Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hafa komið tímabil þar sem snjór og bylur trufluðu en fram- kvæmdirnar eru meira og minna á áætlun,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Pro- ject. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Vopnafirði við byggingu veiði- húsa á vegum breska auðmannsins Jims Ratcliffes. Annars vegar er verið að byggja nýtt og stór- glæsilegt hús í Vesturárdal en hins vegar stækka veiðihúsið við Selá. Ís- lenskir aðalverktakar sjá um bygg- ingu hússins í Vesturárdal en Mæli- fell á Vopnafirði um stækkunina við Selá. Framkvæmdirnar hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði enda efnisflutningar tíðir og þá hef- ur þurft að flytja vinnuafl á staðinn. Þannig hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lagt undir sig Hótel Tanga og eru öll herbergi þar bókuð heilt ár fram í tímann. „Stækkunin við Selá klárast sennilega eftir einn og hálfan mánuð eða svo og verður tilbúin fyrir sum- arið. Stefnt er að verklokum í Vest- urárdal á næsta ári,“ segir Gísli. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu þegar uppbygging Ratcliffes var kynnt síðasta sumar hyggst hann leggja minnst fjóra milljarða í byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á næstu misserum. Auk áðurnefndra húsa eru þetta veiðihús við Hofsá í Vopnafirði og Miðfjarðará í Bakka- firði. „Við erum að ræða við bændur við Hofsá um það hvort þeir vilji nýtt hús, við erum að semja um það. Hönnun á húsinu við Miðfjarðará er lokið og búið að velja staðsetningu þess. Nú er verið að gera nákvæma kostnaðaráætlun og fara í val á tækjum, efnisval og fleira. Við von- umst til að geta byrjað á því húsi síðar á þessu ári,“ segir Gísli. Fundað með heimamönnum Áform Jims Ratcliffes lúta að því að hingað komi fleiri laxveiðimenn sem láti sig, líkt og hann sjálfur, við- gang og verndun norðuratlantshafs- laxins varða. „Við áttum fund með landeigendum og bændum á dög- unum þar sem við vorum að kynna fyrstu niðurstöður úr þessum rann- sóknarverkefnum sem hafa verið sett í gang. Það var mjög áhuga- verður fundur og alltaf gaman að heyra álit heimamanna á hlut- unum,“ segir Gísli. Hann segir að rannsóknarstarfið og uppbygging við árnar vinni saman. „Til þess að hægt sé að búa til tekjur sem standa undir þessum rannsóknarverk- efnum þarf að sækja viðskiptavini sem vilja borga hærra verð. Slíkir viðskiptavinir óska eftir betri að- stöðu en við höfum áður getað boð- ið.“ Og það virðist ljóst að nýju húsin munu svara þeirri eftirspurn. Þann- ig er viðbyggingin við Selá sögð vera ein stór svíta eða álma sem ætluð er einum viðskiptavini hverju sinni. Veiðihúsið í Vesturárdal er í raun sex hús saman í þyrpingu auk bílskúrs og hlöðu. Þau verða alls um 1.400 fermetrar en rúma samt að- eins 16 gesti í gistingu, að því er fram kemur í greinargerð sem lögð var fram þegar deiliskipulag svæð- isins var gert. Húsið er nokkuð af- skekkt, það stendur ofar í hlíðinni en almennt er um sveitabæi á þess- um slóðum. Ratcliffe lét leggja veg frá þjóðveginum að lóð veiðihússins, alls um 1,8 kílómetra leið. Risaframkvæmd Ratcliffes á áætlun - Byggir stórt veiðihús í Vesturárdal í Vopnafirði - 1.400 fermetrar undir sex hús, bílskúr og hlöðu - Lét leggja nýjan veg - Hótelið á staðnum lagt undir verkamenn - Veiðihúsið við Selá stækkað Bygging Framkvæmdir í Vesturárdal hófustu í haust og hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði. Miklir efnisflutningar hafa verið frá svæðinu. Mynd/PWP Architects Veiðihús Svona mun svæðið í landi Ytri-Hlíðar líta út samkvæmt tölvuteikn- ingu arkitektanna. Alls er um að ræða sex hús auk hlöðu og bílskúrs. Morgunblaðið/Einar Falur Selá Gísli Ásgeirsson og sir Jim Ratcliffe í Selá sumarið 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.