Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hafa komið tímabil þar sem snjór og bylur trufluðu en fram- kvæmdirnar eru meira og minna á áætlun,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Pro- ject. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Vopnafirði við byggingu veiði- húsa á vegum breska auðmannsins Jims Ratcliffes. Annars vegar er verið að byggja nýtt og stór- glæsilegt hús í Vesturárdal en hins vegar stækka veiðihúsið við Selá. Ís- lenskir aðalverktakar sjá um bygg- ingu hússins í Vesturárdal en Mæli- fell á Vopnafirði um stækkunina við Selá. Framkvæmdirnar hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði enda efnisflutningar tíðir og þá hef- ur þurft að flytja vinnuafl á staðinn. Þannig hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lagt undir sig Hótel Tanga og eru öll herbergi þar bókuð heilt ár fram í tímann. „Stækkunin við Selá klárast sennilega eftir einn og hálfan mánuð eða svo og verður tilbúin fyrir sum- arið. Stefnt er að verklokum í Vest- urárdal á næsta ári,“ segir Gísli. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu þegar uppbygging Ratcliffes var kynnt síðasta sumar hyggst hann leggja minnst fjóra milljarða í byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á næstu misserum. Auk áðurnefndra húsa eru þetta veiðihús við Hofsá í Vopnafirði og Miðfjarðará í Bakka- firði. „Við erum að ræða við bændur við Hofsá um það hvort þeir vilji nýtt hús, við erum að semja um það. Hönnun á húsinu við Miðfjarðará er lokið og búið að velja staðsetningu þess. Nú er verið að gera nákvæma kostnaðaráætlun og fara í val á tækjum, efnisval og fleira. Við von- umst til að geta byrjað á því húsi síðar á þessu ári,“ segir Gísli. Fundað með heimamönnum Áform Jims Ratcliffes lúta að því að hingað komi fleiri laxveiðimenn sem láti sig, líkt og hann sjálfur, við- gang og verndun norðuratlantshafs- laxins varða. „Við áttum fund með landeigendum og bændum á dög- unum þar sem við vorum að kynna fyrstu niðurstöður úr þessum rann- sóknarverkefnum sem hafa verið sett í gang. Það var mjög áhuga- verður fundur og alltaf gaman að heyra álit heimamanna á hlut- unum,“ segir Gísli. Hann segir að rannsóknarstarfið og uppbygging við árnar vinni saman. „Til þess að hægt sé að búa til tekjur sem standa undir þessum rannsóknarverk- efnum þarf að sækja viðskiptavini sem vilja borga hærra verð. Slíkir viðskiptavinir óska eftir betri að- stöðu en við höfum áður getað boð- ið.“ Og það virðist ljóst að nýju húsin munu svara þeirri eftirspurn. Þann- ig er viðbyggingin við Selá sögð vera ein stór svíta eða álma sem ætluð er einum viðskiptavini hverju sinni. Veiðihúsið í Vesturárdal er í raun sex hús saman í þyrpingu auk bílskúrs og hlöðu. Þau verða alls um 1.400 fermetrar en rúma samt að- eins 16 gesti í gistingu, að því er fram kemur í greinargerð sem lögð var fram þegar deiliskipulag svæð- isins var gert. Húsið er nokkuð af- skekkt, það stendur ofar í hlíðinni en almennt er um sveitabæi á þess- um slóðum. Ratcliffe lét leggja veg frá þjóðveginum að lóð veiðihússins, alls um 1,8 kílómetra leið. Risaframkvæmd Ratcliffes á áætlun - Byggir stórt veiðihús í Vesturárdal í Vopnafirði - 1.400 fermetrar undir sex hús, bílskúr og hlöðu - Lét leggja nýjan veg - Hótelið á staðnum lagt undir verkamenn - Veiðihúsið við Selá stækkað Bygging Framkvæmdir í Vesturárdal hófustu í haust og hafa ekki farið fram hjá neinum í Vopnafirði. Miklir efnisflutningar hafa verið frá svæðinu. Mynd/PWP Architects Veiðihús Svona mun svæðið í landi Ytri-Hlíðar líta út samkvæmt tölvuteikn- ingu arkitektanna. Alls er um að ræða sex hús auk hlöðu og bílskúrs. Morgunblaðið/Einar Falur Selá Gísli Ásgeirsson og sir Jim Ratcliffe í Selá sumarið 2019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.