Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 8
Aðalfundur Húseigendafélagsins 2022 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. í fundarsal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1, Reykjavík og hefst hann kl. 16.00 Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Stjórnin Aðalfundur Húseigendafélagsins www.DORMA.is Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Nú 89.925 kr. STELLA 2ja sæta sófi Fallegur 2ja sæta sófi í grænu eða bláu slitsterku áklæði. 160 x 85 x 78 cm. Fullt verð: 119.900 kr. Afgreiðslutími páskar 18. apríl - Lokað 19. apríl - 11-18 www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN PÁSKA TILBOÐ ELEGANCE heilsurúm með Classic botni 180x200 cm Fullt verð: 209.900 kr. Nú 167.920 kr. 120x200 cm Fullt verð: 155.900 kr. Nú 128.820 kr. Frábær heilsudýna sem hefur verið vinsæl hjá þeim sem velja gæði. 20% 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÆNGUM OG KODDUM AFSLÁTTUR AF ALLRI SMÁVÖRU Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Strax upp úr mið- nætti á nýársnótt varð mikill hvellur sem reynd- ist upp- hafið að linnulítilli ótíð. Það er ágæt mæling á slæmum vetrarveðrum er loka þarf vegum vegna veðurs. Sláandi munur er þegar þessi vetur er borinn saman við veturinn 2020-21, nýliðnum vetri í óhag. Siggi stormur gerir upp veturinn fyrir Fréttablaðið. VEÐUR Hellisheiðin lokaði aldrei vet- urinn 2020-2021 en lokaði 19 sinnum nýliðinn vetur. Þrengslin einu sinni ‘20-‘21 og 19 sinnum ‘21-’22. Hafnar- fjall aldrei ‘20-’21 en 5 sinnum nýlið- inn vetur. Tölurnar eiga við lokanir sem stóðu í tvær klukkustundir eða lengur. Þetta segir allt. Og hann byrjaði snemma Strax í lok september byrjaði ballið, með ítrekuðum illviðrum og hvítri jörð í byggð undir lok mánaðar og fæstar sólskinsstundir að finna í Reykjavík síðan 1943. Talsverður erill var hjá björgunarsveitum á Norð- vesturlandi 29. september þegar gerði vonskuveður á Vestfjörðum, yfir Hrútafjörð og Skagafjörð. Trufl- anir urðu á samgöngum sem var kannski við að búast því enn voru margir á sumardekkjum. Blessuð rigningin Mjög úrkomusamt var á Akureyri í október, og síðan í nóvember í Reykjavík. Má segja að rignt hafi þessa mánuði dögum saman svo um munaði. Og svo kom desember. Jafnfallinn snjór mældist í þeim mánuði 47 sentimetrar á Akureyri. Að öðru leyti má segja að veðurguð- irnir hafi verið nokkuð sanngjarnir í desember, uns fjör færðist í leikinn. Strax upp úr miðnætti á nýárs- nótt varð mikill hvellur sem reyndist upphafið að linnulítilli ótíð. Þjóðvegi 1 um Suðurland var lokað á nýársdag og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til aðstoðar. Það var einnig kraftur í því fyrir norðan er bílar sátu fastir á Öxnadalsheiði í blindbyl og snjóþyngslum. Janúarmánuður reyndist síðan afar umhleypingasamur. Stormar voru tíðir með viðeigandi samgöngu- truflunum víða um land. Þó var ekki endilega mikill snjór en það átti vissulega eftir að breytast. Einstaklega erfiður febrúar Febrúar var með þeim erfiðari síð- ustu ár. Snjó kyngdi niður um land allt sem bættist við ítrekuð stór- viðri og tíðar lokanir á vegum. 7. febrúar gekk yfir djúp lægð þar sem almannavarnir lýstu yfir hættu- stigi um land allt og samhæfingar- miðstöðvar voru virkjaðar. Rauðar viðvaranir voru gefnar út og fólk varað við að vera á ferli. 21. febrúar var lýst yfir óvissu stigi almanna- varna þegar veður spár sýndu ofsa- veður um allt land með mik illi hættu á foktjóni og ófærð. Talsverð snjóþyngsli voru víða í mars, meðal annars á höfuð- borgarsvæðinu, enda mánuðurinn úrkomusamur með eindæmum einkum á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi og mældist úrkoman þar víða með því mesta sem vitað er um í mars. Ennfremur reyndist hann sá úrkomusamasti í Reykja- vík síðan mælingar hófust eða tæplega þrefalt meiri en meðaltal síðustu 30 ára. Það er því ljóst að liðinn vetur hefur reynt á þolrif margra. n Kolvitlaus vetur og fjöllita viðvaranir Talsverð snjóþyngsli voru víða á landinu í marsmánuði, meðal annars í Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur kristinnpall@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Rúmlega fjörutíu manns voru handtekin í kjölfar óeirðanna í Svíþjóð um páskahelgina. Óeirðirnar hófust þegar sænsk- danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan, sem er jafnframt leiðtogi dönsku öfgahægrihreyfingarinnar Harðlínunnar, hugðist halda sam- komu þar sem til stóð að brenna eintak af Kóraninum, trúarriti mús- lima, á báli. Paluden sagðist áður hafa brennt eintak og var búinn að skipuleggja álíka brennur víðs vegar um Sví- þjóð, með heimild lögreglu, en þurfti að hætta við vegna mótmæl- enda sem lentu í átökum við lög- regluna. Aðgerðir Paluden voru fordæmd- ar af yfirvöldum í Sádi-Arabíu og voru friðsöm mótmæli fyrir framan sænsku sendiráðin í Íran og Íraq í gær. Þetta er í annað sinn sem áætlanir Paluden um brennu af þessu tagi leiða til óeirða en bílar voru brenndir og verslanir eyðilagðar í Malmö fyrir tveimur árum. Eftir misheppnað framboð Paluden í Danmörku árið 2019 hyggst hann bjóða sig fram í Svíþjóð í kosningunum í haust. n Óeirðir víða í Svíþjóð um helgina Óeirðir urðu í Malmö, Linköping og Norrköping. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 8 Fréttir 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.