Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 42

Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 42
Dalatangi er einn af mörgum stórbrotnum útkjálkum Austfjarða, mitt á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Allir kannast við nafnið úr veðurfréttum útvarps, enda veðurathugunarstöð verið starfrækt á Dalatanga frá árinu 1938. Færri hafa heimsótt þennan stórbrotna stað og vitana tvo sem þar eru staðsettir. Þá vaktar vita- vörður sem auk þess sinnir veðurathugunum og búskap á einu afskekktasta býli á landinu sem jafnframt er það austasta. Þarna er snjóþungt á veturna og mjósleginn vegurinn í gegnum Mjóafjörð yfirleitt ófær. Verður þá að reiða sig á samgöngur sjóleiðina en á sumrin má komast á fólksbílum alla leið út á Dalatanga. Þar endar vegurinn og lengra verður ekki komist akandi á Íslandi. Umhverfi Dalatanga er stórbrotið og upp af kletta- skorinni ströndinni rísa snarbrött og einkar tignar- leg fjöll. Gaman er að rölta um ströndina og fjöruna. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn að lífsbaráttu bænda sem þarna stunduðu búskap og útræði við óblíðar aðstæður og mikla einangrun. Útsýni er mikið til allra átta, ekki síst norður að Glettingi og mynni Loðmundar- og Seyðisfjarðar. Vitana tvo verður vitaskuld að skoða, ekki síst þann eldri sem hlaðinn er úr blágrýti. Hann lét norski útgerðarmaðurinn Otto Wathne á Seyðis- firði byggja á eigin kostnað 1895 og er hann jafnframt elsta vitamannvirki á Íslandi sem enn stendur. Vitinn hefur verið endurgerður og má skoða hann að innan- verðu. Yngri vitinn frá 1908 er enn í notkun og skær- gulur liturinn æpandi borið saman við ljósgráan lit eldri bróður síns. Flestir kjósa að aka með bíl að Dalatanga. Er þá ekið úr Fagradal yfir Mjóafjarðarheiði, ofan í fossum skrýddan Mjóafjörð, meðfram Klif brekkufossum og fram hjá smáþorpinu Brekku. Áfram liggur vegurinn yfir brattar skriður og skorninga að grænum túnum bæjarins Dalatanga. Þetta er frábær fjallahjólaleið en sumir kjósa að ganga eftir veginum frá Brekku. Einn- ig má ganga út á Dalatanga frá Austdal í Seyðisfirði. Er þá haldið yfir Dalaskarð og síðan niður eftir Daladal að sunnanverðum Dalatanga. Mun torfærari en sérlega falleg gönguleið liggur frá Skálanesi við Seyðisfjörð, í gegnum Skollaskarð og svokallaðar Afréttir að norðan- verðum Dalatanga. Þótt þessi gönguleið sé að mestu leyti stikuð er hún aðeins fyrir vant göngufólk. Þarna getur verið þokugjarnt og því skynsamlegt að hafa með í för GPS-tæki, vasavita nútíma göngufólks. ■ Þar sem vegurinn endar í austri Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Ekki er hægt að aka austar á Íslandi en að Dalatanga. Náttúran er stórbrotin og spennandi gönguleiðir í boði. Flatafjall (931 m) fyrir miðri mynd og Seyðisfjörður til hægri. MYNDIR/ÓMB Gamli vitinn á Dalatanga er elsta vitamannvirki landsins og tekur sig vel út í stórbrotnu umhverfinu. Klettótt ströndin við Dalatanga er stórbrotin og upplögð fyrir stuttar gönguferðir. 34 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFÓKUS Á HJARTA LANDSINS 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.