Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 50
_ Noregsmeist- arar Bodö/Glimt, lið Alfonsar Sampsted, dróst gegn Roma, undir stjórn Josés Mo- urinhos, í átta liða úrslitum Sam- bandsdeildar karla í fótbolta. Bodö/ Glimt lék Roma grátt í riðlakeppninni í vetur, vann 6:1 á heimavelli og náði 2:2-jafntefli í Róm. Sigurliðið mætir annaðhvort Leicester eða PSV Eindhoven í undanúrslitum. PAOK frá Grikklandi, lið Sverris Inga Ingasonar, dróst gegn Marseille frá Frakklandi og sigurliðið þar mætir Feyenoord eða Slavia Prag í undan- úrslitunum. _ Í Evrópudeildinni dróst Eintracht Frankfurt gegn Barcelona og sig- urliðið mætir West Ham eða Lyon í undanúrslitum. Þá dróst Braga gegn Rangers og RB Leipzig gegn Atalanta en sigurlið þeirra einvígja mætast í undanúrslitum. _ Gema Simon, landsliðskona Ástr- alíu í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni á komandi tímabili. Simon er 31 árs gömul, vinstri bak- vörður eða kantmaður, og hefur leik- ið mestallan ferilinn með Newcastle Jets í áströlsku A-deildinni og kemur þaðan til Þróttar. Hún hefur einnig leikið með Avaldsnes í Noregi, Su- won í Suður-Kóreu og Ottawa Fury í Kanada. Simon á 11 A-landsleiki að baki og var í ástr- alska hópnum á heimsmeistara- mótinu í Frakk- landi árið 2019. Hún á enn fremur að baki leiki með U20 ára landslið- inu. _ Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í gær keppni á Saudi Ladies- golfmótinu í Sádi-Arabíu, sem er lið- ur í Evrópumótaröðinni. Hún lék annan hringinn í gær á 76 höggum, fjórum yfir pari vallarins, og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Slæmur fyrsti hringur kom í veg fyrir það en Guðrún lék hann á 81 höggi. Hún Eitt ogannað _ Bayern München og Liverpool mætast í undanúrslitum Meistara- deildar karla í fótbolta, takist báðum liðum að komast í gegn um átta liða úrslitin. Dregið var í gær og Liverpool dróst gegn Benfica frá Portúgal en Bayern gegn Villarreal frá Spáni. Evrópumeistarar Chelsea mæta Real Madrid og Manchester City mætir Atlético Madrid í hinum tveimur leikj- um átta liða úrslitanna en sigurliðin eigast svo við í undanúrslitum. 50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Lengjubikar kvenna A-deild, 2. riðill: Keflavík – Valur........................................ 0:1 Staðan: Valur 5 5 0 0 23:0 15 Afturelding 4 2 1 1 8:6 7 Þór/KA 4 2 0 2 6:10 6 Keflavík 5 1 1 3 5:8 4 Þróttur R. 4 1 0 3 4:10 3 Fylkir 4 1 0 3 2:14 3 England Wolves – Leeds......................................... 2:3 Staða efstu liða: Manch. City 29 22 4 3 68:18 70 Liverpool 29 21 6 2 75:20 69 Chelsea 28 17 8 3 57:19 59 Arsenal 27 16 3 8 43:31 51 Manch. Utd 29 14 8 7 48:40 50 West Ham 29 14 6 9 48:36 48 Tottenham 28 15 3 10 44:35 48 Wolves 30 14 4 12 31:26 46 Aston Villa 28 11 3 14 41:39 36 Southampton 29 8 11 10 36:45 35 Ítalía Genoa – Torino ........................................ 1:0 - Albert Guðmundsson var ónotaður vara- maður hjá Genoa. _ Neðstu lið: Sampdoria 26, Cagliari 25, Venezia 22, Genoa 22, Salernitana 16. Þýskaland Bayern München – Eintracht Fr. .......... 4:2 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Bayern. Karólína Lea Vilhjálms- dóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ónotaðir varamenn. - Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 90. mínútu hjá Eintracht. Staða efstu liða: Bayern München 17 14 1 2 62:12 43 Wolfsburg 16 13 2 1 47:12 41 Eintracht Fr. 17 11 1 5 36:21 34 Turbine Potsdam 16 10 3 3 46:21 33 Hoffenheim 16 9 4 3 42:24 31 Frakkland Dijon – Lyon ............................................. 0:3 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálf- leikinn fyrir Lyon. Staða efstu liða: Lyon 17 16 1 0 68:7 49 Paris SG 17 15 1 1 57:8 46 Paris FC 16 12 1 3 38:16 37 Fleury 16 9 1 6 20:22 28 Bordeaux 16 8 2 6 30:18 26 Spánn Athletic Bilbao – Getafe........................... 1:1 Staða efstu liða: Real Madrid 28 20 6 2 59:21 66 Sevilla 28 15 11 2 40:19 56 Barcelona 27 14 9 4 52:29 51 Atlético Madrid 28 15 6 7 52:36 51 Real Betis 28 15 4 9 50:35 49 Real Sociedad 28 13 8 7 29:29 47 Villarreal 28 12 9 7 48:26 45 Athletic Bilbao 29 10 11 8 33:28 41 Holland B-deild: Jong Ajax – Eindhoven........................... 