Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 10
Það er
vægast sagt
einkenni-
legt að
sumir
stjórn-
málamenn
skuli hafa
frumkvæði
að því að
greiða
þessu fólki
bætur án
þess að
fyrir liggi
dómur eða
endanlegt
samkomu-
lag um
uppgjör.
málsins.
Einn fjórmenninganna sem
að ósekju voru hnepptir í yfir
100 daga gæsluvarðhald 1976
í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu gagnrýnir harðlega
aðkomu stjórnmálamanna
að bótagreiðslum til fólksins
sem kom þeim í fangelsi með
röngum sakargiftum.
DÓMSMÁL Magnús Leópoldsson,
einn fjórmenninganna sem upp-
runalegir dómþolar í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu beittu röngum
sakargiftum með þeim afleiðingum
að þeir sátu að ósekju í gæsluvarð-
haldi í yfir 100 daga árið 1976, segir
það þungbært fyrir þá félaga að
horfa upp á að fólkið sem dró þá
algerlega saklausa inn í málið fái nú
„greiddar himinháar bætur, án þess
að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar
um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök
þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“
Hann hafi það á tilfinningunni að
verið sé að greiða bætur fyrir að
bera á þá rangar sakir.
„Sýknudómur Hæstaréttar er því
marki brenndur,“ heldur Magnús
áfram, „að settur ríkissaksóknari
sem lagði þá rannsókn upp rök-
studdi ekki að okkar mati nógu
vel niðurstöðuna, en hann gerði
bara kröfu um að sýkna bæri Sævar
Marinó, Kristján Viðar og Guðjón
Skarphéðinsson af mannshvörf-
um.“ Aðrar sakfellingar á öðrum
afbrotum standi á hinn bóginn eftir
óhaggaðar, en þar á meðal séu ýmis
alvarleg brot, þar á meðal rangar
sakargiftir.
Afvegaleiddu rannsóknina
Í samtali við Fréttablaðið segir
Magnús að þetta sé sérlega sárt í
ljósi þess að þeir sem upprunalega
hlutu dóm og fái nú greiddar bætur
beri fulla ábyrgð á því að afvega-
leiða rannsóknina á sínum tíma, en
í dómnum yfir þeim frá 1980 viður-
kenni þeir að það hafi verið saman-
tekin ráð að bendla Magnús, Einar
Bollason, Valdimar Olsen og Sigur-
björn heitinn Eiríksson við málið
til að torvelda rannsókn þess, færi
svo að upprunalegu dómþolarnir
yrðu bendlaðir við það. Hugmyndin
hafi verið að þá myndi rannsóknin
beinast frá þeim. „Þetta fólk gerði
af einhverjum ástæðum fyrir fram
ráð fyrir að það yrði spurt út í Geir-
finnsmálið og sammæltist um það
að draga okkur saklausa inn í þetta
mál, væntanlega til þess að dylja
eigin glæpi,“ segir Magnús.
Hann segir Guðmundar- og Geir-
finnsmálin ekki eingöngu hafa
varðað mannshvörf, heldur einnig
nauðgun, þjófnað, fjársvik, brennu,
skjalafals, smygl, sölu á fíkniefnum
og síðast en ekki síst rangar sakar-
giftir á hendur fjölda nafngreindra
einstaklinga, en síðastnefnda atriðið
varði tveggja til sextán ára fangelsi.
Fólk verður að bera ábyrgð
„Það virðist gæta einhvers mis-
skilnings í umræðunni um öll þessi
alvarlegu brot, að þau hverfi vegna
þess að hægt sé að gagnrýna rann-
sóknarferlið og meðferð dómstóla,“
segir Magnús og bætir við að fólk
verði auðvitað að bera ábyrgð á því
sem það sannanlega geri. Gagnrýni
á lögreglu og dómstóla sé bara allt
annað mál og þurfi að skoða sér-
staklega eftir því sem við eigi.
Magnús segir Erlu Bolladóttur og
afkomendur annarra upprunalegra
dómþola sem sækja bætur bera fulla
ábyrgð á því að hafa komið því til
leiðar að saklaust fólk hafi verið
lokað inni. Bótagreiðslur til þessa
fólks megi því og beri að gagnrýna.
Nú reyni Erla Bolladóttir að koma
þeirri sök á aðra, en eftirlifandi
fjórmenningar viti að það sé ekki
rétt. „Enda gæti hún ekki vitað um
sakleysi okkar nema vegna þess að
hún var sjálf stödd, að eigin sögn, í
Dráttarbrautinni í Keflavík 19. nóv-
ember 1974,“ segir Magnús.
Höfðu hag af sakbendingunni
Hann segir umrædda einstaklinga
Þau höfðu hag af
því að draga saklausa
menn inn í málið
Fjölmiðlar
fylgdust grannt
með allri með-
ferð Geirfinns-
og Guðmundar-
málanna. MYND/
AÐSEND
Magnús Leópoldsson segir Erlu Bolladóttur bera ábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Valdimar Olsen, Magnús Leópoldsson og Einar Bollason í héraðsdómi í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
hafa haft beinan hag af því að draga
saklausa menn inn í málið – og
nefnir þar Guðjón Skarphéðinsson
sem hafi skýrt frá því þegar hann
var við yfirheyrslu, tæpu ári eftir að
fjórmenningarnir voru handteknir,
að hann hefði tekið það nærri sér
„að vita af okkur í gæsluvarðhaldi
þar sem hann vissi að við vorum
saklausir,“ segir Magnús og bætir því
við að það sé „ svívirðilegur glæpur
að bera menn röngum sökum til að
dylja eigin glæpi. Auðvitað veit Guð-
jón Skarphéðinsson að við vorum
saklausir og það af sömu ástæðu og
Erla veit það.“
Magnús segir „afskipti stjórn-
málamanna af þessu máli, fyrr og
síðar, vera algerlega óþolandi og
hafa valdið miklum skaða.“ Og
Magnús segir þar ekkert lát á. „Það
er vægast sagt einkennilegt að sumir
stjórnmálamenn skuli hafa frum-
kvæði að því að greiða þessu fólki
bætur án þess að fyrir liggi dómur
eða endanlegt samkomulag um
uppgjör málsins. Stjórnmálamenn
eiga ekki að blanda sér í úrlausn
dómsmála eða reyna að hafa áhrif
á niðurstöðuna.“
Undarleg hagsmunagæsla
Þá sé það undarleg hagsmunagæsla
fyrir hönd ríkissjóðs að ákveða að
áfrýja ekki nýlegum héraðsdómi
í máli Erlu Bolladóttur. „Í mínum
huga er ekki hægt að kveða þetta
mál úr íslensku samfélagi hvað
bætur varðar án endanlegs dóms
Hæstaréttar,“ segir Magnús Leó-
poldsson.
Loks sé mjög athyglisvert að
kynna sér aðkomu Gísla Guðjóns-
sonar að Geirfinnsmálinu, meðal
annars þegar hann hafi náð að rjúfa
einangrun Guðjóns Skarphéðins-
sonar í desember 1976, en Gísli var
á þessum tíma nemi í réttarsálfræði.
„Hann er því að okkar mati algjör-
lega vanhæfur í því máli enda lýsti
hann því sjálfur yfir í blaðagrein
í DV í janúar 1998,“ segir Magnús
Leópoldsson að lokum. ■
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
10 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTAVIÐTAL FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR