Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 50

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 50
_ Noregsmeist- arar Bodö/Glimt, lið Alfonsar Sampsted, dróst gegn Roma, undir stjórn Josés Mo- urinhos, í átta liða úrslitum Sam- bandsdeildar karla í fótbolta. Bodö/ Glimt lék Roma grátt í riðlakeppninni í vetur, vann 6:1 á heimavelli og náði 2:2-jafntefli í Róm. Sigurliðið mætir annaðhvort Leicester eða PSV Eindhoven í undanúrslitum. PAOK frá Grikklandi, lið Sverris Inga Ingasonar, dróst gegn Marseille frá Frakklandi og sigurliðið þar mætir Feyenoord eða Slavia Prag í undan- úrslitunum. _ Í Evrópudeildinni dróst Eintracht Frankfurt gegn Barcelona og sig- urliðið mætir West Ham eða Lyon í undanúrslitum. Þá dróst Braga gegn Rangers og RB Leipzig gegn Atalanta en sigurlið þeirra einvígja mætast í undanúrslitum. _ Gema Simon, landsliðskona Ástr- alíu í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni á komandi tímabili. Simon er 31 árs gömul, vinstri bak- vörður eða kantmaður, og hefur leik- ið mestallan ferilinn með Newcastle Jets í áströlsku A-deildinni og kemur þaðan til Þróttar. Hún hefur einnig leikið með Avaldsnes í Noregi, Su- won í Suður-Kóreu og Ottawa Fury í Kanada. Simon á 11 A-landsleiki að baki og var í ástr- alska hópnum á heimsmeistara- mótinu í Frakk- landi árið 2019. Hún á enn fremur að baki leiki með U20 ára landslið- inu. _ Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í gær keppni á Saudi Ladies- golfmótinu í Sádi-Arabíu, sem er lið- ur í Evrópumótaröðinni. Hún lék annan hringinn í gær á 76 höggum, fjórum yfir pari vallarins, og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Slæmur fyrsti hringur kom í veg fyrir það en Guðrún lék hann á 81 höggi. Hún Eitt ogannað _ Bayern München og Liverpool mætast í undanúrslitum Meistara- deildar karla í fótbolta, takist báðum liðum að komast í gegn um átta liða úrslitin. Dregið var í gær og Liverpool dróst gegn Benfica frá Portúgal en Bayern gegn Villarreal frá Spáni. Evrópumeistarar Chelsea mæta Real Madrid og Manchester City mætir Atlético Madrid í hinum tveimur leikj- um átta liða úrslitanna en sigurliðin eigast svo við í undanúrslitum. 50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Lengjubikar kvenna A-deild, 2. riðill: Keflavík – Valur........................................ 0:1 Staðan: Valur 5 5 0 0 23:0 15 Afturelding 4 2 1 1 8:6 7 Þór/KA 4 2 0 2 6:10 6 Keflavík 5 1 1 3 5:8 4 Þróttur R. 4 1 0 3 4:10 3 Fylkir 4 1 0 3 2:14 3 England Wolves – Leeds......................................... 2:3 Staða efstu liða: Manch. City 29 22 4 3 68:18 70 Liverpool 29 21 6 2 75:20 69 Chelsea 28 17 8 3 57:19 59 Arsenal 27 16 3 8 43:31 51 Manch. Utd 29 14 8 7 48:40 50 West Ham 29 14 6 9 48:36 48 Tottenham 28 15 3 10 44:35 48 Wolves 30 14 4 12 31:26 46 Aston Villa 28 11 3 14 41:39 36 Southampton 29 8 11 10 36:45 35 Ítalía Genoa – Torino ........................................ 1:0 - Albert Guðmundsson var ónotaður vara- maður hjá Genoa. _ Neðstu lið: Sampdoria 26, Cagliari 25, Venezia 22, Genoa 22, Salernitana 16. Þýskaland Bayern München – Eintracht Fr. .......... 4:2 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Bayern. Karólína Lea Vilhjálms- dóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ónotaðir varamenn. - Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 90. mínútu hjá Eintracht. Staða efstu liða: Bayern München 17 14 1 2 62:12 43 Wolfsburg 16 13 2 1 47:12 41 Eintracht Fr. 17 11 1 5 36:21 34 Turbine Potsdam 16 10 3 3 46:21 33 Hoffenheim 16 9 4 3 42:24 31 Frakkland Dijon – Lyon ............................................. 0:3 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálf- leikinn fyrir Lyon. Staða efstu liða: Lyon 17 16 1 0 68:7 49 Paris SG 17 15 1 1 57:8 46 Paris FC 16 12 1 3 38:16 37 Fleury 16 9 1 6 20:22 28 Bordeaux 16 8 2 6 30:18 26 Spánn Athletic Bilbao – Getafe........................... 1:1 Staða efstu liða: Real Madrid 28 20 6 2 59:21 66 Sevilla 28 15 11 2 40:19 56 Barcelona 27 14 9 4 52:29 51 Atlético Madrid 28 15 6 7 52:36 51 Real Betis 28 15 4 9 50:35 49 Real Sociedad 28 13 8 7 29:29 47 Villarreal 28 12 9 7 48:26 45 Athletic Bilbao 29 10 11 8 33:28 41 Holland B-deild: Jong Ajax – Eindhoven........................... 