Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 12
Þann 30. mars hélt Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmið- stöð ráðstefnuna Nám er fyrir okkur öll. Um 200 manns sóttu ráð- stefnuna sem var bæði kraftmikil og árangursrík. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnu- markaðsráðherra, f lutti ávarp í upphafi ráðstefnu. Það var ánægju- legt og uppörvandi að hlusta á ráð- herra segja að fram undan sé endur- skoðun laga um framhaldsfræðslu þar sem unnið verði að fjölbreyttu og aðgengilegu námi fyrir alla, alla ævi. Hann sagði jafnframt, og ég tek undir það, að menntun og aðgangur að námi sé eitt öflugasta tækið sem beita má til jöfnuðar í samfélaginu. Ég bind því vonir við að fram undan séu aukin tækifæri fyrir fatlað fólk, bæði hvað varðar nám og atvinnu og ég sé mikil tækifæri í því að mennta- og atvinnumál fatlaðs fólks séu undir sama ráðuneyti. Markmið ráðstefnunnar var að hlusta á óskir og væntingar fatlaðs fólks til náms eftir að formlegu námi lýkur. Lára Þorsteinsdóttir flutti erindið Ég vil breyta sögunni þar sem hún sagði frá draumum sínum um að fara í nám í sagnfræði. Í dag á hún ekki möguleika á því. Karen Axelsdóttir ræddi um fleiri tækifæri til menntunar. Kolbeinn Jón Magnússon, Margrét M. Norð- dahl og Þórir Gunnarsson ræddu saman um mikilvægi listmennt- unar og baráttuna fyrir aðgengi að menntun, en draumur þeirra Kolbeins og Þóris er að stunda list- nám við Listaháskólann. Anna Rósa Þrastardóttir, sem er nemandi á starfsbraut framhaldsskóla, f lutti erindið Framtíð fyrir fatlaða. Í erindi hennar kom fram hversu fá tækifæri fatlað fólk hefur á námi eftir að framhaldsskóla lýkur. Eftir kaffihlé var unnið í hópum þar sem öllum ráðstefnugestum gafst kostur á að koma óskum sínum á fram- færi. Ef niðurstöður ráðstefnunnar eru dregnar saman má í stuttu máli segja að óskir fatlaðs fólks eru alveg þær sömu og annarra. Þau vilja eiga kost á fjölbreyttu námi. En hvers konar nám erum við að tala um? Gróflega má skipta því í fjóra f lokka. Atvinnutengt nám, nám í háskóla, nám við almennar menntastofnanir sem bjóða nám fyrir fullorðið fólk og tómstunda- tengt nám. Á síðasta ári hóf Fjölmennt mark- visst samstarf við Atvinnu með stuðningi og fram undan er sam- starf við Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins. Þetta eru mjög ánægjuleg skref og munu örugglega fjölga tækifærum fatlaðs fólks til atvinnu- tengds náms. Í dag er boðið upp á eina náms- braut í Háskóla Íslands, diplóma- nám fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði. Þetta er metn- aðarfullt nám og hefur opnað leiðir til atvinnu hjá þeim sem stundað hafa það nám. Nú þarf að gera átak í því að fjölga námstækifærum í háskóla, ekki bara við Háskóla Íslands heldur líka aðra háskóla, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Ég vil líka nefna myndlistanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar hefur undanfarin ár verið boðið upp á nám fyrir fatlað fólk, frábært nám sem vonandi verður áfram í boði. Þegar ég tala um nám við almenn- ar menntastofnanir á ég við nám við ýmsa skóla sem bjóða upp á nám fyrir fullorðið fólk. Hér má til dæmis nefna tölvuskóla, málaskóla, dansskóla og svo mætti áfram telja. Fjölmennt hefur í gegnum árin átt í farsælu samstarfi við ýmsa skóla af þessu tagi og við þurfum