2:2 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 61 mínútuna fyrir Jong Ajax. Danmörk B-deild: Esbjerg – Lyngby .................................... 0:3 - Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esb- jerg og fékk rautt spjald á 37. mínútu. - Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 82 mínúturnar fyrir Lyngby og skoraði en Frederik Schram var ekki í leikmanna- hópnum. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Nyköbing – Horsens................................ 1:4 - Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Horsens. 50$99(/:+0$ 1. deild karla Hamar – Höttur.................................... 63:98 Sindri – Hrunamenn ............................ 85:83 Staðan: Haukar 25 23 2 2575:1962 46 Höttur 25 21 4 2543:2083 42 Sindri 25 16 9 2378:2189 32 Álftanes 25 15 10 2363:2147 30 Fjölnir 25 14 11 2355:2395 28 Selfoss 25 11 14 2189:2261 22 Skallagrímur 25 10 15 2125:2261 20 Hrunamenn 25 10 15 2208:2422 20 Hamar 25 4 21 1940:2385 8 ÍA 25 1 24 1896:2467 2 Belgía/Holland Landstede Hammers – Mechelen ...... 56:70 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði tvö stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 29 mínútum fyrir Land- stede. Danmörk Falcon – Herlev ................................... 82:68 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði fjögur stig fyrir Falcon á 18 mínútum og Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði tvö stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á 21 mín- útu. NBA-deildin Orlando – Detroit ............................. 120:134 4"5'*2)0-# LANDSLIÐIÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálf- ari karla í knattspyrnu, byggir að langmestu leyti á þeim hópi sem lék síðustu landsleiki ársins 2021, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu, þegar Ísland mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á Spáni dagana 26. og 29. mars. Af þeim sem tóku þátt í þeim tveimur leikjum vantar aðeins Ara Frey Skúlason og Birki Má Sæv- arsson sem ákváðu báðir að þeim loknum að leggja landsliðsskóna á hilluna, og Mikael Egil Ellertsson, sóknarmann SPAL á Ítalíu, sem hef- ur verið frá keppni undanfarnar vik- ur vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur í landsliðið eftir eins árs fjar- veru. Hann lék síðast gegn Þýska- landi og Liechtenstein í mars 2021 en varð síðan fyrir alvarlegum meiðslum og er nýkominn aftur inn í hóp rússneska liðsins CSKA. Það er því nokkuð ljóst að Arnar telur sig vera búinn að finna þann kjarna leikmanna sem hann hyggst byggja á liðið fyrir Þjóðadeildina í sumar, og í framhaldi af því und- ankeppni Evrópumótsins 2024 á næsta ári. Atli fyrir Ara Frey Af þeim 22 leikmönnum sem fóru í janúarverkefnið og mættu Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi eru að- eins fjórir í þessum hópi. Það eru tveir af þeim reyndustu, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Trausta- son, og þeir Alfons Sampsted, sem hefur átt góðu gengi að fagna með Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni í vetur, og Atli Barkarson, sem er ný- kominn til SönderjyskE í Danmörku frá Víkingi og lék sína fyrstu lands- leiki í janúar. Hann hefur verið færður upp úr 21 árs landsliðs- hópnum til að fylla skarð Ara Freys. Jón Daði, sem spilaði ekkert með landsliðinu í haust, var kallaður inn í leikina í janúar þótt hann hefði þá verið úti í kuldanum hjá þáverandi liði sínu, Millwall, síðan í júlí. Það skilaði sér, Jón Daði skoraði gegn Úganda, gekk í kjölfarið til liðs við Bolton og hefur náð ferlinum aftur í gang með góðri frammistöðu þar. Persónulegar ástæður Þrír gáfu ekki kost á sér í þetta verkefni af persónulegum ástæðum, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason og Mikael And- erson, og þeir Jóhann Berg Guð- mundsson, Jón Guðni Fjóluson, Mikael Egill Ellertsson og Rúnar Már Sigurjónsson hafa allir verið frá keppni með sínum félagsliðum vegna meiðsla undanfarnar vikur og mánuði. Einhverjir þeirra munu væntanlega koma inn í hópinn á ný fyrir leikina í Þjóðadeildinni í júní- mánuði. Af leikmönnum sem ekki eru vald- ir má helst nefna Viðar Örn Kjart- ansson og Willum Þór Willumsson sem báðir glímdu við meiðsli á síð- asta ári. