Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar
Haga hf. 2022
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn miðvikudag-
inn 1. júní 2022.
Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma
skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2022 er
bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 13. apríl
nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is.
Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að
tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en
22. apríl 2022 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt
er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finna má á
vefsíðu Haga en þar þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og
hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig frambjóð-
andi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá
september 2018.
Auk framboðseyðublaðs má á heimasíðu Haga finna nánari upplýs-
ingar um viðmið tilnefningarnefndar við mat á frambjóðendum. Sjá
hér: www.hagar.is/fjarfestar/hluthafafundir/.
Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða
tilkynntar þann 10. maí nk.
Tilnefningarnefnd Haga hf.
Fjallað er um líftölur íslenskra fálka
í nýlegri grein í vísindatímaritinu
PeerJ eftir vistfræðingana Frédéric
Barraquand og Ólaf K. Nielsen.
Greint er frá þessu á heimasíðu
Náttúrufræðistofnunar og segir þar
að þetta sé í fyrsta sinn sem mat er
lagt á lífslíkur fálka hér á landi en
rannsóknirnar byggðust á merk-
ingum og endurheimtum merktra
fugla.
Niðurstöður sýna að lífslíkur full-
orðinna fálka voru að meðaltali 83%
en 40% hjá ungum fuglum. Mikill
breytileiki er í því hvað fuglarnir
verða gamlir, þeir sem lengst lifa
verða um það bil 15 ára gamlir en
reiknaður meðallífaldur er einungis
um átta ár. Þetta skýrist mögulega
af tíðum dauðsföllum af mannavöld-
um en t.d. var fjórðungur röntgen-
myndaðra fálkahræja með högl í sér.
Lífslíkur ungra fugla eru um helm-
ingi lægri en lífslíkur fullorðinna
fugla og það kom á óvart í rannsókn-
inni að lífslíkur ungra fálka virðast
hvorki tengjast veðri né þéttleika
rjúpunnar, segir á heimasíðu Nátt-
úrufræðistofnunar.
Þar er rakið að fálkinn er ránfugl,
sem á heimkynni á norðurhjaranum
hringinn í kringum pólinn. Á liðnum
öldum voru fálkar fluttir út frá Ís-
landi til meginlands Evrópu, og jafn-
vel lengra. Ytra voru fálkarnir tamd-
ir og aðalsmenn og konungar notuðu
þá til fuglaveiða. Tölur frá 18. öld um
útflutta fálka frá Íslandi sýna að
fálkastofninn reis og hneig og stofn-
sveiflan tók um 10 ár.
Stofnsveiflur fálka og rjúpu
Rannsóknir á Norðausturlandi frá
1981 til dagsins í dag sýna að fálka-
stofninn sveiflast enn. Stofnsveiflur
fálka og rjúpu eru nátengdar og
fálkinn er einn af þeim náttúrulegu
þáttum sem móta stofnsveiflu rjúp-
unnar.
Þrátt fyrir þessa vitneskju voru
grunnþættir eins og lífslíkur fálka
óþekktir, ekki aðeins á Íslandi held-
ur öllu útbreiðslusvæðinu, segir í út-
drætti um rannsóknina.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Veisla Fálkamóðir matar þrjá sísvanga unga sína á hreiðri á Norðurlandi.
Elstu fálkar verða
um 15 ára gamlir
- Lífslíkur ungra fugla virðast hvorki
tengjast veðri né þéttleika rjúpunnar
Alls bjuggu 376.248 á Íslandi hinn 1.
janúar síðastliðinn. Íbúum landsins
hafði fjölgað um 7.456 frá því í árs-
byrjun 2021, eða um 2%. Alls voru
193.095 karlar og 183.153 konur bú-
settar á landinu í upphafi ársins og
fjölgaði körlum um 2,1% árið 2021 en
konum um 1,9%, að því er fram kem-
ur í yfirliti Hagstofu Íslands.
Þar kemur einnig fram að hlutfalls-
leg fólksfjölgun var mest á Suður-
landi. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu
4.354 fleiri 1. janúar 2022 en fyrir ári.
Það jafngildir 1,8% fjölgun íbúa á einu
ári en fjölgunin nam 3,3% á Suður-
landi. Á Suðurnesjum var fólksfjölg-
un 3,2%. Minnst fjölgun varð á Norð-
urlandi vestra en þar fjölgaði einungis
um fimm einstaklinga eða 0,07%.
