Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
✝
Yngvinn
Valdimar
Gunnlaugsson
fæddist í Reykja-
vík 27. september
1951. Hann lést 7.
mars 2022 á Land-
spítalanum.
Hann var sonur
Gunnlaugs Valdi-
marssonar og
Sonju Einars-
dóttur. Þau eru
bæði látin.
Bróðir Yngvins er Einar,
kona hans er Þóra M. Sigurð-
ardóttir.
Yngvinn var kvæntur Jó-
hönnu Th. Þorleifsdóttur, f.
19. júlí 1952, þau eignuðust
þrjú börn: 1) Jóhann Svan, f.
30.5. 1977, d.
14.10. 1996. 2)
Maríu, f. 22.3.
1982, gift Róberti
Geir Gíslasyni og
eiga þau tvö börn,
Jóhann Dag og
Anitu Rós. 3)
Helgu Sigríði, f.
24.4. 1983, og á
hún eina dóttur,
Petrínu Jónu.
Yngvinn vann
hjá Orkuveitu Reykjavíkur
þar til hann lét af störfum
2018. Yngvinn var virkur í
skátastarfi og einnig var hann
frímúrari.
Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
mars 2022, kl. 13.
Elskulegur bróðir minn
Yngvinn er látinn. Mig langar
að skrifa nokkur minningarorð
um hann og rifja upp æsku okk-
ar í nokkrum orðum. Við ólumst
upp á Skólavörðuholtinu, en á
þeim árum var þar bragga-
hverfi sem breski herinn hafði
reist á stríðsárunum. Bragginn
okkar var í röð bragga sem
stóðu á milli Leifsstyttunnar og
innkeyrslunnar til Tækniskól-
ans frá Frakkastíg. Skólavörðu-
holtið var okkar leikvöllur
fyrstu fimm æviár Yngvins en
fyrstu tíu æviár mín. Það má
segja að Skólavörðuholtið hafi
verið mikið ævintýraland fyrir
okkur bræður. Frá því að
Yngvinn var u.þ.b. tveggja ára
dröslaðist ég með hann í kerru
um holtið og ósjaldan fórum við
að heimsækja starfsfólkið í
Listvinahúsi Guðmundar Ein-
arssonar frá Miðdal sem stóð
þar sem nú stendur nýjasta
álma Tækniskólans. Þar feng-
um við stundum að standa og
horfa á fólkið framleiða leir-
styttur, eins og t.d. rjúpuna
með ungana sína og hrafninn
o.fl. Báðum megin við Leifs-
styttuna hafði verið grjótnám,
þar sem grjót var tekið til upp-
fyllingar t.d. við Reykjavíkur-
höfn. Við þetta grjótnám mynd-
uðust sléttar flatir báðum
megin við styttuna sem síðan
voru tyrfðar og urðu hin bestu
leiksvæði okkar krakkanna á
holtinu. Við Yngvinn þurftum
ekki að ferðast langar leiðir á
holtin til að fara að leika okkur
í fótbolta á þessum grasfötum
því gaflinn á bragganum okkar,
sem var nr. 36, var við grjót-
kantinn á annarri grasflötinni.
Þarna lékum við okkur á sum-
ardögum við alls konar leiki. En
svo kom að því að braggahverf-
ið skyldi rifið og foreldrar okk-
ar fengu úthlutað húsnæði í
blokk við Gnoðarvoginn. Þar
gekk Yngvinn í barnadeild
Vogaskóla og lauk þar barna-
skólaskyldunni, ég lauk skóla-
skyldunni í Langholtsskóla og
síðan gagnfræðaprófi í fram-
haldsdeild Vogaskóla 1964, sem
nú er Menntaskólinn við Sund.
Ég man hve stoltur ég var þeg-
ar Yngvinn sagði mér að hann
hefði ákveðið að læra bólstrun.
Eftir það nám vann hann við
bólstrun í allnokkur ár áður en
hann hóf störf hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur þar sem hann átti
alla tíð farsælan starfsferil og
lauk hann starfsævinni þar.
Leiðir okkar Yngvins skildi um
nokkurra ára bil, þar sem við
Þóra fluttum til Hornafjarðar
og bjuggum þar í um 10 ár, en
leiðir okkar lágu svo saman aft-
ur og var það mikið gæfuspor
fyrir okkur báða og fjölskyldur
okkar. Við áttum saman margar
ánægjustundir, og minnist ég
sérstaklega ánægjulegra heim-
sókna þeirra til okkar austur í
Hraunborgir. Við vitum að for-
eldrar okkar, Jóhann Svanur
sonur Yngvins og Jóhönnu sem
lést aðeins 19 ára að aldri hinn
14. október 1996 og Sonja dóttir
okkar Þóru sem lést 49 ára
hinn 9. júní 2019, ásamt því
fólki okkar sem farið hefur á
undan honum, sitja núna í
„blómabrekkunni“ og bíða þess
að taka þar vel á móti honum.
