Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 17
 Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík – aðalfundur þriðjudaginn 26. apríl kl. 17.00 Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Rafrænt stjórnarkjör 12. til 22. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 12. – 22. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal nú kjósa um eitt stjórnarsæti til þriggja ára. Í framboði eru Bergur Ebbi Benediktsson og Georg Lúðvíksson. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Dagskrá fundar: • Hefðbundin aðalfundarstörf • Önnur mál, löglega upp borin Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2022 var samtals 149,5 milljarðar kr. og hækkaði um 26,5 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 120,5 milljarðar kr. og hækkaði um 20,5 milljarða kr. á árinu. Tryggingafræðileg staða sam- tryggingardeildar var neikvæð um 0,2% miðað við breyttar for- sendur á reiknigrunni um lífslíkur. Meðaltal hreinnar raun- ávöxtunar er 6,9% sl. 5 ár og 6,1% sl. 10 ár. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 16,7% 11,9% Lífsverk 1 22,1% 17,3% Lífsverk 2 14,4% 9,6% Lífsverk 3 3,1% -1,7% Ávöxtun 2022: 5 ára meðaltal 10 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild -2,0% 0,0% 2,0% 4,0% 6,0% 8,0% 10,0% 12,0% 2018 2019 2020 20212017 Ímynd stjórnmálamanna í fjöl- miðlum er ekki alltaf í beinu sam- hengi við verkin og veruleikann. Jón Gunnarsson fékk til að mynda sérlega óblíðar móttökur í fjölmiðlum þegar hann tók við embætti dómsmálaráðherra. Á hinn bóginn hafa fáir ráð- herrar verið hafnir jafn mikið upp til skýjanna eins og Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra. Upphafning hans skilaði Framsókn fimm nýjum þingmönnum. Komið sumum gagnrýnendum á óvart Þegar Jón Gunnarsson var sam- gönguráðherra árið 2017 var hann athafnasamasti ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Í því ljósi vakti það athygli að þingflokkur Sjálfstæðis- manna skyldi fyrir fram takmarka ráðherrasetu hans nú við átján mánuði. Hann hefur á stuttum tíma í dómsmálaráðuneytinu sýnt að hann kann enn að láta hendur standa fram úr ermum. Það kemur ef til vill ekki á óvart. En hitt hygg ég að hafi komið sumum gagnrýnendum ráðherr- ans á óvart hvernig hann hefur tekið á nokkrum þeirra erfiðu og viðkvæmu mála, sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Það breytir þó ekki því að menn finna þar enn pólitísk ágreiningsefni eins og umræður um útlendingafrum- varpið sýna. Róttæk umbótatillaga En tilefni þessarar upprifjunar er að dómsmálaráðherra kynnti nýlega athyglisverð kerfisbreytingaáform. Markmið þeirra er að bæta þjón- ustu og einfalda kerfið. Einföldunin felst í því að nýta tæknibreytingar til þess að sameina sýslumanns- embætti og fækka sýslumönnum niður í einn. Sýslumannsembættum hefur verið fækkað áður, en hér er ráðgert að stíga róttækt skref. Það er þarft og tímabært. Og við blasir að ganga má enn lengra á málasviði ráðu- neytisins því að tími er kominn til að fækka lögreglustjórum og gera Ísland að einu lögregluumdæmi og styrkja þannig lögregluna um land allt. Vandi ráðherrans er sá að róttæk uppstokkun í rótgrónu kerfi vekur jafnan andstöðu. Þeir sem vilja aðeins sigla sléttan sjó koma sér því gjarnan hjá því að taka á málum með þessum hætti. Því fremur er ástæða til að gefa því gaum þegar ráðherra áræðir að beita upp í vindinn til þess að ná mikilvægu markmiði. Biðlistar og tóm loforð Ásmundur Einar Daðason hefur nú verið ráðherra barnamála í hart- nær fimm ár. Þegar hann tók við embætti brunnu barnabiðlistarnir heitast á ráðuneyti hans. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Á bráðum fimm ára valdatíma hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum sennilega sneggsti bletturinn á núverandi ríkisstjórn. Ný ríkisfjármálaáætlun bendir svo til að hann muni á endanum skjóta þunga barnabiðlistavandans yfir á næstu ríkisstjórn. Enginn ráðherra hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótboltann og annan fyrir hand- boltann. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Óskammfeilni Þessi samanburður milli tveggja ráðherra er áhugaverður. En hitt sýnir hversu óskammfeilin pólitíkin getur stundum verið að þingmenn Framsóknar hafa gengið fram fyrir skjöldu til þess að rífa hagræðingar- og umbótaáform dómsmálaráðherrans niður. Það verður því ekki léttur leikur fyrir Jón Gunnarsson að ná þessum skipulagsbreytingum fram. En það eru ekki bara Fram- sóknarmenn sem ætla að bregða fæti fyrir tillöguna um fækkun sýslumanna. Áhrifamesti tals- maður íhaldsarmsins í Sjálfstæðis- flokknum andmælti á dögunum í Morgunblaðinu kerfisbreytingar- áformum dómsmálaráðherrans og harmaði um leið að hreppstjórar skuli ekki enn vera virkur hluti af stjórnsýslu ríkisins. Prófsteinn Sú glíma, sem Jón Gunnarsson þarf að stíga á næstunni við þingmenn Framsóknar og íhaldsarminn í eigin flokki, verður líka alvöru próf- steinn á fjármálaráðherra. Sættir hann sig við að dómsmála- ráðherrann þurfi að lúta í lægra haldi loksins þegar raunhæfar tillögur um hagræðingu og bætta þjónustu með skipulagsbreyting- um koma fram eftir fimm ára setu ríkisstjórnarinnar? Spurningin er um innihald eða ímynd. Svo virðist sem margir vilji sjá dómsmálaráðherrann lenda í sömu sporum og barnamálaráð- herrann með biðlistana. ■ Innihald eða ímynd Þorsteinn Pálsson ■ Af Kögunarhóli Svo virðist sem margir vilji sjá dómsmálaráð- herrann lenda í sömu sporum og barnamála- ráðherrann með bið- listana. Samband Stjórnendafélaga STF óskar eftir Mennta- og kynningafulltrúa Starfið felst í: • Kynningu á STF á landsvísu og á starfssvæðum tíu aðildafélaga sem eru innan sambandsins um allt land. • Umsjón með endurmenntun fyrir félagsmenn og stjórn- endanámi sem unnið er í samvinnu við Háskólann á Akureyri. • Mánaðaruppgjöri, umsjón og skráningum í orlofskerfinu Frímann fyrir hönd STF. • Samskiptum við aðildarfélög og stjórnir þeirra. • Samskiptum við félagsmenn. • Hönnun kynningarefnis og almenn skrifstofustörf. Umsóknafrestur er til og með 25. apríl næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí eða fyrr. Hæfniskröfur umsækenda eru: • Þekking/reynsla af upplýsingatækni. • Þekking/reynsla af kynningar- og menntamálum. • Mjög gott vald á íslensku í máli og ritun, ásamt kunnáttu í ensku í máli og ritun. • Góð tölvukunnátta; Word, Excel, Powerpoint og Outlook, ásamt dk bókhaldskerfi er kostur. • Góð þjónustulund ásamt þekkingu á starfssemi stéttar- félaga er kostur. Starfstöð er á skrifstofu STF í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum svarað. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið johannb@stf.is Nánari upplýsingar um starfið er í síma 8989929 hjá Jóhanni Baldurssyni, forseta og framkvæmdastjóra STF. FIMMTUDAGUR 7. apríl 2022 Skoðun 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.