Fréttablaðið - 19.04.2022, Side 11

Fréttablaðið - 19.04.2022, Side 11
HEAVEN Tungusófi. Nougat rifflað flauel. Hægri eða vinstri tunga. 310 x 172 x 82 cm. NÚ 319.992 kr. 399.990 kr. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM 20% DÖNSKUM VÖRUM* Danskir DAGAR * Gildir ekki af sérpöntunum eða vörum frá Skovby. Skannaðu QR-kóðann til að skoða bæklinginn. Afgreiðslutími páskar 18. apríl - Lokað 19. apríl - 11-18 ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ Þann 7. apríl eða fyrr var lista- verkinu „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ eftir Ásmund Sveinsson stolið af stalli sínum við útsýnis- pall við Laugarbrekku á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Þann 9. apríl var af hjúpað verk undir heitinu „Farangursheimild“ (með undir- titillinn „Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“) á bílastæðinu framan við Marshallhúsið í Reykjavík þar sem Nýlistasafnið er til húsa. Verk- ið er eftir Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem þá þegar viðurkenndu að hafa stolið verkinu við Laugarbrekku og sett þýfið inn í eigið verk sem hluta þess. Verk þeirra var gert í tilefni sýningarinnar ÓNÆM/IMMUNE í Nýlistasafninu. Þann 11. apríl birti stjórn safnsins yfirlýsingu þar sem sagði m.a. að hið stolna verk hafi birst „fyrir utan Nýlistasafnið, stjórn og starfsfólki safnsins alveg að óvörum og án nokkurs samráðs eða samþykkis Nýlistasafnsins.“ Síðar í yfirlýsingunni sagði að stjórnin vonaðist til „að málið leys- ist með virðingu fyrir höfundar-/ eignarrétti annarra og með hags- muni samtímalistar í forgrunni.“ – Hin augljósa og einfalda lausn, það er að safnið léti strax taka verk Ásmundar úr uppsetningunni og af henda það eigendum, var ekki nefnd á nafn. Yfirlýsingin var því ódýr hvítþvottur af hálfu safnsins, og því ósamboðinn. Þær Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bry ndís Björnsdóttir (sem jafnframt er titluð sýningarstjóri umræddrar sýningar) hafa játað þjófnaðinn í viðtölum við fjöl- miðla. Sem listaverkaþjófar rétt- læta þær gerðir sínar með tvennum hætti: Annars vegar hafi styttan ekkert átt heima þarna, utan sjóndeildar- hrings lengst í burtu (í nágrenni við fæðingarstað Guðríðar Þorbjarnar- dóttur, sem verkið er tileinkað!); nú sé hún í Reykjavík og þar sé hægt að takast á um hana. – Hrokinn, stundum kenndur við lappe-lepj- andi-lopapeysulið í póstnúmeri 101, lætur ekki að sér hæða; lista- verk eiga sem sagt ekkert að vera úti á landi, þau eigi að vera innan seilingar fyrir höfuðborgarbúa ein- göngu. Hins vegar halda listaverkaþjóf- arnir því fram að í styttunni af Guðríði felist rasískur undirtónn. Þessi kenning er ekki studd neinum rökum, heldur einfaldlega látin „hanga í loftinu“. Þær taka einnig fram að þær séu ekki að atast í per- sónu Guðríðar Þorbjarnardóttur; ef svo er getur ásökunin aðeins beinst í eina átt, það er að lista- maðurinn Ásmundur Sveinsson hafi verið rasisti. Þetta er afar alvar- leg ásökun í garð látins listamanns, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Þeir sem þekkja verk og sögu Ásmundar verða væntanlega forviða yfir að heyra slíka full- yrðingu; að listamaðurinn sem skapaði mörg eftirminnilegustu verk íslenskrar listasögu til heiðurs lífsbaráttu alþýðufólks og einkum kvenna (til dæmis Vatnsberann, Fýkur yfir hæðir, Móðir mín í kví kví) hafi verið rasisti? Þar sem ekki kemur upp í hugann neitt listaverka hans sem gæti bent í þessa átt, né heldur nein ummæli í fjölmörgum og fróðlegum við- tölum við listamanninn sem til eru, er óhætt að hafna þessari kenningu alfarið. Þessi ásökun listaverkaþjóf- anna er hrein móðgun við minn- ingu mikilfenglegs listamanns og afkomendur hans sem þær ættu að skammast sín fyrir og biðjast afsök- unar á – og það hið allra fyrsta. Þetta mál vekur í heild sinni upp ýmsar spurningar. Þær Bryndís og Steinunn hafa starfað á vettvangi myndlistar um árabil, hafa notið styrkja úr opinberum sjóðum og gegnt trúnaðarstöðum fyrir SÍM, Samband íslenskra mynd- listarmanna. Því má spyrja: Finnst myndlistarmönnum í lagi að lista- verkaþjófur gegni trúnaðarstarfi fyrir þeirra hönd? Finnst Lista- safni Reykjavíkur, sem meðal ann- ars hefur það hlutverk að standa vörð um verk og listrænan heiður Ásmundar Sveinssonar, í lagi að listaverkaþjófur sem hefur sakað Ásmund Sveinsson um rasisma, taki þátt í að ákveða kaup á lista- verkum til safnsins? Finnst menn- ingar- og viðskiptaráðherra, sem úthlutar listamannalaunum, í lagi að listamaður á árslaunum úr ríkis- sjóði á þessu ári gerist listaverka- þjófur? Málið er í eðli sínu einfalt: Þú skalt ekki stela. Þær Bryndís Björns- dóttir og Steinunn Finnbogadóttir eru þjófar samkvæmt eigin játn- ingu, listaverkaþjófar, sem brutu bæði á eignarrétti Snæfellinga (með þjófnaðinum) og sæmdarrétti Ásmundar Sveinssonar (með því að nota verk hans án leyfis í eigin list- sköpun). Fyrir hvern dag sem verk þeirra, með hinum stolna grip, var hluti af sýningu í Nýlistasafninu, var safnið síðan þjófsnautur – nýtti þýfi annarra. Það hlýtur að vekja athygli þeirra sem fjármagna Nýlistasafnið, sem eru einkum útsvarsgreiðendur í Reykjavík og skattgreiðendur landsins almennt (þar á meðal Snæfellingar). Frelsi til athafna er lykilþáttur listrænnar sköpunar á öllum tímum. En það frelsi hvers og eins nær aðeins að mörkum réttar ann- arra; sé brotið á eignarrétti annarra er það lögbrot, og sé brotið gegn sæmd og heiðri látinna er það til skammar þeim sem slíkt gera, sem og þeim sem láta slíkt líðast. Hér þarf að stíga ákveðið til jarð- ar á grundvelli laga og almennrar kurteisi. Hafi þetta mál litlar eða engar af leiðingar f y rir viðkomandi, er ljóst að engin listaverk njóta verndar laga á Íslandi; það má stela og vanvirða eldri listaverk að vild í nafni nýrrar listsköpunar, og það má ásaka látna listamenn sem ekki geta svarað fyrir sig um hvað sem er. Hugnast það mörgum? n Þú skalt ekki stela Eiríkur Þorláksson listfræðingur Hafi þetta mál litlar eða engar afleiðingar fyrir viðkomandi, er ljóst að engin listaverk njóta verndar laga á Íslandi; það má stela og vanvirða eldri listaverk að vild í nafni nýrrar listsköpunar, og það má ásaka látna lista- menn sem ekki geta svarað fyrir sig um hvað sem er.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.