Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 9

Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Veittar verða alls 6,3 milljónir króna í ár úr Húsafriðunarsjóði til endur- bóta á Húsavíkurkirkju, skv. lista yf- ir úthlutanir úr sjóðnum sem Minja- stofnun Íslands birti í gær. Veittir voru 242 styrkir. Úthlutað var 300 milljónum króna, en sótt var um ríf- lega 1,2 milljarða króna. Veittir eru styrkir til tuga friðlýstra kirkna víða um landið og meðal þeirra sem mest fá eru kirkjurnar á Grund í Eyja- firði, Eyri við Seyðisfjörð í Ísafjarð- ardúpi, Holtastöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og Krossi í Austur-Landeyjum. Þá eru veittar 4,5 millj. kr. til endurbóta á kirkj- unni á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hún var tekin af grunni sl. haust til viðgerða á Sauðárkróki sem taka nokkur ár. Segja má að öðru leyti að fjöl- breytni sé ráðandi í þeim verkefnum sem styrki fengu úr Húsafriðunar- sjóði að þessu sinni. 8,6 millj. kr. fara til endurbóta á Norræna húsinu í Reykavík og þá er einnig stutt við endurbætur á Hljómskálanum. Þá er veitt fé til endurbóta á barna- skólahúsinu á Seyðisfirði og 4,0 millj. kr. fara til uppbyggingar á Laxabakka, veiðihúsi við Sogið í Grímsnesi. Sú bygging er í torfbæj- arstíl og er nú að hrunin komin, sem mörgum hefur runnið til rifja. Alls 1,6 millj. kr. fara í Fífilbrekku á Reykjum í Ölfusi, þar sem er víð- frægt sumarhús Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem nú er friðlýst bygg- ing. sbs@mbl.is Hljómskáli, kirkjur og veiðihús Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laxabakki Víðfrægt hús á bökkum Sogsins í Grímsnesi sem nú stendur til að endurgera, meðal annars með góðum tilstyrk Húsafriðunarsjóðs. - 242 húsastyrkir - 6,3 milljónir til Húsavíkurkirkju Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Útlit er fyrir algjöra endurnýjun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, en enginn af þeim fimm sem nú eiga þar sæti gefur kost á sér til endurkjörs við kosningar í vor. „Auðvitað er bagalegt að enginn ætli að halda áfram. Alltaf er hætta á að mikilvæg þekking glatist með slíku, en þeim mun mikilvægara er þá að halda í starfsfólkið sem heldur dag- legri starfsemi gangandi,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason oddviti. Hann var fyrst kjörinn í sveitar- stjórn Skeiðahrepps árið 1990. Skeiðin voru svo sameinuð Gnúp- verjahreppi í eitt sveitarfélag fyrir tólf árum. Störfin fjölbreytt og íbúar þakklátir „Ég fór fyrst í sveitarstjórnarmál fyrir 32 árum. Tók mér pásu í tvö kjörtímabil, átta ár, en kom svo inn í þetta síðar. Störfin eru fjölbreytt og íbúarnir þakklátir. Hefði því gjarnan viljað halda áfram, nema hvað veik- indi og persónulegar aðstæður ráða því að nú verð ég að segja stopp,“ segir oddvitinn. Hin fjögur í hrepps- nefndinni hætta hvert á sínum for- sendum. Íbúar í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi í dag eru um 590 og fer held- ur fjölgandi. Sveitarfélagið nær yfir Skeiðin í Árnessýslu og svæðið upp með vestanverðri Þjórsá og þar inn á öræfi. Margvísleg uppbygging er í sveitarfélaginu um þessar mundir. Má þar meðal annars nefna að fram undan er bygging tuga starfs- mannaíbúða við Árnes, þar sem starfsfólk ferðaþjónustu fær sama- stað. Þá er líklegt að framkvæmdir við byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá hefjist á næstu misserum. Á líðandi kjörtímabili hafa Afl til uppbyggingar og Gróska átt hvort sinn fulltrúann í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Fram- boðið Okkar sveit hefur átt þrjá full- trúa. Þeir eru Björgvin Skafti odd- viti, Einar Bjarnason verkfræðingur og Matthías Bjarnason, sem var kjörinn aðeins nokkrum dögum eftir að hann varð átján ára og kjör- gengur þar með. Yngstur á útleið Matthías, yngsti sveitarstjórnar- maður landsins, flytur úr sveitinni í vor og segir að fyrir sig sé sjálfhætt. „Ef ég væri ekki á förum finnst mér þó ekki ósennilegt að ég hefði haldið áfram, því sveitarstjórnarmál eru áhugaverð. Mér finnst ég líka þar hafa fengið tækifæri til að koma ýmsu góðu leiðar, svo sem fyrir íþróttastarfið hér í uppsveitunum,“ segir Matthías, sem verður 22ja ára nú í vor. „Já, ég ætla ekkert að draga úr ungu fólki að gefa kost á sér til sam- félagslegra starfa. Þegar og ef fólk hefur skoðanir á því hvernig hlutum skuli háttað í nærsamfélaginu er um að gera að setja þær fram. Ef mál eru skynsamlega sett fram og vel rökstudd næst yfirleitt árangur; sér- staklega í litlu málunum sem þó hafa mikil áhrif á daglegt líf.“ Allir í hreppsnefnd ætla að hætta í vor - Breytingar í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi - Unga fólkið gefi kost á sér Björgvin Skafti Bjarnason Matthías Bjarnason 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur • Bolir • Blússur Túnikur • Kjólar • Jakkar Ný sending af vestum í nokkrum litum VORVÖRUR Við erum flutt á Smiðjuveg 1 allt að 70% Smiðjuvegur 1, Kópavogur, sími 419 7300, sportval.is Frábær opnunarti lboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.