Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 399.000,- HÆGINDASTÓLL NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Akureyri. Ég á mörg áhugamál, finnst gaman að skrifa og er alæta á bækur. Rek saumastofu í eld- húsinu fyrir barnabörnin og þykir gaman að elda mat. Við Yngvar göngum mikið og njótum þess að kynnast nýjum stöðum á tveimur jafnfljótum. Við höfum t.d. gengið yfir England, farið í lengri bak- pokaferðir á Ítalíu, í Noregi og Austurríki og erum enn að þökk sé góðri heilsu.“ Fjölskylda Sambýlismaður Sigrúnar er Norðmaðurinn Yngvar Bjørshol, f. 17.10. 1950. Þau eru búsett í Aðalstræti á Akureyri. Sigrún á tvo syni með Birni Þórleifssyni, f. 2.12. 1947, d. 17.1. 2003: 1) Þórleifur Stefán, f. 3.10. 1970, framkvæmdastjóri T Plús. Eiginkona hans er Rósa Mjöll Heimisdóttir sérkennari, f. 1.6. 1972. Börn þeirra eru Aron Örn, f. 9.8. 1992, Katla Þöll, f. 11.12. 1998, Þórey Edda, f. 23.8. 2000, og Björn Orri, f. 7.6. 2005. Aron Örn er kvæntur Brynju Reynisdóttur, f. 1.9. 1994, og barn þeirra er Bjarmi, f. 3.4. 2020; 2) Héðinn Svarfdal, f. 15.12. 1974, félags- sálfræðingur hjá Starfsendurhæf- ingu Norðurlands. Eiginkona hans er Elva Sturludóttir, f. 16.7. 1973, félagsráðgjafi. Synir þeirra eru Goði Svarfdal, f. 3.3. 2009, og Vík- ingur Svarfdal, f. 2.3. 2013. Stjúp- dóttir Héðins er Sóldögg, f. 11.12. 1994. Börn Yngvars eru 1) Line Eliassen-Bjørshol, f. 21. 11. 1972, viðskiptafræðingur. Synir hennar með Jørgen Eliassen eru Alfred, f. 6.12. 1999, og Oliver; f. 21.5. 2002; 2) Espen Bjørshol, f. 11.3. 1976, tæknifræðingur. Sambýliskona hans er Monika Håkerud. Systkini Sigrúnar eru 1) Þór- arinn, f. 11.10. 1945, d. 19.5. 2010, stýrimaður; 2) Gunnhildur, f. 4.4. 1952, sjúkraliði; 3) Árni, f. 10.10. 1953, íþróttakennari; 4) Páll, f. 25.3. 1960, rafvirki; 5) Ólöf, f. 20.5. 1965, lyfjafræðingur. Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Petrína Soffía Þórarinsdóttir Eld- járn húsfreyja, f. 17.2. 1922, d. 9.7. 2003, og Stefán Svarfdal Árnason, fjármálafulltrúi RARIK, f. 14.4. 1920, d. 4.10. 2009. Sigrún Stefánsdóttir Soffía Jónsdóttir húsfreyja á Urðum Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi á Urðum í Svarfaðardal Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja á Tjörn í Svarfaðardal Þórarinn Kr. Eldjárn bóndi á Tjörn í Svarfaðardal Petrína Soffía Þórarinsdóttir Eldjárn húsfreyja á Akureyri Petrína Soffía Hjörleifsdóttir húsfreyja á Tjörn Kristján Eldjárn Þórarinsson prestur á Tjörn í Svarfaðardal Guðrún Björnsdóttir húsfreyja á Grund í Þorvaldsdal Friðfinnur Sveinn Jónsson bóndi á Grund í Þorvaldsdal, Eyjaf. Jónína Gunnhildur Friðfinnsdóttir húsfreyja á Akureyri Árni Stefánsson húsasmíðameistari á Akureyri Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Gestsstöðum Stefán Guðmundsson bóndi á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði Ætt Sigrúnar Stefánsdóttur Stefán Svarfdal Árnason fjármálafulltrúi á Akureyri Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Karlmannslimur leynist hér, Lykkja af honum geðjast mér. Landsins forni fjandi er. Fákur þetta heiti ber. Guðrún B. leysir gátuna svona: Göndull nefndur gráni er. Gráni hákarlslykkja. Gráni kallast hafís hér. Hrossið Gráni bikkja. Þessi er lausn Helga R. Ein- arssonar: Sem limur gráni leynist hér, líka gráni hákarl er. Gráni er heiti hafís á. Í haganum má Grána sjá. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Gráni er limur getnaðar. Gránar eru hákarlar. Grána heiti hafís ber. Hestur nefndur Gráni er. Þá er limra: Gráni var gæðinga bestur, gráðugur át sá hestur guðsorðabækur og gerðist þá sprækur, því hann var biblíuhestur. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Hríðin ekki linnir látum, lítið skánar tíðin hér, og síst er lát á góðum gátum að glíma við, sem betur fer: Götuheiti hér mun vera. Hiklaust fer ég veginn þann. Afglöp mörg, sem aular gera. Einnig hrekkur vera kann. Í Vísnasafni Jóhanns frá Flögu segir að vísu þessa orti Magnús Sig- urðsson frá Heiði í Gönguskörðum, að hann hafi kveðið hana rétt áður en hann fórst ásamt allri skipshöfn (1862): Þó ég sökkvi í saltan mar sú er eina (eða: meina) vörnin: Ekki grætur ekkjan par eða kveina (eða: veina) börnin. Hermann Jóhannesson orti: Í ellinni ennþá ég megna svo ákaft að furðu má gegna á kvenfólkið væna að mæna og mæna – en ég man ekki lengur hvers vegna. Örlygur Benediktsson kvað: Til fjandans það fari og veri allt fásinnið á þessu skeri! Ég mæli því mót að mæla því bót að mótmælum mótmæla beri. Gömul vísa í lokin: Gaman er að sigla um sjó, söðla ljóni ríða. Indælast af öllu er þó ungrar meyjar blíða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grána er víða að finna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.