Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 21

Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG SEGIR MAÐUR „VIÐ KOMUM TIL HEIMALANDS ÞÍNS Í LEIT AÐ TÖSKUNUM OKKAR“?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna eftir því að spyrja hana hvernig dagurinn var hjá henni. ÉGÆTTI ERFITT MEÐ AÐ VINNA SKRIFSTOFUVINNU ÉG ER EKKI GÓÐUR Í AÐ SÝNAST UPPTEKINN HVERSU MIKLU TAPAÐIRÐU Í FJÁRHÆTTUSPILUM KVÖLDSINS? MUNDU AÐ HORNIN DETTA AF ÞÉR EF ÞÚ LÝGUR! ENGU! HAH! ÞÚ TRÚÐIR MÉR EKKI, ER ÞAÐ? „TAKIÐ NÚ VEL EFTIR. ÞETTA ÞURFIÐ ÞIÐ AÐ KUNNA EF SNJALL-KISINN KLÚÐRAR EINVERJU HJÁ PÓSTINUM.“ HUNDASKÓLINN LANDAMÆRAEFTIRLIT POPP PASSA SITJA KYRR SÝNA TENNUR URRA GELTA BÍTA Óli verður að heiman á afmælis- daginn. Fjölskylda Eiginkona Óla er Guðbjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 31.5. 1942, húsmóðir, fyrrverandi skólaliði og sinnti einnig þjónustustörfum. Þau bjuggu á Háaleitisbraut mestalla sína búskapartíð, fyrst á nr. 49 og síðan nr. 15, en búa núna í Breiðholti. Foreldrar Guðbjargar voru hjónin Vilhjálmur Kristinn Ingibergsson, f. 30.11. 1909, d. 20.4. 1988, húsa- smíðameistari, og Ragnheiður Þór- unn Jónsdóttir, f. 18.5. 1917, d. 18.1. 1997, húsmóðir. Þau bjuggu síðast á Grund í Reykjavík. Dætur Óla og Guðbjargar eru: 1) Guðrún Heiður, f. 16.4. 1965, deild- arstjóri, búsett í Kópavogi. Maki: Guðmundur Gunnar Hallgrímsson verkfræðingur. Börn þeirra eru Arnór Már, f. 1989 og Rebekka Björg, f. 1993; 2) Stefanía Lilja, f. 7.9. 1967, bókasafnsvörður, búsett í Kópavogi. Maki: Ingvi Ingólfsson, meistari í húsgagnasmíði. Börn þeirra eru Stefán Ingi, f. 1990 og Aron Ingi, f. 1992; 3) Ragnheiður Kristín, f. 7.9. 1967, stuðnings- fulltrúi, búsett í Reykjavík. Börn hennar eru Halldór Kristinn Hall- dórsson, f. 1988, og Óli Hafsteinn Gíslason Hauth, f. 1997. Bróðir Óla sammæðra var Grímur Stefáns Runólfsson, f. 19.10. 1925, d: 16.8. 1993, búfræðingur, skrifstofu- maður og leigubílstjóri, bjó í Kópa- vogi. Alsystkin Óla eru Sigfríður Runólfsdóttir, f. 28.4. 1928, hús- móðir og sinnti afgreiðslustörfum, búsett í Hafnarfirði; Agnar Heiðar Runólfsson, f. 14.7. 1930, rennismið- ur, búsettur í Reykjavík, og Ragn- heiður Kristín Runólfsdóttir, f. 8.5. 1935, húsmóðir og fv. bóndi í Húsa- vík, búsett á Hólmavík. Foreldrar Óla voru hjónin Run- ólfur Jón Sigurðsson, f. 1.9. 1901, d. 28.9. 1992, og Stefanía Guðrún Grímsdóttir, f. 7.9. 1899, d. 17.1. 1993, bændur í Húsavík. Þau voru síðast búsett í Kópavogi. Óli Stefáns Runólfsson Kristín Sæmundsdóttir húsfreyja á Bassastöðum Jón Magnússon bóndi á Bassastöðum á Selströnd Ragnheiður Kristín Jónsdóttir bóndi og húsfreyja í Húsavík Grímur Stefánsson bóndi í Húsavík Stefanía Guðrún Grímsdóttir bóndi og húsfreyja í Húsavík Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Húsavík Stefán Guðmundsson bóndi í Húsavík Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Bæ og á Miðjanesi Guðmundur Pétursson bóndi í Bæ á Bæjarnesi og á Miðjanesi í Reykhólasveit Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Skerðingsstöðum Sigurður Runólfsson bóndi á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Skerðingsstöðum Runólfur Sigurðarson bóndi á Skerðingsstöðum Ætt Óla Stefáns Runólfssonar Runólfur Jón Sigurðsson oddviti og bóndi í Húsavík við Steingrímsfjörð Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Lífsins vor“: Fagra vor, þú fyllir hugann gleði, á fjallatinda morgunsólin skín og seint á kveldi sígur rótt að beði, en særinn blikar eins og gullið vín. Í vorsins fögru veröld söngvar óma og varir mætast, hjörtun örar slá, er berst að vitum ilmur ungra blóma, hve yndislegt að mega vaka þá. Að njóta lífsins, skynja eld í æðum og öðlast kraft, er streymir Guði frá er æðst og best af öllum heimsins gæðum og aðeins finna til á vori má. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif- ar: „Stelkurinn kominn 21.3. á Akureyri“: Fjaðrirnar snyrti eftir fegurðarblund, flugþreyttur var hann en glaður í bragði. Stelkurinn þagði fyrst þó nokkra stund, svo þekkt’ann mig aftur og tjú-tjú hann sagði. Það er „Vorhugur“ í Magnúsi Halldórssyni: Vorið mun koma og grundirnar gróa, góan í rauninni var ekkert spaug. Sagt var í fréttum að sést hafi lóa, svo eru mættir hér þrestir í haug. Kristján H. Theodórsson kveður: Lóan er komin og lætur sig dreyma að lokið sé skammdegisþrautum. Árlega virðist hún alveg því gleyma, að enn kúra fannir í lautum. Friðrik Steingrímsson hefur orð á því að vísindamenn rannsaki áhrif covid á heilann: Þó að pestir grimmar geisi og geri usla’ í þessu’ og hinu, halda menn að heilaleysi henti best í covidinu. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir yrkir: Enginn norðannæðingur nú er blámi voga. Glöggt má sjá hvar gæðingur gneistar í bjarma loga. Helgi Ingólfsson yrkir: Pútín á sér prúðan mann sem pukrast einn á fleti. Sjálfsagt er að hafa hann að háði’ og spotti’ á neti. Viktor Albert Guðlaugsson kveðst ekki hrifinn af fjölda- samkomum: Mannfagnaðir mín ei lengur mikið freista. Á óvart mér ei kannski kæmi að kominn sé með hjarðofnæmi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lífsins vor og stelkurinn kominn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.