Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Prentun
Bílamerkingar
Bílar
Nýr 2021 Nissan Leaf e+ 62 kWh
Tekna
3ja ára evrópsk verksmiðjuábyrgð.
Með öllu sem hægt er að fá í þessa
bíla. Reykgrár og hvítur til afhen-
dingar strax.
800.000 undir tilboðsverði um-
boðs á aðeins 4.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins.
Fyrirhugaðar breytingar leiða af lagabreytingum
og fela að litlu leyti í sér efnislegar breytingar á
ákvæðum gildandi samþykkta félagsins.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á
skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir
aðalfundinn.
Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn
félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Morgun-
stund kl.9:00, heitt á könnunni, hafragrautur í boði - Jóga með Grétu
kl.12:15 & 13:30 - Opin vinnustofa kl.13:30, leiðbeinandi á staðnum -
Söngstund með Helgu Gunnars kl.13:45 - Kaffi kl.14:30 - 15:20 -
Bókaspjall með Hrafni kl.15:00 - Nánri upplýsingar í síma 411-2702 -
Allir velkomnir.
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum
6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Innipútt kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími:
411-2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 12:30. Sundlaugin er opin frá kl.
13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 .Tálgað með
Valdóri fellur niður í dag. Frjáls spilamennska kl. 12:30-15:45. Opið
kaffihús kl. 14:30. Fimmtudagspartý frá 18-20,Svavar Knútur, léttar
veitingar og skráning hjá Hildi eða Röggu í síðasta lagi 23. mars, allar
upplýsingar í síma 535-2760.
Breiðholtskirkja Eldri borgara starf "Maður er manns gaman" í
Breiðholtskirkju kl. 13:15 í dag verður handavinna, spil og spjall. Byrj-
um kl. 12 með kyrrðar- og fyrirbænastund og eftir það er boðið uppá
súpu og brauð gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Opið hús á miðvikudag frá kl 13-16. Spil, handavinna
og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Gestur dagsins er Kristín Þorkelsdóttir
myndlistarkona. Hún ætlar að segja frá verkum sínum í máli og
myndum. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
Garðabær 9.00 pool-hópur í Jónshúsi. 9.00 leirnámskeið í Smiðjunni
10.00 gönguhópur frá Jónshúsi 10.30 skák og scrabble í Jónshúsi
11.00 stóla-jóga í Kirkjuhvoli 12.30-15.40 bridds í Jónshúsi 13.00
gönguhópur frá Smiðju 15.00/15.40/16.20 vatnsleikfimi í Sjál. 16.30
Zumba Gold í Kirkjuhvoli
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 08:30, heitt á könnunni.
Memmm, fjölskyldumorgnar frá kl. 10:00. Döff, Félag heyrnarlausra
frá kl. 13:00. Félagsvist frá kl. 13:00. Öll velkomin.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10
til 11boccia - opinn tími. Kl. 13 til 14.30 bingó. Kl. 13 til 15.30 postu-
línsmálun. Kl.13 til 16 pílukast í hreyfisal. Kl. 17 aðalfundur hjá
íþróttafélaginu GLÓÐ.
Guðríðarkirkja. Kl. 12:00 Helgistund , fyrirbænir og söngur. Stóla-
jóga og hugleiðsla . Matur í safnaðarheimilinu kr. 1000.- kaffisopi og
spjall. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári 13 Myndlist kl.09:00. Postulínsmálun kl.13:00. Kvenna-
bridge kl.13:00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Ganga með Evu kl 10:00-11:00, allir velkomnir. Útskurður
með leiðbeinanda kl. 9:00-12:00 500 kr. skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla yoga kl. 10:00. Línudans kl. 11. Bingó
kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Framhalds-
saga kl. 10:30. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl.
13:00. Styttri ganga ef veður og færð leyfa kl. 13:30. Hádegismatur kl.
11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum: Gönguhópar frá Borgum, tveir styrkleikahópar.
