Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 19.04.2022, Qupperneq 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Heilsulindin Heilsa og útlit var stofnuð árið 2014 og hefur alla tíð sérhæft sig í meðferðum sem bæta andlega og líkamlega vel- líðan viðskiptavina sinna. Frá upphafi hefur starfsfólk heilsu- lindarinnar notað mikið tæki frá heilsuvöruframleiðandanum Weyergans, en það sérhæfir sig í sogæðameðferðum, en sogæðar eru hreinsunarkerfi líkamans, að sögn Söndru Lárusdóttur, eiganda Heilsu og útlits. „Sogæðameðferðir eru sérstak- lega góðar við hvers kyns bólgum, þær virkja kerfið í okkur og fá okkur til að líða betur. Vinsælustu meðferðirnar hjá okkur eru súr- efnishjálmurinn, sogæðastígvélin, vacusport, vacumed ásamt fjöl- mörgum andlits- og líkamsmeð- ferðum.“ Infra-vörurnar hafa slegið í gegn Infra-vörurnar frá Heilsu og útliti hafa slegið í gegn enda auðveldar í notkun heima fyrir eða á vinnu- staðnum. Vörurnar eru ætlaðar ólíkum líkamshlutum, til dæmis hné, höndum, baki og öxlum og lina verki með innrauðum geislum. „Vörurnar okkar eru FDA vottaðar sem er mikilvægt því þá vitum við að gæðin eru góð og við- urkennd. Fólk sem er að bíða eftir aðgerðum á til dæmis hné eða öxl og hefur keypt hjá okkur þessar vörur er orðlaust hvað þetta hefur hjálpað því mikið. Blóðflæðið eykst og bólgur og bjúgur minnka. Einnig eru infra-hendurnar alveg æðislegar fyrir fólk sem er með slæma gigt í höndum og sauma- konur hafa fagnað þessu mikið. Ég hvet alla til að kynna sér vörurnar okkar.“ Flottasti infra-klefi landsins. Í upphafi vetrar tók Heilsa og útlit í notkun Redfit room sem er meðal annars notað sem æfinga- herbergi fyrir jóga, spinning, lyft- ur og hugleiðslu. „Þetta er f lottasti infra-klefi landsins. Þar er hægt að fá nudd eða bara slappa af og hreinsa hugann. Inni í klefanum er sjónvarp og Bluetooth og því er hægt að hlusta á sögu, tónlist eða hafa einkaþjálfarann á skjánum.“ Heilsa og útlit er umboðsaðili fyrir klefana hérlendis og í Noregi, en þeir hafa slegið í gegn að sögn Söndru. Að hennar sögn er nóg að vera í klefanum í 20-30 mínútur til að finna áhrifin. „Fyrir vikið er hann frábær lausn fyrir þau sem eru á hraðferð en klefinn tekur 5-8 manns sitjandi eða tvö sem liggja.“ Í hitaklefanum er svo kallað Far Infrared, 16 litameðferðar- ljós, Himalayan saltsteinar og jade náttúrusteinar, en þeir eru sambland af tveimur mismun- andi náttúrulegum steinefnum, annars vegar jadeite (natríum, áli og kísli) og hins vegar nefrít (kalsíum, magnesíum og kísli). „Kristallarnir hjálpa náttúrulega getu líkamans við að draga djúpt andann og slaka á. Þegar rakastig andrúmslofts er eðlilegt dregur loftið að sér saltagnirnar sem mýkja húðina og opna öndunar- veginn. Saltið hjálpar einnig við að opna ennis- og kinnholur og stuðlar að hugarró.“ Sandra segir að notkun inn- rauðra geisla við að auka kjarn- hitastig líkamans hafi jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks. „Slík meðferð hefur auk þess reynst íþróttamönnum vel til að ná betri árangri, svokölluð hita- meðferð.