að auka það. Það má ekki gleyma tómstunda- tengda náminu. Ég hef úr mörgu að velja ef mig langar að fara á nám- skeið til að auka þekkingu mína og lífsgæði. Þannig á það líka að vera hjá fötluðu fólki. Sá hópur sem stundar nám hjá Fjölmennt er mjög ólíkur. Nám sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum. Sumir geta stundað nám í hópi á meðan aðrir þurfa einka- kennslu. Við megum ekki gleyma þeim sem eru í námi til að auka lífs- gæði sín og þeim hópi sem hefur miklar stuðningsþarfir og á erfitt með að sækja sinn rétt. Það hafa ekki allir áhuga á að fara í háskóla eða atvinnutengt nám og þá verðum við að bjóða upp á fjölbreytt nám- skeið fyrir þann hóp. Ísland hefur undirritað ýmsa alþjóðlega sáttmála sem segja að það eigi allir að geta menntað sig. Það er til dæmis alveg skýrt í 24. grein í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar segir að aðildarríki að samn- ingnum skuli tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að hefja almennt nám á háskólastigi og að fá aðgang að starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Og það á að tryggja að fatlað fólk fái viðeigandi aðlögun. Það er nefnilega ekki nóg að opna skólana, fólk á rétt á að fá þá aðstoð sem það þarf. Menntastefna íslenskra stjórn- valda til ársins 2030 byggist á ein- kunnarorðunum Framúrskarandi menntun alla ævi. Fimm stoðir eiga að styðja við framtíðarsýnina og fyrsta stoðin er að allir eigi að hafa jöfn tækifæri til menntunar. Það er sem sagt búið að ákveða að allir hafi sama rétt svo nú er bara að láta verkin tala! Að endingu vil ég vitna í fyrir- lesarana á ráðstefnunni, breytum sögunni með Láru, gefum Karen fleiri tækifæri til menntunar, látum drauma Kolbeins og Þóris rætast og vinnum að framtíð fyrir fatlaða með Önnu Rósu. n Horft fram á veginn Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar Mikil umræða hefur sprottið upp í kringum ákvörðun stjórnar Eflingar um að segja öllu starfsfólki skrifstof- unnar upp. Ákvörðunin hefur verið skýrð af formanni Eflingar þannig að ekkert annað hafi verið í stöðunni, þar sem breyta eigi skipulagi og end- urskoða starfslýsingar starfsmanna. Að mínu mati er það röng afstaða, það eru alltaf valmöguleikar í öllum kringumstæðum. Þeir eru ekki endi- lega auðveldir en alltaf ber að hafa í huga að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Fyrirtæki beita oftast hópupp- sögnum þegar fækka á fjölda manns og ekki endurráða í störf þeirra. Þetta er gert í hagræðingarskyni og oft af illri nauðsyn. Fyrir starfsmann er uppsögn á starfi alltaf áfall, það kippir stoðum undan fjárhagslegu öryggi og stöðu í samfélaginu. Eins einkennilega og það hljómar, getur hópuppsögn í vissum tilfellum veitt einstaklingnum ákveðið skjól, þar sem starfsmenn styðja við hvern annan í ferlinu og samfélagið sýnir einstaklingum sem í því lenda meiri jákvæðni. Að mínu mati á aldrei að beita hópuppsögn þegar endurskoða á skipulag í rekstri. Það hljómar ein- kennilega að segja fólki upp og hvetja það til að sækja um aftur. Hér reynir á stjórnendur að vera stjórnendur. Flest starfsfólk leggur ríka áherslu á að halda starfi vegna þess óöryggis sem atvinnuleysi skapar. Það er mín reynsla að aldrei eigi að beita afli. Þótt stjórnendur hafi völd sé ekki vænlegt til árangurs að beita því. Stjórnendur eiga að hafa framtíðar- sýn og það reynist oft mjög farsælt að leyfa starfsfólki að taka þátt í að móta hana. Mikilvægasti þátturinn í góðum stjórnarháttum er að sýna samstarfsfólki virðingu, vera hrein- skiptinn, heiðarlegur og upplýsa starfsfólkið. Ef leita á nýrra lausna við að sinna starfinu þá sé farsælt að hlusta á þá sem mesta reynslu hafa og gefa öllum kost á að eiga hlut í því breytingaferli sem fram undan er. Þegar fyrir liggur að breyta eigi ákveðnum þáttum í ráðningarsam- bandi starfsmanna er hægt að segja upp þeim þáttum með eðlilegum uppsagnarfresti, en það er ekki þar með sagt að segja þurfi upp ráðn- ingarsambandinu að fullu. Einnig er hægt að velja að breytingaferli nái yfir ákveðið tímabil og að nýir starfsmenn séu ráðnir inn á nýjum forsendum. Hér er þetta tekið sem dæmi en ótal lausnir finnast sem hægt er að nota ef viljinn er fyrir hendi. Ef lokaniðurstaða er að eigi að segja starfsmanni upp er það lág- markskurteisi að sýna viðkomandi þá virðingu að það sé gert á ein- staklingsvísu þar sem starfsmaður er upplýstur um forsendur upp- sagnar og afleiðingar. Fyrir f lesta er uppsögnin mjög stórt áfall og því þarf eftirfylgni að eiga sér stað í framhaldi. Hér þurfa stjórnendur að styðja við starfsfólk og vera til stað- ar. Að senda starfsfólki uppsagnar- bréf í tölvupósti að næturlagi er að mínu mati misbeiting valds. Hér eru stjórnendur Eflingar ekki að veita gott fordæmi fyrir atvinnurekendur þessa lands. Sem betur fer eru þeir flestir komnir miklu lengra í góðum stjórnarháttum og getur stjórn Efl- ingar litið til fyrirmyndarfyrirtækja VR um hvernig standa beri að skipu- lagsbreytingum. n Völd eða virðing Hugmynd okkar í Viðreisn um að stofna leikskóla fyrir Landspítala hefur fangað athygli margra og sitt sýnist hverjum. Það er eðlilegt þegar talað er fyrir nýjungum og kerfisbreytingum sem þessum. Í því samhengi er mikilvægt að árétta að við erum að tala um alvöru leikskóla en ekki bara gæslu. Leikskóla þar sem börn munu fá gæðamenntun og dvelja í klukkustundum jafnlengi og á öðrum leikskólum, hvort sem litið er til innan dags eða viku. Foreldrar myndu aldrei sætta sig við annað og pólitísk forysta á að halda uppi merkjum gæðaleikskóla, með hags- muni barna að leiðarljósi. Kennaraforystan virðist hafa túlkað hugmyndina á þann hátt að um útvatnaðan leikskóla væri að ræða, þar sem fram færi fyrst og fremst gæsla fyrir börn. Við í Við- reisn myndum aldrei svíkja börn um þá gæðamenntun sem þau eiga rétt á. Ég veit, eftir að hafa stýrt leikskólum í gegnum miklar breyt- ingar, þar sem við til að mynda styttum vinnuvikuna verulega í góðu samráði við starfsfólk, að það er mikill kraftur í leikskólakennur- um og öðrum starfsmönnum leik- skóla. Þarna fann ég skapandi af l sem getur byggt upp sveigjanlegra leikskólakerfi sem hentar f leirum, án þess að gefa eftir í kröfum, ef þau fá til þess tækifæri. Sveigjanlegur leikskóli Leikskóli Landspítalans yrði frá- brugðinn öðrum leikskólum að því leyti að sveigjanleiki hans yrði meiri. Þarna væri skóli sem opnar um 7.00 á morgnana og er opinn til 19.00, alla daga. Það að leik- skóli opni aðeins fyrr og sé opinn fram að kvöldmat kollvarpar ekki hugmyndinni um hvað leikskóli er. Foreldrar barna sem starfa á sjúkrahúsinu munu líkt og allir for- eldrar gera miklar kröfur um gæði leikskólans. Þeim kröfum verður mætt. Mikilvægt er líka að árétta að dvalartími barna verður sá sami og gengur og gerist annars staðar. Eina sem breytist er hvenær, innan dags- ins, börnin eru á leikskólanum. Hvað er börnum fyrir bestu? Sveigjanleiki í starfi leikskóla er barni fyrir bestu. Hann er líka fjöl- skyldum fyrir bestu. Þessi sveigjan- leiki hjá leikskólum gefur þessum fjölskyldum festu og stöðugleika. Þessi börn þurfa vistun á þessum tíma, hvort sem leikskólinn bregst við því eða ekki. Með því að fella alla leikskóla í sama formið, án þess að huga að þörfum fjölskyldna og barna, er því í raun verið að lengja vistunartíma barna. Á sama tíma er verið að bjóða þeim upp á dag- vist, sem flokkast myndi sem gæsla, í stað þess að leyfa þeim að njóta gæðamenntunar. Það er ekki börn- unum fyrir bestu. Það kemur því á óvart að kenn- araforystan setji sig upp á móti þessari hugmynd sem felur í sér gríðarlega aukin lífsgæði fyrir börn og barnafjölskyldur. Það eru líka hagsmunir kennarastéttarinnar að það sé aukinn fjölbreytileiki þegar kemur að starfsumhverfi kennara. Með auknum fjölbreytileika hafa kennarar meira val og það er gott. Landspítalaleikskóli er góð hugmynd Það að opna sérstakan leikskóla fyrir Landspítalann er góð hugmynd. Hún er góð því fólkið sem vinnur á spítal- anum segir að hún sé góð. Hún er góð því þannig er hægt að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra sem vinna vaktavinnu. Þetta er góð hugmynd því það eru að langstærstum hluta konur sem vinna þessa vaktavinnu. Þetta er góð hugmynd því fólk sem vinnur vaktavinnu á Landspítala fórnar miklu fyrir okkur hin og við verðum að koma betur til móts við þau. Við viljum að heilbrigðis- kerfið sé til staðar hvort sem við veikjumst eða verðum fyrir slysi um helgar, á nóttinni eða á virkum degi. Það hræðir okkur öll ef ekki er hægt að tryggja öryggi okkar. Á Landspítalanum blasir við mikil mannekla, þar sem fólk gefst upp, hættir og færir sig í önnur störf. Það er fátt eða ekkert sem styður fjölskyldur sem vinna vaktavinnu á Landspítalanum. Því þarf að breyta. Hugmyndin er góð því slíkur leikskóli styður við stöðugleika í lífi barna. Hún er góð því svona skóli dregur úr álagi fjölskyldna sem er mikið fyrir. Líf fólks sem færir fórnir vegna vaktavinnu þarf að verða einfaldara og betra. Þann- ig tryggjum við gæði þjónustu á sjúkrahúsinu og drögum úr líkum á manneklu. Við í Viðreisn viljum að kerfið lagi sig að börnum og fólki en ekki öfugt. Með auknum sveigjanleika kerfisins er hægt að byggja betri borg fyrir börn. n Alvöru leikskóli fyrir Landspítala Ég bind því vonir við að fram undan séu aukin tækifæri fyrir fatlað fólk, bæði hvað varðar nám og atvinnu og ég sé mikil tækifæri í því að mennta- og atvinnumál fatlaðs fólks séu undir sama ráðuneyti. Margrét Guðmundsdóttir varaformaður stjórnar Festis. Ef lokaniðurstaða er að segja eigi starfsmanni upp er það lágmarks- kurteisi að sýna við- komandi þá virðingu að það sé gert á ein- staklingsvísu þar sem starfsmaður er upplýst- ur um forsendur upp- sagnar og afleiðingar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Hugmyndin er góð því slíkur leikskóli styður við stöðugleika í lífi barna. Hún er góð því svona skóli dregur úr álagi fjölskyldna sem er mikið fyrir. 12 Skoðun 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.