Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
_ Andrea Rán Hauksdóttir varð í
fyrrinótt fyrst Íslendinga til að spila
deildaleik í mexíkósku knattspyrn-
unni þegar lið hennar Club América
sótti heim lið Toluca. Andrea kom
inn á sem varamaður á 80. mínútu í
4:0-sigri América, sem er frá
Mexíkóborg, en Sara Luebbert,
lánsmaður frá Chicago Red Stars í
Bandaríkjunum, skoraði tvö marka
Ameríca í leiknum. América er í
fjórða sæti deildarinnar með 25 stig
úr ellefu leikjum, fimm stigum á eft-
ir toppliðinu Monterrey, en núna
stendur yfir seinni hluti tímabilsins,
Clausura.
_ Enski knattspyrnumaðurinn Sam-
mie McLeod er kominn til liðs við
Þór á Akureyri frá norðurírska fé-
laginu Portadown. McLeod er 21 árs
gamall miðjumaður sem lék m.a.
með U18-ára liði Leicester City en
hefur síðan spilað með enskum ut-
andeildaliðum, leikið með Colches-
ter í ensku D-deildinni og nú síðasta
árið með Portadown.
_ Bandaríkjamaðurinn Phil Mickel-
son verður ekki á meðal keppenda á
Masters-mótinu, fyrsta risamóti árs-
ins í golfi, en hann hefur unnið mót-
ið í þrígang og keppt á því á ári
hverju síðustu 29 ár. Mickelson,
sem er 51 árs, lét umdeild ummæli
falla um Sádi-Arabíu á dögunum,
þar skaut hann föstum skotum á
mannréttindi Arabíuríkisins. Mickel-
son hefur ekkert keppt síðan hann
lét ummælin falla en hann gaf í
skyn í yfirlýsingu á dögunum að
hann myndi taka sér hlé frá at-
vinnugolfi.
_ LeBron James var sterkur fyrir
Lakers á gamla heimavellinum í Cle-
veland þegar liðin mættust þar í
NBA-deildinni í körfubolta í fyrri-
nótt. James skoraði 38 stig, tók 11
fráköst og gaf 12 stoðsendingar og
Lakers vann mikilvægan útisigur,
131:120. Lakers er í níunda sæti
Vesturdeildar og er í
harðri baráttu um að
komast í um-
spilið
þegar tíu
leikjum er
ólokið.
Liðin í sjöunda
til tíunda sæti fara í
umspil um tvö sæti í
sjálfri úrslitakeppn-
inni. Lakers er nú
þremur sigurleikjum
á undan San Antonio
Spurs sem er í ellefta
sæti.
Eitt
ogannað
Klara Bühl skoraði dýrmætt mark
fyrir Bayern München þegar liðið
tapaði 1:2 gegn París SG í fyrri leik
liðanna í 8-liða úrslitum Meistara-
deildar kvenna í knattspyrnu á Alli-
anz-vellinum í München í gær. Mar-
ie-Antoinette Katoto, framherji
París SG, reyndist Bayern Münch-
en erfið viðureignar í gær en hún
skoraði bæði mörk franska liðsins í
leiknum. Glódís Perla Viggósdóttir
lék allan leikinn í hjarta varn-
arinnar hjá Bayern München en síð-
ari leikur liðanna fer fram í París í
Frakklandi hinn 30. mars.
Bayern í
erfiðri stöðu
AFP/Christof Stache
Skalli Kadidiatou Diani og Glódís
Perla Viggósdóttir eigast við í gær.
Útlit er fyrir að Sveindís Jane Jóns-
dóttir landsliðskona í knattspyrnu
geti leikið með þýska toppliðinu
Wolfsburg þegar það mætir enska
toppliðinu Arsenal í átta liða úrslit-
um Meistaradeildar Evrópu í Lond-
on í kvöld. Sveindís hefur misst af
tveimur síðustu leikjum Wolfsburg
vegna meiðsla en fór með liðinu til
London í gær. Leikið verður á Em-
irates-leikvanginum, sem rúmar 60
þúsund áhorfendur, en Arsenal leik-
ur vanalega heimaleikina á Meadow
Park í Borehamwood en hann rúm-
ar fimm þúsund áhorfendur.
Sveindís með á
Emirates?
Morgunblaðið/Eggert
London Sveindís Jane Jónsdóttir
gæti spilað gegn Arsenal.
SKOTLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta hefur verið svolítið upp og nið-
ur,“ sagði María Catharina Ólafs-
dóttir Gros, 19 ára knattspyrnukona
frá Akureyri, í samtali við Morgun-
blaðið. María gekk í raðir skoska
stórliðsins Celtic frá uppeldisfélaginu
Þór/KA í júlí á síðasta ári.
