Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 18
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf., vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf. hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sekt- ir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf. hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiði- dagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að for- veri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf. nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir árin 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf. á veiðidagbók- um, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi stað- setningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ. á m. hversu mörgum skutl- um var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauð- dagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort f lokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grund- vallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbæk ur vor u einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf. afhenti hins vegar aldr- ei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangs- muni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri íslenzku sagt: Hvalur hf. gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014- 2018 byggðu á og Hvalur hf. hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf. auð- vitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvunar veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristján Þór Júlíusson Hval hf. hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneisa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiði- leyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. ■ Nú skal Svandísi Svavarsdóttur og Vinstri græna reyna Ole Anton Bieltvedt stofnandi Jarðarvina Gamli miðbærinn er djásnið í krúnu hverrar borgar. Þar á sagan, menn- ingin, helstu söfnin og margar mikil- vægar stofnanir heima og þangað flykkist fólk til að njóta lífsins og skemmta sér. Skiljanlega. Erlendir ferðamenn sækjast einnig aðallega eftir að vera hérna í miðbænum og hafa yfirleitt lítinn áhuga á að gista í úthverfum þeirra borga sem þeir heimsækja, með allri virðingu fyrir þeim sem þar búa. En hér lýkur sam- líkingunni. Engin sómakær borg í heiminum nema Reykjavík leyfir veitingamönnum að blasta tónlist út á götu og bareigendum að spila dúndrandi dansmúsík fram til hálf fimm á morgnana í miðri íbúabyggð, algjörlega óáreittir, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Um hverja helgi rignir djammþyrstum Íslendingum, sem vilja sletta ærlega úr klaufunum, niður í miðbæinn með tilheyrandi hávaða, sóðaskap og látum. Þögn er sama og samþykki Og hvað gera borgaryfirvöld í mál- inu? Nákvæmlega ekkert. Þvert á móti hafa þau leyft þessari ómenn- ingu að grassera og vaða fullkom- lega stjórnlaust uppi. Þetta sinnu- leysi bitnar ekki aðeins harkalega á langþreyttum íbúum, heldur einn- ig öllum þeim ferðamönnum sem hreiðrað hafa um sig á þeirri hótel- og gistiheimilanýlendu sem mið- borgin er orðin. Þeir sækjast í mann- lífið og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða, en þeir eru aftur á móti hundfúlir með að geta ekki fengið að sofa værum svefni fyrir drunum og dynkjum á næturnar. Gististaðirnir hafa ekki farið varhluta af þessari óánægju, enda kvarta gestirnir statt og stöðugt undan hávaðanum og krefjast oft að fá ríflegan afslátt eða jafnvel endur- greiðslu vegna þess ónæðis sem þeir hafa orðið fyrir. Nægir í því sam- bandi að minnast á viðtal við Kristó- fer Oliversson, formann Félags fyrir- tækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóra Center Hot- els-keðjunnar, undir fyrirsögninni: „Umtalsvert um endurgreiðslu vegna hávaða“ (Morgunblaðið 2. júní 2021). Ferðalangarnir kveðja því klakann hvað eftir annað súrir í bragði, sem setur svartan blett á orðspor borgar- innar og raunar landið allt. Lengi getur vont versnað Borgarstjórnin hefur miklar áhyggj- ur af bílamengun og hvernig draga megi úr henni með öllum ráðum, en hávaðamengun er greinilega of ósýnilegt fyrirbæri til að vert sé að gefa henni gaum. Það virðist ekki koma borginni við frekar en önnur umkvörtunarefni íbúanna. Hún hlustar ekkert á þetta fólk og skellir við skollaeyrum, hefur greini- lega aðeins áhuga á að hirða af því fasteignagjöldin og rukka fyrir sorp- hirðu og bílastæðabrot. Æðstu ráða- menn borgarinnar eru umkringdir herskara millistjórnenda þann- ig að þeir þurfa ekki persónulega að fást við neinar óánægjuraddir á sínum verndaða vinnustað. Úr bergmálshelli þeirra fréttist aðeins hvað borgin sé æðisleg, sama hvað menn kvarta og kveina, milli þess sem meirihlutinn skálar fyrir því hvað hann stendur sig stórkostlega vel. Það má annars furðu sæta hvað