Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Runólfur
Ólafsson,
fram-
kvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra bif-
reiðaeigenda, FÍB,
var viðmælandi
Eggerts Skúlasonar
í Dagmálum í gær.
Þar voru umferðarmál á höfuð-
borgarsvæðinu meðal umræðu-
efna og benti Runólfur á að oft
væri viðhorfið öfugsnúið. Hann
hefði til að mynda heyrt það frá
borgarfulltrúa að tafir vegna
umferðarljósa á Miklubraut við
Tónabæ gamla væru jákvæðar,
enda væri með því hægt á um-
ferðinni. Þar með væru send
skilaboð sem borgarfulltrúinn
taldi bersýnilega jákvæð, nefni-
lega að fólk kæmist ekki greið-
lega leiðar sinnar ef það æki um
á eigin bíl.
Þessi fjandskapur í garð
þeirra sem aka um á eigin bílum
hefur verið viðvarandi í höfuð-
borginni árum saman, eða allan
þann tíma sem vinstri flokkarnir
hafa ráðið þar ríkjum. Svipuð
viðhorf má raunar merkja hjá
stöku manni utan þessara flokka,
en það er sem betur fer fátítt.
Hluti af þessu viðhorfi til
einkabílsins er að leggja beri á
hann sérstakan skatt til að
standa undir kostnaði við borg-
arlínu. Nú er það svo að bifreiða-
eigendur á höfuðborgarsvæðinu
hafa lengi greitt háa skatta, líkt
og fram kom í viðtalinu við for-
mann FÍB, svo ekki er á bæt-
andi. Sérstakur skattur vegna
framkvæmdar á borð við borg-
arlínu, sem hefur ekki síst þann
tilgang að þrengja götur og tefja
þar með umferð, er vitaskuld
fráleit hugmynd. Og þá breytir
engu þó að skatturinn sé settur í
huggulegri búning og kallaður
flýtigjald eða
þrengslagjald, eins
og Runólfur segir að
reynt hafi verið í
Svíþjóð en verið
hafnað af dóm-
stólum. Skattar eru
skattar og eðli
þeirra breytist ekki
við að bera nafnið gjöld.
Í kosningabaráttunni vegna
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík lagði Kjartan Magn-
ússon áherslu á andstöðu sína við
borgarlínuna og borgarlínu-
skattinn undir slagorðinu
Borgarlínuskatt? – Nei takk.
Kjartan minnti á að vinstri
meirihlutinn hefði nýlega sam-
þykkt að kaupa skemmu til nið-
urrifs fyrir tæpan hálfan milljarð
króna til að rýma fyrir borgar-
línunni svokölluðu. Hann benti
líka á borgarlínan væri dýr,
kostnaðurinn næmi í það
minnsta 100 milljörðum króna,
og að auk þess vissi enginn hver
rekstrarkostnaðurinn yrði.
Hann sagði ótækt að skattgreið-
endur yrðu látnir fjármagna
slíkt verkefni og nefndi að nær
„væri að styðja betur við núver-
andi strætisvagnakerfi, sem er
stórlega vannýtt en má svo sann-
arlega bæta“.
Afar mikilvægt er fyrir þróun
höfuðborgarsvæðisins – og
pyngju skattgreiðenda – að horf-
ið verði frá þeim óraunsæju hug-
myndum sem meirihlutinn í
borginni hefur fylgt í samgöngu-
málum. Framboð á höfuðborgar-
svæðinu þurfa að hafna öllum
hugmyndum sem þrengja að um-
ferð, hafa í för með sér óhóflegan
kostnað og fela í sér stórkostlega
nýja skatta á bifreiðaeigendur.
Um þetta ættu allir flokkar sem
ekki eru mjög langt til vinstri að
geta sameinast.
Kjósendur, sem
einnig eru skatt-
greiðendur, þurfa
að gæta að sér
fyrir kosningar}
Er þrengslagjald eða
flýtigjald ekki skattur?
Augu alls heims-
ins beinast nú
að Úkraínu og þeim
stríðsátökum sem
þar eiga sér stað
með tilheyrandi
hörmungum fyrir almenning. En
stríðið hefur mismikla þýðingu
fyrir ólíkar þjóðir og er þá ná-
lægðin við átakasvæðin ekki
endilega ráðandi þáttur. Taí-
vanar eru þeir sem fylgjast af
hvað mestum áhuga með þróun
mála og sömuleiðis fyrrverandi
landar þeirra á meginlandinu.
Taívan hefur lengi búið við þá
ógn að kommúnistastjórnin í
Peking kynni að taka þá ákvörð-
un, líkt og Pútín á dögunum, að
ráðast inn í landið enda lítur hún
svo á að Taívan sé óaðskiljan-
legur hluti Kína, líkt og Pútín
hefur reynt að halda fram um
Úkraínu.
Kínverjar og Taívanar fylgjast
grannt með því hvernig Úkraínu
tekst að verjast of-
ureflinu en ekki síð-
ur hver viðbrögð
annarra þjóða eru
og er þar einkum
horft til Bandaríkj-
anna. Hvorir tveggja velta fyrir
sér hvaða líkur séu á að Banda-
ríkin blandi sér með beinum
hætti inn í slík stríðsátök enda
hefði það mikil áhrif á úrslitin.
