Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 26
Í ár voru
gestir
almennt
frekar
íhalds-
samir í
klæða-
burði.
Stjörnurnar mættu í sínu
fínasta pússi á Grammy-
verðlaunahátíðina á mánu-
daginn en klæðnaðurinn
var hefðbundnari og íhalds-
samari í ár en oft áður á
hátíðinni.
oddurfreyr@frettabladid.is
Grammy-verðlaunahátíðin fór
fram í 64. sinn í Las Vegas á mánu-
dag. Á þessari verðlaunahátíð
er hefð fyrir því að stíga út fyrir
hinn hefðbundna tískuramma og
prófa eitthvað nýtt, en í ár voru
gestir almennt frekar íhaldssamir í
klæðaburði.
Flestir gestanna voru annað
hvort í bleiku, svörtu eða pallí-
ettum og óperuhanskar og
sólgleraugu voru vinsæl á rauða
dreglinum.
Það er ómögulegt að segja hvaða
gestir voru glæsilegastir að þessu
sinni, en hér eru nokkrir sem
tískumiðlarnir eru sammála um að
hafi borið af. ■
Glæsilegir gestir á
Grammy-verðlaunum
Lady Gaga var með klassískt útlit. Hún klæddist hvítum
og svörtum Armani Privé-kjól og var með glás af dem-
öntum frá Tiffany & Co. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Meðlimir hljómsveitarinnar BTS mættu í Louis Vuitton og pössuðu upp
á að litirnir tónuðu vel saman en voru um leið með ólíka aukahluti.
Jared Leto slær yfirleitt í gegn á
rauða dreglinum og var að vanda
flottur í Gucci og þykkri kápu.
Megan Thee Stallion var í Roberto
Cavalli-kjól og með gullskartgripi.
Förðun hennar vakti líka athygli.
Saweetie var í sérsaumuðum skærbleik-
um kjól frá Valentino og með glæsilega
skartgripi frá vörumerkinu Messika.
Lil Nas X var
glæsilegur eins
og venjulega í
þessum hvítu
Balmain-fötum
sem voru vand-
lega skreytt með
perlum.
Dua Lipa mætti
með ljóst hár og
vakti lukku í þessum
Versace-kjól sem er í
sama stíl og kjóll sem
sami hönnuður
gerði árið 1992.
Lenny Kravitz
vann rokkstig í
hnéháum stígvélum
með háum hæl, leður-
buxum og silfurlit-
uðum bol sem minnti
helst á hringa-
brynju.
HJÓLABLAÐ
Föstudaginn 22. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Hjólablað.
Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi.
Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryg þér gott uglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR