Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 4

Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 4
Rauði krossinn leitar nú sjálf- boðaliða til að aðstoða fanga þegar þeir hafa lokið afplán- un. Fleiri umsóknir berast en sjálfboðaliðar geta sinnt og segir verkefnastjóri mikilvægt að taka vel á móti öllum sem snúa til baka út í samfélagið. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er mjög mikilvægt að taka vel á móti fólki sem er að koma úr fangelsi, sérstaklega ef maður hugsar þetta út frá því að afplánun sé betrunarvist,“ segir Sig- ríður Ella Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Hún fer fyrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun sem snýr að því að veita einstaklingum stuðning sem hafa lokið afplánun í fangelsi. „Verk- efnið er sett upp þannig að einn sjálf boðaliði sinnir einum þátt- takanda sem er að ljúka afplánun í fangelsi, með þarfir og væntingar einstaklingsins í huga,“ segir Sig- ríður. „Gert er ráð fyrir að hver sam- fylgd vari í ár þar sem sjálf boða- liði aðstoðar einstaklinginn við að aðlagast samfélaginu, nýta sér opinbera þjónustu, ef la félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavaldi í eigin lífi,“ bætir hún við. Sigríður segir f lókið fyrir fólk að koma úr fangelsi og takast á við þá hluti sem bíða þess. Það sé því mörgum afar mikilvægt að finna fyrir stuðningi að afplánun lokinni. Hlutfall íslenskra fanga sem sitja inni vegna fíkniefnabrota hækk- aði milli áranna 2020 og 2021 úr 35 í 37,4 prósent. Ísland er enn með næstmesta fjölda fíknifanga í Evr- ópu, samkvæmt úttekt Evrópuráðs- ins, á eftir Lettlandi. Í skýrslunni, sem nær til alls ársins 2021, kemur fram að föngum hafi fækkað á Íslandi, úr 164 í 150, þegar gæsluvarðhaldsfangar eru teknir með í töluna. Sigríður segir umsóknum sem berist til verkefnisins fjölga mikið frá ári til árs. Rauði krossinn leiti nú sjálfboðaliða til að aðstoða fangana en f leiri umsóknir berist en starf- andi sjálfboðaliðar geti sinnt. „Þátttakendur í verkefninu eru líka mun opnari núna en þeir voru þegar við vorum að byrja og það er ótrúlegt hvað okkur er alltaf vel tekið. Fangarnir sýna okkur gífur- legt traust því það þarf mikið hug- rekki til þess að taka þetta skref,“ segir Sigríður. „Allir eiga rétt á að vera hluti af samfélaginu en það getur verið mjög flókið fyrir fólk sem er að losna úr fangelsi að gera hvers kyns hluti. Til dæmis að fá vinnu eða íbúð þar sem óskað er eftir sakavottorði,“ útskýrir hún. „Eftir fjarveru úr samfélaginu er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið og það þurfa að vera til fjölbreyttari úrræði fyrir þennan hóp sem mætir oft fordómum, eins og margir aðrir jaðarhópar.“ Rauði krossinn vinnur út frá hug- myndafræði skaðaminnkunar svo það er ekki krafist edrúmennsku til að taka þátt í verkefninu. Sigríður segir þó mikilvægt að allir geti átt í góðum samskiptum. „Með þessari hugmyndafræði stækkar sá hópur sem getur nýtt sér þjónustuna og allir geta sótt um.“ n Leita sjálfboðaliða til að aðstoða þau sem hafa afplánað fangelsisdóma Fjölmargir lenda í vandræðum eftir að hafa afplánað fang- elsisvist og gæti stuðningsleið aðstoðað fanga við að ákveða næstu skref. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Það getur verið mjög flókið fyrir fólk sem er að losna úr fangelsi að gera hvers kyns hluti. Sigríður Ella Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða kross- inum ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP.IS PLUG-IN HYBRID LOKAÐ FÖSTUDAGINN 22. APRÍL OG LAUGARDAGINN 23. APRÍL VEGNA ÁRSHÁTÍÐARFERÐAR STARFSMANNA Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Eigum bíla til afhendingar strax! kristinnhaukur@frettabladid.is VESTFIRÐIR Enn á eftir að ljúka hættumati sem farið var í eftir snjó- flóðin á Flateyri í janúar árið 2020. Ruglingur ríkir um hvort bráða- birgðahættumat sé gilt og það kemur niður á skipulagsvinnu og gerð kynningarefnis vegna snjó- flóðahættu. Tvö snjóf lóð féllu á Flateyri aðfaranótt 14. janúar 2020, úr Skolla- hvilft og Ytra-Bæjargili, sem ollu gífurlegum skemmdum í höfninni og táningsstúlka var hætt komin þegar hún grófst undir á heimili sínu. Bráðabirgðahættumat var gert í desember það sama ár, þar sem hættusvæðið var stækkað til muna, en það ekki klárað. „Það er illmögulegt að átta sig á því hvað er í gildi, gamla hættumatið frá árinu 2005 eða hið nýja bráða- birgðamat,“ segir Hjörleifur Finns- son, verkefnisstjóri hjá Ísafjarðarbæ. Erfitt sé að skipuleggja byggð í þorp- inu vegna þessa. Þá sé illmögulegt að gera skiljanlegt kynningarefni um á hvaða svæði fólk eigi að halda sig þegar snjóflóðahætta skapast. Aðspurður um hvar þessi vinna stendur segir hann að Veðurstofan eigi enn eftir að ljúka skýrslugerð. Reglurnar séu hins vegar óljósar um hvaða stofnun eigi að sinna hvaða hlutverki þegar kemur að gerð hættumats. Ýmislegt hefur verið gert til að auka öryggi í þorpinu. Settir voru snjódýptarmælar í Skollahvilft og radar í höfnina til að auka forspár- getuna. Þá var f lóðrás Ytra-Bæjar- gils dýpkuð töluvert mikið síðasta haust, sem Hjörleifur segir mjög jákvæða aðgerð sem geti haft mikil áhrif. Vinna við að setja upp snjó- söfnunargrindur fyrir ofan Skolla- hvilft er hafin en verður kláruð í sumar. „Það er enn ekki búið að verja höfnina neitt,“ segir Hjörleifur aðspurður um hvað sé mest aðkall- andi. Einnig vanti varnir fyrir veg- inn út úr þorpinu en þær er ekki að finna á núverandi samgöngu- áætlun. n Ófrágengið hættumat veldur vandræðum á Flateyri Bátarnir fóru illa í snjóflóðunum. MYND/HAUKUR SIGURÐSSON benediktboas@frettabladid.is HORNAFJÖRÐUR Bæjarráð Horna- fjarðar deilir áhyggjum Félags eldri Hornfirðinga vegna seinagangs við nýbyggingu við hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Félagið skorar á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og bæjarstjórnina að ljúka tafarlaust útboðsferli og hefja framkvæmdir. Bæjarráðið vill skýringar á töfun- um frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Lengi hefur staðið til að bæta aðstöðuna á Skjólgarði. Þar eru um 30 íbúar. Fá aðeins tveir þeirra eigið herbergi. Aðrir búa við þröngan kost og geta ekki tekið á móti ætt- ingjum og vinum. Þá hefur enginn sér salerni né sturtuaðstöðu. n Skorað á ráðherra Teikningar af nýrri álmu hafa lengi verið tilbúnar. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ gar@frettabladid.is NÁTTÚRUHAMFARIR Þor valdur Þórðarsonar eldfjallafræðingur segir helmingslíkur á eldgosi á eða úti fyrir Reykjanesi á þessu ári. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi. Sagði Þorvaldur ösku geta lagst yfir höfuðborgarsvæðið og náð í Hvalfjörð og austur fyrir fjall. Þrír skjálftar, um þrír að stærð, urðu sex til sjö kílómetra norð- austur af Eldey um klukkan hálftíu í gærmorgun, sá stærsti var 3,5. n Helmingslíkur á eldgosi á árinu 4 Fréttir 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.