Ekki er að efa að Taívanar
hafa þegar sannfærst enn frekar
um að þeir verði að geta staðið á
eigin fótum en geti ekki treyst á
hernaðaraðstoð, nema mögulega
vopnasendingar, komi til inn-
rásar. Á sama tíma kann að vera
að kínverskum stjórnvöldum lít-
ist ekki á meint mannfall í röðum
Rússa og þann mikla kostnað
sem stríðið hefur í för með sér
fyrir þá. Þetta gæti haft þau
áhrif að þeir teldu rétt að láta
tímann vinna með sér enn um
sinn.
Hvaða ályktanir
draga Kínverjar
af innrás Rússa?}
Úkraína og Taívan
Í
sland á sér langa sögu um endurheimt
vistkerfa, en lengi vel var áskorunin
að stöðva eyðingu gróðurs og jarð-
vegs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst
áratuginn 2021-2030 áratug endur-
heimtar vistkerfa. Um allan heim er kallað
eftir verndun og endurheimt vistkerfa í þágu
fólks og náttúru. Markmiðið er að stöðva
hnignun vistkerfa og endurheimta þau sem
þegar eru röskuð. Þá er átt við vistkerfi bæði
á landi og í hafi, eins og náttúruskóga, vot-
lendi, borgarvistkerfi og sjávarvistkerfi. Lítil
áhersla hefur hingað til verið á endurheimt
sjávarvistkerfa, því vil ég breyta. Heilbrigð
vistkerfi, til sjós eða lands eru grundvöllur
þess að bæta lífskjör fólks, vinna gegn lofts-
lagsbreytingum og stöðva hrun líffræðilegrar
fjölbreytni.
Endurheimt birkiskóga og votlendis hefur aukist
Samkvæmt tillögu að landgræðsluáætlun, sem nú er
til meðferðar í matvælaráðuneytinu, er áhersla á tvö
markmið fyrir stöðvun jarðvegseyðingar og endurheimt
vistkerfa. Annars vegar að þrefalda endurheimt birki-
skóga og hins vegar að þrefalda í heild umfang endur-
heimtarverkefna fyrir árið 2030 miðað við meðaltal ár-
anna 2015-2017. Endurheimt votlendis er ein af
lykilaðgerðum í loftslagsmálum og jafnframt fyrir vernd
líffræðilegrar fjölbreytni. Aðgerðum sem Ísland hefur
skuldbundið sig til. Endurheimt votlendis hefur aukist
undanfarin ár og er áætlað að hún muni aukast enn
meira á komandi árum. Fram kemur í stöðuskýrslu að-
gerðaáætlunar í loftslagsmálum frá sept-
ember 2021 að umfang endurheimtar vot-
lendis tífaldaðist á milli áranna 2018 og 2020.
Nýtum tækifærin og græðum landið
Ísland mun auka aðgerðir enn frekar á
þessu sviði á þessum áratug endurheimtar
vistkerfa. Tæplega 1/3 af yfirborði Íslands er
með minna en 20% gróðurþekju. Því til við-
bótar er talsvert eða mikið rof á ríflega 1/3
landsins. Því er verkefnið afar stórt og til
þess að árangur náist þurfa margir að koma
að því, almenningur, hið opinbera og fyrir-
tæki. Á landinu eru því mikil tækifæri til að
bæta ástand vistkerfa, auka kolefnisbindingu
og stöðva eyðingu jarðvegs og að því er þegar
unnið. Stór hluti landgræðslustarfsins fer
fram í samstarfsverkefnum Landgræðsl-
unnar, Bændur græða landið og Landbótasjóði, þar sem
einstaklingar, félagasamtök og sveitarfélög eru styrkt til
að vinna að landgræðslu. Alls eru um 600 þátttakendur í
Bændur græða landið. Á árinu 2021 var úthlutað úr
Landbótasjóði rúmlega 90 milljónum til 96 verkefna.
Mikil tækifæri felast í kolefnisbindingu og stöðvun los-
unar frá landi með aukinni útbreiðslu birkis og víðikjarrs
og er markmið Íslands innan Bonn-áskorunar að þre-
falda þekju birkiskóga landsins, úr 1,5% í 5%. Tækifærin
má nýta í auknu samstarfi við bændur og sveitarfélög
um stefnumörkun varðandi endurheimt landgæða, okkur
öllum til heilla. svandis.svavarsdottir@mar.is
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Ákall um endurheimt vistkerfa
Höfundur er matvælaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ó
byggð víðerni eru einkenn-
andi fyrir umtalsverðan
hluta íslensks landslags.
Á það meðal annars við
um stór landsvæði á miðhálendinu,“
segir í ágripi af skýrslu sem Wild-
land Research Institute (WRi) gerði
fyrir Náttúruverndarsamtök Ís-
lands, Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi,
Skrauta
náttúruverndar-
samtök og Unga
umhverfissinna.
Sérfræð-
ingar Leeds-
háskóla önnuðust
kortlagninguna
undir forystu dr.
