Fréttablaðið - 19.04.2022, Side 10

Fréttablaðið - 19.04.2022, Side 10
n Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Frá degi til dags Úlfúðin innan Efl- ingar hefur stigmagn- ast og öll orkan fer nú í innan- búðarátök. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Nelson Mandela tók við forseta- embætti í Suður-Afríku eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár fyrir tilstilli hvíta minnihlutans sem stjórnaði landinu. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnunni og fyrir því að allir í landinu fengju sömu réttindi óháð húðlit. Mandela var leystur úr haldi stjórn- valda árið 1990 og árið 1994 var hann kjör- inn forseti Suður-Afríku. Flestir töldu hann heldur betur hafa harma að hefna eftir þessa illu meðferð. Fyrsta daginn sem hann kom á forsetaskrif- stofu var starfsfólkið sem hafði unnið fyrir de Klerk, fyrirrennara Mandela, í óða önn að pakka niður og tæma skrifstofur sínar. Fólkið gekk út frá því sem vísu að Mandela vildi bara hafa sitt fólk í kringum sig og að þeir sem hefðu unnið fyrir hvíta minnihlutann væru andstæðingar hans og illa séðir. En Mandela kallaði saman starfsmannafund í skyndi og sagði fólkinu að ef það vildi ekki vinna fyrir sig eða nýju ríkisstjórnina þá væri því auðvitað frjálst að hætta. En hann bað fólkið að vera um kyrrt og ekki hræðast hin nýju stjórnvöld. Liðið væri það sem liðið var, fortíðin væri fortíð, nú væri kominn tími til að taka höndum saman og horfa fram á veginn. Öðruvísi væri ekki hægt að byggja upp nýja framtíð í Suður-Afríku, eftir þau ömurlegu átök sem geisað höfðu í landinu um langa hríð. Þessi einstaka saga kom upp í hugann á dögunum þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, tók við félag- inu á ný. Í stað þess að nota aðferðarfræði Mandela og biðja starfsfólk Eflingar að móta með sér nýja framtíð og láta erjum fyrri tíma vera lokið, fengu allir uppsagnarbréf. Úlf- úðin innan Eflingar hefur stigmagnast og öll orkan fer nú í innanbúðarátök. Langur tími mun líða þar til grær um heilt, ef það gerist þá nokkurn tímann. Sólveig Anna hefur sýnt og sannað að hún er mikil baráttukona þegar kemur að kjörum verkafólks. Mörgum fannst sem nýtt blóð væri farið að renna um æðar verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu með tilkomu hennar fram á sjónarsviðið. En það er ekki nóg ef hún hefur ekki þá eiginleika að sameina í stað þess að sundra. Þeir sem líða fyrir þessi óvægnu innan- hússátök eru hinir almennu skjólstæðingar Eflingar. Kjarabaráttu þeirra verður auðvitað ekki sinnt að neinu viti á meðan allt leikur á reiðiskjálfi í efstu lögum félagsins. n Efling og Mandela Fyrir kosningar 2018 lofaði Samfylking öllum börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Samskonar loforð voru raunar kynnt fyrir kosningar 2014, 2010 og 2006. Frá þeim tíma hafa orð og efndir farið illa saman. Meirihlutaflokkarnir hreykja sér ítrekað af stofnun 38 nýrra ungbarnadeilda á leikskólum borgarinnar. Vinstri græn segja þennan meinta árangur enga tilviljun og vilja skreyta sig með þessum undarlegu fjöðrum. Gefa flokkarnir til kynna að ötullega hafi verið unnið að lausn leikskólavandans og biðlistarnir styttri en áður. Gögnin tala hins vegar öðru máli. Af þeim 513 börnum sem hófu vistun á hinum nýju ungbarnadeildum eru tæplega 9% þeirra 18 mánaða eða yngri. Jafnframt er um helmingur barnanna á ungbarnadeildunum á aldrinum tveggja til þriggja ára. Það má því ljóst vera að einungis lítill hluti þeirra barna sem dvelur daglangt á nýjum ungbarnadeildum borgarinnar getur flokkast sem ungbörn að aldri – og leikskóladeildirnar 38 hafa ekki komist nálægt því að tryggja hin marglofuðu leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn. Það er kominn tími á breytingar Árið 2017 voru rúm 800 börn á biðlista eftir leikskóla- plássi. Fjórum árum síðar er fjöldi barna á biðlistum enn um 800. Illa gengur að stytta biðlista, illa gengur að manna leikskóla og illa gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leikskólavandinn í borginni er nefnilega engin tilviljun. Um málaflokk- inn halda stjórnmálaöfl sem sýna málefnum fjöl- skyldunnar ítrekað sinnuleysi. Það er kominn tími á breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn vill setja fjölskyldumálin í forgang. Skapa borg sem býður trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingaror- lofs. Leysa þarf mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Jafnframt þarf að styðja við sjálfstætt starfandi leikskóla sem svarað hafa eftir- spurn sem borgin hefur ekki getað mætt. Tryggja þarf framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – það er mikilvægt jafn- réttismál. n Engin tilviljun Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Frá þeim tíma hafa orð og efndir farið illa saman. gar@frettabladid.is Byrðar þjóðaríþróttanna Þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta segir að þjóðin þurfi að eiga sérstaka höll svo að liðið geti keppt í íþrótt sinni þannig að sómi sé að. Ísland væri eina Evrópuþjóð- in sem ekki eigi þjóðarhöll fyrir sína þjóðaríþrótt – sem sé hand- boltann. Óljóst er hvað Guðmundur hefur fyrir sér í þessum efnum en gaman er að skoða hverjar þjóðar- íþróttir hinna Evrópuþjóðanna eru. Í flestum löndum virðist fótbolti vera aðalmálið. Þó ekki í Noregi. Þar er skíðagangan númer eitt. Kannski væri hægt að leysa vandann hér með því að skipta um þjóðaríþrótt og vera bara úti að leika. Upprisa Þjóðin hefur sett ríkisstjórnina í skammarkrókinn eftir nýlegt útboð á hlutabréfum í Íslandsbanka á undirverði til valinna einstaklinga og sjóða – svokallaðra fagfjár- festa sem finnst gaman að breyta peningum í meiri peninga. Yfir alla páskana hafa ráðamenn falið sig vandlega fyrir augliti almenn- ings og hans ofurþreytandi pípi. Kannski stóla ráðherrarnir á að allt verði gleymt þegar helgihaldinu er lokið. Að þeir rísi upp eins og frelsarinn á þriðja degi og gangi enn um sinn á meðal okkar. Að hin sanna þjóðaríþrótt Íslendinga komi þeim til bjargar. Það stendur að minnsta kosti engin þjóð Íslendingum að baki þegar kemur að skammtímaminninu. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.