Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 110 50 ÁRA Rósa er fædd og uppalin á Eskifirði en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Ís- lands. Hún er sérfræðingur í skráningu á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Rósa hlaut riddarakross fálka- orðunnar í fyrra fyrir sjálfboða- störf í þágu Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, við skráningu og miðl- un barnabóka á öðrum tungu- málum en íslensku. „Ég byrjaði með Bókasafn Móð- urmáls, sem er fyrir börn sem áttu íslensku ekki að móðurmáli, árið 2016. Við erum núna komin með um 8.000 skráðar bækur á 86 tungumálum. Bókasafnið var stað- sett í kjallaranum heima hjá mér til 2020. Þá var ég tilnefnd aðal- ræðismaður Ítalíu og þá flutti ég bókasafnið á skrifstofuna sem ég er með. Það er mun þægilegra fyrir fólk að þurfa ekki lengur að koma í kjallarann hjá mér heldur getur mætt á afgreiðslutíma, sem er reyndar bara tveir tímar á viku, en það er alltaf brjálað að gera. Lánþegar koma bæði beint til okkar og svo lánum við líka til bókasafna um allt land. Fólk er mjög duglegt að færa mér bækur, sem það hefur fundið á ferðalögum og þannig höfum við eignast góðan safnkost. Ég reyni samt alltaf að kaupa einhverjar bækur á hverju ári fyrir gjafafé. Bókasafnið er algjörlega sjálfboðaliðarekið. Ég fæ mömmu til að hjálpa mér og hún er mér innan handar þegar bókasafnið er opið.“ Rósa er jafnframt varaformaður samtakanna Móðurmáls. FJÖLSKYLDA Börn Rósu eru Aurora Erika, f. 2000, og Aron Flavio, f. 2002. Foreldrar Rósu eru Jón E. Guðmundsson, f. 1944, fv. verslunarmaður, og Guðný Hallgerður Ragnarsdóttir, f. 1953, fv. skrifstofumaður á Landspít- ala. Þau eru búsett í Reykjavík. Rósa Björg Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Mundu að öllu frelsi fylgir ábyrgð og að frelsi þitt nær aðeins að garði granna þíns. Spall við ókunnuga getur leitt til skemmtilegra hluta. 20. apríl - 20. maí + Naut Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til und- irritunar. Brostu framan í heiminn, þú hefur ótal ástæður til þess. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Einföldun á þínu nánasta umhverfi hefur í för með sér ýmsa möguleika og tíma- sparnað. Komdu þér í einhverja hreyfingu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér kann að sýnast langt á milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Svo er þó ekki ef þú skoðar hlutina betur. Reyndu að halda þig við sannleikann. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einhver rennir til þín hýru auga og gef- ur þér undir fótinn. Passaðu að gera þér lífið ekki of erfitt, það má biðja um hjálp. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér finnst stundum gott að loka þig af og vinna í ró og næði. Þú hefur einhverjar áhyggjur sem tengjast börnum. Þær áhyggj- ur eru algerlega óþarfar. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur átt í ákveðnum erfiðleikum sem nú eru að baki. Að vera sátt/ur í eigin skinni er dásamleg tilfinning, njóttu hennar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Hver og einn þarf að gera það sem hann telur rétt hverju sinni. Beygðu þig undir forystu aðila sem þú virðir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Deilur um peninga geta spillt vináttu. Njóttu þess að gera vel við þig og forðastu að reyna að gera öllum til geðs, það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það skiptir öllu máli að vera opinn og sveigjanlegur þegar einhverjar breytingar verða á lífi manns. Þú færð skemmtilegar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er að brjótast um í þér að skipta um lífsstíl. Af hverju ekki að prófa það? Ef einhver biður þig um álit veit sá hinn sami að hægt er að treysta innsæi þínu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur lengi ætlað að koma málum þínum á framfæri en hefur ekki haft tíma til þess. Þér finnst gaman að taka áhættu og færð fljótlega tækifæri til þess. Ó li Stefáns Runólfsson fæddist 23. mars 1932 í Húsavík við Stein- grímsfjörð í Stranda- sýslu. Hann ólst þar upp og vann sín bernsku- og ung- lingsár við landbúnaðarstörf. Hann gekk í barnaskóla þar í sveitinni, lauk síðar iðnskólaprófi í rennismíði og síðar meistararétt- indum í þeirri iðn árið 1965. Óli vann að ýmsum iðnaðar- störfum áður en hann fór í iðnnám s.s. við trésmíðar og múrverk en hóf svo verknám í rennismíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Vann hann þar að námi loknu uns hann keypti renni- verkstæðið af Agli árið 1984, ásamt sex vinnufélögum sínum. Verk- stæðið var í þeirra rekstri til ársins 2004 en þá var það selt. Óli var for- maður fyrirtækisins öll árin sem það starfaði. Félagsmál brenna á honum og var hann m.a. í stjórn félags járn- iðnaðarmanna í nokkur ár. Hann sótti ýmsar ráðstefnur, samkomur og atburði fyrir félagið og hlaut gullmerki félagsins fyrir störf sín. Óli hefur skrifað nokkrar greinar í blöð og tímarit, aðallega um kjör eldri borgara. Hann fór til Austur- Þýskalands í boði verkalýðsfélaga, það var áður en múrinn féll. „Það var mjög uppbyggileg ferð og áhugaverð. Hún sýndi margt um af- komu fólks og hvernig var búið að verkalýðnum.“ Óli skrifaði tveggja blaðsíðna grein um ferðina sem birt- ist í dagblaðinu Tímanum 17. og 18. febrúar 1983. Hjónin eignuðust sumarbústað í landi Hallkelshóla í Grímsnesi árið 1996. „Þá tók við mikið starf í end- urbótum og viðhaldi og eru margar góðar minningar þar með börnum og barnabörnunum. Mér finnst gaman að vera í mannlegum sam- skiptum og fylgjast með því sem er að gerast, bæði heima og erlendis. Göngutúrar eru hressandi og sund mikil heilsubót, þá er dansinn mikið stundaður. Einnig hef ég gaman af vísum og hef aðeins lagt það fyrir mig að kveða vísur.“ Óli er að auki mjög handlaginn og þúsundþjala- smiður. Óli Stefáns Runólfsson, meistari í rennismíði – 90 ára Stórfjölskyldan Hólaborgarhátíð í sumarbústaðalandinu um verslunarmannahelgi. Dansinn mikið stundaður Farmall Cub Óli gerði upp traktorinn alveg sjálfur. Á ferðalagi Óli ásamt dætrunum sínum. Hjónin Guðbjörg og Óli stunda mikið dans. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.