Stephens Car-
vers, forstöðu-
manns WRi.
Hann kynnti skýrsluna í sal Þjóð-
minjasafnsins í gær. Guðlaugur Þór
Þórðarson, umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra, ávarpaði fundinn
auk fleiri ræðumanna.
Í skýrslunni segir að það að
standa vörð um og viðhalda óbyggð-
um víðernum sé efst á lista útfærðra
markmiða Rammasamnings Sam-
einuðu þjóðanna um líffræðilegan
fjölbreytileika fyrir árið 2030. Þá er
minnt á að víðernaskrá Evrópusam-
bandsins frá 2013 sýndi að tæplega
43% af „villtustu“ víðernum Evrópu
var að finna á Íslandi.
Víðernagæði voru greind fyrir
miðhálendi Íslands. Greiningin var
notuð til að skilgreina alls 17 víð-
ernasvæði sem standast skilgrein-
ingu Alþjóðanáttúruverndar-
sambandsins (IUCN) á óbyggðum
víðernum (flokkur lb). Einnig skil-
greiningu Wild Europe fyrir víðerni,
en hún útfærir og lagar fyrrnefndu
skilgreininguna að Evrópu. „Þetta
er sagt með þeim fyrirvara að tekið
sé á beit og utanvegaakstri á snjó og
ís á svæðunum sem skýrslan til-
greinir,“ segir í ágripi.
Víðernasvæðin ná samtals til
um 47% af miðhálendinu, eins og það
er skilgreint í skýrslunni, eða 55.400
ferkílómetra. Einnig þriggja víð-
ernasvæða utan miðhálendisins. Þar
af eru 19.500 ferkílómetrar þjóð-
lendur og 8.970 ferkílómetrar í
einkaeign. Skýrsluhöfundar segja að
til grundvallar rannsóknunum sé
beitt alþjóðlega viðurkenndri að-
ferðafræði með hárri upplausn og
byggt á bestu fáanlegum gögnum
frá innlendum og alþjóðlegum stofn-
unum.
Við víðernagreininguna voru
gerð líkön byggð á þremur megin-
þáttum sem áhrif hafa á víðernagæði
á Íslandi. Fyrst fjarlægð frá vél-
knúnum aðgangi, mæld sem göngu-
tími frá vegum sem opnir eru al-
menningi. Í öðru lagi sjónræn áhrif
frá mannlegum vegsummerkjum,
mæld sem fjöldi og umfang mann-
virkja sem sjást, eins og vegir, bygg-
ingar, loftlínumöstur og fleira. Í
þriðja lagi náttúrulegt yfirbragð
lands. Það var mælt sem hlutfall
mismunandi gróðurþekju og teg-
unda landnotkunar.
„Með því að leggja þessa þrjá
eiginleika víðernasvæða saman í eitt
og sama kortið sést breytileiki víð-
ernagæða allt frá minnstu til mestu
víðernanna. Tölfræðilegum aðferð-
um er síðan beitt til að greina dreif-
ingu víðernagildanna á öllu miðhá-
lendinu og skipta því upp í víðerna-
svæði með víðernaleiðbeiningar
verndarflokks lb hjá IUCN og skil-
greiningu Wild Europe að leiðar-
ljósi,“ segir í ágripinu.
Svæðunum var skipt í þrennt.
Það er ósnortnustu kjarnasvæðin,
svo jaðarsvæði víðernanna og loks
hjúpinn þar á milli. „Kjarnasvæðin
eru mest jöklar og aðliggjandi svæði
auk nokkurra stórra svæða utan
jökla sem samanstanda af afskekktu
eldfjallalandslagi og víðfeðmum
sléttum með ferkvatnslindum sem
eru einkennandi fyrir landslag
miðhálendisins.“
Úr þessari greiningu komu 17
víðernasvæði. Af þeim eru 14 innan
miðhálendisins, eins og það er skil-
greint, og þrjú utan þess. Alls eru
þetta 28.470 ferkílómetrar af víð-
ernasvæðum. Þar af eru 26.404 fer-
kílómetrar innan miðhálendisins og
2.066 ferkílómetrar utan þess.
Í skýrslunni segir að nákvæmni
greininganna sé mun meiri en tíðk-
ast hefur hér og aðferðin við víð-
ernakortlagningu þróaðri en áður.
Víðerni Íslands skil-
greind nákvæmlega
Keflavík og Látraströnd
Heljardalsfjöll
Smjörfjöll
Langjökull
Fjallabak
Mýrdalsjökull og
Eyjafjallajökull
Trölladyngja
Dimmifjallgarður
Nýjabæjarfjall
Bleiksmýrardalur
Ódáðahraun
Askja í Dyngjufjöllum
Hofsjökull og
Þjórsárver
Fljótsdalsheiði
Tröllaskagi
Náttfaravíkur og Kinnarfjöll
Ríki Vatnajökuls
Áhugaverð svæði á
miðhálendinu
Óbyggð víðernissvæði
Svæði semmögulega
falla í II. flokkH
ei
m
ild
:W
ild
la
n
d
R
es
ea
rc
h
In
st
it
u
te
Óbyggð víðerni
Stephen
Carver