Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 69. tölublað . 110. árgangur .
verkogvit.is
Velkomin á stórsýninguna Verk og vit
Laugardalshöll 24.–27. mars
Allt það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum
BÆTT ÞJÓNUSTA
MEÐ SJÁLFS-
AFGREIÐSLU
NÝTT PÓLSK-
ÍSLENSKT
SKÁLDVERK
DEILIR ÍBÚÐ
MEÐ FIMM
LIÐSFÉLÖGUM
EWA MARCINEK 24 MARÍA I CELTIC 23VIÐSKIPTAMOGGINN
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
„Það eru engar góðar fréttir í stríði,“
segir Óskar Hallgrímsson, ljósmynd-
ari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu.
Landher Rússa hefur undanfarna
daga og vikur átt á brattann að sækja í
Úkraínu, en flugskeytum hefur haldið
áfram að rigna yfir borgina, þó að þau
séu í flestum tilvikum skotin niður af
her Úkraínu.
Hrottaleg vinnubrögð
„Rússar eru að tapa þessu stríði en á
móti kemur að þeir eru nánast ein-
göngu farnir að skjóta á borgaraleg
skotmörk og farnir að beita hrottaleg-
um vinnubrögðum,“ segir Óskar. „Þeir
henda handsprengjum inn í hús, safna
saman bílum og ráðast síðan á þá. Þeir
fóru og skutu á elliheimili og drápu 56
eldri borgara. Þessir hlutir eru að ger-
ast út um allt land. Sorgin og reiðin er
farin að taka á. Það eru komnar fjölda-
grafir fyrir börn í Maríupol því þeir
hafa verið að ráðast á barnaspítala. Ég
get haldið áfram endalaust að lista upp
þessa stríðsglæpi,“ segir Óskar.
Úkraínski herinn er vel vopnum bú-
inn að sögn Óskars og sömuleiðis tölu-
vert betur búinn en sá rússneski þegar
kemur að fatnaði og fæði. Rússneskir
hermenn hafi jafnvel brugðið á það ráð
að stela skófatnaði af úkraínskum her-
mönnum þar sem búnaður þeirra síð-
arnefndu sé mun betri en þeirra. Þá
séu úkraínskir hermenn töluvert betur
hvíldir en þeir rússnesku.
„Þeir eru búnir að vera í þessu stríði
í átta ár og þeir eru mjög góðir í að
vera í þessu stríði,“ segir Óskar og
bætir við:
„Hinum megin er allt hrunið, það er
engin yfirstjórn yfir rússneska hern-
um, hún er öll fallin. Allar samskipta-
línur hafa hrunið og þeir þurfa að
treysta á farsíma. Þeir hafa þurft að
ræna öllum mat og eru ekki með elds-
neyti. Það er svo margt sem er að svo
að landherinn er eitthvað sem fólk hef-
ur engar áhyggjur af.“
„Engar góðar fréttir í stríði“
- Landhersveitir Rússa hafa átt á brattann að sækja - Skjóta flugskeytum af
miklum þunga - „Rússar eru að tapa,“ segir Óskar Hallgrímsson frá Kænugarði
Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson
Leifar Svona litu íbúðir út eftir
sprenginguna og eld í kjölfarið.
Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson
Leit Eldra fólk að taka saman eigur sínar í íbúðabyggingu sem varð fyrir sprengingu fyrir þremur dögum. Ein hlið byggingarinnar er horfin.
MVilja efnismeiri viðræður »11
_ „Ferðaþjónustan er að fara á flug
og það er mikill áhugi á landinu,“
segir Ninna Hafliðadóttir, mark-
aðs- og upplýsingastjóri lúxushót-
elsins The Reykjavík Edition við
Hörpu. Hótelið auglýsir um þessar
mundir eftir 34 nýjum starfsmönn-
um, mörgum í stjórnunarstöður.
Bókunarstaða þess er sögð góð og
bráðlega verða öll herbergi tekin í
notkun. Þá verður opnaður veit-
ingastaður á þakverönd og nætur-
klúbbur á hótelinu. »2
Morgunblaðið/Eggert
Edition Allt fer á fullt á hótelinu í sumar.
Lúxushótelið fjölgar
fólki og fer á fullt
„Við ætlum á hvalveiðar í sumar,“
segir Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals hf. Hann reikn-
ar með að veiðarnar hefjist í júní og
standi fram í september eftir því
sem veður leyfir. Reiknað er með að
um 150 manns starfi á hvalveiðiskip-
unum, í hvalstöðinni í Hvalfirði og í
vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Þar er hluti afurðanna unninn.
Kristján metur markaðshorfur betri
nú en undanfarin ár.
Hann segir að Hvalur hf. hafi lent
í langri togstreitu við Matvæla-
stofnun (MAST) vegna hvalstöðv-
arinnar í Hvalfirði. Það sé aðal-
ástæða þess að ekki hafi verið haldið
til hvalveiða eftir 2018 fyrr en nú.
Hvalur hf. fékk ótímabundið leyfi til
vinnslu hvalaafurða 2021. »4
Morgunblaðið/Kristinn
Hvalfjörður Væntanlega verða stór-
hveli skorin í hvalstöðinni í sumar.
Langreyð-
ur veidd í
sumar
- 150 starfsmenn