yfirvöldum virðist vera alveg slétt sama um allan þennan hávaða og óspektir í miðbænum. Víðast hvar annars staðar gilda um þetta mjög strangar reglur. Lögreglan í París myndi loka börum með svona gaura- gang í einum grænum og leysa upp götupartíið. Að vísu er kveðið skýrt á um það í íslenskum lögum að allir eigi rétt á svefnfriði, það er bara ekk- ert farið eftir því. Margir íbúar miðbæjarins hafa búið hér árum og áratugum saman og vilja hvergi annars staðar vera. Þeir neita einfaldlega að yfirgefa heimili sín og hrökklast á brott vegna tilætlunarsemi kráareiganda. Allan þennan tíma hafa borgaryfir- völd forðast eins og heitan eldinn að takast á við vandamálið, hvorki sýnt íbúum neinn skilning né gert minnstu tilraun til að finna ein- hverjar málamiðlanir. Þau virðast eingöngu hafa samúð með veitinga- mönnum, svo mjög að halda mætti að markmiðið væri að gera Reykja- vík að mestu partíborg Evrópu og slá þannig heimsmet í svalli, gubbupoll- um og götuslagsmálum. Það verður að teljast afar vafasamur heiður. MDE skerst í leikinn Morena nokkur Gómez fór í mál við borgarstjórn Valensíu á Spáni eftir að hafa árum saman talað fyrir dauf- um eyrum þarlendra ráðamanna um nákvæmlega sama hlutinn og hér er til umfjöllunar. Til að gera langa sögu stutta hafði hún átt heima í miðbæ Valensíu síðan 1970, en fjórum árum síðar byrjaði borgarstjórnin að veita krám, börum og diskó- tekum rekstrarleyfi á svæðinu alveg hægri-vinstri án tillits til íbúanna. Næsta áratug stóðu íbúarnir í stöð- ugu stappi við borgina uns Gómez ákvað að lögsækja hana. Málið fór fyrir hæstarétt Valensíu árið 1997 og þaðan, eftir mikið japl, jaml og fuður, til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem stefndi spænska ríkinu fyrir brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hennar. Það er skemmst frá því að segja að Gómez hafði betur og voru henni úrskurðaðar himin- háar miskabætur þegar dómurinn féll árið 2005. Ekki tjónkaði fyrir ríkið/borgina að varpa ábyrgðinni frá sér með því að skella skuldinni á þá staði sem hávaðanum ollu, því öll tilskilin leyfi fyrir starfseminni komu frá yfirvöldum. Hvar er löggan og eftirlitið? Framkoma næturklúbbanna er ekkert annað en hljóðpyndingar, hreint of beldi, í boði borgarinnar sem lætur kveinstafi íbúanna sem vind um eyru þjóta. Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur hafa einnig margoft farið þess á leit við yfirvöld að aflétta þessum ófögnuði, en allt kemur fyrir ekki. Og enga hjálp er heldur að fá hjá lögreglunni þegar eftir því er leitað, enda þótt henni beri skylda samkvæmt lögreglu- samþykkt Reykjavíkur til að hafa afskipti af þeim lögbrotum sem borgin lætur hér viðgangast ár eftir ár. Nú er varla annað eftir en að beina málinu til dómstóla. Íbúar miðborgarinnar eru fjöl- breyttur hópur með ólíkar stjórn- málaskoðanir. Um eitt erum við þó hjartanlega sammála, við viljum losna við þennan hávaða og það strax! Núverandi meirihluti hefur hunsað okkar raddir allt of lengi og traðkað á friðhelgi einkalífsins með sínu meðvirka aðgerðaleysi. Kannski er eina leiðin til úrbóta að kjósa þetta fólk í burtu sem svo hrapallega hefur vanrækt skyldur sínar með þeim hætti sem hér frá greinir. Það ætti að minnsta kosti að biðjast afsökunar og lofa bót og betrun áður en íbúar miðbæjarins fara í Ráðhúsið að kjósa. Hægt er að skrá sig á undirskrifta- listann „Kjósum hávaðann burt!“ og nálgast lengri útgáfu af þessari grein á Facebook. ■ Eftir miðnætti ganga djöflarnir lausir Hannes Sigurðsson miðbæjarbúi Smart modular á Íslandi Klettatröð 2 | 235 Reykjanesbær | S. 7839211 | info@icesmartmodular.net Þessa dagana erum við að vinna að því að flytja húsin okkar frá verksmiðju ytra til Íslands. Eftir er eitt hús, 72 fm. sem er eins og er óselt. Eins og markaðurinn er nú þá fara verð á vörum úr timbri hækkandi. Þess vegna verða svona tækifæri ekki í boði, á næstunni að minnsta kosti, enda hefur hingað til stór hluti timburs komið frá Rússlandi í hús sem framleidd eru í Austur-Evrópu. • Gólfhiti og hægt að tengja við hitaveitu • Allar lagnir eru til staðar • Allar raflagnir eru til staðar • Vatnsgólfhiti er í öllum rýmum • Öll ljós tenglar og rofar eru til staðar • Allir gluggar hurðir og innihurðir eru til staðar • Eldhús afhendist fullbúið með vandaðri innréttingu með eyju • Einangruð gólf eru í húsunum og engin þörf á að steypa botnplötu • Húsin eru einangruð með steinull 150mm í útveggjum - 200mm í loftum og gólfum Smart modular á Íslandi kynnir: Einstakt tækifæri! 72 m2 lykilklárt hús - heilsárshús - samsett úr tveim einingum. Vandað tilbúið hús sem er híft á undirstöður, tengt og er svo klárt til notkunar, í flestum tilfellum samdægurs. UPPSETNING INNIFALIN Í VERÐI 18 Skoðun 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.