Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 1

Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 1
7 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 9 . A P R Í L 2 0 2 2 Rýnir í ágæti íslenska málsins Geta unnið fríar Evrópureisur Tímamót ➤ 14 Lífið ➤ 22 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Allt fyrir barnið Bílstólar og sessur, brúsar, sparkbílar og margt fleira Barnabílstóll Junior* 15-36 kg, svartur, Isofix festingar Verð 23.900 kr. Barnakerru- & bílstólaþrenna* Burðarrúm/vagnstykki,skiptitaska o.fl. Verð 98.990 kr. Barnabílstóll Junior* 0-36 kg, grár, King - Isofix festingar Verð 38.900 kr. Sparkbíll Audi Junior quattro, rauður Verð 22.990 kr. *Allir bílstólar og sessur uppfylla ESB staðal ECE R44/04 um öryggi. Mikil óánægja er innan Vinstri grænna með útboðið í Íslandsbanka. Reiknað er með að forsætisráðherra svari spurningum fjölmiðla í dag. elinhirst@frettabladid.is STJÓRNMÁL Beðið er eftir því hvaða skref Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra tekur næst til að reyna að lægja öldurnar, bæði innan VG og í samfélaginu, vegna sölunnar í Íslandsbanka. Katrín hefur verið í útlöndum í fríi undanfarna daga. Að sögn Hennýar Hinz, aðstoðar- manns Katrínar, mun forsætisráð- herra ætla að tjá sig um framhald málsins við fjölmiðla í dag. Fólk í lykilstöðum innan VG sem rætt var við í gær vill ekki tjá sig um málið en bíður eftir útspili Katrínar. Bjarni Jónsson, þingmaður VG, hefur gagn- rýnt framkvæmd útboðsins og krafist afsagnar stjórnar og forstjóra Bankasýslunnar. Mótmælt var á Austurvelli á föstudaginn langa á vegum nokk- urra ungliðahreyfinga að frum- kvæði Sósíalistaf lokksins. Þar á meðal voru ungir Píratar. Halldóra Mogensen, formaður þingf lokks Pírata, segir algerlega óáættanlegt að Íslandsbankamálið fari til Ríkisendurskoðunar, eins og stjórnarmeirihlutinn hefur ákveðið, en ekki til sérstakrar rannsóknar- nefndar. Ríkisendurskoðun hafi ekki heimildir til að rannsaka svo alvarlegt mál ofan í kjölinn. Ríkis- endurskoðun hóf úttekt fyrir helgi. Halldóra segir að þeir sem gæfu skýrslu fyrir sérstakri rannsóknar- nefnd mundu njóta meiri friðhelgi frá hugsanlegri sakamálarannsókn. „ R í k i s e n d u r s k o ð u n g e t u r ekki skikkað menn til að koma í skýrslutöku en það gæti sérstök rannsóknarnefnd gert, eins og í bankahruninu. Því mun úttekt Ríkis endurskoðunar aldrei geta tengt saman alla þá þræði sem nauðsynlegt er í þessu máli. Það er ekki nóg að tala við ráðherra og Bankasýsluna, það þarf að upplýsa um alla milliliðina sem komu að þessu máli,“ segir Halldóra. Þá kveðst Halldóra telja skipta miklu máli að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að kalla eftir rannsókn á eigin forsendum. Sér- stök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sé allt annað mál. „Þá hef ég einnig áhyggjur af því að það er enginn ríkisendurskoð- andi starfandi,“ segir Halldóra. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi verið skipaður í embætti ráðuneytisstjóra menn- ingar- og viðskiptaráðuneytis. n Vinstri græn bíða nú útspils Katrínar Mun úttekt Ríkisend- urskoðunar aldrei geta tengt saman alla þá þræði sem nauðsyn- legt er í þessu máli. Halldóra Mogesen, formaður þingflokks Pírata Íslandsmót karla í knattspyrnu hófst í gær þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings tóku á móti FH í Víkinni. Mótið hefst fyrr en nokkru sinni enda búið að fjölga leikjum og lengja það. Íslandsmeistar- arnir fengu martraðarbyrjun þegar FH-ingar komust yfir eftir þrjátíu sekúndna leik en Víkingar svöruðu um hæl með tveimur mörkum og lönduðu sigrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR  NÁTTÚRUVÁ Hlýrra veðurfar er meðal þeirra þátta sem gera það að verkum að meiri hætta er á gróður- eldum en á árum áður. Eldri sumar- húsabyggðir þar sem áður voru móar eru nú þéttgrónar og fátt um flótta- leiðir. Apríl- og maímánuðir eru hættu- legasti tími ársins þegar kemur að gróðureldum og eykst hættan eftir því sem þurrkar vara lengur. „Einn- ig skiptir aldur skóga og jarðvegur máli, ungir skógar eru eldfimari en gamlir og þar sem grunnur jarð- vegur er fyrir hendi er meiri hætta á þurrki,“ segir Dóra Hjálmarsdóttir, í samstarfshópi almannavarna, Skóg- ræktarinnar og fleiri opinberra aðila og félaga um varnir gegn gróður- eldum. SJÁ SÍÐU 6 Aukin hætta á gróðureldum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.