Reykjavík var sem fyrr fjölmenn-
asta sveitarfélagið með 135.688 íbúa í
fyrra en Árneshreppur á Ströndum
það fámennasta með 42 íbúa.
Í samantekt Hagstofunnar kemur
fram að árið 2021 fækkaði íbúum í 18
af 69 sveitarfélögum landsins og var
fækkunin hlutfallslega mest í Eyja-
og Miklaholtshreppi (14,2%). Þegar
horft er til ellefu stærstu sveitarfélag-
anna með 5.000 íbúa eða fleiri fjölgaði
hlutfallslega mest í Garðabæ (4,3%),
Reykjanesbæ (3,8%) og Sveitarfé-
laginu Árborg (3,7%).
Minnst fjölgun í Hafnarfirði
Fjölgun var einnig yfir landsmeð-
altali í Mosfellsbæ (3,5%), Fjarða-
byggð (2,5%) og á Akureyri (2,2%) en
fjölgun var undir landsmeðaltal á
Akranesi (1,9%), Reykjavík (1,8%),
Kópavogi (1,7%) og Múlaþingi (0,7%).
Af 11 stærstu sveitarfélögunum fjölg-
aði minnst í Hafnarfirði (0,3%).
3,8 4,0 4,3 4,7 5,1
6,2 6,3 6,7 7,0 7,3 7,4 7,4 7,8
8,9
19,7
Sveitarfélögmeðmestu hlutfallslegu fjölgun íbúa 2021 til 2022
15 sveitarfélög með mesta fjölgun (%) Heimild: Hagstofa Íslands
Reykja-
nesbær
Rangár-
þing ytra
Garðabær Ölfus Fljótsdals-
hreppur
Hval-
fjarðar-
sveit
Vestur-
byggð
Grímsnes-
og Grafn-
ingshr.
Súðavík Dalabyggð Mýrdals-
hreppur
Hvera-
gerði
Hörgár-
sveit
Tjörnes-
hreppur
Helgafells-
sveit
19.676
20.416
1.740
1.810
17.693
18.445
2.369
2.481
98
103
647
687
1.064
1.131
492
525
201
215
620
665
758
814
2.778
2.984
653
704
56
61
66
79
Mannfjöldi 2021 og 2022:
Mannfjöldi á Íslandi var 368.792 1. janúar 2021 og 376.248 1. janúar 2022
Sem savarar til fjölgunar um 2,0%
Íbúum fjölgaði um 2%
- Landsmönnum heldur áfram að fjölga milli ára - Körlum
fjölgaði meira en konum í fyrra - Mest fjölgar á Suðurlandi
Morgunblaðið/Ingó
Rólófjör Íbúum landsins fjölgaði
um tæplega 7.500 á milli ára.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Maður hefði haldið að svona gerði
fólk ekki á leikskólum en þarna er
einhver sem vildi vera leiðinlegur,“
segir Halldóra Guðmundsdóttir,
leikskólastjóri á Dvergasteini við
Seljaveg í Vesturbæ Reykjavíkur.
Óskemmtileg sjón blasti við
starfsfólki og börnum á leikskól-
anum í gærmorgun. Fjólubláu
spreyi hafði verið sprautað á hús-
næði leikskólans, leiktæki og leik-
föng. Rótað hafði verið í dóta-
skúrum. „Það var búið að skrifa
„dick“ á slökkviliðsbílinn okkar.
Þarna var ekki verið að fá útrás fyr-
ir listræna hæfileika, þetta var bara
gert til að subba út,“ segir Halldóra.
Spreybrúsarnir voru skildir eftir
á vettvangi og Halldóra hafði sam-
band við lögreglu vegna málsins.
Hún beið þess síðdegis í gær að
heyra frá nágrönnum um það hvort
einhver hefði séð til skemmdar-
varganna. Þá kvaðst hún vonast til
þess að starfsmenn borgarinnar
myndu þrífa krotið af hið fyrsta.
„Börnin tóku auðvitað eftir þessu
um leið. Þau voru ofboðslega
hneyksluð og leið yfir þessu. Því er
mikilvægt að þetta verði hreinsað af
sem fyrst.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skemmdarverk Slökkviliðsbíll á leikskólanum fékk ekki að vera í friði.
Börnin ofboðslega
hneyksluð og leið
- Skemmdarverk unnin á leikskóla