2:2 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 61 mínútuna fyrir Jong Ajax. Danmörk B-deild: Esbjerg – Lyngby .................................... 0:3 - Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esb- jerg og fékk rautt spjald á 37. mínútu. - Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 82 mínúturnar fyrir Lyngby og skoraði en Frederik Schram var ekki í leikmanna- hópnum. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Nyköbing – Horsens................................ 1:4 - Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Horsens. 50$99(/:+0$ 1. deild karla Hamar – Höttur.................................... 63:98 Sindri – Hrunamenn ............................ 85:83 Staðan: Haukar 25 23 2 2575:1962 46 Höttur 25 21 4 2543:2083 42 Sindri 25 16 9 2378:2189 32 Álftanes 25 15 10 2363:2147 30 Fjölnir 25 14 11 2355:2395 28 Selfoss 25 11 14 2189:2261 22 Skallagrímur 25 10 15 2125:2261 20 Hrunamenn 25 10 15 2208:2422 20 Hamar 25 4 21 1940:2385 8 ÍA 25 1 24 1896:2467 2 Belgía/Holland Landstede Hammers – Mechelen ...... 56:70 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði tvö stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 29 mínútum fyrir Land- stede. Danmörk Falcon – Herlev ................................... 82:68 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði fjögur stig fyrir Falcon á 18 mínútum og Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði tvö stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á 21 mín- útu. NBA-deildin Orlando – Detroit ............................. 120:134 4"5'*2)0-# LANDSLIÐIÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálf- ari karla í knattspyrnu, byggir að langmestu leyti á þeim hópi sem lék síðustu landsleiki ársins 2021, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu, þegar Ísland mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á Spáni dagana 26. og 29. mars. Af þeim sem tóku þátt í þeim tveimur leikjum vantar aðeins Ara Frey Skúlason og Birki Má Sæv- arsson sem ákváðu báðir að þeim loknum að leggja landsliðsskóna á hilluna, og Mikael Egil Ellertsson, sóknarmann SPAL á Ítalíu, sem hef- ur verið frá keppni undanfarnar vik- ur vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur í landsliðið eftir eins árs fjar- veru. Hann lék síðast gegn Þýska- landi og Liechtenstein í mars 2021 en varð síðan fyrir alvarlegum meiðslum og er nýkominn aftur inn í hóp rússneska liðsins CSKA. Það er því nokkuð ljóst að Arnar telur sig vera búinn að finna þann kjarna leikmanna sem hann hyggst byggja á liðið fyrir Þjóðadeildina í sumar, og í framhaldi af því und- ankeppni Evrópumótsins 2024 á næsta ári. Atli fyrir Ara Frey Af þeim 22 leikmönnum sem fóru í janúarverkefnið og mættu Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi eru að- eins fjórir í þessum hópi. Það eru tveir af þeim reyndustu, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Trausta- son, og þeir Alfons Sampsted, sem hefur átt góðu gengi að fagna með Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni í vetur, og Atli Barkarson, sem er ný- kominn til SönderjyskE í Danmörku frá Víkingi og lék sína fyrstu lands- leiki í janúar. Hann hefur verið færður upp úr 21 árs landsliðs- hópnum til að fylla skarð Ara Freys. Jón Daði, sem spilaði ekkert með landsliðinu í haust, var kallaður inn í leikina í janúar þótt hann hefði þá verið úti í kuldanum hjá þáverandi liði sínu, Millwall, síðan í júlí. Það skilaði sér, Jón Daði skoraði gegn Úganda, gekk í kjölfarið til liðs við Bolton og hefur náð ferlinum aftur í gang með góðri frammistöðu þar. Persónulegar ástæður Þrír gáfu ekki kost á sér í þetta verkefni af persónulegum ástæðum, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason og Mikael And- erson, og þeir Jóhann Berg Guð- mundsson, Jón Guðni Fjóluson, Mikael Egill Ellertsson og Rúnar Már Sigurjónsson hafa allir verið frá keppni með sínum félagsliðum vegna meiðsla undanfarnar vikur og mánuði. Einhverjir þeirra munu væntanlega koma inn í hópinn á ný fyrir leikina í Þjóðadeildinni í júní- mánuði. Af leikmönnum sem ekki eru vald- ir má helst nefna Viðar Örn Kjart- ansson og Willum Þór Willumsson sem báðir glímdu við meiðsli á síð- asta ári. