Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 6

Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 6
Uppgræðsla og hlýnandi veðurfar kemur í veg fyrir að landið fjúki burt en skapar hins vegar meiri hættu á að það fuðri upp. Aukin hætta er á gróðureldum í eldri sumar- húsabyggðum. kristinnhaukur@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Mik il uppgræðsla landsins og hlýrra veðurfar hefur valdið því að meiri hætta er á gróð- ureldum en áður. Eldri sumarhúsa- byggðir þar sem áður voru móar og melar eru nú þéttgróið kjarrlendi og skipulag f lóttaleiða ekki gott. „Yfirleitt er það aðgæsluleysi sem kemur gróðureldum af stað. Til dæmis þegar eldur er kveiktur úti í náttúrunni, skotið er upp f lug- eldum eða sígarettu með glóð er f leygt. En gróðureldur getur líka kviknað út frá neistum frá raf- magnsverkfærum, eldingum eða jafnvel útblæstri bifreiða,“ segir Dóra Hjálmarsdóttir, rafmagns- verkfræðingur hjá Verkís. Hún er fulltrúi í samstarfi almannavarna, Skógræktarinnar og f leiri opin- berra aðila og félaga um varnir gegn gróðureldum. Apríl og maí eru hættulegasti tíminn, einkum þegar þurrt er í veðri eins og í fyrra. Sinan, sem er mikill eldsmatur, kemur undan snjónum og vindurinn getur dreift úr bálinu. Hættan minnkar um leið og gróðurinn nær sér á strik en þó getur sumarið verið hættulegt ef þurrkar verða langir. „Birkið er ekki mjög eldfimt. Nálatrén eru mun eldfimari, sér- staklega furan,“ segir Dóra. „Einn- ig skiptir aldur skóga og jarðvegur máli, ungir skógar eru eldfimari en gamlir og þar sem grunnur jarð- vegur er fyrir hendi er meiri hætta á þurrki.“ Mosabrunar geta einnig verið erfiðir því glóðin helst lengi í mos- anum og torfært er fyrir slökkvilið að fara um slíkar lendur. Til dæmis varð mikill mosabruni vorið 2020 nálægt Bifröst í Borgarfirði. Dóra segir aukna hættu á gróður- eldum þar sem gróðurinn hefur vaxið svo mikið. Þar sem voru móar og melar fyrir tveimur eða þremur áratugum sé nú þéttvaxið kjarr- lendi, jafnvel með háum trjám. Upp- græðsla og hlýnandi veðurfar skipti þar mestu. Hættusvæðin eru orðin stærri og fleiri. „Í eldri sumarhúsabyggðum þar sem áður voru móar og melar er núna orðinn mjög þéttur gróður, vatnsöflun ekki alveg í lagi og flótta- leið oft aðeins ein,“ segir hún. Þá séu vegir víða það lélegir að þeir bera ekki stóra tankbíla. Aðspurð hvað sumarhúsaeigend- ur og aðrir geti gert segir Dóra mikil- vægt að kynna sér efni, svo sem á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og inni á síðunni grodureldar.is. Skoða þurfi gróðurinn í kringum hús, grisja þann sem er næst og passa að ekki vaxi undir palla. Nauðsynlegt sé að eiga langa slöngu, slökkvitæki, tröppur og nornakúst til að slökkva í glóð. Þá skiptir miklu að vera meðvitaður um að kveikja eld, til dæmis í grilli, á öruggum svæðum. Komi upp gróðureldur beri að hringja í 112 og gera öðrum í nágrenninu viðvart, slökkva eld ef hann er lítill en alltaf að tryggja eigið öryggi. „Fólk þarf að þekkja útgöngu- leiðirnar af svæðinu, örugga staði og passa sig að lenda ekki í reyknum undan vindi,“ segir Dóra. Einnig að láta vita þegar maður er kominn í öruggt skjól. ■ Nálatrén eru mun eldfimari, sérstaklega furan. Dóra Hjálmars- dóttir, raf- magnsverkfræð- ingur hjá Verkís Ísland er eldfimara en áður Gróðureldar á Vatnsleysuströnd síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ávinningur námskeiðsins: • Stækka