Eitthvað fyrir alla. Einnig gengið inni í Egilshöll kl. 10:00. Kvikmynda-
sýning kl. 13:00. Hádegisverður kl. 11:30-12:30. Kaffiveitingar kl. 14:30-
15:30. Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Postulínsmálun í
handverksstofu kl. 09:00-12:00. Bókband í smiðju kl.09:00-12:30.
Myndlist í handverksstofu kl.13:00-16:00. Bókband í smiðju kl.13:00-
16:30. Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum
stað frá kl. 14:00-15:00 og síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í
síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar.
Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9.-11.30. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía
Skólabraut kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.
Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins
kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Á
MORGUN FIMMTUDAG VERÐUR PÁSKAEGGJABINGÓ Í SALNUM Á
SKÓLABRAUT kl. 13.30. Munið skráninguna í bæjarferðina 5. apríl.
Hótel Holt.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Mikið er sárt að
hugsa til þess að við
fáum aldrei að hitta
þig aftur, kíkja í kaffi
um helgar og heyra
nýjustu sögurnar úr sveitinni,
ræða pólitík og tölum nú ekki um
Gísla Martein. En þú ert örugg-
lega hvíldinni feginn og ert nú laus
við allar þjáningarnar minn kæri
en við vorum samt engan veginn
tilbúin að sjá á eftir þér. Við eigum
dásamlegar minningar um okkar
vinskap og þær munum við ávallt
varðveita og geyma í hjartanu
elsku Ingi okkar.
Mín skemmtilegasta minning
er þegar við Nonni (Ingi kallaði
hann alltaf Nonna) vorum að
koma austur síðasta vor, nema
Nonni var að fara að vinna á Flúð-
um og ætlaði að skutla mér fyrst í
bústaðinn. Þér fannst það nú
mesta rugl og komst og sóttir mig
við Skeiðavegamót og ég hélt að
þú myndir skutla mér beint í bú-
staðinn … en nei, það voru teknir
allir hliðarvegir á leiðinni og sögur
sagðar af fólki og bæjum. Svo þeg-
ar við nálguðumst Hellu kom púk-
inn upp í þér, svo það var stoppað í
bakaríinu á Hellu til að spjalla við
karlana sem þar voru í kaffi, því
þú vildir endilega koma af stað
kjaftasögum. Við hittum þarna
nokkra sveitadúdda sem voru
fastagestir þarna og það var mikið
spjallað og jú nokkrar augnagotur
enda var það það sem þú vildir. Þú
fórst líka með mig á markaðinn á
Hellu þar sem allt er til og þar
skoðuðum við alls konar hluti og
höfðum gaman af. Daginn eftir
komstu svo og sóttir mig og fórst
með mig í kaffi á N1 á Hvolsvelli
til að halda áfram með kjaftasög-
urnar. Þetta var svo gaman og vil
ég þakka þér þessar skemmtilegu
minningar sem ég mun hlæja að í
mörg ár.
Alveg sama hvort spurt var að
veðri, færð, skutli eða öðru, þá var
svarið alltaf „já ég kem“ eða hugs-
að í lausnum. Þú varst alltaf vinur
í raun og það var alltaf svo gaman
Ingi Guðjónsson
✝
Ingi Guð-
jónsson fæddist
4. janúar 1943.
Hann lést 4. mars
2022. Útför Inga
fór fram 14. mars
2022.
að spjalla við þig um
líf þitt, vinnu og upp-
lifanir.
Takk fyrir allar
klósettferðirnar hjá
litlu ungunum mín-
um hérna á árum áð-
ur þegar ég var að
byggja bústaðinn og
takk fyrir alla hjálp-
ina í gegnum tíðina
okkar kæri vinur.
Við munum alltaf
sakna þín og hugsa til þín.
Hvíl í friði elsku vinur.
Jón Helgi og Inga.
Það er erfitt að hugsa til þess að
þú sért farinn frá okkur, Ingi
frændi. Þú sem varst alltaf svo
hress og góður við okkur systkinin.
