Fréttablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 20
Í vikunni kom út þriðji hluti 6.
stöðuskýrslu Milliríkjanefndar S.þ.
um loftslagsbreytingar (e. IPCC).
Fyrsti hluti skýrslunnar kom út í
ágúst 2021 og annar hluti hennar í
febrúar 2022. Skilaboð alþjóðavís-
indasamfélagsins sem koma fram
í þessum skýrslum eru skýr: lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum
hafa þegar alvarleg áhrif á fólk og
vistkerfi um allan heim og mögu-
leikar okkar á því að takmarka
hnattræna hlýnun við 1,5 gráður frá
iðnbyltingu minnka á ógnarhraða.
Við þurfum að sjá algjöran og tafar-
lausan viðsnúning á heimsvísu af
hálfu stjórnvalda, fyrirtækja og
einstaklinga í þágu loftslagsins. Án
ýkja þá eru þessar skýrslur síðustu
neyðarviðvaranir fremstu sérfræð-
inga heims í loftslagsmálum.
António Guterres, aðalritari S.þ.
kallaði fyrsta hluta skýrslunnar
„rauða viðvörun fyrir mannkyn“.
Sagði hann svo annan hluta skýrsl-
unnar sýna „misheppnaða forystu í
loftslagsmálum“ og að „biðin [eftir
loftslagsaðgerðum] sé banvæn“. Að
lokum sagði hann að þriðji hluti
skýrslunnar sýndi að „fyrirtæki og
stjórnvöld um allan heim segi eitt
en geri annað – að þau séu að ljúga“
og að tími sé komin til að „hætta að
brenna Jörðina okkar“.
Nú vil ég að stjórnvöld fari virki-
lega að hlusta á vísindin og hugsa
sinn gang. Fremsta vísindafólk
heims vinnur sjálf boðavinnu sem
telur þúsundir klukkustunda til
að kafa djúpt í nýjustu loftslags-
vísindi og undirbúa ítarlegar og vel
unnar skýrslur sem eiga að veita
leiðtogum heims innsýn í það hvar
við stöndum og hvað þarf að gera
í loftslagsmálum. En í stað þess
að taka þessum skýrslum alvar-
lega virðast valdhafar á heimsvísu,
þ.m.t. íslensk stjórnvöld, hunsa þær
að mestu leyti.
Nú eru margir mánuðir, næstum
hálft ár, síðan ný ríkisstjórn tók við
völdum en til þessa hefur mjög lítið
sést eða heyrst um loftslagsaðgerðir
annað en fögur loforð. Í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar segir
að þau ætli að setja loftslagsmálin í
forgang, en þetta hafa þau ekki sýnt
í verki á síðustu 6 mánuðum. Stjórn-
völd hafa ekki sett fram skýra stefnu
um það hvernig kolefnishlutleysi
við stefnum að, þau hafa ekki lögfest
uppfært markmið um 55% samdrátt
fyrir 2030 og þau hafa ekki uppfært
aðgerðaráætlun sem er jú það tól
sem á að skila raunverulegum sam-
drætti í losun.
Hversu margar skýrslur þarf
fremsta vísindafólk heims að
útbúa til að þið ráðist í aðgerðir?
Hversu margar greinar þurfum
við unga fólkið að skrifa til að þið
hlustið á okkur? Hversu mörgum
klukkutímum þurfum við unga
fólkið að fórna frá skóla og vinnu
til að mótmæla aðgerðaleysi ykkar
til að berjast fyrir framtíð okkar?
Hversu mörgum sinnum ætlið þið
að klappa okkur á bakið og segja
okkur hvað við erum frábær án þess
að gera svo neitt?
Ég bið ykkur, fyrir hönd ungs
fólks og framtíðarkynslóða um
allan heim, að fara nú að koma
ykkur að því að sýna loforð ykkar
í verki. Sýnið að ykkur er annt um
þau sem eru nú þegar að verða fyrir
hörmulegum afleiðingum loftslags-
breytinga. Sýnið að ykkur er annt
um ungt fólk og framtíðarkynslóðir.
Við viljum ekki f leiri loforð,
heldur viljum við sjá alvöru aðgerðir
strax sem skila raunverulegum sam-
drætti í losun. Valið er ykkar: annað
hvort verður litið á ykkur sem lofts-
lagssökudólga eða loftslagshetjur.
Vinsamlegast veljið vandlega.n
Innantóm
loftslagsloforð
Finnur Ricart
Andrason
loftslagsfulltrúi
Ungra um-
hverfissinna og
ungmennafulltrúi
Íslands til S.þ. á
sviði loftslagsmála
Ég lá veikur. Það var kveikt á útvarp-
inu. Þar talaði kona um lífeyrismál.
Afsakið að ég get með engu móti
fundið þáttinn aftur og man ekki
nafn konunnar en hún var vafalaust
vel tengd inn í lífeyriskerfið. Og
því fengin til að varpa ljósi á þetta
margflókna fyrirbæri.
Meðal annars vék hún að þeirri
staðreynd að áunnum lífeyris-
réttindum verður ekki skipt með
öðrum (maka eða sambúðarmanni)
þegar 65 ára aldri er náð.
Ástæðan?
Jú, sagði konan, til að draga úr
hættu á að svindlað sé á kerfinu.
Hvernig þá (og haldið ykkur nú)?
Til dæmis ef annar sambúðar-
aðilinn eða makinn er dauðvona,
útskýrði konan, stendur þessi leið
opin fram í andlátið væru ekki þessi
aldursmörk.
Ég veit að forsvarsmenn lífeyris-
sjóðanna hafa ætíð brugðist hart
gegn öllum hugmyndum um að
sjóðsfélagar ættu ef til vill að eiga
iðgjöld sín. Þetta er tryggingasjóður,
hefur svarið verið. Sú trygging er að
vísu dýru verði keypt, að minnsta
kosti stundum, en látum það vera.
En getum við ekki fallist á að
eftirlifandi maki eða sambúðar-
aðili haldi áfram að njóta góðs af
lífeyrisréttindum hins látna ekta-
maka og ástvinar? Eða telja odd-
vitar lífeyriskerfisins réttlætinu
þjónað með greiðslu makalífeyris í
fimm ár? Þessi árakvóti virðist mér
svipaður hjá öllum lífeyrissjóðum
og yfirleitt eru þeir sammála um að
makalífeyrir skuli aldrei vera nema
helmingur þess sem hinn látni
hafði áunnið sér. Og þegar frá líður
bara helmingur þess helmings í að
minnsta kosti tvö ár af þeim fimm
sem makalífeyrir er greiddur.
Ég spyr: Er ekki sjálfsagt réttlætis-
mál að sambúðarfólk, gift eða ógift,
njóti óskertra lífeyrisréttinda maka
síns fram í andlát beggja? n
Svona gætu aldraðir
svindlað á kerfinu ef …?
Jón Hjaltason
sagnfræðingur
Eða telja oddvitar
lífeyriskerfisins rétt-
lætinu þjónað með
greiðslu makalífeyris
í fimm ár?
20 Skoðun 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