þægindahringinn og auka sjálfstraust • Rækta varanleg og traust sambönd • Kveikja eldmóð og sýna seiglu • Veita öðrum innblástur og hvetja Dale Carnegie hjálpar þér að leysa út læðingi orkuna sem í þér býr og gefur hugsunum þínum vængi. Sjáðu dagsetningar næstu námskeiða á dale.is Sýnum seiglu í sumar Nánar á dale.is • Kynna hugmyndir á skýran og hnitamiðaðan hátt • Geta verið ósammála á jákvæðan hátt • Nota sannfæringarkraft og selja hugmyndir • Stjórna streitu, kvíða og viðhorfi • Sýna leiðtogafærni ,,Ég er öruggari í tjáningu og finn fyrir meira sjálfstrausti og er tilbúnari að takast við frekari áskoranir. Viðhorf mitt er jákvæðara og ég er spenntari fyrir framtíðinni. Þjálfararnir voru frábærir. Mæli hiklaust með þessu. - 43 ára gamall þátttakandi á live online námskeiði Copyright © 2021 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Ad_5x10_dcc_040722 kristinnhaukur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Endurmönnun Isavia hefur gengið vel eftir farald- urinn. Talsmenn félagsins segjast ekki eiga von á að vandræði verði við taka á móti fyrirséðum far- þegastraumi á Keflavíkurflugvelli í sumar. „Við höfum ekki orðið vör við neinn marktækan mun á niður- fellingum flugferða,“ segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsinga- fulltrúa Isavia. Erlendis, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum, hefur gengið erfiðlega að ráða inn starfsfólk að nýju, eftir lægð farald- ursins. Flugfélög þar hafa þurft að fella niður fjölmargar flugferðir nú um páskana vegna þessa. Til dæmis hafa British Airways og EasyJet fellt niður um 70 ferðir. Grettir segir Ísland ekki glíma við þennan vanda. „Okkur hefur gengið vel að manna í stöðurnar á ný og sumarvertíðin lítur vel út. Við búumst ekki við neinum hnökrum við að taka við ferðamanna- straumnum í sumar,“ segir hann. Hjá Isavia hafa starfað á bilinu 1.200 til 1.300 manns undanfarin ár en líkt og hjá öðrum flugþjónustum var fækkað verulega í faraldrinum. Félagið fór í stórar hópuppsagnir, til að mynda var 101 starfsmanni sagt upp í lok mars árið 2020 og 133 í lok ágúst. Þegar mest lét var fækkun starfs- fólks 40 prósent en með af létt- ingum hafta og auknum ferða- vilja hefur starfsemin glæðst á ný. „Margir eru að koma aftur til okkar en svo er nokkur nýliðun líka,“ segir Grettir. ■ Endurmönnun flugvallar gengið betur hér á landi en erlendis Erlendis hafa flugferðir verið felldar niður vegna starfsmannaskorts. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Við höfum ekki orðið vör við neinn mark- tækan mun á niðurfell- ingum flugferða. Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia kristinnpall@frettabladid.is ÚKRAÍNA Á sama degi og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafði orð á því að aðgerðir vesturveldanna í garð Rússa hefðu mistekist, héldu árásir rússneska hersins í Úkraínu áfram. Þær beindust að Kænugarði, Karkív og Lvív sem er aðeins áttatíu kíló- metrum frá landamærum Úkraínu og Póllands. Pútín hafði orð á því að ríkin sem boðuðu refsiaðgerðir gegn Rússum hefðu tapað á ákvörðuninni fjárhagslega og að rúblan væri að styrkjast. Bráðabirgðaforsætisráð- herra Úkraínu, Íríjna Verestsjúk, skoraði á rússnesk stjórnvöld að leyfa þeim sem eftir eru í borginni Maríupol, sem hefur orðið hvað verst úti í stríðinu, að yfirgefa borgina. ■ Ekkert lát á árásum Rússa um páskana 6 Fréttir 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.