Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 16
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Nú reynir á blaða- menn, hvarvetna um álfuna, sem verða að flytja raunveru- legar og hlutlægar fréttir af vettvangi Evrópu- stríðsins sem geisar í austur- hluta heimshlut- ans. Það er ekki náttúru- lögmál að konur fái minna greitt fyrir framlag sitt á vinnu- markaði en karlar, það er ákvörð- un. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Launamunur kynjanna var um 14 prósent hér á landi árið 2019. Það þýðir að nú, 60 árum eftir að lög um launajöfnuð voru samþykkt á Alþingi, er kona, sem hefur 650.000 krónur í mánaðarlaun, snuðuð um 1,2 milljónir á ári. Það gera rúmar 60 milljónir króna yfir starfsævina. Þetta er óþolandi. Það er líka óþolandi að sam- félagið virðist ónæmt fyrir þessu óréttlæti. Þetta ónæmi má skrifa að hluta til á það hversu f lókin umræðan um launamun kynjanna er. Talað er annars vegar um óleiðréttan launamun; muninn á launum karla og kvenna að teknu tilliti til vinnu- tíma, og hins vegar um leiðréttan launamun; launa- mun sem til staðar er að teknu tilliti til tiltekinna þátta svo sem starfs, atvinnugreinar, menntunarstigs og f leira. Launamun kynjanna má að langstærstum hluta rekja til hins kynskipta vinnumarkaðar og ólíks náms og starfsvals kynjanna. Því er nauðsynlegt að beina sjónum að hinum óleiðrétta mun. Í honum má greina verðmætamat samfélagsins og það hvernig hefðbundin karlastörf eru metin meira virði en hefð- bundin kvennastörf. Með því að einblína á leiðrétta muninn er launamisrétti útskýrt og jafnvel réttlætt með vali kvenna og eiginleikum þeirra. Það skilar okkur ekki launajafnrétti í bráð. Það er ekki náttúrulögmál að konur fái minna greitt fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en karlar. Það er ákvörðun. Það er tímabært að taka ákvörðun um að breyta því. Starfshópur forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa skilaði á síðasta ári tillögum að leiðum til að útrýma launamun kynjanna. Starfshópurinn lagði meðal annars til að komið yrði á fót tilrauna- verkefni um mat á virði starfa sem miði að því að þróa verkfæri og auka fræðslu og ráðgjöf til að styðja atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Nauðsynlegt er að fylgja þessum tillögum eftir og ráðast í markvissar aðgerðir til að leiðrétta vanmat kvennastarfa strax. Það er löngu tímabært. n Sextíu milljónir króna Daníel E. Arnasson varaþingmaður VG Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is benediktboas@frettabladid.is Áhrif Nú er stóra spurningin hver pólitísku áhrifin verða af því að menn hafi verið undir áhrifum. Verða áhrifin einhver eða engin? Augljóslega vonast Framsóknar- menn þessa lands eftir því að þau verði á við styrkleika bjórs, en annað verður sagt um helstu andstæðinga þessa gamla og gör- ótta flokks sem vonast auðvitað eftir enn sterkari áhrifum, ef ekki mældum í styrkleika spíra þá að minnsta kosti í áhrifum alvöru brennivíns af gamla skól- anum sem fær ólíklegustu menn til að láta furðulegustu hluti út úr sér. Tómhentir Áhrif alls þessa á fjörutíu daga kapphlaupið sem fram undan er geta verið með ýmsu móti, en páskarnir verða varla liðnir er landsmenn fara að huga að borgar-, bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum hringinn í kringum landið. Og þá þarf náttúrlega að fara að panta búsið til að halda upp á kosninga- sigurinn ellegar drekkja sorgum sínum í sénever og vodka eftir ömurlegu útreiðina sem vísast bíður einhverra framboðanna. En kannski menn haldi að sér höndum í þetta skipti – og í stað þess að drekka með báðum höndum standi menn tómhentir framan við skjáinn á kosninga- nótt. Við sjáum hvað setur. n Það fyrsta sem fellur í stríði er sann- leikurinn. Það er gömul saga og ný. Og hún á að vera almenningi eilíf áminn- ing um að lygin þrífst á leyndinni. Innrás Rússa í Úkraínu sem nú hefur staðið yfir í meira en fjörutíu daga hefur varpað ljósi á það hvað tjáningar- og fjölmiðla- frelsi á víða undir högg að sækja í Evrópu. Það er raunar fótum troðið í fjölda landa álfunnar þar sem hvorki stjórnmálamenn né fjölmiðla- menn, ellegar skáld og rithöfundar, geta um frjálst höfuð strokið. Ef þeir eru ekki fangels- aðir fyrir ræður sínar, skrif og hugsanir er eitrað fyrir þeim, eða þeir hreinlega skotnir á færi. Valdhöfum þjóðríkja á borð við Rússland, Hvíta-Rússland, Pólland, Ungverjaland – og raunar Tyrkland sunnar í álfunni – stendur mikill stuggur af frelsi orðsins. Þeir vita sem er að ekkert vopn er yddaðra í valdakapphlaupinu en einmitt orð í pontu og á blaði. Og fátt er þeim meira kappsmál en að kveða niður raddir sem kunna að upplýsa um raun- verulega stöðu innan stjórnkerfisins í löndum þeirra. Því kappkosta þeir að halda þjóð sinni eins óupplýstri og nokkur kostur er og halda að henni áróðri og ósannindum. Þeir styðja sig við staðlausa stafi. Nú reynir á frjálsa fjölmiðla í upplognum aðstæðum. Nú reynir á blaðamenn, hvarvetna um álfuna, sem verða að flytja raunverulegar og hlutlægar fréttir af vettvangi Evrópustríðs- ins sem geisar í austurhluta heimshlutans. Fjölmiðlafrelsið er einmitt vopnið sem bítur fastast á svona örlagatímum. Og í krafti þess er sagan skrifuð jafnóðum og hún gerist. Og það er akkúrat það sem vondir menn varast. n Orð og frelsi Leyndin að baki Það er ástæða til að hrósa fjármálaráðherra fyrir að létta bankaleyndinni af sölu Íslandsbanka eftir að opinbera eftirlitskerfið komst að þeirri gamalkunnu niðurstöðu að þjóðin mætti ekki vita hver væri kaupandinn að eignum hennar. Fjármálaráðherra talaði fyrir því á fyrri stigum málsins að upplýsa ætti um kaupendur þessa hlutar svo fremi að lög gerðu ráð fyrir því. Forsætisráðherra talaði einnig á sömu nótum. Það er í anda lærdómsins af síðasta banka- hruni að snúa við túlkun Bankasýslunnar á bankaleynd og aflétta pukrinu í þessum efnum. Og nú þarf Alþingi að sjá til þess að lagabálk- inum sem þrengir að upplýstri umræðu um raunverulega kaupendur íslenskra banka verði breytt til frambúðar. Leynibrallið er liðin tíð. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.