Ég, Lilja, minnist þess helst hvað
mér þótti alltaf gaman að fara í
heimsókn til þín á Hvolsvöll og fara
á leikvöllinn á móti heimili þínu,
það þótti mér nú bara stærsti leik-
völlur í heimi. Þegar ég hugsa til
baka líður mér eins og ég sé mætt
þangað aftur. Samband ykkar
systkinanna var alltaf náið og sam-
gangurinn mikill, sérstaklega þeg-
ar við börnin vorum yngri. Núna
metum við allar samverustundirn-
ar og minningarnar mikils. Með tíð
og tíma fór heimsóknum út á land
um helgar að fækka, tímarnir
breytast og mennirnir með, en þeg-
ar tækninni fleygði fram þá var
gott að vita að þú fylgdist með okk-
ur. Þú skrifaðir til dæmis alltaf fal-
legar athugasemdir við það sem við
settum á samfélagsmiðla og sam-
gladdist okkur við minnsta tilefni.
Við hugsum fallega til þín, geymum
allar góðu minningarnar og þökk-
um þér fyrir allt. Elsku Gunna,
Gunni, Lára, Hemmi, Ingi, Gróa,
barnabörn og barnabarnabörn, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þín
Lilja og Kolfinnur Ernir
Kjartansbörn.
Góður samferða-
maður, frændi og
vinur, Hinrik Páls-
son, andaðist á Dval-
arheimilinu Jaðri í
Ólafsvík mánudaginn 21. febrúar
sl. Það kom okkur sem þekktum
hann ekki á óvart því undanfarin ár
hafa ekki verið honum auðveld,
heilsunnar vegna. En Hinni lét
heilsuleysið ekki hefta sig, fór dag-
lega í gönguferðir og sund meðan
orkan leyfði. Það var gaman að
fylgjast með honum þegar hann
dressaði sig upp, fór í yfirferð um
nágrennið og hirti upp dósir og
flöskur sem hann seldi og gaf síðan
andviðið til góðra málefna. Lífið
hans Hinna var ekki alltaf auðvelt,
barnungur var hann látinn í fóstur
og skilinn frá tvíburabróður sínum
Guðmundi og eldri systkinum sem
öll eru nú látin. Aðskilnaðurinn
mun hafa haft meiri áhrif á Hinna
en hann gerði sér grein fyrir fyrr er
á síðari árum.
Hinni giftist og eignaðist dóttur
og bjó nokkur ár í Miklaholts-
hreppi, kom síðan aftur til Ólafs-
víkur. Hann var duglegur að bjarga
sér; vann á nokkrum stöðum, var á
Hinrik Pálsson
✝
Hinrik Pálsson
fæddist 13.
september 1938.
Hann lést 21. febr-
úar 2022.
Útförin var gerð
5. mars 2022.
sjó og við fiskvinnu,
lengst hjá Bakka sf.,
þar sem hann undi
hag sínum vel, hann
var vel liðinn af ung-
um og gömlum. Hinni
keypti sér íbúðarhús í
Ólafsvík og bjó þar,
fyrst ásamt uppeldis-
móður sinni Ágústu,
síðar einn þar til hann
flutti á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið
Jaðar. Á Jaðri leið vini okkar vel,
hann undi við velvild, sagði alla
boðna og búna til að gera allt fyrir
sig. Útgerðarmenn komu með
verkefni fyrir hann; fiskitauma og
öngla sem hann setti upp af miklu
kappi. Það var augljóst að á Jaðri
átti Hinni gott heimili, allir hugs-
uðu vel um hann. Og hann vissi
hvað hann vildi, var ákveðinn í að
vilja ekki lyfjagjöf við covid, ætlaði
bara að taka við því sem að höndum
bæri. Hinni var svo heppinn að eiga
einstaka frænku, Helgu, sem hugs-
aði um hann eins og bróður, hún fór
með hann til sólarlanda, tók hann
með sér til Reykjavíkur og lét hann
finna að henni þótti vænt um hann.
Og nú er komið að leiðarlokum,
ferðin í Sumarlandið hafin. Við
þökkum Hinna mínum samfylgd-
ina og vitum að það verður vel tekið
á móti honum.
Samúðarkveðjur til Helgu og
annarra ættingja.
Jenný, Bára og Kristín.