“ Að sögn Söndru veitir infra-rauði klefinn: n Róandi, vöðvaslakandi hugar- ástand n Brennir hitaeiningum n Stuðlar að þyngdarmissi og minnkun á ummáli n Eykur blóðrás n Eykur súrefnisupptöku n Eykur brennslu n Eykur hreyfigetu n Eykur liðleika n Er verkjalosandi n Endurmótar líkamann n Afeitrar n Endurnærir húðina n Framkallar afslöppun/veitir hugarró n Kemur jafnvægi á kortisólmagn (kortisól er hormón sem hjálpar fólki að slaka á streitu og veitir jafnvægi) n Stuðlar að andlegu jafnvægi og ró n Hjálpar við svefnleysi n Veitir húðinni raka n Hreinsar öndunarveginn n Hjálpar árstíðabundnu ofnæmi/frjókornaofnæmi n Hefur góð áhrif sem meðferð við berkjubólgu (sjá heimasíðu Halotherapy fyrir frekari upp- lýsingar) Verndarhjúpur gegnir miklu hlutverki Verndarhjúparnir hafa slegið í gegn að sögn Söndru, en þeir hjálpa líkamanum að viðhalda kjörþyngd meðan slakað er á í gufunuddæfingatæki sem umvefur fólk eins og verndar- hjúpur. „Að mínu mati ættu þeir að vera til staðar á öllum heilsu- stofnunum enda gegna þeir mjög mikilvægu og fjölþættu hlut- verki. Þeir veita slökun, hita og nudd, styrkja líka ónæmiskerfið, bæta einnig svefninn og hreinsa hugann. Við höfum bætt við okkur f leiri slíkum tækjum í vetur enda er mikil eftirsókn eftir þeim. Núna eigum við eitt til sölu sem heitir Alpha. Það er spurning hver verður svo heppinn að næla sér í hana, til dæmis einhver heilsu- lind, spa, hótel, ljósastofa eða sjúkraþjálfun.“ Spennandi verkefni Eitt af mörgum spennandi verkefnum fram undan að sögn Söndru er að setja á fót tattú- skóla. „Það er sérstaklega spenn- andi verkefni. Ég er búin að læra medical-tattú og var að bæta við mig augabrúnum og vara-tattú sem er mjög vinsælt. Finishing touches hefur einnig gert samning við mig um að setja upp skólann fyrir þá sem vilja læra þetta, til dæmis hjúkrunarfræðinga, förð- unar- og snyrtifræðinga eða hvern sem er sem hefur áhuga á slíku. Áhugasamir aðilar geta sent mér póst á sandra@heilsaogutlit.is. Heilsa og útlit er einnig heild- sala sem flytur inn vörumerki á borð við Casmara, Weyergans og Aroma, en þar má til dæmis finna vinsæl verkjakrem og maxim svitastopparann sem er svakalega vinsæll. „Heildsalan fer stækk- andi og er hægt að sjá allar vörur á heimasíðunni okkar www.heilsa- ogutlit.is og senda mér póst.“ n Heilsa og útlit er í Hlíðasmára 17 í Kópavogi. Þeir sem vilja kynna sér frekar meðferðir hjá Heilsu og útliti geta haft samband í síma 562 6969 eða skoðað heimasíðuna, heilsaogutlit.is. Infra-vörurnar frá Heilsu og útliti hafa slegið í gegn. Þær eru ætlaðar ólíkum líkamshlutum, til dæmis hné, höndum, baki og öxlum og lina verki með innrauðum geislum. Sandra Lárusdóttir vinnur hér með augnabrúnir viðskiptavinar. Verndarhjúpurinn er mjög vinsæll og býður upp á áhrifaríka hitameðferð. Heilsa og útlit býður eingöngu upp á viðurkennd heilsutæki. Þetta er flottasti infraklefi landsins. Þar er hægt að fá nudd eða bara slappa af og hreinsa hugann. Sandra Lárusdóttir 2 kynningarblað A L LT 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.