Yngvinn bróðir mun færa
þeim öllum okkar bestu kveðj-
ur.
Við kveðjum þig bróðir sæll
með miklum söknuði og biðjum
góðan Guð að veita Jóhönnu og
fjölskyldu góðan styrk.
Einar og Þóra.
Kynni sem takast á miðjum
aldri geta orðið djúpstæð og
innileg ekkert síður en gömlu
kynnin sem gleymast ei. Þannig
var um okkur sem þáðum boð
um að gera gott hjónaband
betra á LH-helgi aldamótaárið
2000. Í tilfinningarúsinu eftir
helgina þótti okkur öllum sjálf-
sagt að vera sett í úrvinnsluhóp
fimm hjóna sem þekktust lítið
sem ekkert fyrir fram. Ekki ór-
aði okkur fyrir því þá að það
kærleiks- og mannræktarstarf
stæði enn 22 árum síðar.
Svo mikið er hægt að segja
að leyndarmálið í þessum sam-
skiptum snýst um aðferðir við
að tjá tilfinningar og hlusta vel.
Yngvinn Gunnlaugsson, sem við
kveðjum nú, var ekki í vand-
ræðum með að tjá sig í okkar
hópi. Hann var opinn, glaðbeitt-
ur og ákveðinn, góður sögumað-
ur og hafði frá mörgu að segja
með lifandi dæmum úr veiði-
skap, skáta- og kirkjustarfi,
bræðrareglu og veituvinnu. Frá
upphafi okkar kynna talaði
Yngvinn einstaklega fallega til
konu sinnar og um hana: – Jó-
hanna mín, sagði hann með
innileik. Eða: – Við Jóhanna
mín. Og víst er um það að
Yngvinn og Jóhanna voru ákaf-
lega samrýnd hjón og höfðu
deilt súru og sætu frá því þau
voru kornung og kynntust í
skátunum. Skátastarfinu fylgir
mikil útilegu- og ferðamenning
sem þau báru með sér inn í
starf hópsins. Það varð því að
reglu að hvíla sig á fundum yfir
sumarið en fara þess í stað í
stutta ferð um sveitir landsins.
Eitt skiptið fórum við í ógleym-
anlega ferð til Skotlands undir
styrkri fararstjórn þeirra
tveggja. Yngvinn átti þar góðan
vin og þau Jóhanna þekktu vel
til í þessu fagra nágrannalandi.
Árið 2020 tóku Yngvinn og
Jóhanna forystu fyrir því að
haldið yrði upp á 20 ára starf
þessa hjónahóps sem þá hafði
setið saman hundrað fundi! En
Covid-19 setti aftur og aftur
strik í þann reikning. Við vor-
um öll orðin tuttugu árum eldri
en þegar við kynntumst fyrst
og kusum að fylgja ráðlegging-
um heilbrigðisyfirvalda, varast
mannamót utan nánustu fjöl-
skyldu framan af, þiggja þre-
falda bólusetningu þegar hún
bauðst og fresta samkomum til
betri tíma. Nú þegar vorið var
fram undan stóð til að halda
upp á afmælið með tveggja ára
seinkun. En þá tók Covid enn
eina rispuna og felldi „á snöggu
augabragði“ yngsta karlmann-
inn í hópnum okkar! Það kom
eins og reiðarslag yfir okkur
öll. En þó mest yfir okkar kæru
Jóhönnu.
Um leið rifjast upp að Yngv-
inn og Jóhanna höfðu ekki að-
eins deilt með okkur vinunum
gleðiefnum sínum heldur einnig
þeim djúpa harmi sem fylgdi
því að missa son sinn, Jóhann,
aðeins 19 ára úr bráðasjúk-
dómi. Ekkert okkar átti von á
því að Yngvinn færi með jafn
skjótum hætti. Yngvinn, sem
alltaf fylgdi hressandi andblær
og lífsgleði. Yngvinn, sem sagði
svo skemmtilega frá. Traustur
vinur og jákvæður. Gott að
hitta og gleðjast með. Lífs-
reyndur. Mannvinur. Þannig
hafa lýsingar á honum streymt
um hópinn okkar.
Við sendum Jóhönnu, dætr-
um þeirra Yngvins og barna-
börnum innilegustu samúðar-
og kærleikskveðjur og teystum
því að minningarnar um þenn-
an góða mann sefi sorg þeirra.
Blessuð sé minning Yngvins
Gunnlaugssonar.
Steinunn og Einar Karl,
Guðný og Lúðvík,
Björn og Kolbrún,
Magnús og Guðbjörg.
Yngvinn vinur minn, skáta-
bróðir og frímúrarabróðir er
farinn heim eins og við skátar
segjum. Hann fór alltof
snemma eftir stutt en erfið
veikindi.