„Auðvitað var smá erfitt að flytja
frá mömmu og pabba, allri fjölskyld-
unni og frá öllum sem ég þekki og í
land þar sem ég þekki ekki neinn.
Þetta hefur samt á sama tíma verið
mjög gaman. Ég hef átt mér þann
draum að verða atvinnukona í fót-
bolta síðan ég var sjö ára og ég vildi
láta drauminn rætast. Þetta hefur
verið ævintýri og ég sé ekki eftir því
að hafa farið út. Ég fór á fund með
Celtic og umboðsmanninum og ég
var flutt út tveimur vikum seinna.
Þetta gerðist hratt,“ sagði María sem
deilir íbúð með fimm liðsfélögum í
Glasgow.
„Ég bý með fimm öðrum stelpum í
liðinu. Mér finnst það mjög gaman og
við höfum kynnst vel og erum góðar
vinkonur. Það getur samt verið erfitt
og ég fæ heimþrá annað slagið og ég
sakna mömmu og pabba. Þetta er
samt mjög mikið atvinnumanna-
umhverfi,“ sagði hún.
María og landsliðsmarkvörðurinn
Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru jafn-
aldrar og góðar vinkonur. Cecilía
samdi við Örebro í Svíþjóð á síðasta
ári og ákvað María að slá til í kjölfar-
ið. „Það var alltaf draumurinn að fara
ung út. Vinkona mín Cecilía Rán fór
ung út og þegar ég sá að hún sló til
langaði mig rosalega til þess líka.“
Eini nemandinn í liðinu
María stundar fjarnám við Verk-
menntaskólann á Akureyri samhliða
því að vera atvinnukona í fótbolta.
Hún viðurkennir að það geti verið
krefjandi, sérstaklega þar sem hún
er sú eina í liðinu sem stundar nám.
„Það getur verið mjög erfitt, sér-
staklega þegar maður kemur heim
þreyttur eftir æfingu og þarf að læra.
Ég er sú eina sem er í skóla hérna
þannig að hinar þurfa ekkert að læra.
Það þarf mikinn sjálfsaga til að láta
þetta ganga upp,“ sagði María og við-
urkenndi síðan að hún öfundaði
stundum liðsfélaga sína sem geta
lagt sig eftir langa æfingu, á meðan
hún þarf að opna skólabækurnar.
Þekkist á götum Glasgow
Karlalið Celtic er stórveldi í
skoskri knattspyrnu og hefur 51
sinni orðið skoskur meistari og einu
sinni Evrópumeistari. Kvennaliðið
var hins vegar stofnað 2007 og hefur
enn ekki orðið skoskur meistari en
liðið hefur í þrígang hafnað í öðru
sæti. „Þetta er frekar stórt kvenna-
megin en ekki eins stórt og karla-
megin. Það vita allir í Glasgow hverj-
ir spila með kvennaliðinu,“ sagði hún
og svarar játandi hvort fólk þekki
hana á götum borgarinnar. „Já og
það er bara gaman,“ sagði Akureyr-
ingurinn.
Á meðan karlaliðið leikur á Celtic
Park sem tekur rúmlega 60.000
áhorfendur í sæti leikur kvennaliðið á
Excelsior-vellinum í Airdrie, hálf-
tíma akstursfjarlægð frá miðborg
Glasgow. Völlurinn tekur 10.000
áhorfendur og er María sátt við völl-
inn, en bendir þó á að það sé of langt
fyrir stuðningsmenn Celtic að sækja
heimaleiki til Airdrie. „Hann er mjög
fínn en eina vandamálið er að hann er
svolítið langt frá Glasgow og því erf-
itt fyrir stuðningsmenn að mæta á
leiki. En grasið er mjög fínt og þetta
er flottur völlur.“
María hefur skorað fimm mörk í 26
leikjum með Celtic á leiktíðinni og
einnig lagt upp nokkur mörk á liðs-
félaga sína. Hún er ánægð með eigin
frammistöðu til þessa, en mikil sam-
keppni er um stöður í liðinu.
„Það kom sérstaklega góður kafli
eftir jólin þar sem ég var að skora og
leggja upp. Heilt yfir get ég verið
ánægð. Ég er enn mjög ung. Það er
mikil samkeppni í þessu liði og það á
enginn öruggt sæti í byrjunarliðinu.
