2019
» Play keypti olíu fyrir sex
milljónir dala í fyrra
» Mörg flugfélög kaupa olíu
fyrir fram
» Emirates, Japan Airlines og
AirAsia líka með olíugjald
» Verð á Brent-hráolíutunnu
er nú um 107 bandaríkjadalir
Ferðir Alþjóðaflug Delta er um 35% af starfseminni. Verð gæti hækkað meira þar en innanlands.
19. mars 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.77
Sterlingspund 168.77
Kanadadalur 101.66
Dönsk króna 19.116
Norsk króna 14.55
Sænsk króna 13.617
Svissn. franki 137.02
Japanskt jen 1.084
SDR 178.07
Evra 142.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.1932
« Rússneska ríkið hefur innt af hendi
greiðslu til JPMorgan að fjárhæð 117
milljónir dollara. Á hún að standa undir
afborgun af vöxtum af skuldabréfum
sem ríkið gaf út en um helgina lét fjár-
málaráðherra Rússlands í veðri vaka að
ríkissjóður landsins myndi inna greiðsl-
una af hendi í rúblum en ekki dollurum
eins og lánaskilmálar kveða á um.
Byggðist hótunin á því að stærstu hag-
kerfi heims hefðu gert Rússlandi
ómögulegt að inna greiðsluna af hendi í
dollurum vegna þeirra frystinga sem
gjaldeyrisforði og aðrar eignir rúss-
neska ríkisins sæta víða um heim. Sam-
kvæmt heimildum Financial Times fékk
JPMorgan heimild frá bandaríska fjár-
málaráðuneytinu til að flytja fjármunina
sem um ræðir af reikningum í eigu
Rússlands yfir á reikninga bankans
utan Rússlands.Vildi bankinn ganga úr
skugga um að fjármagnsflutningarnir
brytu ekki í bága við þær hömlur sem
lagðar hafa verið á viðskipti Rússa í
kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússar reyna að koma
sér undan greiðslufalli
Ljósmynd/AFP
Greiðsla Flest bendir til að Rússar hafi
ekki greitt skuldina í rúblum eftir allt.