Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
86%
EMPIRE
TOTAL F ILM
VARIET Y
“ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE”
“A masterpiece.”
Hin árlega Stockfish-kvikmynda-
hátíð hefst í Bíó Paradís á morgun,
fimmtudag, og stendur til 3. apríl.
Sýndar verða rúmlega tuttugu kvik-
myndir frá mörgum löndum, mynd-
ir sem hafa hlotið verðlaun og viður-
kenningar á ýmsum kvikmynda-
hátíðum. Þá er von á mörgum
gestum sem tengjast kvikmynd-
unum og munu taka þátt í dag-
skránni. Þeir ýmist fylgja myndum
sínum eftir – boðið verður upp á
samtal við þá marga að loknum sýn-
ingum – og koma í tengslum við svo-
kallaða Bransadaga hátíðarinnar
sem haldnir verða á Selfossi.
Klondike frá Úkraínu
Opnunarmynd Stockfish Film
Festival að þessu sinni er hin úkra-
ínska Klondike. Hún var frumsýnd
fyrr á þessu ári og vann til verð-
launa bæði á Berlinale- og Sun-
dance-kvikmyndahátíðunum.
Aðalleikona myndarinnar, Oks-
ana Cherkashyna, er meðal þeirra
milljóna íbúa Úkraínu sem hafa flú-
ið heimalandið á síðustu vikum í
kjölfar innrásar Rússa. Hún verður
viðstödd opnunarsýninguna og mun
sitja fyrir svörum áhorfenda eftir
sýninguna.
Klondike er í tilkynningu frá
Stockfish-hátíðinni sögð fjalla að
miklu leyti um forsögu atburðanna
sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Sögusvið myndarinnar er á tíma
stríðsins milli Úkraínu og Rúss-
lands árið 2014 og er fjallað um fjöl-
skyldu sem býr á landamærunum
og neitar að flýja þótt þorpið þeirra
sé tekið yfir af rússneskum her-
sveitum.
My Year Of Dicks frumsýnd
Pamela Ribon og Sara Gunnars-
dóttir verða viðstaddar frumsýn-
ingu teiknimyndaseríunnar My
Year Of Dicks sem Sara leikstýrði
en Ribon skrifaði. Hún hefur áður
til að mynda skrifað handrit Disney-
myndanna Moana og Ralph Breaks
the Internet.
Leikstjórinn David Bonneville
fylgir kvikmynd sinni The Last
Bath til landsins en hún var framlag
Portúgals til Óskarsverðlauna. Síð-
asta baðið fjallar um nunnu sem er
kölluð aftur í heimabæ sinn til að
ættleiða fimmtán ára frænda sinn.
Með þeim takast ástir og í kjölfarið
mikil togstreita milli trúar, fjöl-
skyldu og ástar.
Frá Færeyjum kemur Trygvi
Danielsen í tengslum við sýningar á
mynd hans 111 góðir dagar. Hún
fjallar um tvo ólíka menn sem rek-
ast ítrekað hvor á annan við undar-
legar aðstæður. Síðar komast þeir
að því að ákveðið afl bindur þá sam-
an. Þetta er fyrsta færeyska kvik-
myndin í fullri lengd frá árinu 2014.
Frá Gaza í Palestínu kemur heim-
ildarkvikmyndin One More Jump!
sem fjallar um tvo vini sem ólust
þar upp og stofnuðu palestínskan
parkour-hóp. Í tilkynningu segir að
sársauki og gremja ungra
Palestínumanna á Gaza komi vel
fram í kvikmyndinni sem ítalski
leikstjórinn Emunele Gerosa gerði.
Hann hefur unnið til fjölda verð-
launa fyrir heimildarmyndagerð og
mun ræða við gesti eftir sýningu.
Nokkrar eftir Mendonca Filho
Christos Nikou, hinn gríski leik-
stjóri kvikmyndarinnar Apples, sem
sýnd verður, hefur mikla reynslu í
kvikmyndagerð og hefur verið að-
stoðarleikstjóri margra umtalaðra
mynda en þetta er hans fyrsta
mynd í fullri lengd. Hún fjallar um
mann sem missir minnið í kjölfar
heimsfaraldurs og fer í endurhæf-
ingu sem á að hjálpa honum að
byggja upp nýtt líf.
Meðal gesta á Stockfish-
hátíðinni eru líka hjónin Kleber
Mendonca Filho og Emilie Les-
claux frá Brasilíu. Þau eru í hópi
þekktustu kvikmyndagerðarmanna
Suður-Ameríku og verður sérstök
„Retrospect“-sýning á nokkrum
þekktum kvikmyndum þeirra, Bac-
arau – sem áður hefur verið sýnd á
Stockfish við góðar viðtökur,
Aquarius og Neighbouring
Sounds. Allar hafa myndirnar hlot-
ið virt verðlaun en kvikmyndir
hjónanna hafa hlotið á annað
hundrað viðurkenninga, meðal
annars á Cannes-hátíðinni. Bæði
munu þau sitja fyrir svörum eftir
sýningu myndanna. Hann sem
handritshöfundur og leikstjóri og
hún sem framleiðandi.
Heimildarmynd um O’Connor
Þá má geta umtalaðrar heimildar-
kvikmyndar um írsku tónlistarkon-
una Sinead O’Connor, Nothing
Compares. Í henni er fjallað um það
hvernig frægðarsól hennar reis, þar
til uppreisnargjarn andi hennar og
viðmót varð til þess að henni var út-
hýst úr meginstraumi poppsins.
Leikstjóri myndarinnar er Kathryn
Ferguson og er horft aftur frá sam-
tímanum til áranna 1987 til 1992.
Auk sýninganna í Bíó Paradís
næstu tíu daga verða fyrrnefndir
Bransadagar á Selfossi með metn-
aðarfullri dagskrá sem tengist
framleiðslu kvikmynda.
Fjöldi verðlaunamynda á Stockfish
Úkraínudrama Opnunarmynd hátíðarinnar fjallar um tíma stríðsins 2014. Unglingasaga Sara Gunnarsdóttir leikstýrði My Year of Dicks.
Undarlegt 111 góðir dagar er fyrsta færeyska bíómyndin frá árinu 2014. Úr Bacarau Útför í einni kvikmynda leikstjórans Klebers Mendonca Filhos.
- Stockfish-kvikmyndahátíðin hefst í Bíó Paradís á morgun - Opnunarmynd er úkraínsk og gerist í
stríðinu við Rússa árið 2014 - Yfir tuttugu kvikmyndir sýndar - Bransadagar haldnir á Selfossi
stockfishfestival.is