Við kynntumst fyrst fyrir um
60 árum, þá ungir skátar. Fóst-
bræðraflokkurinn var okkar
leikvangur. Farið var í útilegur,
skátamót og margt skemmti-
legt brallað. Þroskuðumst við
mikið undir stjórn hæfileikaríks
flokksforingja, Ólafs Ásgeirs-
sonar. Á landsmóti skáta 1962
vann flokkurinn flokkakeppni
mótsins og höfum við ávallt
verið stoltir af þeim sigri.
Þarna bundust traust vinabönd
sem aldrei rofnuðu þótt sam-
skiptin hafi ekki alltaf verið
mikil á fullorðinsárum. Á skáta-
mótum síðustu áratuga höfum
við hitt þau Jóhönnu og rifjað
upp gamlar og góðar minning-
ar.
Nú síðustu ár höfum við
starfað í bakhópi fyrir fundi
eldri skáta, súpufundina sem
svo eru kallaðir, haldnir einu
sinni í mánuði. Þar hafa Yngv-
inn og Jóhanna verið máttar-
stólpar í því starfi. Greiðvikni,
glaðværð, frumkvæði og hjálp-
semi þeirra beggja hafa komið
vel fram í því starfi. Yngvins
verður sárt saknað í þeim hópi.
Nú að leiðarlokum þökkum
við áratuga vináttu og tryggð.
Jóhönnu, dætrum og fjölskyld-
um þeirra sendum við hlýjar
samúðarkveðjur. Verðum með
ykkur í anda á kveðjustund þar
sem við erum stödd erlendis.
Hvíl í friði kæri vinur og
megi hinn hæsti höfuðsmiður
taka vel á móti þér.
Margrét og Matthías
Guðm. Pétursson.
Skátahreyfingin er um margt
sérstakur félagsskapur, sumum
finnst hann jafnvel skrýtinn.
Þau sem hafa starfað lengi sem
skátar og hafa þekkst lengi
mynda sérstök bönd sem erfitt
er að útskýra og reyndar ekki
nauðsynlegt að útskýra. Sam-
eiginleg reynsla unglingsára
verður gersemi fullorðinsára.
Orðtakið „eitt sinn skáti, ávallt
skáti“ er meitlað í okkar stein.
Við sem erum orðin eldri erum
nokkuð sammála um að það
mikilvægasta sem skátastarfið
skilur eftir er vináttan. Þannig
var það með kynni okkar við
Yngvin. Við vorum nokkur sem
mynduðum bakhóp að skipu-
lögðu starfi eldri skáta í
Reykjavík, sem við kölluðum
Endurfundi skáta. Hér var ald-
eilis allt á fullu og okkar maður
í essinu sínu, – gamla rögg-
semin, dugnaðurinn og glað-
værðin. Hann var miðjan í öllu;
gera og græja, grobba, gantast
og hlæja og auðvitað taka lagið.
Hann var yndislegur. Yngvinn
gerðist kornungur skáti og við
sum munum hann jafnvel á
Landsmóti skáta á Þingvöllum
1962. Vinahópur hans var í
skátunum, tómstundirnar og
allur hugurinn líka. Yngvinn
kynntist meira að segja æsku-
ástinni sinni, henni elsku Jó-
hönnu okkar, í skátunum og
áttu þau lífið saman í stríðu
sem blíðu alla tíð þangað til í
dag, að höggið þunga ríður af.
Sorgin er mikil og treginn er
þungur en það er ljós þarna á
bak við. Hugur okkar er hjá Jó-
hönnu, dætrunum og fjölskyld-
unni allri.
Bakhópurinn og Endurfundir
skáta í Reykjavík þakka sam-
fylgdina.
Haukur Haraldsson.
Yngvinn V.
Gunnlaugsson
Veröldin snýst
um að vera ekki
eins í dag og hún
var í gær og hún
hlýðir í engu þrá okkar
eftir einhverju varanlegu.
Kannski að íhaldssemi okkar
spretti af þessari tilhneigingu
hennar.
Í mótvægi við þetta eðli tilver-
unnar reynum við að finna eitt-
hvað varanlegt, tryggt og nota-
legt og skemmtilegt.
Þar komu til sögunnar Guð-
mundur og Guðný; þau hafa
kannski verið með eitthvað svip-
að í huga við stofnun Mokka fyr-
ir meira en sextíu árum.
Við kveðjum nú Guðnýju,
nokkrir fastagestir, sem hún
trakteraði ætíð með ókeypis
kaffi á stórhátíðum eins og við
Guðný
Guðjónsdóttir
✝
Guðný Guð-
jónsdóttir
fæddist 10. júlí
1927. Hún lést 7.
mars 2022.
