Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 28
Hljómsveit bassaleikarans Sigmars Þórs Matthías- sonar, Meridian Metaphor, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Hljómsveitin mun meðal ann- ars leika tónlistina sem er á nýjustu hljómplötu Sig- mars sem er samnefnd sveitinni og hefur hlotið lof- samlega dóma en hún er samin undir áhrifum frá austrænni heimstónlist. Ásamt Sigmari koma fram Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Ingi Bjarni Skúla- son og Matthías MD Hemstock. Hljómsveit Sigmars Þórs, Meridian Metaphor, kemur fram í Múlanum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sennilega hefur enginn starfað leng- ur við bílasölu en Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Suzuki bíla hf., en hann hefur unnið á þessum vettvangi í ríflega 52 ár. Um áramótin 1969-70 byrjaði Úlf- ar að vinna hjá Sveini Egilssyni hf. í hlutastarfi með námi í skóla. Fljót- lega var hann kominn í fullt starf hjá fyrirtækinu og þegar bílaumboðin voru seld keyptu nokkrir starfs- menn með Úlfar og Þorberg Guð- mundsson í fararbroddi Suzuki- umboðið, stofnuðu Suzuki bíla hf. 1989 og hófu rekstur í gamla Ford- húsinu í Skeifunni 17, þar sem starf- semin hefur verið síðan. Til að byrja með unnu átta manns við sölu á bílum og varahlutum, en nú eru um 25 starfsmenn hjá Suzuki og þar af þrír sem hafa verið í hópn- um frá byrjun. „Fyrstu 25 árin var sáralítil eða engin starfsmannavelta en síðan hefur fólk hætt vegna ald- urs,“ segir Úlfar. Ýmsar ástæður liggja að baki starfsvali og hún er nærtæk hjá Úlf- ari. „Það var bara bíladella,“ segir hann og bætir við að hann hafi eign- ast fyrsta bílinn skömmu eftir að hann hafi tekið bílprófið. „Ég var mikill bílaáhugamaður á þeim árum og hún hefur enst að hluta til en á annan hátt. Ástríðan er öðruvísi en áður og snýst núna fyrst og fremst um viðskiptin.“ Skemmtilegur bransi Úlfar segir að bílabransinn sé mjög skemmtilegur. Stöðugt komi nýjar tegundir á markað, ýmsar nýj- ungar og svo framvegis. „Þó bílar hafi í grunninn verið mjög svipaðir í yfir 100 ár hefur þróunin verið stöð- ug, alltaf verið eitthvað nýtt í gangi.“ Eins hafi verið mikil áskorun að tak- ast á við þær miklu sveiflur sem hafi verið í bílasölunni á Íslandi. „Þetta eru mjög lifandi viðskipti og starfinu fylgja mikil samskipti við fólk, sem er mjög skemmtilegt.“ Líkamsrækt hefur lengst af verið ríkur þáttur í daglegu amstri Úlfars. „Ég hef verið með kort í líkams- ræktarstöð í yfir 40 ár, var virkur í langhlaupum í yfir 20 ár og þegar ég fór að gefa eftir í hlaupunum skipti ég yfir í golfið. Ég fer gjarnan í ræktina í hádeginu og reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi.“ Hann þótti reyndar mjög liðtæk- um í hlaupum, þó hann geri lítið úr því. „Ég var meðallanghlaupari, hljóp reglulega maraþon, hálf- maraþon og Laugavegshlaup. Hleyp reyndar ennþá en er hættur að hlaupa á malbiki, held mig við utan- vegahlaup.“ Þórir Jónsson, eigandi Sveins Eg- ilssonar hf., byrjaði að selja Suzuki- bíla hérlendis 1981. Salan hefur margfaldast í áranna rás, en lengi hafa fimm til sex tegundir verið á boðstólum og nýlega byrjaði fyrir- tækið að selja kínverska rafmagns- bíla. Alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi, eins og Úlfar orðar það, og hann segist ekkert vera á förum. „Ég sé enga ástæðu til þess að hætta á meðan ég hef gaman af þessu og heilsan er í lagi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægður Úlfar Hinriksson segir að nú snúist bíladellan fyrst og fremst um viðskiptin. Blússandi bíladella - Úlfar Hinriksson hefur selt Suzuki-bíla í ríflega 52 ár ALLIR ÁSKRIFENDUR ERU SJÁLFKRAFA Í POTTINUM SAMA HVER ÁSKRIFTARLEIÐIN ER. Samspil Morgunblaðsins og áskrifenda okkar gerir okkur kleift að vera þungamiðja upplýsinga og stunda traustan fréttaflutning, birta fjölbreytt efnistök og stunda öfluga fjölmiðlun. Við viljum sýna þakklætisvott með happdrætti þar sem heppinn áskrifandi hlýtur þennan glæsilega Honda HR-V Hybrid. Við drögum út vinningshafa 28. apríl. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. „Er Evrópufótboltinn bara miðaður við England, Spán, Þýskaland, Ítalíu og Frakkland? Hvað með hinar þjóð- irnar? Eiga þær að vera ánægðar með að spila bara í undankeppninni?“ skrifar Philipp Lahm, fyrirliði þýsku heimsmeistaranna í knattspyrnu árið 2014, í pistli á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem hann fjallar um Evrópufótboltann hjá félagsliðum og lands- liðum. »23 Miðast fótboltinn við fimm þjóðir? ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.