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir út úr myndinni vegna mála sem komust í hámæli á síðasta ári og óvíst er á þessari stundu hvort ein- hver þeirra eigi afturkvæmt í lands- liðið. Aron spilar alla leiki með sínu félagsliði í Katar en Gylfi hefur ekki leikið knattspyrnu síðan í júlí og er enn í farbanni á Englandi þar sem engin ákæra hefur verið birt á hend- ur honum enn sem komið er. Kol- beinn lék síðast í ágúst en hann er án félags eftir að hann fór frá Gauta- borg fyrir áramótin. Bætir leikjametið rækilega Birkir Bjarnason er langreyndasti leikmaður íslenska liðsins í dag og verður væntanlega áfram fyrirliði eins og í fjórum síðustu leikjum árs- ins 2021. Hann var sá eini sem lék alla þrettán landsleiki ársins 2021 en Birkir lék sinn 105. landsleik gegn Norður-Makedóníu í nóvember og sló þá met Rúnars Kristinssonar. Birkir hefur leikið af miklum krafti með Adana Demirspor í Tyrklandi í vetur og mun að óbreyttu bæta leikjametið rækilega á þessu ári. Birkir, Jón Daði og Arnór Ingvi eru nú einir eftir af þeim sem tóku þátt í EM-ævintýri Íslands í Frakk- landi árið 2016. Þeir Hörður Björg- vin og Hjörtur Hermannsson voru einnig í þeim hópi án þess að spila. Leikur Íslands og Finnlands fer fram í Murcia á Spáni laugardaginn 26. mars klukkan 16 að íslenskum tíma. Leikurinn við Spánverja fer fram í Coruna þriðjudagskvöldið 29. mars klukkan 18.45. Kjarninn fyrir næstu verk- efni fundinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynsla Jón Daði Böðvarsson og Hörður Björgvin Magnússon verða tveir af reyndustu leikmönnum landsliðsins í komandi verkefnum þess. - Arnar gerir litlar breytingar á lands- liðshópnum fyrir leikina á Spáni MARKVERÐIR Rúnar Alex Rúnarsson, Leuven ....... 12 Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland ....... 4 Patrik S. Gunnarsson, Viking S .......... 0 VARNARMENN: Hörður B. Magnússon, CSKA .......... 36 Hjörtur Hermannsson, Pisa.............. 25 Guðmundur Þórarinsson, AaB.......... 12 Brynjar I. Bjarnason, Vålerenga...... 10 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt............. 8 Daníel Leó Grétarsson, Slask ............. 5 Atli Barkarson, SönderjyskE ............. 2 MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason, Adana Dem. ....... 105 Arnór Sigurðsson, Venezia................ 16 Ísak B. Jóhannesson, Köbenhavn..... 10 Andri F. Baldursson, Köbenhavn....... 8 Aron Elís Þrándarson, OB .................. 8 Stefán T. Þórðarson, Silkeborg .......... 7 Þórir J. Helgason, Lecce ..................... 7 SÓKNARMENN: Jón Daði Böðvarsson, Bolton ............ 62 Arnór I. Traustason, New England . 43 Albert Guðmundsson, Genoa ............ 29 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF.......... 16 Sveinn A. Guðjohnsen, Elfsborg....... 10 Andri L. Guðjohnsen, Real Madrid .... 6 Landsliðshópur Íslands Topplið Fram vann gífurlega öruggan 34:22-sigur á HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í gærkvöldi. Framarar voru með tögl og hagldir allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 14:8. Eftir góða byrjun HK í síðari hálfleik þar sem liðið minnkaði muninn niður í þrjú mörk, 14:11, svaraði Fram með því að skora sjö mörk í röð og ná þannig tíu marka forystu, 21:11. Eftir það varð ekki aftur snúið og Fram sigldi að lokum öruggum 12 marka sigri í höfn. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið er nú með 25 stig, þremur meira en Valur í öðru sæti. Reynsluboltinn Karen Knúts- dóttir var markahæst Framara með sjö mörk. Hafdís Renötudóttir varði þá 11 skot í marki Fram. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var marka- hæst í liði HK með fjögur mörk. Morgunblaðið/Unnur Karen Reynsla Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Topplið Fram sann- færandi gegn HK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.