Útför Guðnýjar
var gerð 14. mars
2022.
jól og áramót.
Úr þessum hópi
gesta, sem margir
hverjir rekja tengsl
sín við Mokka enn
lengra aftur, ein
sextíu ár jafnvel,
þegar manni sem
blaðsöludreng var
kurteislega bent á
að hér mætti ekki
ónáða gesti með
blaðasölu, því blöð-
in væru keypt á staðnum, hefur
vissulega kvarnast, sumir dáið,
aðrir leitað
á önnur mið eða hætt að
mæta; eftir stendur að í síbreyti-
legum heimi bjuggu Guðný og
Guðmundur okkur griðastað,
sem haldist hefur óbreyttur
lungann úr ævi okkar. Fyrir það
erum við þakklátir en líka margt
annað.
Blessuð sé minning Guðnýjar,
blessuð sé minning þeirra
hjóna.
Við vottum dætrum, syni og
venslafólki samúð okkar.
Fyrir hönd kaffifélaganna,
Bárður R. Jónsson.
Kveðja frá Júdófélagi
Reykjavíkur og Júdó-
sambandi Íslands
Fallinn er í valinn Svavar
Marteinn Carlsen, mikil öðling-
ur og júdógarpur, en hann lést
laugardaginn 19. febrúar 2022.
Svavar var tvímælalaust einn af
frumherjum júdóíþróttarinnar
á Íslandi sem og lyftingaíþrótt-
arinnar en þar hafði hann verið
mjög virkur í keppni. Hann átti
sinn feril í júdóíþróttinni á sjö-
unda og áttunda áratug síðustu
aldar. Þá var blómaskeið júdós-
ins á Íslandi og menn gerðu
garðinn frægan á erlendri
grund. Svavar byrjaði tiltölu-
lega seint að æfa, en hann
hætti líka seint og tók sín síð-
ustu verðlaun á Íslandsmeist-
aramóti rúmlega fertugur. Geri
aðrir betur. Hann var fyrsti Ís-
landsmeistarinn í júdó en það
Svavar Marteinn
Carlsen
✝
Svavar Mar-
teinn Carlsen
fæddist í Reykjavík
10. apríl 1938.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 19.
febrúar 2022.
Foreldrar Svav-
ars voru Svava Lár-
usdóttir og Carl
Anton Carlsen.
Saman áttu þau
fimm börn en þau
misstu yngsta son sinn af slys-
förum á barnsaldri. Samtals
eiga þau 44 barnabörn og
barnabarnabörn.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
var árið 1970 í
opnum flokki og
hann varð jafn-
framt fyrstur Ís-
lendinga til að
vinna til verðlauna
á Norðurlanda-
móti er hann vann
til silfurverðlauna
á stofnári Júdó-
sambands Íslands
1973. Hann var
um langt árabil
ósigrandi í sínum flokki og
ókrýndur konungur júdósins á
Íslandi. Íslandsmeistari varð
hann margsinnis, bæði í
þungavigt og opnum flokki, og
vann auk þess til fjölda ann-
arra verðlauna á öðrum inn-
lendum sem erlendum mótum.
Verðlaunagripir hans verða
örugglega ekki taldir á fingr-
um beggja handa.
Svavar var skemmtilegur í
viðkynningu og góður félagi og
það sem meira var; hann var
júdómaður af guðsnáð.
Mikill kappi hefur nú kvatt
þennan heim og fundið sér
annan keppnisvöll í nýjum
heimkynnum.
Við félagar hans minnumst
hans með söknuði og virðingu
og þökk fyrir allt sem hann
gerði fyrir júdóíþróttina á Ís-
landi og sendum ástvinum
hans hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning hans.
F.h. Júdófélags Reykjavík-
ur, Bjarni Friðriksson,
Runólfur Gunnlaugsson.
F.h. Júdósambands Ís-
lands, Jóhann Másson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Nína,
húsmóðir og fyrrverandi
forstöðumaður,
síðast til heimilis á Kópavogsbraut 1a
í Kópavogi,
lést föstudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. mars og hefst klukkan 13.
Elín Richards Þorvaldur J. Sigmarsson
Richard Örn Richardsson Elín María Sigurðardóttir
Björgvin Richardsson Ásdís Birgisdóttir
Ása Richardsdóttir Hjálmar H. Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGDALENA MARGRÉT
ÓLAFSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 14. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á deild
A3 á hjúkrunarheimilinu Grund.
Berglind Björnsdóttir Eiríkur Þorsteinsson
Birna Björnsdóttir Mirman Scott Zoll
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABETH G. JÓSEFSDÓTTIR BANNA
hjúkrunarfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík
föstudaginn 18. mars.
Útförin fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn 25. mars
klukkan 10.
Þórarinn H. Þorbergsson Unnur Elín Jónsdóttir
Gabríela E. Þorbergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn