Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 13

Fréttablaðið - 19.04.2022, Page 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 2022 Kynslóðin sem er nýkomin á, eða er á leið á eftirlaunaaldur hefur búið við mikla neyslu og velsæld. elin@frettabladid.is Kynslóðin sem upplifði seinni heimsstyrjöldina fór betur með hluti og var varkárari í nýtingu auðlinda en kynslóðin sem tók við. Eftirstríðsárabörnin, svokallaða „baby boomers“ kynslóðin sem nú er orðin eldri borgarar, hefur allt annað neyslumynstur en „þægu kynslóðirnar“ þar á undan. Eldri borgarar í dag eyða meiri peningum í hús, orkunýtingu og mat. Rannsókn sem gerð var við NTNU, norska vísinda- og tækni- háskólann, hefur kortlagt losun gróðurhúsalofttegunda eftir aldri fólks árin 2002, 2010 og 2015. Könn- unin tók til 27 ESB-ríkja auk Noregs, Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Japans. Staðreyndin er að þeir sem nú eru komnir á, eða eru að komast á eftir- launaaldur eru ábyrgir fyrir auknum hluta losunar í loftslagsmálum í öllum 32 löndunum. Aldraðir í Japan eru verstir en þeir standa fyrir meira en helmingi loftslagslosunar. Þurfa að minnka húsnæði Bent er á að það gæti verið góður kostur að byggja fleiri öldrunarvæna íbúakjarna svo fólk minnki við sig húsnæði. Stórir aldurshópar fæddir á árunum 1950-1960 eru á leiðinni út af vinnumarkaði. Lífslíkur fólks munu tvöfaldast fram til ársins 2050. Þetta er kynslóð sem er alin upp við mikla neyslu og þarf að huga betur að umhverfis- vernd. Yngri aldurshópar hugsa miklu frekar um loftslagsmál og hafa dregið verulega úr losun sinni á undanförnum árum. Þeir sem eru yngri en 30 ára virðast vera dug- legastir í verndun umhverfisins. n Neyslukynslóðin komin á efri ár Í upphafi vetrar tók Heilsa og útlit í notkun Redfit room, sem er flottasti infra-klefi landsins, að sögn Söndru Lárusdóttur, eigenda Heilsu og útlits. Hann er notaður sem æfingaherbergi fyrir jóga, spinning, lyftur, hugleiðslu og margt fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Auka vellíðan og lífsgæði Á undanförnum árum hefur heilsulindin Heilsa og útlit stóraukið vöru- og þjónustuframboð sitt. Infra-vörurnar hafa slegið í gegn og þar er að finna flottasta infra-klefa landsins. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.