Maður þarf að hafa mikið fyrir því að
fá að byrja og hópurinn er stór. Þjálf-
arinn vill hafa mikla samkeppni, sem
er mjög fínt og gerir mig að betri
leikmanni.“
Vonbrigði í deildinni
Celtic er í þriðja sæti skosku úr-
valsdeildarinnar með 45 stig eftir 21
leik. Liðið er ellefu stigum frá topp-
liði Glasgow City og tíu stigum á eftir
Rangers en Rangers á tvo leiki til
góða. María viðurkennir að það séu
vonbrigði að vera svo langt á eftir
toppliðunum.
„Þetta eru rosalega mikil von-
brigði. Við unnum bæði liðin í bik-
arnum en töpuðum svo á móti þeim í
deildinni. Það var mjög svekkjandi.
Celtic, Rangers og Glasgow City eru
þrjú bestu liðin og eru langt á undan
hinum liðunum. Hin liðin geta samt
verið sterk og komið manni á óvart
og maður þarf að vinna fyrir öllum
sigrum. Þessi þrjú bestu lið eru svip-
að góð og Valur og Breiðablik
heima,“ sagði María sem varð skosk-
ur deildabikarmeistari með Celtic í
desember eftir sigra á bæði Rangers
og Glasgow City.
„Það var mjög skemmtileg upp-
lifun, sérstaklega því það er langt síð-
an Celtic vann titil síðast. Auðvitað
langar okkur að vinna alla þrjá titl-
ana sem eru í boði en það er frekar
langsótt í deildinni en við erum enn
þá í hinum bikarnum. Markmiðið
okkar núna er að vinna hann líka,“
sagði María en Celtic mætir Aber-
deen í átta liða úrslitum skoska bik-
arsins 1. apríl.
Hún er samningsbundin Celtic í
eitt tímabil til viðbótar en hún úti-
lokar ekki að róa á önnur mið eftir
leiktíðina. „Eins og er þá lifi ég bara í
núinu en ef það kemur eitthvað
spennandi upp þá skoða ég það,“
sagði María Catharína.
María lét drauminn rætast
- Leikur sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku með skoska liðinu Celtic
- Deilir íbúð með fimm liðsfélögum - Fimm mörk og deildabikartitill
Ljósmynd/Celtic
Celtic María Ólafsdóttir Gros hefur spilað alla leiki liðsins í vetur og verið í
byrjunarliðinu í meirihluta þeirra. Celtic er í þriðja sæti deildarinnar.
Hafþór Sigrúnarson og Unnar Rún-
arsson skoruðu báðir tvívegis fyrir
SA þegar liðið hafði betur gegn SR í
fyrsta leik liðanna í einvíginu um Ís-
landsmeistaratitilinn í íshokkí karla
í Skautahöllinni á Akureyri í gær.
Leiknum lauk með 6:5-sigri SA í
miklum markaleik þar sem brott-
rekstrar léku Reykvíkinga grátt.
SR leiddi 2:1 eftir fyrsta leikhluta
með mörkum frá þeim Axel Orongan
og Styrmi Maack en Heiðar Jó-
hannsson skoraði mark SA í fyrsta
leikhluta. Akureyringar sneru leikn-
um sér í vil í öðrum leikhluta og
leiddu 6:3 að honum loknum þar sem
Hafþór Sigrúnarson og Unnar Rún-
arsson skoruðu tvívegis fyrir SA,
ásamt Ævari Arngrímssyni, en Sölvi
Atlason skoraði eina mark SR í leik-
hlutanum. SR tókst að minnka mun-
inn í 5:6 í þriðja leikhluta en lengra
komst liðið ekki.
SA leiðir því 1:0 í einvíginu en liðin
mætast að nýju í Skautahöllinni í
Reykjavík á morgun. Vinna þarf
þrjá leiki til þess að tryggja sér Ís-
landsmeistaratitilinn.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sókn Reykvíkingurinn Sölvi Atlason sækir að Akureyringum í gær.
SA tók forystuna gegn
SR í úrslitaeinvíginu
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – KA ............................... 18
Varmá: Afturelding – ÍBV........................ 18
Ásvellir: Haukar – Víkingur................ 19.30
Kaplakriki: FH – Valur........................ 19.30
Garðabær: Stjarnan – Grótta .............. 19.30
Selfoss: Selfoss – HK ........................... 19.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – HK..................... 18
Framhús: Fram – Stjarnan ................. 20.15
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Seltjarnarnes: Kórdrengir – Þór ........ 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – HK U............. 20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Njarðvík: Njarðvík – Breiðablik ......... 18.15
Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.30
Keflavík: Keflavík – Valur ................... 20.15
Í KVÖLD!