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir út úr myndinni vegna mála sem komust í hámæli á síðasta ári og óvíst er á þessari stundu hvort ein- hver þeirra eigi afturkvæmt í lands- liðið. Aron spilar alla leiki með sínu félagsliði í Katar en Gylfi hefur ekki leikið knattspyrnu síðan í júlí og er enn í farbanni á Englandi þar sem engin ákæra hefur verið birt á hend- ur honum enn sem komið er. Kol- beinn lék síðast í ágúst en hann er án félags eftir að hann fór frá Gauta- borg fyrir áramótin. Bætir leikjametið rækilega Birkir Bjarnason er langreyndasti leikmaður íslenska liðsins í dag og verður væntanlega áfram fyrirliði eins og í fjórum síðustu leikjum árs- ins 2021. Hann var sá eini sem lék alla þrettán landsleiki ársins 2021 en Birkir lék sinn 105. landsleik gegn Norður-Makedóníu í nóvember og sló þá met Rúnars Kristinssonar. Birkir hefur leikið af miklum krafti með Adana Demirspor í Tyrklandi í vetur og mun að óbreyttu bæta leikjametið rækilega á þessu ári. Birkir, Jón Daði og Arnór Ingvi eru nú einir eftir af þeim sem tóku þátt í EM-ævintýri Íslands í Frakk- landi árið 2016. Þeir Hörður Björg- vin og Hjörtur Hermannsson voru einnig í þeim hópi án þess að spila. Leikur Íslands og Finnlands fer fram í Murcia á Spáni laugardaginn 26. mars klukkan 16 að íslenskum tíma. Leikurinn við Spánverja fer fram í Coruna þriðjudagskvöldið 29. mars klukkan 18.45. Kjarninn fyrir næstu verk- efni fundinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynsla Jón Daði Böðvarsson og Hörður Björgvin Magnússon verða tveir af reyndustu leikmönnum landsliðsins í komandi verkefnum þess. - Arnar gerir litlar breytingar á lands- liðshópnum fyrir leikina á Spáni MARKVERÐIR Rúnar Alex Rúnarsson, Leuven ....... 12 Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland ....... 4 Patrik S. Gunnarsson, Viking S .......... 0 VARNARMENN: Hörður B. Magnússon, CSKA .......... 36 Hjörtur Hermannsson, Pisa.............. 25 Guðmundur Þórarinsson, AaB.......... 12 Brynjar I. Bjarnason, Vålerenga...... 10 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt............. 8 Daníel Leó Grétarsson, Slask ............. 5 Atli Barkarson, SönderjyskE ............. 2 MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason, Adana Dem. ....... 105 Arnór Sigurðsson, Venezia................ 16 Ísak B. Jóhannesson, Köbenhavn..... 10 Andri F. Baldursson, Köbenhavn....... 8 Aron Elís Þrándarson, OB .................. 8 Stefán T. Þórðarson, Silkeborg .......... 7 Þórir J. Helgason, Lecce ..................... 7 SÓKNARMENN: Jón Daði Böðvarsson, Bolton ............ 62 Arnór I. Traustason, New England . 43 Albert Guðmundsson, Genoa ............ 29 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF.......... 16 Sveinn A. Guðjohnsen, Elfsborg....... 10 Andri L. Guðjohnsen, Real Madrid .... 6 Landsliðshópur Íslands Topplið Fram vann gífurlega öruggan 34:22-sigur á HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í gærkvöldi. Framarar voru með tögl og hagldir allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 14:8. Eftir góða byrjun HK í síðari hálfleik þar sem liðið minnkaði muninn niður í þrjú mörk, 14:11, svaraði Fram með því að skora sjö mörk í röð og ná þannig tíu marka forystu, 21:11. Eftir það varð ekki aftur snúið og Fram sigldi að lokum öruggum 12 marka sigri í höfn. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið er nú með 25 stig, þremur meira en Valur í öðru sæti. Reynsluboltinn Karen Knúts- dóttir var markahæst Framara með sjö mörk. Hafdís Renötudóttir varði þá 11 skot í marki Fram. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var marka- hæst í liði HK með fjögur mörk. Morgunblaðið/Unnur Karen Reynsla Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Topplið Fram sann- færandi gegn HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.